Færslur: Veðurstofa Íslands

Norðaustan kaldi eða stinningskaldi í dag
Veðurstofan spáir norðaustanátt í dag, víða kaldi eða stinningskaldi. Léttskýjað vestantil á landinu, en dálítil snjókoma austanlands þegar kemur fram á daginn.
23.11.2020 - 06:44
Snjómugga, snjókoma og él í kortunum
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægum vindi á landinu í dag og víða þurrviðri. Þó má búast við snjómuggu sums staðar suðaustanlands.
22.11.2020 - 07:28
Jarðskjálfti 3,3 að stærð fannst víða
Jörð tók að skjálfa á Hengilssvæðinu við Hellisheiðarvirkjun á sjöunda tímanum. Hrinan hófst með skjálfta að stærð 2,8 um klukkan tuttugu mínútur í sjö og nú rétt eftir klukkan sjö reið skjálfti yfir sem var 3,3 að stærð.
15.11.2020 - 19:18
Gul stormviðvörun tekur gildi klukkan 11 á Suðurlandi
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og verður hún í gildi klukkan 11 til 17 í dag. Spáð er austan hvassviðri eða stormi undir Eyjafjöllum,18-23 metrum á sekúndu með hviðum um 35 m/s, en hægari vindi annars staðar á spásvæðinu. Veðurstofa varar við akstri ökutækja sem eru viðkvæm fyrir vindi.
12.11.2020 - 07:26
Snjókoma, slydda og él í veðurkortunum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri átt með dálitlum skúrum eða slydduéljum í dag. Bjart verður með köflum norðanlands og hiti verður á bilinu eitt til sjö stig.
10.11.2020 - 07:34
Hlýnar um stund en kólnar fljótt aftur
Veðurstofan greinir frá því að í dag berist mildur og rakur loftmassi yfir landið úr suðri. Víða er útlit fyrir suðaustan strekking með skýjuðu veðri og súld eða rigningu með köflum. Á Norðurlandi verður heldur hægari vindur og lítil eða engin úrkoma.
09.11.2020 - 06:50
Bjart og rólegt sunnudagsveður
Útlit er fyrir fyrir rólegt veður á landinu í dag. Fremur hæg suðlæg átt, 3-10 m/s, ekki er búist við úrkomu og bjartir kaflar í flestum landshlutum. Hiti verður 1 til 6 stig. Bætir í vind á Suður- og Vesturlandi í kvöld og þykknar upp með lítilsháttar vætu.
08.11.2020 - 07:48
Hlýrra veðurs að vænta í dag
Í dag er útlit fyrir sunnan- og suðvestan strekking á landinu, víða 10-15 m/s. Víða eru horfur á rigningu með köflum, en þurrt norðaustan- og austanlands. Heldur hlýnar frá því í gær og hiti í dag verður á bilinu 2 til 7 stig.
07.11.2020 - 07:47
Éljagangur í dag en hlýnar eftir helgi
Óveðurslægð gærdagsins er komin norður fyrir land og fjarlægist en Veðurstofan spáir éljagangi í dag í stífri suðvestanátt, 10 til 18 metrum á sekúndu.
06.11.2020 - 06:41
Víða suðvestan hvassviðri eða stormur
Veðurstofa Íslands varar við að víða verður suðvestan hvassviðri eða stormur eftir hádegi og sums staðar rok þegar alldjúp lægð fer norðaustur fyrir vestan land í dag.
05.11.2020 - 07:38
Gul veðurviðvörun um mest allt land
Veðurstofa Íslands varar við suðvestan hvassviðri eða stormi víða á landinu í dag og aftur eftir hádegi. Því eru gular veðurviðvaranir um land allt að undanskildu Suðurlandi.
04.11.2020 - 13:33
Gular veðurviðvaranir víðast hvar vegna vinds
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi á norðan- og austanverðu landinu í dag, en heldur hægara veðri Suðvestantil.
04.11.2020 - 06:25
Hiti víðast hvar yfir meðallagi eftir hagstæðan október
Veðrið í október var með hagstæðasta móti þar sem mánuðurinn var fremur hlýr og hægviðrasamur. Víðast hvar var hiti yfir meðallagi.
03.11.2020 - 14:36
Myndskeið
Bergfylla hrundi úr bjarginu í skjálftanum
Stór bergfylla hrundi í sjó fram á allt að tíu metra kafla úr Krýsuvíkurbergi í jarðskjálftanum 20. október. Sprungur og önnur ummerki sjást þar og víðar á Reykjanesskaga.
Hvöss norðanátt á landinu í dag
Í dag er norðlæg átt á landinu, allhvöss eða hvöss fyrir norðan og austan, en yfirleitt hægari suðvestantil. Veðurstofan spáir rigningu á láglendi framan af degi um norðanvert landið. Seinnipartinn má svo búast við að dragi heldur úr ofankomu en kólni aftur á móti svo að snjólína gæti náð niður á láglendi undir kvöld. Lengst af þurrt syðra. Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar í dag.
01.11.2020 - 08:19
Bjart fyrir vestan en él og skúrir fyrir austan
Til miðnættis í kvöld er spáð austan- og norðaustanátt, 18-23 m/s syðst og víða 10-18 annars staðar en hægari á Norðaustur- og Austurlandi fram á kvöld. Bjartviðri vestanlands en stöku él eða skúrir um landið austanvert. Hiti 1-6 stig að deginum en í um frostmark norðaustan til á landinu.
27.10.2020 - 06:23
Él á Norðausturlandi og leifar af Epsilon nálgast
Í dag er spáð  austan 3-10, hvassast vestanlands, en 10-15 við suðurströndina og á Vestfjörðum seinni partinn. Skýjað með köflum og þurrt að kalla, en lítilsháttar él eða slydduél norðaustantil. Austlæg átt á morgun, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 0 til 6 stig, en frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi í kvöld og á morgun. 
26.10.2020 - 06:22
Rigning eða slydda í veðurkortunum
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir norð-austlægri átt um landið í dag og átta til tíu vindstigum, hvassast verður á Vestfjörðum. Hægari vindur verður austan til á landinu.
25.10.2020 - 07:25
Gul veðurviðvörun á sunnanverðu landinu
Gular viðvarnir eru í gildi vegna hvassviðris um sunnanvert landið í dag, laugardag. Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassri norð-austanátt í dag með vindhraða frá 13 til 18 metrum á sekúndu, en að slegið geti í allt að 18 til 25 staðbundið sunnan- og suðaustanlands.
24.10.2020 - 07:32
Minni skjálftavirkni - óvíst hvað það merkir
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring, en þar varð jarðskjálfti 5,6 að stærð í fyrradag.  Um 100 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti, þar af sjö skjálftar af stærðinni 2 og stærri. Sigríður Magnea Óskarsdóttir jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki hægt að segja til um hvort þetta merki að skjálftahrinunni sé að linna, eða hvort þetta sé fyrirboði annars stórs skjálfta. 
Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga
Skjálftahrina er enn í gangi á Reykjanesskaga og varð skjálfti upp á 2,2 stig við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga um klukkan 20 mínútur yfir níu í gærkvöld. Um 2.000 eftirskjálftar hafa mælst síðan stór skjálfti, 5,6 að stærð, varð í fyrradag og , þar af um 30 yfir 3 að stærð.
Búist við að skjálftinn hafi valdið tugmilljóna tjóni
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar vegna tjóna vegna jarðskjálfta upp á 5,6 sem varð á Reykjanesi í gær og gerir ráð fyrir tugmilljóna tjóni vegna hans. Um 1.700  eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan skjálftinn varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær, þar af 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð.
Morgunútvarpið
Meiri virkni eftir því sem austar dregur
Hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær. Þrír skjálftar stærri en þrír hafa mælst á svæðinu í morgun. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun að jarðskjálftar og smávægilegar kvikuhreyfingar væru í gangi allt  frá Reykjanestá til Krýsuvíkur og eftir því sem austar dragi sé virknin meiri.
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Yfir 900 jarðskjálftar, þar af hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð og mörg hundruð minni skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær.  Flestir eiga þeir upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli og á Núpsstaðahálsi, rétt eins og stóri skjálftinn í gær.
Úrkomusamt fram á sunnudag en hlýtt miðað við árstíma
Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag gangi í suðaustan kalda með smávægilegri rigningu eða slyddu á sunnan- og vestanverðu landinu. Búist er við að mun hægara og bjartviðri verði norðaustan til.
21.10.2020 - 06:44