Færslur: Veðurstofa Íslands

Veðurspáin batnar til muna
Veðurspáin fyrir næstu daga hefur batnað verulega. Veðurstofa Íslands hefur afnumið gular vinda- og úrkomuviðvaranir sem áttu að taka gildi á öllu norðanverðu landinu og á miðhálendinu á morgun. Búist var við að viðvaranirnar yrðu appelsínugular þegar nær drægi.
19.09.2020 - 12:49
Slydda og jafnvel snjókoma í veðurkortunum
Í dag segir Veðurstofa Íslands vera útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt verði í veðri á austanverðu landinu.
19.09.2020 - 07:10
Veðurblíða fyrir austan í dag
Veðurstofan spáir blíðviðri á austanverðu landinu í dag, léttskýjuðu og sæmilega hlýju veðri. Vestanlands verður skýjað og lítilsháttar væta með köflum í dag. Suðvestan 5-13 m/s en vaxandi sunnanátt og rigning seint í kvöld. Hiti verður á bilinu 7-15 stig og hlýjast austast.
18.09.2020 - 07:33
Rólegt í dag en hvessir í nótt
Veðurstofan spáir fremur hægri vestlægri eða breytilegri átt í dag. Þurru og björtu að mestu austantil en dálitlum skúrum fram eftir degi um landið vestanvert. Í nótt tekur að hvessa, fyrst vestantil með allt að 15-20 m/s. Rigning sunnan- og vestantil eftir hádegi í dag, en bjart og þurrt norðaustantil. Hiti verður á bilinu 6-13 stig.
15.09.2020 - 06:32
Jarðskjálfti 3,4 að stærð – 17.721 skjálfti á svæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist um 12 kílómetra norður af Gjögurtá á tólfta tímanum í morgun. Skjálftinn fannst á Dalvík og í Ólafsfirði og á upptök í Tjörnesbrotabeltinu. Þar hefur mælst 17.721 skjálfti hefur síðan jarðskjálftahrina hófst þar 19. júní.
Víða dálitlar skúrir í dag
Veðurstofan spáir austanátt 5-10 m/s við suðurströndina í dag en hægari vindi annars staðar. Víða má búast við smáskúrum en norðan heiða verður bjart með köflum. Hiti verður á bilinu 5-10 stig.
14.09.2020 - 06:29
Jarðskjálfti af stærðinni 3 fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti um þrír að stærð varð rétt fyrir klukkan níu í kvöld.
Tveir jarðskjálftar við Krýsuvík í morgun
Tveir jarðskjálftar urðu í grennd við Krýsuvík í morgun. Sá fyrri var 2,8 að stærð klukkan 06:20 og sá síðari var 3,3 að stærð klukkan 06:21. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt.
07.09.2020 - 09:21
Gul veðurviðvörun í nótt
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Austfjörðum, Austurlandi og Suðausturlandi í nótt. Á Austurlandi að Glettingi tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir í sólarhring. Þar er spað vestan- og norðvestan 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum við fjöll sem verða allt að 30 metrar á sekúndu.
06.09.2020 - 15:59
„Kindurnar þola alveg vont veður“
Sauðfjárbændur í Svalbarðshreppi áttu ekki kost á að flýta göngum vegna vonskuveðurs sem spáð er í dag. Sigurður Þór Guðmundsson, sauðfjárbóndi á Holti í Svalbarðshreppi, segist hafa þá trú að féð komi sér í skjól og bíði af sér veðrið, eina áhyggjuefnið sé hvort snjór fylgi veðrinu.
03.09.2020 - 08:22
Lægð nálgast landið
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt og smá skúrum í dag. Hægt vaxandi vindi úr norðaustri og rigningu sunnan og austan til seinni partinn. Búast má við norðan og norðaustan 9-15 m/s síðdegis, hvassast norðvestan til, og 8-13 m/s á Vestfjörðum.
02.09.2020 - 06:37
Rigning eða súld með köflum í dag
Veðurstofan spáir vestlægri átt 3-8 m/s í dag. Skýjað verður víða og rigning eða súld á vestanverðu landinu en þurrt að mestu austantil. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig og hlýjast á Suðausturlandi.
28.08.2020 - 06:51
Hlýjast á Suðausturlandi í dag
Veðurstofan spáir hægri vestlægri eða breytilegri átt í dag, 3-8 m/s vestantil síðdegis. Skýjuðu á vestanverðu landinu og lítilsháttar vætu sums staðar. Annars verður bjart með köflum en þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig og hlýjast á Suðausturlandi.
27.08.2020 - 06:32
Rólegt og bjart næstu daga
Veðurstofan spáir hægri vestlægri eða breytilegri átt, skýjuðu að mestu á norðanverðu landinu og svolítilli vætu sums staðar í dag. Bjart með köflum í öðrum landshlutum þótt búast megi við þokulofti við norður- og austurströndina. Hiti verður 9-17 stig og hlýjast á suðaustanverðu landinu.
26.08.2020 - 06:32
Viðtal
Lónið virðist hafa tæmst mjög snöggt
Hlaup og flóð úr Langjökli á mánudagskvöldið átti upptök í lóni við jaðar Langjökuls suður af Eiríksjökli. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að lónið virðist hafa tæmst mjög snöggt. Flóðið ofan við Húsafell hafi verið stærra og flóðtoppurinn sneggri en neðar í Hvítá.
22.08.2020 - 17:16
Norðlægar, svalari áttir sækja að landinu
Eftir nokkra hlýja og góða daga, einkum fyrir norðan og austan, eru blikur á lofti þegar norðlægar og mun svalari áttir sækja að landinu. Þegar kemur fram í miðja viku fer hitinn lítið yfir 10 stig á meðan veðrið á suðvesturhorninu verður allnokkuð betra og þar ætti hitinn að vera nokkuð víða 15 til 18 stig yfir daginn.
18.08.2020 - 06:49
Hæg breytileg átt og hiti 12 til 18 stig
Hæg breytileg átt eða hafgola er á landinu í dag, en suðasutanátt fimm til tíu metrar á sekúndu með suðurströndinni. Áfram bjart að mestu, en skýjað um sunnanvert landið og líkur á stöku síðdegisskúrum vestanlands. Þetta kemur fram í veðurspá veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
17.08.2020 - 07:04
22 stig norðaustanlands í dag
Í dag spáir Veðurstofa Íslands hlýviðri í mörgum landshlutum, og hægum vindi. Hiti verður víða yfir 16 eða 17 stig, en allt að 22 stig norðaustantil í björtu veðri.
16.08.2020 - 08:11
Hlaup í Grímsvötnum ekki yfirvofandi
GPS-tæki Veðurstofunnar sýna að íshellan í Grímsvötnum er tekin að rísa á ný. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúrvárvöktunar, segir þetta þýða að hlaup sé ekki yfirvofandi. Vatnsstaðan í Grímsvötnum er engu að síður há og líklegt að hlaup verði síðar á árinu.
15.08.2020 - 11:09
Myndskeið
Rannsakar fornleifar jarðskjálfta og spáir stórskjálfta
Búast má við enn stærri jarðskjálftum úti fyrir Norðurlandi á næstu árum og áratugum, að mati jarðeðlisfræðings sem rannsakar fyrri skjálftavirkni á svæðinu. Hann vonast til að rannsóknirnar geti spáð fyrir um hvernig jarðhræringar þróast á flekamótunum.
14.08.2020 - 19:24
Myndskeið
Mesta hættan felst í eldgosi í kjölfar hlaups
Hlaup gæti hafist í Grímsvötnum á næstu dögum. Það sýnir mælir á íshellunni þar. Fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni segir að bíða þurfi frekari gagna. Það tæki líklega þrjá til fimm daga frá upphafi hlaups þar til það kæmi niður á Skeiðarársand. Hlaupið sjálft verði líklega ekki stórt en mesta hættan felist í hvort eldgos komi í kjölfarið.
Rigning fyrir sunnan og vestan, þurrt á NA-landi
Í dag er spáð sunnanátt og rigningu sunnan- og vestantil á landinu og 10-15 stiga hita. Nokkuð annað veðurútlit er um norðaustanvert landið þar sem þurrt verður og bjart og hiti verður 16-23 stig yfir daginn.
11.08.2020 - 07:08
Veðurstofa varar enn við vatnavöxtum
Veðurstofa Íslands varar áfram við vatnavöxtum í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Áfram er spáð rigningu, einkum vestan til og á sunnanverðu hálendinu. Úrkoman getur aukið líkur á grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum.
11.08.2020 - 06:28
24 stiga hita spáð á Norðausturlandi í dag
Í dag er spáð suðlægri átt, 5-10 m/s og víða dálítilli rigningu eða súld, en bjart með köflum Norðaustanlands. Hvessir á vestanverðu landinu seinni partinn og bætir í úrkomu.
10.08.2020 - 06:25
Dregur úr vindi og úrkomu með kvöldinu
Suðaustankaldi eða -strekkingur með rigningu verður á landinu í dag, en hægara og úrkomulítið norðaustanlands.
09.08.2020 - 08:37