Færslur: Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun áfram fyrir Austur- og Suðurland
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í nótt þar sem verður norðvestan stormur eða rok og eins fyrir Suðausturland frá því í fyrramálið og fram undir miðjan dag.
Rauð viðvörun á morgun - Almannavarnir bregðast við
Veðurstofan hefur uppfært viðvaranir sínar fyrir morgundaginn. Rauð viðvörun tekur gildi á Austfjörðum í hádeginu á morgun, en áður voru þær orðnar appelsínugular um allt austanvert landið. Fólk er hvatt til að tryggja lausamuni og ítrekað er að ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum. Almannavarnir hafa jafnframt gefið út viðvaranir vegna veðursins og tekur eftirfarandi gildi á morgun:
24.09.2022 - 14:33
Dregur úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey
Það dregur jafnt og þétt úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey. Yfir 21.000 skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst 8. september, sá stærsti 4.9 að stærð.
Um 8.700 skjálftar á tæpri viku
Um 8.700 jarðskjálftar hafa mælst á Grímseyjarbrotabeltinu frá því að yfirstandandi skjálftahrina hófst þar fyrir tæpri viku, aðfaranótt 8. september. Heldur hefur dregið úr skjálftavirkninni síðasta sólarhringinn en Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó of snemmt að fullyrða að hrinan sé að fjara út.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 norðan við Grímsey
Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð laust eftir klukkan eitt í nótt um tíu kílómetra norðan við Grímsey. Skjálftavirkni við Grímseyjarbrotabeltið jókst nokkuð upp úr miðnætti eftir að lítillega hafði dregið úr henni í gær.
Jarðskjálfti af stærðinni fjórir við Grímsey
Stundarfjórðungi fyrir þrjú í nótt mældist jarðskjálfti af stærðinni fjórir austnorðaustur af Grímsey. Þar um slóðir hafa mælst um 3.600 skjálftar frá því að skjálftahrina hófst aðfaranótt 8. september.
Yfir þúsund skjálftar við Grímsey frá því í nótt
Ekkert lát er á skjálftahrinunni norðaustur af Grímsey en stöðug virkni hefur verið á svæðinu í allan dag. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist 4,9 að stærð og fannst hann vel í eyjunni. 
08.09.2022 - 18:52
Bjartsýnir á betri mælingavetur við Öskju
Tæknimenn Veðurstofunnar hafa unnið hörðum höndum að því að tryggja að hægt verði að fylgjast með landrisi í Öskju í vetur. Engar upplýsingar bárust frá mælum Veðurstofunnar frá því í desember síðastliðnum þegar farsímasendirinn sem kemur gögnum til stofnunarinnar náði ekki að endurræsa sig. Þegar mælarnir komust aftur í gagnið í vor kom í ljós að land við Öskju hafði risið um 10 sentímetra frá því mælarnir biluðu.
08.09.2022 - 08:02
Veruleg skjálftavirkni við Grímsey í nótt
Veruleg skjálftavirkni hefur verið við Grímsey frá því um klukkan tvö í nótt. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni var sá stærsti 4,9 að stærð sem reið yfir laust eftir klukkan fjögur.
Skaflinn í Esjunni heldur líklega í ár
Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hverfur að öllum líkindum ekki í ár, segir veðurfræðingur. Skaflinn hefur verið óformlegur mælikvarði á tíðarfar á suðvesturhorni landsins síðan á 19. öld hið minnsta.
07.09.2022 - 13:07
Ágúst kaldari en í meðalári í öllum landshlutum
Ágústmánuður var tiltölulega kaldur um allt land, er fram kemur í samantekt Veðurstofu Íslands. Meðalhiti var í kring um 10 gráður í Reykjavík, á Akureyri og Höfn í Hornafirði og var meðalhiti á nær öllum veðurstöðvum landsins lægri en undanfarinn áratug.
04.09.2022 - 05:39
Hámarkshiti sumars ekki verið lægri í Reykjavík í 21 ár
Óvenju fáir hlýir dagar hafa verið í sumar. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofu Íslands. Mesti hiti á landinu þetta sumarið mældist á þriðjudag á Norðausturlandi, en þá fór hiti í 25 stig á veðurstöðinni á Mánárbakka á Tjörnesi. Það er fremur sjaldgæft að hæsti hiti á árinu mælist svo síðla sumars.
01.09.2022 - 05:40
Stórir hnullungar runnu á veginn um Skutulsfjörð
Nokkur hundruð kílóa grjót runnu úr Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði snemma í gærmorgun og út á veg. Engan sakaði og ekki urðu tafir á umferð. Starfsmenn Vegagerðarinnar fóru á vettvang um leið og tilkynning barst og ýttu grjótinu af veginum.
22.08.2022 - 12:28
Sjónvarpsfrétt
Hafði efasemdir um hlýnun en sá hana svo eigin augum
Kvikmyndagerðarmaður sem myndað hefur rýrnun jökla í fimmtán ár segist hafa haft miklar efasemdir um loftslagsbreytingar fyrir aldarfjórðungi. Hann hélt opnunarfyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu síðdegis. Hún nefnist Cryosphere eða freðhvolfið á íslensku.
Jöklaráðstefna - opinn fyrirlestur í dag
Alþjóðlega ráðstefna Cryosphere verður sett í Hörpu eftir hádegi. Næstu daga verður greint frá nýjustu rannsóknum á afdrifumm íss og sævar í hlýnandi loftslagi jarðar. Klukkan fjögur sýnir James Balog myndefni af breytingum sem orðið hafa á jöklum síðustu ár um allan heim. Fyrirlesturinn verður opinn almenningi.
Sjónvarpsfrétt
Gæti hlaupið úr Langjökli á næstu dögum
Hætta er á jökulhlaupi úr Langjökli niður í Borgarfjörð um Hvítá og Svartá. Lónshæð er svipuð og var þegar hljóp fyrir tveimur árum. Jöklafræðingur segir að fólk í Húsafelli og Húsafellsskógi þurfi einna helst að hafa góðan vara á sér.  Ekki er mikil hætta í byggð.
Úrhelli og hætta á skriðuföllum
Gul veðurviðvörun tekur gildi fyrir Vestfirði og Norðurland vestra klukkan eitt eftir miðnætti. Viðvörunin gildir alveg fram á annað kvöld. Búist er við úrhellisrigningu á Ströndum og í Ísafjarðardjúpi líkur taldar á skriðuföllum. Þá er einnig gert ráð fyrir að vaxi mikið í ám sem geri þær illfærar.
18.08.2022 - 21:12
Kanna möguleg ný op eftir að órói minnkaði skarpt
Gosórói í Meradölum minnkaði skarpt milli klukkan hálfsex og hálfsjö í morgun. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands kanna nú hvort það geti haft opnun nýrra gossprungna í för með sér.
Gasmengun gæti fundist á höfuðborgarsvæðinu í dag
Gasmengunar frá eldgosinu í Meradölum getur orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í dag. Eins getur mengun borist með vindum til Voga og að Ölfusi. Við þessu vara almannavarnir á Facebook. 
Gul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra
Gul veðurviðvörun tók gildi um miðnætti fyrir Norðurland eystra. Þar er vestan tíu til átján metrar á sekúndu en vindhviður geta slegið í 30 til 35 metra á sekúndu á Tröllaskaga, við Eyjafjörð, Skjálfanda, á Melrakkasléttu og Langanesi.
10.08.2022 - 01:58
Sjónvarpsfrétt
Mjög stórt svæði hreyfðist í stóra skjálftanum
Stóri skjálftinn fyrir tíu dögum olli mikilli aflögun norðaustur af Grindavík. Ekki er kvika þar undir að mati vísindamanna. Margir reyndu án árangurs að komast að gosinu í dag.
Undirbúa það að eldgosið standi yfir í langan tíma
Mikilvægt er að undirbúa sig undir að eldgosið á Reykjanesskaga standi yfir í nokkuð langan tíma.
Þrumur og eldingar á Suðurlandi í morgun
Þrumur og eldingar voru á Suðurlandi í morgun. Veður af þessu tagi er sjaldgæft, að sögn veðurfræðings.
09.08.2022 - 13:34
Víða jarðfall og sprungur eftir jarðskjálftahrinuna
Órói hefur aukist við gosstöðvarnar í Meradölunum sem hópstjóri náttúruvár segir til marks um að gossprungunarnar eru smám saman að þrengjast og þá byggist upp gígar líkt og í síðasta gosi. Talsverðar ummerki eru víða á Reykjanesi eftir jarðskjálftana um mánaðamótin.
Töluvert aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Upp úr klukkan ellefu í kvöld jókst skjálftavirkni á Reykjanesskaga verulega. Fram að þessu hafa sex skjálftar yfir þremur mælst, þar af þrír yfir fjórum. Engin merki eru um gosóróa.