Færslur: Veðurstofa Íslands

Von á rigningu eða slyddu víða um land
Í dag er von á hægri breytilegri átt, 5-13 m/s og dálítilli úrkomu. Það hvessir á Vestfjörðum með kvöldinu og líkur á nokkuð hvassri norðaustlægri átt með slyddu. Líkur eru á éljum á norðanverðu landinu en lítilsháttar vætu syðra. Þrjár lægðir hringsnúast um landið í dag en halda sig fjarri og hafa því ekki bein áhrif á veðrið. Hiti verður á bilinu 2 til 9 stig.
24.10.2021 - 07:55
Áfram landris við Öskju þó hægt hafi á risinu
Landris heldur áfram við Öskju og nemur nú 15 sentimetrum. Sér­fræðing­ur á sviði jarðskorpu­hreyf­inga á Veðurstofunni segir margt benda til að hægt hafi á risinu.
19.10.2021 - 13:08
Snarpar hviður á morgun og hvatt til aðgátar
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðausturlandi á morgun. Spáð er snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og truflanir gætu orðið á samgöngum.
16.10.2021 - 17:22
Skjálftavirkni víða á landinu í dag
Þrír jarðskjálftar mældust við Herðubreiðarfjöll norðan við Öskju um áttaleytið í morgun, sá stærsti 2,6 að stærð. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir fremur sjaldgæft að skjálftar mælist á því svæði.
13.10.2021 - 16:59
Vilja efla rannsóknir og bæta mönnun vegna skriðuhættu
Fjórfalda þyrfti mönnun í vöktun og rannsóknum á skriðuhættu og æskilegt væri að koma upp sérstökum mælikerfum vegna aurskriða víða um landið, að mati hóps vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Háskóla Íslands. Hópurinn hvetur stjórnvöld til að gera svipað átak vegna aukinnar hættu á skriðuföllum og gert var vegna snjóflóðahættu á tíunda áratugnum.
13.10.2021 - 12:35
Háloftastrengur myndar klósiga á himni
Falleg ský mynduðust á morgunhimninum yfir suðvesturhorninu. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skýin nefnist klósigar og séu háský. Oftast myndist klósigar þegar rigning er í vændum en það sé ekki svo í dag. Þvert á móti sé að létta til. Líklegast sé að öflugur vestanstæður háloftastrengur sem nú er yfir landinu, valdi þessu.
13.10.2021 - 10:33
Allt að fjórtán sentímetra landris við Öskju
Mælitæki Veðurstofunnar við Öskju sýnir að land þar um slóðir hefur risið allt að 14 sentímetra frá í byrjun ágúst, en tækið sýndi ris um tólf sentímetra í lok september, skömmu áður en það bilaði.
Skil nálgast landið með skúrum og slydduéljum
Veðurstofan spáir rigningu, fimm til 13 metrum á sekúndu en þurrviðri fram eftir degi norðan- og norðaustanlands. Skilum sem nálgast landið fylgir smá vindstrengur suðvestantil.
12.10.2021 - 06:48
Hæglætisveður og svalt næstu daga
Veðurstofan spáir hægri suðlægri átt og bjartviðri í dag, þurrt að mestu en skýjað með köflum Sunnanlands. Hiti frá frostmarki að sjö stigum en allvíða má búast við næturfrosti. Víða er kalt nú í morgunsárið og líklegt að skafa þurfi ísingu af bílrúðum.
11.10.2021 - 06:44
Ágætis veður en nokkuð svalt
Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands spái fínasta veðri í dag, en þó verður nokkuð svalt, eða um 2-6 gráður víðast um land. Líklega verður einhver úrkoma með köflum á Suðausturlandi en almennt milt og útlit fyrir huggulegt sunnudags gluggaveður. Svipuð spá er fyrir morgundaginn, en þykknar upp vestanlands með úrkomu, bjartviðri annarsstaðar.
10.10.2021 - 07:55
Skjálfti við Öskju gæti tengst kvikuinnskoti
Skjálfti af stærðinni þrír mældist sjö km norðvestur af Öskju, þar sem töluvert landris hefur mælst síðustu vikur. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur líklegt að skjálftavirknin tengist kvikuinnskoti á þriggja kílómetra dýpi sem sé að færa sig nær yfirborðinu og valdi landrisi og skjálftum.
Um 900 skjálftar við Keili í dag en allir undir þremur
Enn skelfur jörð við Keili en skjálftarnir eru þó færri í dag en undanfarið. Síðasta sólarhring mældust um 900 skjálftar en þeir voru um fimmtánhundruð sólarhringinn þar á undan. Enginn jarðskjálfti hefur mælst yfir þremur í dag, stærsti skjálftinn var 2,5 klukkan hálf sex í morgun.
Engin sjáanleg merki um kvikuhreyfingar á yfirborðinu
Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að gervihnattamyndir sem bárust í dag sýni enga aflögun á Keilissvæðinu. Jarðskjálftar á svæðinu eru ögn færri í dag en undanfarna viku.
Ekki eins fáar sólskinsstundir frá 1943
Ekki hafa mælst eins fáar sólskinsstundir í Reykjavík í septembermánuði eins og nú síðan árið 1943. Þær voru 52,7 sem er 65,6 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í september.
06.10.2021 - 14:06
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn
Klukkan átta í kvöld var tekin sú ákvörðun að rýma sex bæi til viðbótar í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld og að íbúar hafi þegar yfirgefið bæina sem eru sunnar en þeir bæir sem áður voru rýmdir.
Óvissustig nyrðra endurmetið með morgninum
Óvissustigi var lýst yfir á Tröllaskaga í nótt vegna mikillar úrkomu á Norðurlandi eystra. Einnig var lýst yfir hættustigi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum vegna úrkomu og skriðuhættu og ákveðið að rýma nokkra bæi í Útkinn. Staðan verður endurmetin með morgninum þegar birta tekur að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands..
Skjálftavirkni gæti skýrt uppgufun við Keili
Gufa stígur nú upp af jörðinni norðan Keilis en sérfræðingum ber ekki saman um ástæður hennar. Enn er stöðug skjálftavirkni suðvestan fjallsins en skjálftum hefur fækkað undanfarinn sólarhring.
Jarðskjálfti 3,7 að stærð suðsuðvestur af Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 reið yfir þegar klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú í nótt. Upptökin eru 1,2 kílómetra suðsuðvestur af Keili en viðlíka stórir skjálftar undanfarinna daga eiga upptök sín þar. Engin merki eru um óróa.
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 á Keilissvæðinu
Stuttur en snarpur jarðskjálfti sem mælist af stærðinni 3,7 fannst mjög greinilega á Suðvesturhorninu og í Borgarnesi skömmu fyrir klukkan tvö. Um 700 skjálftar hafa mælst undanfarinn sólarhring.
Flekahreyfingar eða kvika á ferðinni við Keili
Yfir fjörutíu skjálftar hafa mælst í um 1 til 1,5 kílómetra fjarlægð frá Keili síðan á miðnætti. Í gær var greint frá því að yfir hundrað skjálftar hefðu mælst á sólarhring. Hrinan hófst á mánudag. Stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð rétt fyrir klukkan tvö í nótt.
Á annað hundrað útköll — mörg vegna bíla á sumardekkjum
Björgunarsveitir fóru í á annað hundrað verkefni í óveðrinu sem geisaði norðan- og vestanlands í gær. Mörg þeirra voru vegna fólks sem hafði fest bíla sína á sumardekkjum, þrátt fyrir að varað hefði verið við slæmu ferðaveðri. 
Sú fyrsta appelsínugula á höfuðborgarsvæðinu í um ár
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð eftir klukkan tvö á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Þetta er fyrsta appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu í um ár.
Appelsínugular viðvaranir víða um landið í dag
Appelsínugul veðurviðvörun vegna vinds tekur gildi á Vestfjörðum klukkan níu í dag þar sem búast má við norðaustanátt 20-28 m/s og dimmri hríð til fjalla. Viðvörunin verður í gildi til klukkan fimm í dag og Veðurstofan varar við varasömu ferðaveðri og bendir fólki á að tryggja lausa muni.
21.09.2021 - 07:20
Gul veðurviðvörun fyrir allt landið í dag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir um land allt. Djúp haustlægð gengur yfir landið með hvassviðri og stormi ásamt mikilli rigningu en slyddu eða snjókomu á heiðum norðantil á landinu.