Færslur: Veðurfar

Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.
Suðaustan stormur aðra nótt -flýtið eða seinkið för
Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir vissara að fylgjast vel með veðurspám á næstunni. Lægð gaf slyddu og snjó síðastliðna nótt og segir Óli Þór fjallvegi geta verið snúna. Önnur lægð lætur á sér kræla aðra nótt.
06.11.2021 - 18:24
Hitamet slegin víða um land í ágúst
Hitamet voru slegin víða um land í ágúst, sérstaklega á austan- og norðaustanverðu landinu. Hiti fór í 29,4°C á Hallormsstað sem er mesti hiti sem mælst hefur hérlendis í ágúst. Mánuðurinn var einnig sá hlýjasti síðan mælingar hófust á Akureyri, Hveravöllum, Bolungarvík, Grímsey og Stykkishólmi. Hann var sá næsthlýjasti á Egilsstöðum og Teigarhorni.
03.09.2021 - 16:38
Pattstaða í veðurkerfum veldur hlýindum
Í gær féll þrettán ára gamalt hitamet þegar hiti mældist 29,4 stig á Hallormsstað á Austurlandi. Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur segir að pattstaða myndist í veðurkerfunum sem valdi hlýindunum. Þetta geti verið ein birtingamynd loftslagsbreytinga.  
25.08.2021 - 09:27
Áfram hlýtt og þungbúið
Hlýju suðlægu áttirnar sem legið hafa yfir landinu munu áfram ylja landsmönnum næstu daga, eins og fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Það má búast við lítilsháttar vætu sunnan- og vestanlands. Nokkuð hvasst gæti orðið nyrst á Snæfellsnesi í dag og eru ökumenn beðnir að fara að öllu með gát.
24.08.2021 - 06:47
Bjart og hlýtt á Suðausturlandi
Bjart og hlýtt verður í dag á Norðaustur- og Suðausturlandi, og hiti gæti náð 20 stigum. Vestlæg eða breytileg átt verður á landinu, 5-10 m/s. Á Austfjörðum og á vesturhluta landsins verður hins vegar líklega skýjað og dálítil súld. Hiti á bilinu 9 til 14 stig.
15.08.2021 - 07:51
Að minnsta kosti sjö látin í skógareldum í Alsír
Gríðarlegir skógareldar hafa orðið að minnsta kosti sjö að bana í Alsír. Miklir hitar hafa verið í landinu og gróður því skraufaþurr. Forseti landsins hefur kallað eftir hertum refsingum fyrir íkveikjur.
10.08.2021 - 13:45
Ekki gjöfult berjaár víðast hvar
Árið 2021 fer ekki í sögubækur fyrir góða berjasprettu. Horfur eru fremur slakar sunnan-, vestan- og norðanlands en ekki er öll nótt úti enn. Öðru máli gegnir um Austurland.
07.08.2021 - 17:44
Síðdegisskúrir á landinu í dag
Líkur eru á lítilsháttar rigningu af og til til miðnættis annaðkvöld og allvíða verða síðdegisskúrir. Áfram verður hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður hiti á bilinu 8 og átján stig.
03.08.2021 - 07:52
Hlýjustu júlídagar aldarinnar á Norður- og Austurlandi
Júlí er sá hlýjasti á öldinni um landið norðan- og austanvert ef litið er til fyrstu tuttugu daga mánaðarins. Hvað veðurfar Reykjavíkur varðar er júlí þessa árs í fjórtánda sæti á lista hlýrra júlímánaða aldarinnar.
21.07.2021 - 14:28
Aðstæður varasamar á Snæfellsnesi vegna vindhviða
Aðstæður á norðanverðu Snæfellsnesi og norðan til á Ströndum verða í dag varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Á áðurnefndum svæðum er gert ráð fyrir vindhviðum sem geta farið yfir 30 m/s. Suðlægar áttir varða ríkjandi, víða 5-13 m/s.
15.07.2021 - 06:57
Hljóðmynd
Það er ekkert víst að það rigni í allt sumar
Þó svo að kalt og blautt sé á syðri helmingi landsins og hitinn nái hvergi á landinu tveggja stafa tölu er það ekki vísbending um að sumarið verði ómögulegt veðurfarslega séð. Síðustu vikur hefur hitinn verið þremur til fjórum gráðum undir meðaltali síðasta áratuginn.
18.06.2021 - 13:38
Myndskeið
Endalausar frostnætur og lambær enn á fullri gjöf
Lítil sem engin spretta hefur verið í kuldatíð á Norður- og Austurlandi síðustu vikur og gróður er um þremur vikum seinna á ferðinni en venjulega. Skepnur sem jafnan eru komnar á beit eru enn á fullri gjöf og lítið bólar á korni sem sáð var í apríl.
Mildar og votar sunnanáttir á landinu
Veðurstofa Íslands spáir skúrum Sunnan- og Vestanlands, 8 til 15 metrum á sekúndu, hvassast verður við ströndina. Á Norður- og Austurlandi rofar til. Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu að sinni og beinir mildum og votum sunnanáttum að landinu. 
16.03.2021 - 06:46
Hægur vindur á landinu í dag en víða stöku él
Veðurstofan spáir fremur hægum vindi á landinu í dag en víða má búast við stöku éljum. Norðaustanlands verður heldur meiri ofankoma fram undan hádegi.
14.03.2021 - 07:45
Snjóleysi gott fyrir vegfarendur, síðra fyrir skíðafólk
Mjög lítið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Búast má við að þau sem þurfa að komast leiðar sinnar um götur og gangstíga fagni því en að brúnin sé þyngri á skíðafólki.
4-11 stiga hiti í dag
Í dag er spáð suðlægri átt, víða 8-13 m/s og rigning eða skúrir, og talsverð rigning á Suðausturlandi, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Það hefur hlýnað ört í nótt, en í dag verður hiti yfirleitt á bilinu 4 til 11 stig.
26.02.2021 - 06:56
Snjókoma og rigning fyrir norðan og austan
Í dag er spáð norðaustan 5-13 m/s, dálítil snjókoma eða rigning verður á Norður- og Austurlandi, skúrir suðaustantil en bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan. Frystir allvíða í kvöld.
24.02.2021 - 06:51
Ástand vega á höfuðborgarsvæðinu gott miðað við árstíma
Ástand þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu virðist nokkuð gott miðað við árstíma. Miklu minna er nú um holur og skemmdir vegna samspils frosta og þíðu enda hefur veðurfar ekki verið með þeim hætti.
22.02.2021 - 09:14
Myndskeið
Snjóflóð, krapaflóð og skriður dæmi um veðuröfga
Metúrkoma á Seyðisfirði, fjöldi snjóflóða í janúar og krapaflóð í Jökulsá á Fjöllum eru öfgar eins og búast má við af loftslagsbreytingum, segir sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofunni. Óvenjulegt sé að snjóflóð falli svo víða um land á svo stuttu tímabili. 
03.02.2021 - 19:55
Enginn alhvítur dagur í Reykjavík, en 20 á Akureyri
Janúar var kaldur, þurr og snjóléttur suðvestanlands og varð jörð aldrei alhvít í Reykjavík í mánuðinum. Það hefur aðeins gerst þrisvar sinnum áður . Mánuðurinn var snjóþungur á norðurhluta landsins og voru 20 alhvítir dagar á Akureyri. Norðlægar áttir ríktu í mánuðinum.
03.02.2021 - 13:00
Spáð allt að 12 stiga frosti í dag
Í dag er spáð hægum vind og bjartviðri, en austan- og suðaustan strekkingur verður með suðurströndinni. Mögulega dálítil él sunnan- og vestanlands. Áfram er kalt, frost 2 til 12 stig. Kaldast í innsveitum fyrir norðan en svo hlýnar aðeins sunnan til síðdegis, hiti verður þá í kringum frostmark þar.
31.01.2021 - 08:40
„Best að hafa varann á þegar farið er um fjöll"
Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Ísafirði hefur verið aflétt og rýmingu atvinnuhúsnæðis í bænum líka. Óvissustig er enn á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi. Ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að endurmeta þurfi aðstæður þar sem byggð er undir varnargörðum.
25.01.2021 - 12:18
Býst við áframhaldandi innilokun í Fjallabyggð
Bæjarstjóri Fjallabyggðar býst við því að Siglfirðingar verði meira og minna innlyksa í bænum næstu daga þar sem veðurhorfur séu ekki góðar. Vegurinn var opnaður á hádegi í gær en lokað að nýju í gærkvöldi. Snjóflóð féllu á Siglufirði á miðvikudag og hús voru rýmd.
22.01.2021 - 09:15
Kaldi eða stinningskaldi og él nyrðra, bjartviðri syðra
Veðurstofan gerir ráð fyrir stinningskalda eða allhvössum vindi í dag, 10 til 18 metrum og sekúndu og sumstaðar hvassara i vindstrengjum við fjöll. Norðan- og austanlands má búast við snjókomu eða éljum en bjart verður með köflum sunnan heiða og frost allt að sjö stigum.
20.01.2021 - 06:24