Færslur: Veðurstofa Íslands

Mildar og votar sunnanáttir á landinu
Veðurstofa Íslands spáir skúrum Sunnan- og Vestanlands, 8 til 15 metrum á sekúndu, hvassast verður við ströndina. Á Norður- og Austurlandi rofar til. Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu að sinni og beinir mildum og votum sunnanáttum að landinu. 
16.03.2021 - 06:46
Myndskeið
Líkurnar á gosi aukast með degi hverjum
GPS-gögn sýna að kvikusöfnun undir Nátthaga suður af Fagradalsfjalli hafi haldist stöðug síðan fyrir helgi. Þetta er á sama stað og skjálftavirknin hefur verið hvað mest. Eftir því sem þetta varir lengur, aukast líkurnar á eldgosi. Gjósi í Nátthaga gæti hraun flætt yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands
Hægur vindur á landinu í dag en víða stöku él
Veðurstofan spáir fremur hægum vindi á landinu í dag en víða má búast við stöku éljum. Norðaustanlands verður heldur meiri ofankoma fram undan hádegi.
14.03.2021 - 07:45
Rúmlega nítján hundruð skjálftar hafa mælst í dag
Frá því um miðnætti í dag 13. mars hafa rúmlega 1900 skjálftar mælst á Reykjanesskaga að því er fram kemur í tilkynningu náttúruvársérfræðinga á Veðurstofu Íslands.
Dálítil snjókoma norðan heiða en bjart sunnantil
Veðurstofan spáir norðan kalda eða strekkingi í dag, en norðvestan 13 til 20 metrum á sekúndu austast á landinu fram eftir degi. Búast má við dálítilli snjókomu með köflum um landið norðanvert, en sunnan heiða verður yfirleitt bjart og fallegt veður.
13.03.2021 - 07:41
Kvikan virðist ekki hafa færst lengra til suðurs
Vísindaráð almannavarna fundaði um umbrotin á Reykjanesskaga í dag og fór yfir mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Sérstaklega var hugað að gasmælingum. Kvikugangurinn heldur áfram að stækka en tafir verða á því að nýjar gervihnattamyndir berist - ástæðan er eldsvoði í gagnaveri Geimferðastofnunarinnar í Strassbourg.
Ekki hægt að útiloka sprengigos í sjó
Kvikugangurinn á milli Keilis og Fagradalsfjalls heldur áfram að brjóta sér leið til suðurs og teygir sig nú að Borgarfjalli. Ný veðurratsjá tryggir að hægt verði að greina eldgos um leið og það hefst. Gjóskulagafræðingur segir líkön af hugsanlegum gosstöðvum og hraunflæði gefa mikilvægar upplýsingar, en það geti samt allt gerst. Ekki sé hægt að útiloka sprengigos í sjó. 
Lítið þarf til að kvikan komi upp á yfirborðið
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri jarðvár á Veðurstofu Íslands, segir að ekki þurfi mikið til að þess að kvika nái upp á yfirborðið því að hún sé á aðeins eins kílómetra dýpi við Fagradalsfjall.
Viðtal
Enn gæti komið stærri skjálfti við Brennisteinsfjöll
Sú sviðsmynd að riðið geti yfir stór skjálfti, sem á upptök sín við Brennisteinsfjöll, hefur ekki verið tekin af dagskrá, að sögn Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. „Það er enn hætta á stærri skjálfta á því svæði. Við verðum bara að gera ráð fyrir því að þetta verði langhlaup og að virknin sé dálítið kaflaskipt og við erum kannski akkúrat núna í svona rólegum kafla en við verðum bara að gera ráð fyrir öllu, að svo stöddu,“ sagði hún í hádegisfréttum.
Um 2.800 skjálftar á sunnudag - kvöldið rólegt
Eftir viðburðaríka nótt með mörgum öflugum skjálftum á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga fækkaði stærri skjálftum eftir því sem leið á sunnudaginn. Smáskjálftar hafa hins vegar haldið áfram linnulaust og alls hafa orðið um 2.800 skjálftar á svæðinu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði rétt fyrir miðnæturfréttir að kvöldið hafi verið tiltölulega rólegt á umbrotasvæðinu.
Myndskeið
Golfstraumurinn er ekki að hverfa
Hægt hefur á lóðréttum og köldum hafstraumum sem streyma frá Norðurpólnum til suðurs. Nýleg rannsókn sýnir fram á þetta. Haffræðingur segir að þrátt fyrir þetta sé ótímabært að fullyrða að þetta verði til þess að hinn hlýi Golfstraumur hverfi. „En í fyrsta lagi þá er Golfstraumurinn ekki að hverfa og í öðru lagi, þó að þessi straumur hryndi, þá myndi það breyta Golfstraumnum eitthvað en það myndi ekki gera Ísland óbyggilegt,“ segir haf- og veðurfræðingur.
Fundað með Almannavörnum vegna skjálftanna í nótt
Fulltrúar Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum og Grindavíkurbæjar hittust á fundi klukkan hálf fjögur í nótt vegna jarðskjálftahrinu næturinnar.
Myndskeið
Reiði yfir því að fá rafmagnsleysi ofan í jarðskjálfta
Reiði er meðal Grindvíkinga yfir því að hafa þurft þola rafmagnsleysi í rúma níu klukkutíma í gær ofan í jarðskjálfta síðustu tíu daga. Á fjórða hundrað fylgdust með íbúafundi í beinu streymi í dag og tugir mættu á fundinn. „Ég er búinn að vera hræddari við þetta núna. Óhugnalegt bara. Þetta er svo nálægt Grindavík, svo harkalegt. Ég vakna oft á nóttunni. Ég næ ekki miklum svefni. Og rafmagnsleysið var ekki að gera þetta betra, heldur betur ekki,“ segir Teitur Leon Gautason, íbúi í Grindavík.
Léttir til um sunnanvert landið í kvöld
Veðurstofan spáir suðlægri átt 3-10 m/s en hvassara veðri við norðausturströndina. Dálítilli vætu með köflum en smá slyddu og snjókomu norðaustantil fram eftir degi, en í kvöld léttir til um sunnanvert landið. Hiti verður á bilinu 0-6 stig.
06.03.2021 - 07:53
Helgarveðrið hagstætt miðað við árstíma
Hægar suðlægar eru ríkjandi í dag með lítilsháttar rigningu. Bjartviðri er á Norður og Austurlandi. Í kvöld bætir í rigningu á Suður- og Vesturlandi en hiti verður á bilinu tvö til sjö stig.
05.03.2021 - 06:46
Skjálftinn rétt fyrir klukkan níu mældist 4,5 að stærð
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 8:54 var 4,5 að stærð. Upptök hans voru 1,5 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli. Hann er sá stærsti síðan skjálfti af stærðinni 4,2 varð 2. mars.
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Hátt í 17.000 skjálftar frá upphafi hrinunnar
Meira en 16.500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir viku, þegar skjálfti af stærðinni 5,7 varð á miðvikudagsmorguninn 24. febrúar. Frá miðnætti hafa mælst meira en 800 skjálftar, þar af átta stærri en 3.
Suðaustan átt með dálítilli vætu sunnan- og vestantil
Spáð er suðaustanátt, 5 til 13 metrum á sekúndu í dag og dálítilli vætu á Suður- og Vesturlandi. Hiti verður tvö til sex stig. Norðaustan- og austanlands léttir til en þar verður frost allt að fimm stigum.
03.03.2021 - 07:35
Segir kvikuganginn breiðan og langan
Kvikugangurinn sem valdið hefur skjálftahrinunni á Reykjanesskaga er líklega orðinn allt að eins og hálfs metra breiður og skríður nokkra kílómetra undir yfirborðinu í átt að Keili. Fimm skjálftar af stærðinni fjórir eða meira hafa orðið síðan á miðnætti. Þó hefur enginn skjálfti yfir þremur orðið síðan í hádeginu.
Viðtal
Veðurstofan fær aukafjárveitingu vegna skjálftavöktunar
Veðurstofa Íslands fær 60 milljóna króna aukafjárveitingu til að standa straum af kostnaði við vöktun og mönnun á Reykjanesskaga. Þetta ákvað ríkisstjórnin á fundi í morgun.
Veður með stilltara móti miðað við árstíma
Veðurstofan spáir dálítilli rigningu eða slyddu, golu eða kalda sunnan- og vestanlands. Það bætir í úrkomu eftir hádegi en hægviðri verður Norðan- og Austanlands og þurrt fram eftir degi.
02.03.2021 - 06:50
Rýmingaráætlun er til fyrir höfuðborgarsvæðið
„Það er til rýmingaráætlun fyrir höfuðborgina. Það er mikilvægt því þá er vitað hvað ber að gera ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún var gestur í Silfrinu í morgun.
Síðdegisskjálftar fundust vel á suðvesturhorninu
Jarðskjálfti varð rétt vestur af Keili klukkan 16:30, sem mælist 4,2 að stærð. Tæpum klukkutíma fyrr varð skjálfti sem staðfestar tölur Veðurstofu Íslands segja að hafi verið 4,1 að stærð. Upptök hans voru 2,1 kílómetra vestur af Keili.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 fannst víða í byggð
Jarðskjálfti sem var af stærðinni 4,3 fannst í byggð klukkan 11:32 í morgun. Upptök skjálftans voru um 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.