Færslur: Veðurstofa Íslands

Helgarveðrið hagstætt miðað við árstíma
Hægar suðlægar eru ríkjandi í dag með lítilsháttar rigningu. Bjartviðri er á Norður og Austurlandi. Í kvöld bætir í rigningu á Suður- og Vesturlandi en hiti verður á bilinu tvö til sjö stig.
05.03.2021 - 06:46
Skjálftinn rétt fyrir klukkan níu mældist 4,5 að stærð
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 8:54 var 4,5 að stærð. Upptök hans voru 1,5 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli. Hann er sá stærsti síðan skjálfti af stærðinni 4,2 varð 2. mars.
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Hátt í 17.000 skjálftar frá upphafi hrinunnar
Meira en 16.500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir viku, þegar skjálfti af stærðinni 5,7 varð á miðvikudagsmorguninn 24. febrúar. Frá miðnætti hafa mælst meira en 800 skjálftar, þar af átta stærri en 3.
Suðaustan átt með dálítilli vætu sunnan- og vestantil
Spáð er suðaustanátt, 5 til 13 metrum á sekúndu í dag og dálítilli vætu á Suður- og Vesturlandi. Hiti verður tvö til sex stig. Norðaustan- og austanlands léttir til en þar verður frost allt að fimm stigum.
03.03.2021 - 07:35
Segir kvikuganginn breiðan og langan
Kvikugangurinn sem valdið hefur skjálftahrinunni á Reykjanesskaga er líklega orðinn allt að eins og hálfs metra breiður og skríður nokkra kílómetra undir yfirborðinu í átt að Keili. Fimm skjálftar af stærðinni fjórir eða meira hafa orðið síðan á miðnætti. Þó hefur enginn skjálfti yfir þremur orðið síðan í hádeginu.
Viðtal
Veðurstofan fær aukafjárveitingu vegna skjálftavöktunar
Veðurstofa Íslands fær 60 milljóna króna aukafjárveitingu til að standa straum af kostnaði við vöktun og mönnun á Reykjanesskaga. Þetta ákvað ríkisstjórnin á fundi í morgun.
Veður með stilltara móti miðað við árstíma
Veðurstofan spáir dálítilli rigningu eða slyddu, golu eða kalda sunnan- og vestanlands. Það bætir í úrkomu eftir hádegi en hægviðri verður Norðan- og Austanlands og þurrt fram eftir degi.
02.03.2021 - 06:50
Rýmingaráætlun er til fyrir höfuðborgarsvæðið
„Það er til rýmingaráætlun fyrir höfuðborgina. Það er mikilvægt því þá er vitað hvað ber að gera ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún var gestur í Silfrinu í morgun.
Síðdegisskjálftar fundust vel á suðvesturhorninu
Jarðskjálfti varð rétt vestur af Keili klukkan 16:30, sem mælist 4,2 að stærð. Tæpum klukkutíma fyrr varð skjálfti sem staðfestar tölur Veðurstofu Íslands segja að hafi verið 4,1 að stærð. Upptök hans voru 2,1 kílómetra vestur af Keili.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 fannst víða í byggð
Jarðskjálfti sem var af stærðinni 4,3 fannst í byggð klukkan 11:32 í morgun. Upptök skjálftans voru um 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Engin merki um að jarðskjálftahrinan sé í rénun
Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir ekki merki um að jarðskjálftahrinan á Reykjanesi sé í rénun, að líklegt sé að hún haldi áfram með svipuðum hætti og síðustu daga.
Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu
Gul viðvörun er vegna veðurs á vestanverðu landinu. Þar er spáð suðvestan hvassviðri, 13 til 20 metrum á sekúndu og éljagangi. Snarpar vindhviður verða í éljunum og skyggni lélegt.
28.02.2021 - 07:41
Ekkert bendir til að kvika sé á leið upp á yfirborð
Jarðskjálftamælingar, GPS gögn, gasmælingar og úrvinnsla úr gervitunglamyndum gefa engar vísbendingar um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Vætusamt og fremur hlýtt en úrkomuminna nyrðra
Veðurstofan spáir sunnan- og suðvestankalda eða allhvössum vindi, 10 til 18 metrum á sekúndu í dag. Vætusamt verður og fremur hlýtt, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.
27.02.2021 - 07:37
Myndskeið
Land færðist um allt að sex sentimetra í skjálftunum
GPS-mælingar styðja það sem fram kom á gervihnattamyndunum um færslu jarðskorpunnar í skjálftunum á Reykjanesskaga. Ummerki sjást líka með berum augum við Krýsuvíkurbjarg.
Fréttavaktin
Helstu tíðindi: Virknin færist í norðaustur
Enn er talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaga þó hægst hafi um. Skjálftarnir sem mælst hafa síðan á fimmtudagskvöld hafa ekki verið stærri en 3. Gervihnattamyndir sem vísindamenn rýndu í á fimmtudag sýndu minni breytingar en gert var ráð fyrir. Kvikugangurinn sem opnast hefur milli Fagradalsfjalls og Keilis hefur breikkað.
4-11 stiga hiti í dag
Í dag er spáð suðlægri átt, víða 8-13 m/s og rigning eða skúrir, og talsverð rigning á Suðausturlandi, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Það hefur hlýnað ört í nótt, en í dag verður hiti yfirleitt á bilinu 4 til 11 stig.
26.02.2021 - 06:56
Nærri 2.500 skjálftar á Reykjanesskaga síðan á miðnætti
Mælar Veðurstofunnar hafa mælt nærri 2500 skjálfta á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti. Þar af voru fimm stærri en þrír. Allir fundust greinilega á höfuðborgarsvæðinu, tveir í nótt og þrír nú síðdegis. Náttúruvársérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvort þessir skjálftar séu fyrirboði stærri skjálfta, eða hvort kerfið sé einfaldlega bara að losa um spennu eins og undanfarinn sólarhring.
Á þriðja hundrað skjálftar frá miðnætti
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga. Frá miðnætti og til klukkan 7 í morgun hafa sérfræðingar Veðurstofu Íslands staðfest 242 skjálfta þar.
Hæg breytileg átt og smáskúrir syðra
Í dag er spáð fremur hægri breytilegri átt og þykknar upp með smáskúrum sunnanlands, en rofar smám saman til fyrir norðan. Hlýnandi, hiti verður 1 til 6 stig seinnipartinn, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt í kvöld og fer að rigna um landið sunnan- og vestanvert.
25.02.2021 - 06:47
Snjókoma og rigning fyrir norðan og austan
Í dag er spáð norðaustan 5-13 m/s, dálítil snjókoma eða rigning verður á Norður- og Austurlandi, skúrir suðaustantil en bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan. Frystir allvíða í kvöld.
24.02.2021 - 06:51
Rok og úrkoma en styttir upp og lægir í kvöld
Veðurstofan spáir austan- og norðaustanátt í dag, víða 8-15 m/s en sums staðar verður hvassara við fjöll. Búast má við talsverðri rigningu suðaustantil á landinu og rigningu eða slyddu með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókomu norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig síðdegis, mildast við suðurströndina. Dregur svo úr vindi og úrkomu í kvöld.
23.02.2021 - 06:51
Hægir vestanvindar leika um landið í dag
Fremur hægir vestanvindar leika um landið í dag með snjókomu sums staðar norðvestan ti. Annars er búist við lítilsháttar slyddu eða rigningu en smám saman léttir til á Suðausturlandi.
22.02.2021 - 06:34
Lægð nálgast landið úr suðri
Lægð nálgast nú landið úr suðri. Veðurstofan spáir vaxandi norðaustanátt, 8-15 m/s, og skýjuðu með köflum en þurru að mestu eftir hádegi. Hægari vindur og dálítil slydda eða snjókoma norðaustantil en í kvöld bætir í vind með suðausturströndinni og á Vestfjörðum. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig en hiti 0 til 4 stig syðst.
19.02.2021 - 06:49