Færslur: Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrina líklega vegna kvikusöfnunar
Jarðskjálftahrina hófst við Eldvörp á Reykjanesskaga, norðvestan við Grindavík í dag. Sex skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst. Sá stærsti, 4,7, varð um klukkan tuttugu mínútur í sex síðdegis og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Vegfarendur eru varaðir við grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum þegar jörð skelfur.
15.05.2022 - 21:26
Hætta á grjóthruni á Reykjanesskaga vegna skjálftahrinu
Jarðskjálfti, 4,1 að stærð á 5 kílómetra dýpi, varð klukkan rúmlega fimmtán mínútur yfir tvö í dag rétt vestan við Eldvörp, sem eru vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Þar hófst jarðskjálftahrina um klukkan hálf tólf í morgun og hafa hátt í tvö hundruð skjálftar mælst síðan, en ekki eru neinar vísbendingar um gosóróa á svæðinu.
Jarðskjálfti 4,8 að stærð varð nærri Þrengslum
Snarpur skjálfti varð rétt í þessu sem fannst vel á suðvesturhorni landsins. Veðurstofan hefur yfirfarið mælingar og telja þau skjálftann hafa verið 4,8 að stær. Upptök hans voru 0,6 kílómetra norðaustur af Þrengslum. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi má búast við eftirskjálftum.
14.05.2022 - 17:01
Fimm skjálftar í dag yfir 3 að stærð á Reykjanesskaga
Á föstudag urðu fimm jarðskjálftar yfir 3 að stærð á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur segir virknina enn ekki teljast sem óróapúls, en þau fylgist grannt með jarðhræringum á svæðinu vegna kvikusöfnunar.
Heldur áfram að snjóa í nótt og á morgun
Það verður snjókoma á norðanverðu landinu í nótt og lengst af á morgun. Óvenju kalt er á landinu miðað við árstíma.
11.05.2022 - 23:08
Mikil spenna og skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Um 1800 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í síðustu viku. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni sagði á ráðstefnu norrænna jarðfræðinga að það ætti ekki að koma á óvart að eldgos verði á skaganum á næstu árum.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 við Krýsuvík
Nokkuð snarpur jarðskjálfti reið yfir rétt eftir miðnætti og fannst víða á suðvesturhorni landsins. Náttúruvársérfræðingar hafa nú yfirfarið mælingar og mældist skjálftinn 3,4 að stærð. Upptök hans voru tæpa sjö kílómetra norðaustur af Krýsuvík á 7 kílómetra dýpi, á sömu slóðum varð annar minni skjálfti varð aðeins tæpum hálftíma fyrr.
05.05.2022 - 00:06
Fylgjast vel með kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall
Mælingar náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands, sýna kvikusöfnun á um 16 kílómetra dýpi austan við Fagradalsfjall. Engar landbreytingar benda þó til þess að kvikan sé að nálgast yfirborðið.
Snýst í svala norðanátt í dag
Í dag snýst í norðlæga átt og verður víðast kaldi. Norðanáttinni fylgja stöku él og talsvert kólnandi veður norðantil á landinu. Þar spáir veðurfræðingur frosti í kvöld, 0 til 5 stigum. Víða næturfrost í öðrum landshlutum.
01.05.2022 - 07:49
Skjálfti í Langjökli mældist 3,4 að stærð
Jarðskjálfti í Langjökli mældist 3,4 að stærð um áttaleytið i morgun. Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er ekki óvanalegt að skjálfti af þessari stærð mælist á svæðinu.
Súld vestanlands í dag en bjartara austantil
Í dag er von á dálítilli súld með köflum á vesturhluta landsins, en bjartara verður yfir austurlandi.
30.04.2022 - 08:04
Skjálfti af stærðinni 3,5 á Reykjaneshrygg
Skjálftahrina hófst á Reykjanesi upp úr klukkan níu í morgun. Tveir skjálftar hafa mælst yfir 3 að stærð.
Allt að 14 stiga hiti í dag
Veðurstofan spáir suðvestlægri átt 3-10 metrum á sekúndu í dag en það verður heldur hvassara norðvestan til.
17.04.2022 - 07:29
Yfir 600 skjálftar síðan í gærkvöld
Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga sem hófst í gærkvöld, en hrinan er sú öflugasta á þessum slóðum síðan í nóvember.
Úrkoma ekki verið meiri í mars frá upphafi mælinga
Víða var veturinn sá úrkomusamasti sem vitað er um, og marsmánuður var sá úrkomumesti frá upphafi mælinga í Reykjavík. Sólskinsstundir voru fáar í höfuðborginni í mars en óvenjumargar á Akureyri. 
05.04.2022 - 20:54
Niðurskurður geti valdið varanlegri röskun
Sérfræðingar og vísindafólk á Veðurstofu Ísland telja að viðvarandi niðurskurðaraðgerðir geti valdið verulegri og varanlegri röskun á getu Veðurstofu Íslands til þess að sinna brýnum og lögbundnum skyldum sínum. 
29.03.2022 - 08:19
Rigning eða súld í höfuðborginni í dag
Sunnan heiða er von á rigningu eða súld í dag, en norðanlands verður úrkoman líklega slydda eða snjókoma. Hæg suðlæg átt verður ríkjandi í dag, en norðaustan 10-18 metrar á sekúndu á landinu norðvestanverðu. Á höfuðborgarsvæðinu styttir upp síðdegis. Hiti verður allt að sjö stig, en nær frostmarki norðan til.
22.03.2022 - 07:02
Slydda eða rigning með köflum í dag
Í dag er von á rigningu eða slyddu með köflum víðast um land. Hæg suðaustlæg átt verður ríkjandi og skýjað að mestu. Bjartviðri norðaustanlands. Vægt frost verður fyrir hádegi en hlýnar svo með deginum.
21.03.2022 - 07:27
Um 60 smáskjálftar nærri Grindavík í dag
Um sextíu smáir jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti nærri fjallinu Þorbirni, norðan Grindavíkur. Stærsti skjálftinn fannst í byggð, hann var þó aðeins 2,4 að stærð.
Eldinga varð vart á höfuðborgarsvæðinu
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu varir við eldingablossa og þrumur nú á öðrum tímanum. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar varð vart við tvær eldingar rétt fyrir sunnan höfuðborgarsvæði laust eftir klukkan eitt.
Úrhelli suðaustantil í dag
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Rigningin er það mikil að búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum.
11.03.2022 - 07:00
Enn ein lægðin og gul viðvörun
Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa og gildir til hádegis.   
02.03.2022 - 07:10
Suðaustanstormur og slæmt ferðaveður
Suðaustanstormur gengur yfir landið í dag og honum fylgir talsverð úrkoma, ýmist snjókoma, slydda eða rigning. Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðaranir og víða verður slæmt ferðaveður.
Viðtal
Rauðar viðvaranir gefnar út vegna veðurs
Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Viðvaranirnar taka gildi klukkan 19 í kvöld en appelsínugul viðvörun tekur gildi fyrir aðra landshluta í kvöld.
21.02.2022 - 11:56
Veðurviðvörun orðin appelsínugul
Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun fyrir Suðurland, í gær var hún gul en er nú orðin appelsínugul.