Færslur: Veðurfar

Þjóðvegi 1 lokað við Öræfi
Vegagerðin hefur lokað Þjóðvegi 1 við Öræfi vegna hvassviðris. Áformað er að vegurinn verði opnaður fyrir umferð klukkan 12.
31.07.2020 - 11:29
Gul viðvörun á morgun
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland á morgun. Hún er í gildi frá klukkan 2 aðra nótt til klukkan 16 síðdegis og búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, meðal annars undir Öræfajökli og við Reynisfjall.
30.07.2020 - 06:23
18 stiga hita spáð á Suðausturlandi
Á morgun er spáð fremur hægri breytilegri átt, en vestan 5-10 við suðurströndina síðdegis. Skýjað með köflum og úrkomulítið, en þykknar upp með dálítilli rigningu eða súld vestanlands annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
27.07.2020 - 23:01
Svalbarði er nú heitasti staður Noregs
Búist er við að meira en 40 ára gamalt hitamet falli á Svalbarða í dag. Eyjarnar, sem liggja miðja vegu á milli Noregs og Norðurpólsins, eru norðlægasti staður Noregs, á 77°N breiddargráðu, mælast nú heitasti staður Noregs.
25.07.2020 - 15:56
Allt að 16 stiga hiti á morgun
Á morgun er spáð hægri breytilegri átt eða hafgolu, skýjað og víða verða dálitlar skúrir, einkum norðaustanlands. Hiti verður 9-16 stig.
21.07.2020 - 23:00
Flæðir yfir flugvöllinn á Siglufirði
Flugvöllurinn á Siglufirði er umflotinn vatni og flætt hefur inn á flugbrautina.
18.07.2020 - 00:10
Vestfirðingar hvattir til að huga að lausamunum
Mikil úrkoma og vindur er á Vestfjörðum og spáð er áframhaldandi óveðri þar að minnsta kosti næsta sólarhringinn.Veðurstofa Íslands gaf út appelsínugula viðvörun fyrir svæðið fyrr í dag og lögregla hvetur íbúa á svæðinu til að huga að lausamunum.
16.07.2020 - 19:23
Myndskeið
Gul viðvörun í kvöld, nótt og á morgun
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og miðhálendi. Spáð er allhvössum eða hvössum vindi á hálendinu í kvöld og nótt, og á norðvestanverðu landinu á morgun. Þessu fylgir talsverð rigning sunnan- og vestanlands og mikil úrkoma á Vestfjörðum og Ströndum á morgun með auknum líkum á flóðum og skriðuföllum.
15.07.2020 - 22:12
7-17 stiga hiti á landinu í dag
Í dag verður fremur hæg norðlæg átt víðast hvar, 5-10 m/s en bætir í vind á Norðurlandi eystra er líður á daginn. Skýjað verður með köflum um landið sunnanvert, líkur á síðdegisskúrum og einnig er von á dálítilli vætu við norðausturströndina í kvöld. Hiti verður 7-17 stig, svalast austanlands.
05.07.2020 - 07:47
Allt að 18 stiga hita spáð í dag
Í dag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s en 8-13 með suðurstöndinni. Gengur í norðan 8-13 norðvestantil eftir hádegi, skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands og sums staðar þokubakkar austan til, en bjartviðri norðarlands.
04.07.2020 - 08:28
Hiti allt að 18 stig í dag
Í dag er útlit fyrir fremur hægan vind, en norðaustan kalda yst við suðausturströndina og á Norðvesturlandi framan af deginum. Á sunnan- og vestanverðu landinu má búast við súld, einkum seinnipartinn. Norðaustanlands verður einnig skýjað, en þó þurrt að kalla. Í öðrum landshlutum sést víða vel til sólar.
30.06.2020 - 06:27
Allt að 22 stiga hiti í dag
Í dag er spáð norðaustanátt og nokkru hvassviðri um landið norðvestanvert og suðaustanlands. Víða verður bjartviðri og mjög hlýtt, 14-22 stig, en dálítil rigning eða skúrir og mun svalara á Norðaustur- og Austurlandi, 7-13 stig.
29.06.2020 - 06:48
Möguleiki á skruggum og skúradembum
Útlit er fyrir að loftið yfir landinu verði óstöðugt í dag og segir Veðurstofan að háreist skúraský geti myndast með tilheyrandi skúradembum. Spár gera ráð fyrir að öflugustu skúrirnar verði á vestanverðu landinu eftir hádegi og þar verða mögulega eldingar eða haglél á stöku stað.
24.06.2020 - 07:16
Allt að 21 stigs hiti í dag
Í dag er spáð 8-21 stiga hita, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. Bjart verður með köflum, austan 3-8 m/s, en norðan 5-10 um landið norðanvert seinnipartinn.
19.06.2020 - 07:12
Bjart og fallegt 17. júní veður
Í dag. þjóðhátíðardaginn, er spáð suðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s. Víða verður bjart og fallegt veður en framan af degi verður skýjað með köflum vestan til á landinu, og það eru líkur á þokulofti við norður- og austurströndina.
17.06.2020 - 08:14
Allt að 18 stiga hita spáð á morgun
Á morgun er spáð allt að 18 stiga hita á Norðaustur- og Austurlandi. Þurrt verður austan til og dálítil rigning norðvestanlands. 
08.06.2020 - 23:15
Gott veðurútlit - hægar suðlægar áttir framundan
Nú er milt veður í kortunum og vorið virðist komið fyrir alvöru. Það er útlit fyrir hægar suðlægar áttir næstu vikur og tveggja stafa tölur - sérstaklega þó fyrir norðan og austan.
21.04.2020 - 14:45
Áhyggjur af köldu vori og kali í túnum
Enn gætu liðið einhverjar vikur þar til bændur á snjóþyngstu svæðum landsins geta farið að undirbúa ræktun og dreifa skít á tún. Þá er útlit fyrir talsvert kal víða á Norður- og Austurlandi þar sem svell hafa legið á túnum síðan í desember.
15.04.2020 - 14:03
Rólegheitaveður, úrkomulítið og svalt
Það verður rólegheitaveður, úrkomulítið en svalt fram á föstudaginn langa, en hvessir þá úr austri með rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu og hlýnar heldur. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.
08.04.2020 - 06:35
Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins
Það verður vaxandi norðaustanátt í dag, 15-25 m/s eftir hádegi og hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Gular vindviðvaranir eru í gildi fyrir sunnan- og vestanvert landið í dag og á morgun. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.
04.04.2020 - 07:59
Norðaustan strekkingur víða í dag
Það verður norðaustan strekkingur nokkuð víða í dag og él á víð og dreif, samkvæmt textaspá frá Veðurstofu Íslands. Líklega verður þurrt um landið suðvestanvert. Það hvessir talsvert í fyrramálið, stormur og jafnvel rok syðst, en heldur hægari annars staðar.
03.04.2020 - 07:08
Milt veður og hiti gæti farið yfir 10 gráður
Í dag er útlit fyrir suðvestan strekking eða allhvassan vind með rigningu, sem einkum verður bundin við vesturhelming landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfurnar í dag og á morgun. Það verður milt í veðri og hiti yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig, en gæti skriðið í rétt rúmlega 10 stig á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í kvöld dregur úr úrkomu og kólnar, segir í hugleiðingunum.
31.03.2020 - 06:42
Veðurfræðingur spáir vorkomu upp úr 20. mars
Það styttist í vorið, ef marka má orð Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. En fram að því mun vetur konungur lifa góðu lífi.
05.03.2020 - 14:41
Innlent · Veður · veður · Veðurfar
Hægir vindar og kalt í veðri næstu daga
Í dag verður hæg suðlæg átt á landinu, éljagangur sunnantil en léttskýjað um landið norðanvert. Þetta kemur fram í hugleiðingum verðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á morgun snýst í norðan strekking og snjókomu norðanlands en að sama skapi mun létta til syðra. Næstu daga er að mestu útlit fyrir hæga vinda á landinu, einhver él víðast hvar og kalt í veðri.
04.03.2020 - 06:50
 · Innlent · Veðurfar · veður · samgöngumál
Hrina hitameta
Hitamet fyrir desember hafa fallið eða verið jöfnuð á 53 sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum og þremur mönnuðum stöðvum síðustu tvo daga. Ástæðan er hlýr loftmassi sem gekk yfir landið í gær.
04.12.2019 - 18:12