Færslur: Veðurfar

Gott veðurútlit - hægar suðlægar áttir framundan
Nú er milt veður í kortunum og vorið virðist komið fyrir alvöru. Það er útlit fyrir hægar suðlægar áttir næstu vikur og tveggja stafa tölur - sérstaklega þó fyrir norðan og austan.
21.04.2020 - 14:45
Áhyggjur af köldu vori og kali í túnum
Enn gætu liðið einhverjar vikur þar til bændur á snjóþyngstu svæðum landsins geta farið að undirbúa ræktun og dreifa skít á tún. Þá er útlit fyrir talsvert kal víða á Norður- og Austurlandi þar sem svell hafa legið á túnum síðan í desember.
15.04.2020 - 14:03
Rólegheitaveður, úrkomulítið og svalt
Það verður rólegheitaveður, úrkomulítið en svalt fram á föstudaginn langa, en hvessir þá úr austri með rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu og hlýnar heldur. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.
08.04.2020 - 06:35
Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins
Það verður vaxandi norðaustanátt í dag, 15-25 m/s eftir hádegi og hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Gular vindviðvaranir eru í gildi fyrir sunnan- og vestanvert landið í dag og á morgun. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.
04.04.2020 - 07:59
Norðaustan strekkingur víða í dag
Það verður norðaustan strekkingur nokkuð víða í dag og él á víð og dreif, samkvæmt textaspá frá Veðurstofu Íslands. Líklega verður þurrt um landið suðvestanvert. Það hvessir talsvert í fyrramálið, stormur og jafnvel rok syðst, en heldur hægari annars staðar.
03.04.2020 - 07:08
Milt veður og hiti gæti farið yfir 10 gráður
Í dag er útlit fyrir suðvestan strekking eða allhvassan vind með rigningu, sem einkum verður bundin við vesturhelming landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfurnar í dag og á morgun. Það verður milt í veðri og hiti yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig, en gæti skriðið í rétt rúmlega 10 stig á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í kvöld dregur úr úrkomu og kólnar, segir í hugleiðingunum.
31.03.2020 - 06:42
Veðurfræðingur spáir vorkomu upp úr 20. mars
Það styttist í vorið, ef marka má orð Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. En fram að því mun vetur konungur lifa góðu lífi.
05.03.2020 - 14:41
Innlent · Veður · veður · Veðurfar
Hægir vindar og kalt í veðri næstu daga
Í dag verður hæg suðlæg átt á landinu, éljagangur sunnantil en léttskýjað um landið norðanvert. Þetta kemur fram í hugleiðingum verðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á morgun snýst í norðan strekking og snjókomu norðanlands en að sama skapi mun létta til syðra. Næstu daga er að mestu útlit fyrir hæga vinda á landinu, einhver él víðast hvar og kalt í veðri.
04.03.2020 - 06:50
 · Innlent · Veðurfar · veður · samgöngumál
Hrina hitameta
Hitamet fyrir desember hafa fallið eða verið jöfnuð á 53 sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum og þremur mönnuðum stöðvum síðustu tvo daga. Ástæðan er hlýr loftmassi sem gekk yfir landið í gær.
04.12.2019 - 18:12
Hitinn fór yfir 10 gráður á Akureyri
Óvenju hlýtt var á Akureyri í dag og fór hiti yfir 10 gráður. Forstöðumaður í Hlíðarfjalli fagnar tíðinni sem gerir verktökum kleift að vinna við uppsetningu nýrrar stólalyftu.
02.12.2019 - 20:02
Vetrarfærð og éljagangur
Bærileg færð er á flestum aðalleiðum þrátt fyrir vetrarfærð og éljagang á norðanverðu landinu. Greiðfært er að mestu sunnan til en hvasst er á Suðausturlandi og sumstaðar sandfok. Því hefur þjóðvegi 1 milli Hafnar og Almannaskarðsganga verið lokað vegna hvassviðris. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er reiknað með að sú leið verði opnuð aftur mjög fljótlega.  
25.10.2019 - 11:14
Myndskeið
Eins og að borða fíl, fyrst brytjarðu hann
Umhverfisráðherra segir niðurstöður í skýrslu vísindanefndar Sþ alvarlegar. Ríki heims geri ekki nóg. „Ég er líka sannfærður um að við getum gert meira og betur hér á Íslandi en þetta er eins og þegar þú ert með stóran fíl sem þú ætlar að borða. Þú þarft að brytja hann niður,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
25.09.2019 - 20:02
Gul viðvörun vegna úrkomu á morgun
Talsverðar, eða mikillar úrkomu er að vænta á morgun sunnan og vestantil, einkum við Mýrdalsjökul. Búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá eru auknar líkur á skriðuföllum á þessum svæðum. Óbrúaðar ár eru mjög varasamar í slíkum aðstæðum, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og huga sérstaklega að niðurföllum svo forðast megi vatnstjón.
06.09.2019 - 19:23
Viðtal
Mikilvægt að haustrigningarnar klikki ekki
Slökkviliðsmenn hafa þurft að skjótast með vatn til bænda svo þeir geti brynnt kúnum. Laxveiðimenn hafa skriðið með stangirnar að bakkanum til að styggja ekki lax í vatnslitlum ám. Sveitarfélög hafa mælst til þess að íbúar spari vatn og sums staðar hafa vatnsból tæmst. Sandfok af hálendinu hefur spillt skyggni á Suðurlandi. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum og neistar frá flugeldum kveiktu í skraufþurrum gróðri á blómstrandi dögum í Hveragerði.
23.08.2019 - 16:01