Færslur: Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti upp á 3,3 skammt frá Grindavík
Jarðskjálfti upp á 3,3 varð klukkan 16:12 í dag um 3,5 km norðaustur af Grindavík. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart í Grindavík og Reykjanesbæ. Ekki er útilokað að fleiri skjálftar fylgi í kjölfarið.
09.07.2020 - 17:19
Brennisteinslykt finnst við Múlakvísl
Aukin rafleiðni er í Múlakvísl á Mýrdalssandi og hafa ferðamenn tilkynnt Veðurstofu Íslands um brennisteinslykt á svæðinu. Líklegt er að jarðhitavatn leki nú í ána úr sigkötlum, svokallað bræðsluvatn, en ekki er talið að vatnsmagnið sé nægilegt til að hlaup verði í ánni.
Sá stærsti í 11 daga
Jarðskjálftinn sem mældist á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 17:41 í dag er sá stærsti þar undanfarna 11 daga. Þetta segir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Skjálftinn var 4,2 og voru upptök hans 12,9 km vest-norðvestur af Gjögurtá, á svipuðum slóðum og yfir 10.000 skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst 19. júní.
Yfir 10.000 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu
Yfir 10.000 jarðskjáftar hafa mælast fyrir mynni Eyjafjarðar frá því hrinan þar hófst 19. júní. Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu.
Gul viðvörun á SA-landi frá miðnætti
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna snarpra vindhviða austan Öræfa frá miðnætti í kvöld og fram að hádegi á morgun, mánudaginn 6. júlí.
7-17 stiga hiti á landinu í dag
Í dag verður fremur hæg norðlæg átt víðast hvar, 5-10 m/s en bætir í vind á Norðurlandi eystra er líður á daginn. Skýjað verður með köflum um landið sunnanvert, líkur á síðdegisskúrum og einnig er von á dálítilli vætu við norðausturströndina í kvöld. Hiti verður 7-17 stig, svalast austanlands.
05.07.2020 - 07:47
Enn skelfur jörð við Eyjafjörð
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar, sem hófst 19. júní, stendur enn. Frá upphafi hafa mælst þar yfir 9.000 skjálftar, frá miðnætti hafa mælst 50 skjálftar, allir eru þeir minni en 3 að stærð og engar tilkynningar hafa borist frá fólki um að þeir hafi fundist. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að í gær hafi verið töluverð virkni. Óvissustig almannavarna, sem lýst var yfir á svæðinu 20. júní, er enn enn í gildi.
Allt að 18 stiga hita spáð í dag
Í dag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s en 8-13 með suðurstöndinni. Gengur í norðan 8-13 norðvestantil eftir hádegi, skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands og sums staðar þokubakkar austan til, en bjartviðri norðarlands.
04.07.2020 - 08:28
Hiti allt að 18 stig í dag
Í dag er útlit fyrir fremur hægan vind, en norðaustan kalda yst við suðausturströndina og á Norðvesturlandi framan af deginum. Á sunnan- og vestanverðu landinu má búast við súld, einkum seinnipartinn. Norðaustanlands verður einnig skýjað, en þó þurrt að kalla. Í öðrum landshlutum sést víða vel til sólar.
30.06.2020 - 06:27
Allt að 22 stiga hiti í dag
Í dag er spáð norðaustanátt og nokkru hvassviðri um landið norðvestanvert og suðaustanlands. Víða verður bjartviðri og mjög hlýtt, 14-22 stig, en dálítil rigning eða skúrir og mun svalara á Norðaustur- og Austurlandi, 7-13 stig.
29.06.2020 - 06:48
Þrumuveður kann að fylgja skúrunum
Norðaustlæg átt verður á landinu í dag með skúrum, einkum sunnan. Fram kemur í spá Veðurstofu Ísland að skúrunum kunni jafnvel að fylgja þrumuveður, en  allnokkrar eldingar hafa mælst við austurströndina í nótt. 
28.06.2020 - 08:06
Hlýjast um landið sunnanvert
Norðaustan kaldi eða stinningskaldi verður á landinu vestan- og norðvestanverðu í dag, en annars hægari vindur. Skýjað og smá dumbungur, en yfirleitt þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig og  hlýjast um landið sunnanvert. 
27.06.2020 - 08:26
Austlæg átt og skúrir
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt verður á landinu  í dag. Víða skúrir, en samfelldari úrkoma norðvestan til eftir hádegi og úrkomulítið austanlands fram á kvöld. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast austan til. 
26.06.2020 - 07:15
350 skjálftar frá miðnætti og Grímsvötn enn í gjörgæslu
Um 350 skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 3,2 og varð hann 30 kílómetra norðaustur af Siglufirði, á Tjörnesbrotabeltinu. Þar er virknin nú mest. Heldur hefur dregið úr virkni í Grímsvötnum en enn er fylgst grannt með þeim.
Víða vætusamt á landinu
Fremur hæg suðvestanátt verður á landinu í dag, þrír til átta metrar á sekúndu, og víða dálitlar skúrir, en eftir hádegi má búast við heldur öflugri skúrum norðaustantil á landinu. Hiti verður átta til nítján stig.
25.06.2020 - 06:38
Þarf að fylgjast með þekktum skriðusvæðum á Norðurlandi
Jarðvísindamaður hjá Veðurstofunni segir viðbúið að meira hrynji úr fjöllum og klettabeltum á Norðurlandi verði fleiri stórir jarðskálftar. Þá þurfi að skoða nokkur þekkt skriðusvæði, þegar skjálftahrinan er gengin yfir, til að athuga hvort land hafi gengið til.
Möguleiki á skruggum og skúradembum
Útlit er fyrir að loftið yfir landinu verði óstöðugt í dag og segir Veðurstofan að háreist skúraský geti myndast með tilheyrandi skúradembum. Spár gera ráð fyrir að öflugustu skúrirnar verði á vestanverðu landinu eftir hádegi og þar verða mögulega eldingar eða haglél á stöku stað.
24.06.2020 - 07:16
Engin merki um sprungumyndanir
Engin merki eru um að stórar sprungur hafi myndast í jarðskjálftahrinunni fyrir norðan landið. Skjálftarnir hleyptu einungis minni háttar skriðum af stað.
Hellidembur og haglél og eldingar á stöku stað
Fremur hæg suðlæg átt verður í dag  með stöku skúrum og  dálítilli rigningu norðaustan til á landinu fram eftir morgni. 
23.06.2020 - 06:37
Skjálfti upp á 4 á sama svæði og sá stóri
Enn er mikil skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Allstór skjálfti sem var fjórir að stærð mældist í hádeginu, klukkan 12.18. Sá var á sama svæði og stóri skjálftinn sem reið yfir um sjöleytið í gærkvöldið, eða um þrjátíu kílómetra norður af Siglufirði og 35 kílómetra vestur af Grímsey.
Skúraveður og hlýjast á Norðausturlandi
Suðlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða skúrir verður á landinu í dag. Ekki er útlit fyrir að það verði alveg jafn hlýtt og í gær. Hiti verður þó á bilinu 10 til 18 stig og hlýjast norðaustan til. 
22.06.2020 - 06:29
Um 2000 skjálftar mælst síðan hrinan hófst
Í kringum 2000 jarðskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi síðan skjálftahrinan hófst eftir hádegi á föstudag. Þetta segir Sigríður Magnea Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
21.06.2020 - 09:40
Spá allt að 23 stigum fyrir norðan
Veðurstofan spáir austan- og norðaustanátt 3-10 m/s í dag, en 8-15 m/s við suðurströnd landsins. Skýjað en hlýtt um landið sunnanvert og úrkoma sunnan- og vestanlands fyrir hádegi. Bjart og hlýtt norðantil, hiti allt að 23 stig.
20.06.2020 - 07:56
Allt að 21 stigs hiti í dag
Í dag er spáð 8-21 stiga hita, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. Bjart verður með köflum, austan 3-8 m/s, en norðan 5-10 um landið norðanvert seinnipartinn.
19.06.2020 - 07:12
Bjart og fallegt 17. júní veður
Í dag. þjóðhátíðardaginn, er spáð suðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s. Víða verður bjart og fallegt veður en framan af degi verður skýjað með köflum vestan til á landinu, og það eru líkur á þokulofti við norður- og austurströndina.
17.06.2020 - 08:14