Færslur: Veðurstofa Íslands

Birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður
Veðurstofan hóf í dag að birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður. Kortin sýna sem fyrr staðsetningu og spáð magn brennisteinsdíoxíðs á jörðu niðri en einnig birtast nú kort sem sýna það svæði sem mengunar gæti orðið vart á næstu sex klukkustundum og næstu 24 klukkustundum. Þau kort gefa til kynna hvar og hvenær gasmengun gæti borist á ákveðin svæði án þess að segja til um nákvæman styrk eldfjallagasa.
14.05.2021 - 22:50
Austlægar áttir með skúrum eða slydduéljum
Austlægar áttir leika um landið og gengur á með skúrum eða slydduéljum, síst norðantil á landinu. Ástæðan er víðáttumikið hæðasvæði sem liggur enn yfir Grænlandi og Íslandi en dýpkandi lægð sem er langt suður í hafi þokast austur.
14.05.2021 - 06:45
Hæglætisveður áfram næstu daga
Áfram er heldur tilþrifalítið veður í kortunum. Spáð er hægum vindi og björtu veðri, en gera má ráð fyrir smáskúrum á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti á bilinu eitt til níu stig í dag, en víða frost í nótt.
12.05.2021 - 06:44
Strókavirknin í gosinu hætt og nú gýs úr elsta gígnum
Tekið er að gjósa að nýju úr fyrsta gígnum í Geldingadölum. Það staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Strókavirknin sem einkennt hefur gosið hætti nú á tíunda tímanum í morgun.
Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar stofnuð
Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hefur verið stofnuð á Veðurstofu Íslands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tilkynnti þetta á ársfundi Veðurstofunnar í morgun. Hann segir að með þessu sé verið að safna þekkingu á einn stað, svo hægt sé að taka sem skynsamlegastar ákvarðanir í loftslagsmálum.
Viðtal
Rýna þarf betur í gögn til að átta sig á stöðu gossins
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að skyndilegrar breytingar hafi orðið vart í gosinu um klukkan eitt í nótt. Endurmeta á stærð hættusvæðisins í Geldingadölum eftir breytingarnar. Nú stíga kvikustrókarnir reglulega allt að 300 metra upp í loftið. 
Hæg norðlæg átt og hiti allt að átta stigum
Léttskýjað verður á Suður- og Vesturlandi í dag og með morgninum léttir einnig til norðvestanlands. Búast má við hægri norðlægri átt, víða 3 til 10 metrum á sekúndu.
02.05.2021 - 08:04
Hærri kvikustrókar en áður og 2.500 metra gosmökkur
Gosmökkurinn frá eldgosinu við Geldingadali rís hálfan þriðja kílómetra til himins og kvikustrókarnir sem ganga upp úr gígnum eru töluvert hærri en áður hafa sést. Þetta segir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er þó ekki þar með sagt að heildarvirknin hafi aukist.
Dálítil él norðan- og austanlands en þurrt suðvestantil
Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, 1. maí og víða 8 til 15 metrum á sekúndu. Norðan- og austanlands má búast við dálitlum éljum en samfelldari úrkomu syðst á landinu fram yfir hádegi.
01.05.2021 - 07:50
Skýjað að mestu og súld eða þokuloft
Veðurstofan spáir fremur hægri vestlægri eða breytilegri átt í dag. Skýjað að mestu um landið vestanvert og sums staðar smásúld eða þokuloft. Þurrt og bjart verður í öðrum landshlutum. Hiti verður víða á bilinu 5 til 10 stig yfir daginn.
27.04.2021 - 06:18
Norðlæg átt og lítilsháttar él á Norður- og Austurlandi
Veðurstofan spáir norðlægri átt, víða þremur til tíu metrum á sekúndu en átta til þrettán austast á landinu fram undir kvöld. Búast má við lítilsháttar éljum á Norður- og Austurlandi fram eftir degi en annars verður bjart með köflum.
26.04.2021 - 06:16
Skúrir eða slydduél norðan- og austanlands í kvöld
Veðurstofan spáir suðlægri átt, víða 3 til 8 metrum á sekúndu og rigningu með köflum. Síðdegis gengur í norðan 5 til 10 og styttir upp sunnantil en búast má við skúrum eða slydduéljum norðan- og austanlands í kvöld.
25.04.2021 - 06:26
Skýjað veður með súld eða dálítilli rigningu
Rétt austur af Hvarfi er grunn lægð sem nálgast landið og heldur að okkur suðaustan kalda eða stinningskalda og skýjuðu veðri með súld eða dálítilli rigningu með köflum norðvestantil. Annars er þurrt að kalla.
24.04.2021 - 07:03
Vestlæg átt í dag, skýjað og éljagangur norðaustantil
Veðurstofan spáir vestlægri átt í dag, golu eða kalda, skýjað með köflum og éljagangur einkum norðaustantil á landinu. Hiti verður yfir frostmarki, tvær til sex gráður að deginum. Gasmengun berst því til austurs frá gosstöðvunum.
20.04.2021 - 06:46
Gas frá gosstöðvunum berst yfir höfuðborgarsvæðið
Veðurstofan spáir suðvestan golu eða kalda í dag. Því er útlit fyrir að gasið frá gosstöðvunum berist yfir höfuðborgarsvæðið og til austurs.
Léttir til á austanverðu landinu í dag og hlýjast þar
Veðurstofan spáir suðvestanátt 8-15 m/s í dag, en víða 13-18 m/s norðvestan- og vestanlands síðdegis. Með deginum léttir til á austanverðu landinu, en annars staðar gengur á með éljum. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig, hlýjast austast.
18.04.2021 - 07:59
Spáir suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum
Talsverð rignir á Suðausturlandi fram eftir morgni en svo dregur úr úrkomunni. Gert er ráð fyrir suðvestan 8 til13 metrum á sekúndu og skúrum eftir hádegi á. Hiti 4 til 9 stig en kólnar með kvöldinu.
16.04.2021 - 06:44
Vaxandi suðaustanátt og rigning í kortunum
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu eftir hádegi. Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi.
15.04.2021 - 06:37
Allt að 14 stiga hiti norðantil á landinu
Veðurstofan spáir sunnan- eða suðvestankalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu og dálítilli rigningu eða skúrum í dag. Áfram verður þurrt og bjart Norðaustan- og Austanlands.
14.04.2021 - 06:49
Gasmengun leggur yfir norðanverðan Reykjanesskaga
Gasmengunin við og frá gosstöðvunum í Geldingadölum er svipuð og í gær. Samkvæmt spálíkani Veðurstofu Íslands eru líkur á gasmengun milli Voga og Hafna í dag. 
Lokað fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld
Lokað verður fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld og búist við að rýmingu verði lokið um miðnætti. Opnað verður að nýju um hádegi á morgun. 
Gasmengun frá gosinu berst til höfuðborgarsvæðisins
Gasmengun frá gosstöðvunum nær nú yfir höfuðborgarsvæðið. Á fimm mælingastöðvum Umhverfisstofnunar mælist staða loftmengunar slæm eða miðlungsslæm.
Eldgos er ógurlegt afl sem bera þarf virðingu fyrir
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.
Myndskeið
Eldgosið að stækka til norðausturs
Þetta er áframhaldandi sprunguopnun til norðausturs, segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Vísindaráð Almannavarna fundar á morgun. Þar verður hættan á gosstöðvunum endurmetin.
Gosið gæti allt eins opnast á fleiri stöðum
Nýja gossprungan sem opnaðist í nótt á gosstöðvunum er hluti af um eins kílómetra sprungu sem nær úr Geldingadölum í norðaustur. Gasmælitæki og fleira nærri gosinu eru dottin úr sambandi. Ný gönguleið hefur verið stikuð og mega þeir sem ætla að gosinu aðeins ganga þá leið.