Færslur: Veðurfar

„Best að hafa varann á þegar farið er um fjöll"
Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Ísafirði hefur verið aflétt og rýmingu atvinnuhúsnæðis í bænum líka. Óvissustig er enn á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi. Ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að endurmeta þurfi aðstæður þar sem byggð er undir varnargörðum.
25.01.2021 - 12:18
Býst við áframhaldandi innilokun í Fjallabyggð
Bæjarstjóri Fjallabyggðar býst við því að Siglfirðingar verði meira og minna innlyksa í bænum næstu daga þar sem veðurhorfur séu ekki góðar. Vegurinn var opnaður á hádegi í gær en lokað að nýju í gærkvöldi. Snjóflóð féllu á Siglufirði á miðvikudag og hús voru rýmd.
22.01.2021 - 09:15
Kaldi eða stinningskaldi og él nyrðra, bjartviðri syðra
Veðurstofan gerir ráð fyrir stinningskalda eða allhvössum vindi í dag, 10 til 18 metrum og sekúndu og sumstaðar hvassara i vindstrengjum við fjöll. Norðan- og austanlands má búast við snjókomu eða éljum en bjart verður með köflum sunnan heiða og frost allt að sjö stigum.
20.01.2021 - 06:24
Einn snjóléttasti vetur í manna minnum
Veturinn hingað til hefur verið mjög snjóléttur hér á landi, og snjókoma í desember var langt undir meðaltali bæði í Reykjavík og á Akureyri. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir að fyrri hluti vetrar sé sennilega með þeim allra snjóléttustu í manna minnum.
18.01.2021 - 11:43
Él fyrir norðan, skýjað syðra
Norðaustan kaldi eða stinningskaldi verður á landinu í dag og mun þessi norðanátt ríkja á landinu næstu daga. Norðlægum áttum á þessum árstíma fylgir yfirleitt einhver ofankoma á norðanverðu landinu og svo er einnig í dag, éljagangur verður norðan- og austantil en bjart með köflum sunnanlands. Hiti verður nálægt frostmarki í dag, en kólnar síðan er líður á vikuna
18.01.2021 - 06:31
Sunnan og slydduél. Gul viðvörun á Austfjörðum
Í dag er spáð sunnan 5-13 m/s, skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverðri eða mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum aðfaranótt laugardags og þangað til síðdegis á morgun, dregur síðan úr úrkomu.
15.01.2021 - 06:34
Skúrir, slydduél og rigning
Í dag er spáð sunnan og suðaustan 5-13 og skúrum eða slydduél, en rigning verður austanlands fram eftir morgni. Léttir til norðan- og austanlands eftir hádegi. Gengur í austan 13-20 með rigningu eða slyddu um landið sunnanvert á morgun, hvassast syðst síðdegis en mun hægari vindur og þykknar upp fyrir norðan.
14.01.2021 - 06:37
Rigning, slydda, minnkandi frost og skúrir
Í dag er spáð suðaustan 13-20 m/s og víða verður rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 1 til 6 stig þar, en annars hægari. Þurrt að kalla og minnkandi frost norðaustan til. Mun hægari og skúrir seinnipartinn, fyrst suðvestanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
13.01.2021 - 06:20
Búið að opna aðalveginn í Neskaupstað eftir óveðrið
Enn er talsvert hvassviðri á austanverðu landinu en veðrið á að ganga niður upp úr miðnætti.  Aðalvegurinn inn í Neskaupstað hefur verið opnaður aftur og sömuleiðis hafnarsvæðið sem var lokað um tíma í dag vegna hættu sem stafaði af fljúgandi þakplötum.
09.01.2021 - 22:09
Myndskeið
Stormur á Austurlandi: „Hann fór í 53 metra í morgun“
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa sinnt yfir sextíu útköllum í vonskuveðri sem gengið hefur yfir landshlutann í dag. Hluta Neskaupstaðar var lokað vegna hættu sem stafaði af fljúgandi þakplötum.
09.01.2021 - 19:35
„Hér er bara snælduvitlaust veður“
Vonskuveður er á öllu austanverðu landinu, norðaustanstormur eða rok. Björgunarsveitir hafa farið í fjölda útkalla í Neskaupstað þar sem nokkuð tjón hefur orðið, en engin slys á fólki. Rafmagnslaust varð á Kirkjubæjarklaustri í morgun.
09.01.2021 - 11:33
Týndu ljósmyndirnar frá Seyðisfirði eru fundnar
Mörg þúsund ljósmyndir, sem eru í eigu Tækniminjasafns Austurlands og týndust í aurskriðunum sem féllu í bænum fyrr í þessum mánuði, fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Myndirnar voru í öryggisskáp sem fannst í rústum safnhússins.
25.12.2020 - 09:45
Hátíðaveðrið verður í stíl við árið 2020
Veðrið yfir hátíðarnar verður í stíl við árið sem er að líða - umhleypingasamt. Þetta segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðurstofan leggi formlega mat á hvort jólin hafi verið hvít eða rauð að morgni jóladags og að Norðlendingar megi búast við tveggja stafa hitatölu á morgun, aðfangadag. Of snemmt sé að slá nokkru föstu um áramótaveðrið.
23.12.2020 - 11:25
Viðtal
Húsin sem skemmdust eru ekkert einkamál Seyðfirðinga
Að minnsta kosti ellefu hús á Seyðisfirði hafa skemmst í aurskriðunum þar síðustu daga, flest hafa þau mikið sögulegt gildi og meðal þeirra er fyrsta sjoppa landsins. Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, sem skrifað hefur sögu húsanna á Seyðisfirði, segir að þarna hafi miklar menningarminjar glatast og að það sé ekki einkamál Seyðfirðinga.
19.12.2020 - 17:56
„Það verður annar bæjarsvipur“
Neyðarstig er enn í gildi á Seyðisfirði,upp úr klukkan tíu verður haldinn stöðufundur Almannavarna, Veðurstofu og vettvangs- og aðgerðarstjórnar á Austurlandi þar sem farið verður yfir stöðu mála á svæðinu og rætt um næstu skref. Páll Thamrong Snorrason, íbúi á Seyðisfirði, er nú í sumarbústað á Einarsstöðum ásamt foreldrum sínum og bróður, en þeim var gert að yfirgefa heimili sitt eins og öðrum bæjarbúum í gær. Hann segir að bærinn verði aldrei samur.
19.12.2020 - 10:15
Sérfræðingar fara yfir stöðuna á Seyðisfirði
Náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar funda nú um stöðu mála á Seyðisfirði, en þar er neyðarstig enn í gangi og óttast er að mikið vatnsmagn í 150 til 250 metra hæð fyrir ofan bæinn, sem bundið er í jarðveginn, komi niður. Þeir hafa verið að fara yfir mælingar sem þeir hafa fengið úr mælitækjum sínum í nótt og greina þær en niðurstaða liggur ekki fyrir.
19.12.2020 - 08:02
Suðaustlæg átt, slydda eða snjókoma
Í dag er spáð suðaustlægri átt, 3-10 m/s og dálítilli slyddu eða snjókomu með köflum. Rigning verður við suðurströndina, en hægara og yfirleitt bjartviðri eystra. Suðaustan 8-15 og bætir í úrkomu suðvestantil í kvöld. Frost yfirleitt 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við suðurströndina.
08.12.2020 - 06:33
Víða þurrt og frost í dag
Í dag er spáð 3-10 m/s, víða verður þurrt og frost 0-10 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil. Suðaustan 8-13 vestast á landinu með slyddu af og til og hita rétt yfir frostmarki.
07.12.2020 - 06:30
Bíða með snjómokstur vegna veðurs
Beðið er eftir því að veður gangi niður svo hægt verði að hefja snjómokstur á Norðausturlandi. Þetta segir Magnús Jóhannsson verkstjóri hjá Vegagerðinni í Fellabæ. Vetrarfærð er þar á vegum, þar er hvasst, éljagangur og skafrenningur. Ófært er á Hólasandi á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Hófaskarði og í Bakkafirði.
04.12.2020 - 08:06
Ófærð víða um land
Vetrarfærð er á landinu og margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi vegna veðursins síðustu daga. Verið er að kanna ástand vega og vonast til að sem flestir opnist með morgninum. Súðavíkurhlíð var ófær í gærkvöldi og í nótt eftir að snjóflóð féll þar í gærkvöldi en hefur nú verið opnuð. Holtavörðuheiði var opnuð nú rétt eftir klukkan sjö.
04.12.2020 - 07:17
Frostið verður 14 stig í dag — 20 stig á morgun
Allt að 14 stiga frost verður á landinu í dag og á morgun er spáð allt að 20 stiga frosti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendið. Þar er varað við slæmri færð og fólk hvatt til að sýna aðgát.
04.12.2020 - 06:36
Vindkæling magnar frostið upp í allt að 30 stig
Kalt heimskautaloft er yfir landinu og spáð er allt að 12 stiga frosti. Lágar hitatölur segja ekki alla söguna því við bætist vindur sem eykur á kælinguna. Veðurfræðingur segir að þar sem þessara áhrifa gætir mest á landinu verði kælingin á við 30 stiga frost.
03.12.2020 - 09:55
Veðurviðvaranir um allt land
Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið í dag nema á Suðausturlandi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi til hádegis á morgun. Norðan stormi, norðan hvassviðri eða norðan hríðarveðri er spáð alls staðar á landinu í dag og á morgun og allt að 12 stiga frosti. Víða er takmarkað skyggni og slæm færð.
Myndskeið
Svona er hægt að spara heita vatnið í frosthörkum
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna frosthörku sem er framundan og er fólk hvatt til þess að spara heita vatnið eins og kostur er. Verði of mikið heitt vatn notað gæti komið til skömmtunar. Upplýsingafulltrúi Veitna sýndi fréttastofu hvernig best sé að spara heita vatnið í kuldan sem er framundan.
02.12.2020 - 19:18
Búast má við tveggja stafa frosttölum
Kalt íshafsloft mun blása yfir landið í dag og næstu daga. Frostið mun herða á sér er nær dregur helgi og nær hámarki á laugardagsmorguninn þegar tveggja stafa frosttölur munu sjást víða um land.
02.12.2020 - 12:39