Færslur: veður

Tjaldgestir á Akureyri fengu heldur kuldalegar móttökur
Gestir á tjaldstæðinu að Hömrum á Akureyri fengu heldur óblíðar móttökur frá móðir náttúru í morgun þar sem snjóað hafði nokkuð hressilega í nótt. Framkvæmdarstjóri á tjaldstæðinu segir að stöku sinnum þurfi að aðstoða illa búið fólk en gestir næturinnar hafi staðið af sér veðrið.
03.05.2022 - 14:56
Fyrstu merki vors á grasvöllum
Það glyttir í grænar grasnálar á knattspyrnuvöllum á höfuðborgarsvæðinu og gæsir eru mættar þangar til að bragða á nýgræðingum. Fyrstu merki vors gera vart við sig. Vorið er þó skemmra á veg komið á Akranesi og þar biðja menn fyrir blíðviðri svo völlurinn verði tilbúinn fyrir Íslandsmótið eftir mánuð.
24.03.2022 - 12:34
Innlent · Vor · Tíðarfar · veður · KR · ÍA · fótbolti · grasvellir · knattspyrnuvellir
„Nokkur hundruð prósenta aukningu í útköllum“
Gular og appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og ofankomu setja mark sitt á þennan síðasta dag febrúarmánaðar. Mikil lausamjöll veldur því að lítinn vind þarf til að skafrenningur valdi ökumönnum vandræðum. Björgunarsveitir hafa haft nóg að gera síðustu vikur.
28.02.2022 - 14:11
Viðtal
Rauðar viðvaranir gefnar út vegna veðurs
Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Viðvaranirnar taka gildi klukkan 19 í kvöld en appelsínugul viðvörun tekur gildi fyrir aðra landshluta í kvöld.
21.02.2022 - 11:56
Snörp skil hita og kulda valda þrálátu vetrarveðri
Óvenju snörp skil á heitu og köldu lofti bera ábyrgð á þrálátu vetrarveðri á Íslandi þessi dægrin.
20.02.2022 - 14:10
Innlent · Veður · veður · Veðurstofan · Lægð · Óveður
Björgunarsveitir aðstoðuðu farþega í Herjólfi
Óveður og ófærð valda enn vandræðum á landinu og horfur eru ófagrar næstu daga. Björgunarsveitarfólk hefur verið önnum kafið að aðstoða strandarglópa. Björgunarsveitir þurftu að aðstoða farþega og áhöfn Herjólfs að komast frá borði.
20.02.2022 - 13:48
Íbúar í Vestmannaeyjum beðnir að halda sig heima
Lögreglan í Vestmannaeyjum biðlar til íbúa í eynni að vera ekki á ferðinni að óþörfu, en þar er mjög slæmt skyggni og þungfært á vegum. Vindhraði á Stórhöfða mælist nú yfir 30 metra á sekúndu.
19.02.2022 - 22:08
Viðtöl
Um 60 bílar festust á Sólheimasandi
Björgunarsveitir hafa haft í nægu að snúast í dag vegna þungrar færðar á vegum sunnanlands. Björgunarsveitir voru kallaðar að vegi um Sólheimasand nærri Jökulsá, þar sem um sextíu bílar sátu fastir í snjó.
19.02.2022 - 18:27
Gul viðvörun tekin við og gildir fram á miðvikudag
Gul veðurviðvörun tók gildi á suðvesturhorninu nú klukkan tvö og verður í gildi þangað til á miðvikudagsmorgun. Von er á suðvestan hvassviðri, éljum og skafrenningi. Líkur eru á eldingum vestanlands.
07.02.2022 - 16:46
Myndband
Elding lýsti upp Hörpu í óveðrinu
Elding lýsti upp Hörpu og hafnarsvæðið í Reykjavík í morgun klukkan 06:41, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.
07.02.2022 - 14:35
Sjónvarpsfrétt
Snælduvitlaust veður en öðruvísi áhrif en búist var við
Björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins sinntu rúmlega 100 útköllum í illviðrinu í morgun. 
07.02.2022 - 13:30
Víða ófært, hálka eða snjóþekja
Mjög varasamt er að ferðast milli landshluta í dag, vegna aftakaveðurs sem gengið hefur yfir landið frá því í nótt. Ófært er á fjallvegum víðast um land og fólk beðið að fylgjast vel með upplýsingum frá Vegagerðinni
07.02.2022 - 12:29
Björgunarsveitir í yfir 130 útköll í óveðrinu
Björgunarsveitir hafa farið í um 130 útköll tengd aftakaveðrinu sem nú gengur yfir landið, lang flest þeirra á suðvesturhorni landsins. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir veðrið virðast mildara í öðrum landshlutum en spár gerðu ráð fyrir.
07.02.2022 - 11:06
Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu opna klukkan eitt
Leikskólar opna á ný klukkan 13 í dag og frístundastarf í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hefst á hefðbundnum tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.
07.02.2022 - 09:55
Opna fjöldahjálparstöð í Súðavík
Súðavíkurhlíð var lokað vegna snjóflóðahættu klukkan þrjú. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir fjöldahjálparstöð opna síðdegis til þess að taka á móti þeim sem komast ekki leiðar sinnar til Ísafjarðar.
30.01.2022 - 16:16
Slæmt ferðaveður og snjóflóð lokar vegi á Vestfjörðum
Vestan hvassviðri gengur nú yfir landið, en samkvæmt veðurfræðingi náði það líklega hápunkti upp úr hádegi. Dimm él hafa verið vestantil á landinu ásamt hvassviðri sem hefur raskað samgöngum. Snjóflóð féll í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokaði þar vegi.
30.01.2022 - 13:16
Vetrarfærð í dag og nóg að gera hjá snjómokstursmönnum
Gular veðurviðvaranir fyrir allt vestanvert landið og Suðurland gilda frá klukkan tíu og til sex síðdegis. Búist er við vestan hvassviðri og dimmum éljum þannig að skyggni verður lélegt og akstursskilyrði versna. Töluvert hefur snjóað á vestantil á landinu í nótt og í morgun og víða þungfært vegna snjóþekju eða hálku.
30.01.2022 - 09:30
Hríðarbylur veldur usla í Bandaríkjunum
Hríðarbylur gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna með tilheyrandi röskunum á samgöngum. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst um helgina og veðurviðvaranir verðið gefnar út vegna mikillar snjókomu og hvassviðris.
29.01.2022 - 16:20
Erlent · Veður · Bandaríkin · veður · Hríðarbylur · Snjókoma · Kuldi · Boston · New York
Gul viðvörun til hádegis
Gul veðurviðvörun er enn í gildi fyrir Austurland að Glettingi þar sem geisar vestan- og norðvestan stormur og hríð. Á austfjörðum er vestan stormur eða rok og þar er gul viðvörun Veðurstofunnar í gildi til hádegis, sömuleiðis á suðausturlandi og á miðhálendinu.
29.01.2022 - 08:18
Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis
Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan fimm í dag á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra vegna hvassviðris og élja.
28.01.2022 - 16:39
Umferðaróhöpp í slæmu veðri á Öxnadalsheiði
Slæmt veður er á Öxnadalsheiði, bílar hafa lent utanvegar og loka þurfti veginum um tíma vegna flutningabíls sem þveraði veginn. Snjóþekja og skafrenningur er á heiðinni. Hvasst verður og blint frameftir degi en færðin á að skána þegar líður á kvöld. Þá er Dynjandisheiði lokuð vegna veðurs.
28.01.2022 - 15:24
Samgöngur raskast vegna óveðursins
Töluverðar raskanir hafa orðið á samgöngum í morgun vegna krapprar lægðar sem gengur nú yfir landið. Öllu morgunflugi var aflýst frá Keflavíkurflugvelli og mest allt innanlandsflug hefur verið fellt niður. Strætó aflýsti ferðum um landsbyggðina vegna hvassviðris og slæmrar færðar. Ferðum með Herjólfi til Vestmannaeyja hefur einnig verið aflýst.
25.01.2022 - 09:25
Lægð yfir landið og gular viðvaranir á morgun
Kröpp lægð gengur upp að landi á morgun, þriðjudag, með suðasutan stormi og rigningu í nótt, og stormi eða roki í fyrramálið og fram eftir degi. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir morgundaginn á vestanverðu landinu og á Austfjörðum.
24.01.2022 - 15:28
Viðtal
Ísland framtíðarinnar: Meiri rigning
Úrkoma verður meiri hér á landi í framtíðinni og þá frekar í formi rigningar en snjókomu. Þetta eru niðurstöður ítarlegra rannsókna Landsvirkjunar á horfum í vatnabúskap eftir að jöklar hafa bráðnað. Veðrinu mun svipa til þess sem nú er í Skotlandi en líklega mun rigna meira en þar gerir. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að bráðnun jökla hafi áhrif á vatnabúskap og vatnsaflsvirkjanir. 
Órólegt vetrarveður um helgina
Í dag verður suðaustankaldi- eða strekkingur með snjókomu eða slyddu suðvestantil, en svo hlýnar með deginum, rólegri vindur og líklega rignir síðdegis. Norðlægar vindáttir í öðrum landshlutum og von á töluverðri snjókomu norðvestantil og snjókomu með köflum austantil í nótt.
14.01.2022 - 07:12