Færslur: Veðurspá

Léttir til um sunnanvert landið í kvöld
Veðurstofan spáir suðlægri átt 3-10 m/s en hvassara veðri við norðausturströndina. Dálítilli vætu með köflum en smá slyddu og snjókomu norðaustantil fram eftir degi, en í kvöld léttir til um sunnanvert landið. Hiti verður á bilinu 0-6 stig.
06.03.2021 - 07:53
Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu
Gul viðvörun er vegna veðurs á vestanverðu landinu. Þar er spáð suðvestan hvassviðri, 13 til 20 metrum á sekúndu og éljagangi. Snarpar vindhviður verða í éljunum og skyggni lélegt.
28.02.2021 - 07:41
Hæg breytileg átt og smáskúrir syðra
Í dag er spáð fremur hægri breytilegri átt og þykknar upp með smáskúrum sunnanlands, en rofar smám saman til fyrir norðan. Hlýnandi, hiti verður 1 til 6 stig seinnipartinn, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt í kvöld og fer að rigna um landið sunnan- og vestanvert.
25.02.2021 - 06:47
Snjókoma og rigning fyrir norðan og austan
Í dag er spáð norðaustan 5-13 m/s, dálítil snjókoma eða rigning verður á Norður- og Austurlandi, skúrir suðaustantil en bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan. Frystir allvíða í kvöld.
24.02.2021 - 06:51
Rok og úrkoma en styttir upp og lægir í kvöld
Veðurstofan spáir austan- og norðaustanátt í dag, víða 8-15 m/s en sums staðar verður hvassara við fjöll. Búast má við talsverðri rigningu suðaustantil á landinu og rigningu eða slyddu með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókomu norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig síðdegis, mildast við suðurströndina. Dregur svo úr vindi og úrkomu í kvöld.
23.02.2021 - 06:51
Lægð nálgast landið úr suðri
Lægð nálgast nú landið úr suðri. Veðurstofan spáir vaxandi norðaustanátt, 8-15 m/s, og skýjuðu með köflum en þurru að mestu eftir hádegi. Hægari vindur og dálítil slydda eða snjókoma norðaustantil en í kvöld bætir í vind með suðausturströndinni og á Vestfjörðum. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig en hiti 0 til 4 stig syðst.
19.02.2021 - 06:49
Skúraleiðingar á Austfjörðum í dag eftir úrhellisregn
Mikið hefur rignt á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 millímetrar síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli.
15.02.2021 - 06:43
Spáð allt að 12 stiga frosti í dag
Í dag er spáð hægum vind og bjartviðri, en austan- og suðaustan strekkingur verður með suðurströndinni. Mögulega dálítil él sunnan- og vestanlands. Áfram er kalt, frost 2 til 12 stig. Kaldast í innsveitum fyrir norðan en svo hlýnar aðeins sunnan til síðdegis, hiti verður þá í kringum frostmark þar.
31.01.2021 - 08:40
Veðurviðvaranir víða um land og vegir lokaðir
Enn eru í gildi gular veðurviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Veðurstofan varar við slæmum akstursskilyrðum en viðvaranirnar falla úr gildi eftir því sem líður á morguninn, fyrst á vestanverðu landinu um 9 leytið og svo á því austanverðu um 11 leytið.
24.01.2021 - 08:08
Norðlægar áttir á landinu í dag
Í dag og á morgun er útlit fyrir norðlæga átt á landinu, víða strekkingur eða allhvass vindur, jafnvel hvassari á stöku stað í vindstrengjum við fjöll. Í dag má búast við slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu, en þurrt syðra. Hiti verður í kringum frostmark.
19.01.2021 - 06:47
Él fyrir norðan, skýjað syðra
Norðaustan kaldi eða stinningskaldi verður á landinu í dag og mun þessi norðanátt ríkja á landinu næstu daga. Norðlægum áttum á þessum árstíma fylgir yfirleitt einhver ofankoma á norðanverðu landinu og svo er einnig í dag, éljagangur verður norðan- og austantil en bjart með köflum sunnanlands. Hiti verður nálægt frostmarki í dag, en kólnar síðan er líður á vikuna
18.01.2021 - 06:31
Rigning, slydda, minnkandi frost og skúrir
Í dag er spáð suðaustan 13-20 m/s og víða verður rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 1 til 6 stig þar, en annars hægari. Þurrt að kalla og minnkandi frost norðaustan til. Mun hægari og skúrir seinnipartinn, fyrst suðvestanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
13.01.2021 - 06:20
Hlýrra í dag en síðustu daga
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag með 13-20 m/s suðvestantil í kvöld og hvassast syðst. Þykknar upp og hlýnar og dálítil rigning eða slydda við suðvesturströndina og hiti verður á bilinu 1-6 stig þar. Annars verður hægari vindur annars staðar á landinu, bjartviðri og frost á bilinu 0-5 stig.
12.01.2021 - 06:31
Áfram kalt í veðri í dag og á morgun
Veðurstofan spáir norðlægri átt og léttskýjuðu í dag en dálitlum éljum norðaustanlands. Búast má við 10-18 m/s austast og 3-10 m/s annars staðar á landinu. Hiti verður á bilinu 2-12 stig. Áfram verður vindasamt á Austurlandi og í eftirmiðdaginn má búast við hvassviðri eða stormi á Austfjörðum en þar lægir í nótt og á morgun.
11.01.2021 - 06:39
Gul veðurviðvörun á austanverðu landinu á morgun
Veðurstofan spáir suðvestanátt 10-18 m/s og rigningu eða slyddu í dag, en úrkomulítið verður austanlands. Hlýrra í veðri en síðustu daga, hiti verður á bilinu 1-6 stig. Eftir hádegi í dag dregur úr úrkomu en snýst í vaxandi norðlæga átt síðdegis og í kvöld má búast við snjókomu eða éljum og ört kólnandi veðri.
08.01.2021 - 06:26
Kalt og bjart í dag
Veðurstofan spáir norðvestan 5-13 m/s og björtu í dag, en lítilsháttar éljum á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður, 2-8 stiga frost síðdegis.
06.01.2021 - 06:34
Hæglætisveður og víða léttskýjað á gamlárskvöld
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt er á landinu í dag, en norðvestan 8 til 15 metrar á sekúndu austast á landinu. Dálítil él norðaustanlands, en víða léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum.
30.12.2020 - 06:20
Vetrarveður norðvestantil en þurrt sunnan heiða
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að loks sé tekið að sjá fyrir endann á úrhellisrigningunni á austanverðu landinu, þótt áfram verði hætta á skriðuföllum eitthvað áfram.
19.12.2020 - 07:26
Suðaustlæg átt, slydda eða snjókoma
Í dag er spáð suðaustlægri átt, 3-10 m/s og dálítilli slyddu eða snjókomu með köflum. Rigning verður við suðurströndina, en hægara og yfirleitt bjartviðri eystra. Suðaustan 8-15 og bætir í úrkomu suðvestantil í kvöld. Frost yfirleitt 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við suðurströndina.
08.12.2020 - 06:33
Vindkæling magnar frostið upp í allt að 30 stig
Kalt heimskautaloft er yfir landinu og spáð er allt að 12 stiga frosti. Lágar hitatölur segja ekki alla söguna því við bætist vindur sem eykur á kælinguna. Veðurfræðingur segir að þar sem þessara áhrifa gætir mest á landinu verði kælingin á við 30 stiga frost.
03.12.2020 - 09:55
Veðurviðvaranir um allt land
Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið í dag nema á Suðausturlandi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi til hádegis á morgun. Norðan stormi, norðan hvassviðri eða norðan hríðarveðri er spáð alls staðar á landinu í dag og á morgun og allt að 12 stiga frosti. Víða er takmarkað skyggni og slæm færð.
Gul viðvörun um allt land
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun um allt land. Spáð er norðanstormi eða norðanhvassviðri og misjafnt er eftir landshlutum hvenær dagsins viðvörunin tekur gildi. Fólk er beðið um að tryggja lausamuni og víða er búist við lélegum akstursskilyrðum og slæmu skyggni.
02.12.2020 - 06:24
Gular viðvaranir um mestallt land á morgun og hinn
Veðurstofa Ísland hefur gefið út gular viðvaranir fyrir morgundaginn og fimmtudaginn fyrir mestallt landið; á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Miðhálendinu, Ströndum og Norðurlandi vestra.
24.11.2020 - 22:09
Gul stormviðvörun tekur gildi klukkan 11 á Suðurlandi
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og verður hún í gildi klukkan 11 til 17 í dag. Spáð er austan hvassviðri eða stormi undir Eyjafjöllum,18-23 metrum á sekúndu með hviðum um 35 m/s, en hægari vindi annars staðar á spásvæðinu. Veðurstofa varar við akstri ökutækja sem eru viðkvæm fyrir vindi.
12.11.2020 - 07:26
Snjókoma, slydda og él í veðurkortunum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri átt með dálitlum skúrum eða slydduéljum í dag. Bjart verður með köflum norðanlands og hiti verður á bilinu eitt til sjö stig.
10.11.2020 - 07:34