Færslur: Veðurfræði

Veðurfræðingur: Erfiður veðurdagur fram undan
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að dagurinn í dag verði harla erfiður, sérstaklega á vestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun er í gildi á öllu landinu með suðvestan hvassviðri og éljagangi. Veðrið hefur skánað í bili vestanlands, hitinn er kominn yfir frostmark og ekki er lengur hríð.
Þrýstibylgja frá eldfjalli við Tonga mældist á Íslandi
Þrýstibylgja mældist um allan heim af völdum gríðarlegrar sprengingar í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai undan ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi. Flóðbylgja skall á Tonga í morgun, í kjölfar neðansjávareldgossins.
Óvenju djúp lægð í kortunum
Norðvestanstormur gekk yfir austanvert landið í dag en veðrið er nú að mestu gengið niður. Von er á annarri lægð á fimmtudag og verður hún einstaklega djúp, að sögn Sveins Gauta Einarssonar veðurfræðings. Ef spár standa verður þrýstingur í miðju lægðarinnar í kring um 925 millibör, en svo lágur þrýstingur er afar fátíður og er ekki útilokað hún verði sú dýpsta frá því mælingar hófust.
04.01.2022 - 00:01
Heitasti vetur Nýja Sjálands frá upphafi mælinga
Opinber nýsjálensk rannsóknarstofnun segir loftslagsbreytingar valda því að veturinn í ár er sá heitasti frá því að mælingar hófust þar í landi.
Högl á stærð við golfkúlur féllu til jarðar í Noregi
Íbúum í Agðafylki í Noregi brá heldur í brún í gærkvöldi þegar haglél skall á þar sem hvert og eitt hagl var á stærð við golfkúlu. Veðurfræðingur segir slíkt afar óvanalegt.
01.08.2021 - 05:31
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Veður · Haglél · hagl · Snjókoma · Noregur · þrumuveður · Veðurfræði
Varað við hvassviðri á vestanverðu landinu
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri á vestanverðu landinu. Samkvæmt spá Veðurstofunnar gengur í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu með rigningu, en hvassara verður í vindstrengjum á Vesturlandi. 
21.06.2021 - 01:17
Hæg suðlæg eða breytileg átt og sums staðar skúrir
Veðurstofan spáir hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag, 3 til 8 metrum á sekúndu og að sumstaðar megi búast við smá skúrum. Bjart verður með köflum eystra.
08.06.2021 - 06:47
Myndband
Eldbólstur yfir gosstöðvunum
Myndarlegt eldbólstur stígur upp af gosstöðvunum í Geldingadölum, svo sem sjá má á þessari mynd sem tekin er úr vefmyndavél RÚV á efstu hæð Útvarpshússins. Eldbólstur verða til við afmarkað hitauppstreymi frá eldgosum og öðrum sterkum hitauppsprettum.
28.03.2021 - 16:15
Enginn alhvítur dagur í Reykjavík, en 20 á Akureyri
Janúar var kaldur, þurr og snjóléttur suðvestanlands og varð jörð aldrei alhvít í Reykjavík í mánuðinum. Það hefur aðeins gerst þrisvar sinnum áður . Mánuðurinn var snjóþungur á norðurhluta landsins og voru 20 alhvítir dagar á Akureyri. Norðlægar áttir ríktu í mánuðinum.
03.02.2021 - 13:00
Einn snjóléttasti vetur í manna minnum
Veturinn hingað til hefur verið mjög snjóléttur hér á landi, og snjókoma í desember var langt undir meðaltali bæði í Reykjavík og á Akureyri. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir að fyrri hluti vetrar sé sennilega með þeim allra snjóléttustu í manna minnum.
18.01.2021 - 11:43
Sunnan og slydduél. Gul viðvörun á Austfjörðum
Í dag er spáð sunnan 5-13 m/s, skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverðri eða mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum aðfaranótt laugardags og þangað til síðdegis á morgun, dregur síðan úr úrkomu.
15.01.2021 - 06:34
„Hér er bara snælduvitlaust veður“
Vonskuveður er á öllu austanverðu landinu, norðaustanstormur eða rok. Björgunarsveitir hafa farið í fjölda útkalla í Neskaupstað þar sem nokkuð tjón hefur orðið, en engin slys á fólki. Rafmagnslaust varð á Kirkjubæjarklaustri í morgun.
09.01.2021 - 11:33
Hátíðaveðrið verður í stíl við árið 2020
Veðrið yfir hátíðarnar verður í stíl við árið sem er að líða - umhleypingasamt. Þetta segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðurstofan leggi formlega mat á hvort jólin hafi verið hvít eða rauð að morgni jóladags og að Norðlendingar megi búast við tveggja stafa hitatölu á morgun, aðfangadag. Of snemmt sé að slá nokkru föstu um áramótaveðrið.
23.12.2020 - 11:25
Frostið verður 14 stig í dag — 20 stig á morgun
Allt að 14 stiga frost verður á landinu í dag og á morgun er spáð allt að 20 stiga frosti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendið. Þar er varað við slæmri færð og fólk hvatt til að sýna aðgát.
04.12.2020 - 06:36
Búast má við fimbulkulda síðar í vikunni
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að í vikunni stefni í mesta kulda á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2013. Veðurstofan spáir sex til sjö stiga frosti og vindi allt að tíu metrum á sekúndu á fimmtudag og föstudag.
02.12.2020 - 01:41