Færslur: veður

Hlýjast á Austurlandi í dag
Veðurstofan spáir suðlægri átt í dag og í kvöld og að víða verði 5 til 10 metrar á sekúndu og súld eða rigning á köflum. Úrkomulítið verður á norðaustanverðu landinu fram eftir degi, en þar má búast við síðdegisskúrum. Hiti verður 10 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi.
24.07.2021 - 07:38
Hitabylgja skollin á Spán
Hitabylgja er lögst yfir stóran hluta Spánar og er hitastigið með þeim hætti að heimamenn og jafnt sem ferðamenn þyrpast í ofboði eftir því sem hægt er í næsta skugga eða vatn til kælingar.
11.07.2021 - 10:41
Erlent · Spánn · Madrid · Sevilla · veður · hitabylgja
Sjónvarpsfrétt
Óvænt hitabylgja í Norður-Noregi
Veðrið hefur leikið við Norðmenn undanfarna daga. Þar hefur verið hitabylgja og hitinn hæst farið í þrjátíu og fjórar gráður. 
08.07.2021 - 21:50
Erlent · Noregur · veður · hitabylgja · Evrópa
Fyrsti sláttur við Eyjafjörð
Eftir einstaklega kaldan maí og hret í júní er nú hálfgerð hitabylga á norðurlandi. Bændur við Eyjafjörð eru nú byrjaðir á fyrsta slætti sumarsins
01.07.2021 - 10:35
Morgunútvarpið
Heyskapur nyrðra seinni af stað en í meðalári
Anna Margrét Jónsdóttir, bóndi á bænum Sölvabakka nærri Blönduósi segist ekki muna eftir jafn hvössu veðri og verið hefur undanfarið á þessum árstíma. Heyskapur er seinna á ferðinni en í meðalári og sláttur  varla byrjaður.
01.07.2021 - 08:35
34 hafa látist í hitabylgju í Vancouver
Talið er að þrjátíu og fjórir hafi látist í mikilli hitabylgju í borginni Vancouver og nágrenni í Kanada síðustu daga. Lögregluyfirvöld greindu frá þessu í kvöld. Hættulega hár hiti hefur verið í vestanverðu Kanada og Bandaríkjunum síðan um helgina.
29.06.2021 - 21:02
Hiti gæti náð allt að 26 stigum á landinu
Það kennir ýmissa grasa í veðurspá dagsins frá Veðurstofunni og spannar hún allt frá ylríku góðviðri til gulra viðvarana.
29.06.2021 - 07:35
Hiti gæti náð 25 gráðum
Veðurstofan gerir ráð fyrir blíðviðri um mest allt landið næstu daga en þó hvergi eins og norðaustantil þar sem hitinn gæti komist í 25 gráður.
28.06.2021 - 07:04
Innlent · Veður · Innlent · veður
Myndskeið
Skúta losnaði frá legufærum á Ísafirði
Skúta losnaði frá legufærum í miklu roki við Ísafjarðarhöfn og rak að steinagarði við ströndina. Skútan var mannlaus og vel gekk að losa hana og sigla henni aftur að höfninni. Engan sakaði.
25.06.2021 - 22:34
„Þetta er ekki dagur til að vera að ferðast“
Fólki ætti ekki að vera á ferðinni í norðvesturhluta landsins í dag, frá Breiðafirði að Norðurlandi eystra. Vonskuveður er við það að skella á. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vind lægi ekki fyrr en í fyrramálið. „Þetta er ekki dagur til að vera að ferðast. Þetta er bara vonskuveður. Þetta er ekki góður dagur til ferðalaga og alls ekki til að vera í fjallgöngum,“ segir hann. 
Hljóðmynd
Það er ekkert víst að það rigni í allt sumar
Þó svo að kalt og blautt sé á syðri helmingi landsins og hitinn nái hvergi á landinu tveggja stafa tölu er það ekki vísbending um að sumarið verði ómögulegt veðurfarslega séð. Síðustu vikur hefur hitinn verið þremur til fjórum gráðum undir meðaltali síðasta áratuginn.
18.06.2021 - 13:38
Víða bjart með köflum og þurrt í dag
Í dag verður bjart með köflum og þurrt.  Búist er við norðaustanátt 8 til 15 og lítilsháttar rigningu suðaustanlands. Norðaustantil má þó eiga von á skúrum eða slydduél í dag. Í nótt dregur úr vindi, norðlæg eða breytileg átt 3 til 8 og verður þá skýjað með dálitlum skúrum víðast hvar. 
16.06.2021 - 07:19
Innlent · Veður · veður
Sjónvarpsfrétt
Viðbúið að einhver afföll verði af lambfé í svona kulda
Bóndi í Mývatnssveit segir alltaf viðbúið að afföll verði af lambfé þegar kólnar jafn snögglega og í gær. Það versta virðist þó gengið yfir og ekki er óttast að hretið hafi haft mikil áhrif á fuglalíf.
14.06.2021 - 20:49
Viðtal
Kalt fram eftir viku
Seint verður sagt að sumarlegt sé um að lítast á landinu. Vetrarveður er víða um land og hefur nokkuð snjóað í byggð. 
13.06.2021 - 13:33
Innlent · Veður · veður · snjór · Veðurstofan
Skiptast á skin og skúrir næstu daga
„Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
09.06.2021 - 06:58
Hiti gæti náð 18 stigum á Norðausturlandi
Suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu 8-13 m/s, en þó eitthvað hægari vestantil. Víða má búast við skúrum en útlit er fyrir rigningu með köflum suðaustanlands.
06.06.2021 - 07:59
Léttir til fyrir hádegi í dag
Veðurspáin spáir suðlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s og lítilsháttar vætu. Svo léttir til fyrir hádegi. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig að deginum og hlýjast inn til landsins.
05.06.2021 - 07:56
Sjónvarpsfrétt
„Við þurfum að fá góða rigningu”
Maímánuðurinn þetta árið er einn af þeim þurrustu, segir yfirverkstjóri hjá umhverfissviði borgarinnar. Hann kallar eftir alvöru rigningu og segir kvöld og næturskúrir ekki gera mikið fyrir gróðurinn. Forstöðumaður Grasagarðsins segir þurrkana ekki hafa haft mikil áhrif enn sem komið er.
26.05.2021 - 19:30
Þurrkar og kuldi há sprettu verulega
Þurrt og kalt vor tefur sprettu á Suður- og Vesturlandi. Sauðfjárbóndi segir bændur þurfa að vera með nýbornar ærnar á fullri gjöf út maí. Grænmetisbændur eru tvístigandi. 
Miklu meiri eldsmatur en áður og hættan vaxandi
Slökkvilið á Suður- og Vesturlandi hafa síðustu daga farið í að minnsta kosti 35 útköll vegna gróðurelda, fleiri elda en ratað hafa á gróðureldalista Náttúrustofnunar Íslands frá árinu 2006. Loftslagssérfræðingur segir þurrkana undanfarið ekki óeðlilega, en að afleiðingarnar geti verið alvarlegri en áður. Bregðast þurfi við nýjum veruleika.
12.05.2021 - 12:39
Mistur rakið til meginlands Evrópu en loftgæði í lagi
Gráleitt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í dag og síðustu daga. „Þetta er eitthvað bland í poka,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur. „Þetta loft virðist bæði hafa komið frá Kanada og Miðvestur-Evrópu. Maður veit ekkert alveg af hverju. Nokkuð víða er sina brennd og afgangsgróður á vorin. Og svo á meðan við vorum með hæga suðvestanátt var þetta sennilega líka gasmengun frá gosinu,“ segir hann.
29.04.2021 - 21:40
Snjókoma verður við gosstöðvarnar um miðjan daginn
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða aðgengilegar almenningi frá hádegi í dag til klukkan níu í kvöld en rýming hefst tveimur tímum síðar og gert ráð fyrir að henni ljúki um miðnætti. Um miðjan dag snjóar á svæðinu en með kvöldinu er búist við að gas safnist upp við gosstöðvarnar.
Sambandslaust við vefmyndavélar RÚV á Fagradalsfjalli
Vefmyndavélar RÚV á Fagradalsfjalli duttu út í nótt. Samband rofnaði en ekki er vitað hvað getur verið að en talið er að veðrið við gosstöðvarnar hafi eitthvað með bilunina að gera.
Opna og loka síðar svo njóta megi gossins í myrkrinu
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að klukkan níu í kvöld hafi verið um 400 á bílastæðinu við Suðurstrandarveg. Enn er nokkur hópur fólks við gosstöðvarnar í Geldingadölum en í dag hafi verið jafnt streymi fólks þangað.
Hætta á hálku um sunnan- og vestanvert landið
Talsverðar líkur eru á hálku á vegum um sunnan- og vestanvert landið vegna þess hve mjög hefur kólnað í veðri. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er hiti nálægt frostmarki og fer lækkandi.
24.03.2021 - 20:28