Færslur: veður; óveður

Litlar annir hjá björgunarsveitum í dag
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Suðurnesjum í kvöld þar sem þakklæðningar losnuðu og fuku.
26.11.2020 - 22:06
Varað við hviðum í Öræfum
Veðurstofa Íslands varar við hviðum í Öræfum í kvöld og fram á morgundaginn. Spáð er vindi allt að 35 m/s á svæðinu þvert á veg, einkum á kaflanum frá Svínafelli/Freysnesi austur að Hofi.
25.07.2020 - 12:39
Hætta á vatnavöxtum og skriðuföllum
Mikilli úrkomu er spáð áfram á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Í Hvalá í Ófeigsfirði stefnir í metflóð í fyrramálið haldi úrkoman áfram af sama krafti. Yfirborð árinnar hefur hækkað um heilan metra undanfarinn sólarhring.
Myndskeið
Eins og rigningarveggur
„Þetta er eins og rigningarveggur.“ Þetta segir Ísfirðingurinn Ragnar Aron Árnason, sem átti leið um tjaldsvæðið í Tunguskógi fyrr í kvöld. Þar hefur hellirignt í dag og í kvöld, appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum og hætta er á skriðuföllum vegna rigninganna.
Kúrðu sig spakar í göngunum
„Það var skemmtileg sjón að sjá þær kúra þarna,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Hópur kinda hafði flúið óveðrið á svæðinu og komið sér fyrir í Vestfjarðagöngum þar sem þær urðu á vegi Bjarkar er hún var á leið til Súgandafjarðar fyrr í kvöld.
16.07.2020 - 22:58
Ferðamenn á Hornströndum leituðu skjóls undan veðri
Á þriðja tug ferðamanna er á Hornströndum, en þar er vonskuveður. Allt er fólkið komið í öruggt skjól, en að auki er talsvert um fólk í sumarhúsum á svæðinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að björgunarsveitir á svæðinu séu í viðbragðsstöðu. Mikil rigning er og hætta á skriðuföllum og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun á svæðinu.
Vestfirðingar hvattir til að huga að lausamunum
Mikil úrkoma og vindur er á Vestfjörðum og spáð er áframhaldandi óveðri þar að minnsta kosti næsta sólarhringinn.Veðurstofa Íslands gaf út appelsínugula viðvörun fyrir svæðið fyrr í dag og lögregla hvetur íbúa á svæðinu til að huga að lausamunum.
16.07.2020 - 19:23
Herjólfur fellir niður ferðir í kvöld og fyrramálið
Mjög hvasst er orðið í Vestmannaeyjum. Lögregla og björgunarsveitir þar hafa þó ekki fengið neina tilkynningu um fok.
07.01.2020 - 15:26
Vegum mögulega lokað vegna veðurs
Slæmu veðri er spáð víða um land á morgun. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Suðurlandi, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Hún tekur gildi eftir hádegi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og hafa í huga að það verður ekkert ferðaveður.
10.03.2019 - 21:29
Enn hvasst á austanverðu landinu
Ofsaveðrið sem gekk yfir norðaustan, austan- og sunnanvert landið í nótt og í morgun hefur að einhverju leyti gengið niður. Enn er þó hvasst og gul viðvörun í gildi á Suðausturlandi, Austurlandi og Austfjörðum. Vegurinn á milli Djúpavogs og Hafnar er enn lokaður. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í morgun vegna veðurofsans.
26.02.2019 - 16:01
Þakplötur fuku og rúður brotnuðu í rokinu
Veður er of vont til þess að hægt sé að tryggja þakið á fiskimjölsverksmiðjunni á Höfn í Hornafirði. Erlingur Brynjólfsson verksmiðjustjóri segir að starfsmenn hafi orðið varir við töluverð læti um klukkan átta í morgun og var þakið þá farið að fjúka.
26.02.2019 - 11:15
Myndband
Þrumur og eldingar: Fólk varað við að vera úti
Miklar þrumur og eldingar eru nú yfir suðvestanverðu landinu. Um 250 kílómetra langur skúragarður liggur frá norðanverðu Snæfellsnesi og að Vestmannaeyjum og veldur hann eldingunum.
21.02.2019 - 19:18
Vara við mikilli ölduhæð
Landhelgisgæslan vekur á vef sínum athygli á óvenju hárri sjávarstöðu í dag og næstu daga. Stórstreymt er þessa dagana. Samkvæmt útreiknuðum sjávarfallaspám sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslunnar verður árdegisflóð í Reykjavík í fyrramálið 4,5 metrar, til samanburðar þá er sjávarhæð á meðalstórstraumsflóði 4,0 metrar.
20.02.2019 - 18:03
Stormur undir Vatnajökli í kvöld og í nótt
Norðanhríð verður austanlands í kvöld og í nótt og stormur undir Vatnajökli, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Minnkandi norðanátt verður á morgun með éljum en bjart sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
17.02.2019 - 16:17
Ófærð víða um land og vegum lokað
Ófærð er víða um land og því hefur nokkrum vegum verið lokað. Víða er hált eða þungfært. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er í hann.
17.02.2019 - 08:14
Stefnir í hráslagalegt kosningaveður
Veðurstofan býst við leiðindaveðri á morgun, kjördag, austan 15-23 metrum á sekúndu vestan og sunnan til á landinu í fyrramálið.
28.10.2016 - 12:39
Tíu látnir í Bandaríkjunum vegna Matthíasar
Matthías telst nú ekki lengur fellibylur, og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Bandarísk yfirvöld ítreka þó að Matthías geti enn valdið usla.
09.10.2016 - 12:42
Rafmagni ekki skammtað lengur
Skömmtun RARIK á rafmagni á stöðum á Norðausturhorni landsins er lokið. Þá eru allir viðskiptavinir Landsnets komnir með rafmagn. Viðgerð á byggðalínunni er lokið.
09.12.2015 - 16:35
Þjóðvegi eitt á Suðurlandi lokað
Mikill viðbúnaður er á Suðurlandi þar sem búist er við ofsaveðri þegar líður á daginn. Lögregla, Vegagerð og björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Þjóðvegi eitt verður lokað áður en versta veðrið brestur á. Bóndi í Öræfum segir vissara að festa allt lauslegt en þar gæti vindstyrkurinn náð allt að 50 metrum á sekúndu í dag.
04.12.2015 - 12:39
„Hér er ekki hundi út sigandi“
Vonskuveður er nú víða á Austur- og Norðausturlandi með tilheyrandi ófærð. Á Raufarhöfn er mjög vont veður og lítið skyggni. Þar voru foreldrar beðnir að sækja börnin í grunn- og leikskóla.
02.12.2015 - 16:31
Á þriðja tug tækja við snjómokstur á Akureyri
Mikið annríki er hjá framkvæmdadeild Akureyrar við snjómokstur. Miklum snjó kyngdi niður þar í gærkvöldi og nótt og flestar götur voru því ófærar. Allar helstu leiðir voru orðnar færar þegar leið á morguninn.
30.11.2015 - 12:57
Helstu leiðir orðnar færar á Akureyri
Allar helstu leiðir og stofngötur eru nú orðnar færar innanbæjar á Akureyri. Verið ar að ljúka mokstri á strætisvagnaleiðum og eru strætisvagnar farnir að ganga.
30.11.2015 - 09:13
Stormur, flóð og skriðuföll í kortunum
Enginn ætti að vera á ferðinni að óþörfu á höfuðuborgarsvæðinu fram eftir morgni og ráðið er frá ferðalögum milli landshluta í veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands. Veður verður sérstaklega slæmt um allt vestan- og norðanvert landið, enn hvassara en á þriðjudaginn var, og mikið úrhelli.
Vanbúnir bílar hindruðu sjúkraflutninga
357 björgunarsveitarmenn úr ríflega 30 sveitum sinntu hátt í 80 útköllum í óveðrinu sem gekk yfir vestanvert landið í gær, mánudag. Fjöldi vanbúinna bifreiða stóð fastur í ófærðinni og hindraði för sjúkrabifreiða jafnt sem annarra.
11.03.2015 - 01:39