Færslur: veður

Hvítá vatnsmikil eftir úrkomu og hita
Hvítá í Borgarfirði er vatnsmikil eftir mikla úrkomu og hita síðustu daga. Veðurstofa Íslands spáir áfram rigningu sunnan- og vestantil á morgun með tilheyrandi líkum á vatnavöxtum. 
30.08.2022 - 22:40
Hvasst og rignir syðra - sól og hiti nyrðra
Landsmenn suðvestan og vestanlands eiga von á allhvassri suðaustanátt í dag og talsverðri rigningu. Hvassir vindstrengir geta myndast við fjöll og er varasamt að vera á ferð með vagna og önnur ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
30.08.2022 - 06:55
Votviðri syðra - sólríkt nyrðra og allt að 20 stig
Ákveðin suðlæg átt verður á landinu í dag og á morgun. Skýjað og rignir öðru hverju sunnan og vestanlands en öðru máli gegnir fyrir norðan og austan þar sem gæti orðið allt að 20 stiga hiti.
29.08.2022 - 06:57
Sjónvarpsfrétt
Bíða af sér veður í Grindavík enda lokað á gosstöðvar
Lögregla stöðvaði í dag bíla ferðamanna sem hugðust ganga að eldgosinu á Reykjanesskaga enda var lokað vegna veðurs. Ferðamenn á svæðinu báru sig vel þrátt fyrir illviðri. Einn reyndi að hjóla til Grindavíkur en aðrir reistu tjöld þrátt fyrir mikinn vind. Lokað verður að gosstöðvunum til morguns.
Þetta helst
Þunglyndi og félagsfælni geta fylgt eldingaslysum
Að meðaltali deyja um sextíu manns á dag eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þó eru bara til heimildir um níu banaslys af völdum eldinga hér á Íslandi, en það á sér svo sem nokkuð eðlilegar skýringar. Félagsfælni, persónuleikabreytingar og jafnvel sjálfsvígshugsanir geta hrjáð þau sem hafa orðið fyrir eldingu og lifað það af. Við lítum til himins í Þetta helst í dag og skoðum þessi óútreiknanlegu náttúrufyrirbrigði sem eldingar eru.
10.08.2022 - 13:22
 · Innlent · Erlent · Náttúra · veður · eldingar · Rás 1 · Hlaðvarp
Árið 2022 það næst blautasta í heila öld
Árið 2022 er næst-votasta árið í Reykjavík í heila öld, eins og staðan er núna. Veðurfræðingur segir nokkuð vanta upp á að metið verði slegið, en það sé alls ekki útilokað.
09.08.2022 - 19:51
Bjart víða um land
Það verður bjart víða um land í dag nema vestanlands, þar sem þykknar upp um hádegisbil og má búast við dálítilli rigningu seinni partinn.
05.08.2022 - 07:00
Innlent · Veður · veður · Bjart · Sól · Rigning · Blautt
Gul viðvörun fyrir norðan — „Töluvert vosbúðarverður“
Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og - eystra vegna úrhellisrigninga. Ár gætu flætt yfir bakka sína auk þess sem varað er við grjóthruni og skriðum. Veðurfræðingur hvetur fólk til að bíða með tjaldútilegur á svæðinu.
03.08.2022 - 13:22
Vatnavextir og auknar líkur á grjóthruni
Öflugur úrkomubakki gengur inn á norðanvert landið og útlit er fyrir norðan 8 til 15 metra með talsverðri eða mikilli rigningu á Norður- og Austurlandi.
03.08.2022 - 07:02
Innlent · Veður · Innlent · veður · Vatnavextir · Grjóthrun · Úrkoma
Enginn ferðamaður reikni með að lenda í slyddu í júlí
Búist er við slyddu eða snjókomu á hálendinu norðan Vatnajökuls og til fjalla á Austurlandi í kvöld og fram á morgundaginn. Einnig er búist við hálku á fjallvegum. Landvörður í Drekagili segir engan erlendan ferðamann reikna með að lenda í slyddu í júlí.
29.07.2022 - 18:24
Óvíst hvort bráðabirgðabrú á Sólheimasandi haldi
Óvíst er hvort bráðabirgðabrúin við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn í nótt og á morgun.
26.07.2022 - 22:18
Full ástæða til að vara við vatnavöxtum
Búist er við mikilli úrkomu á sunnan- og suðaustanverðu landinu á morgun og gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna mikillar rigningar undir Eyjafjöllum, Mýrdalsjökli og Vatnajökli. Einnig er gul viðvörun á miðhálendinu vegna hvassviðris og hættu á sandfoki. Veðurfræðingur hjá Vegagerðinni segir úrkomuna mikla og uppsafnaða og því sé full ástæða að vara við vatnavöxtum.
26.07.2022 - 18:41
Myndskeið
Gróðureldar loga í Lundúnum
Mikið er um gróðurelda á stór-Lundúnarsvæðinu vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir England. Hitinn er kominn yfir 40 stig í fyrsta skipti. Yfir 250 slökkviliðsmenn berjast nú við gróðurelda á þremur stöðum í Lundúnum.
19.07.2022 - 15:28
Gróðureldar og hitasvækja á meginlandi Evrópu
Þúsundir manna í Portúgal, Frakklandi og á Spáni hafa orðið að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda. Erfitt hefur reynst að hemja útbreiðslu eldanna í hitabylgjunni sem gengur yfir hluta meginlands Evrópu. Hiti hefur sumsstaðar náð 45 gráðum.
16.07.2022 - 01:55
Rauð viðvörun vegna hitabylgju í Bretlandi
Breska veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun vegna hitabylgju í næstu viku. Talið er að hiti geti farið yfir 40 stig í fyrsta skipti og það geti verið lífshættulegt.
15.07.2022 - 10:59
Lægð upp að landinu með vaxandi suðaustan átt
Lægð gengur upp að landinu í dag með vaxandi suðaustan átt sunnan og vestanlands síðdegis og í kvöld og rigningu. Veðrið getur tafið þau sem ferðast gangandi um hálendið og best er að vera komin snemma í skjól í kvöld
15.07.2022 - 07:35
Innlent · Veður · veður · Lægð · Sumar
Milt veður í dag en lægð nálgast landið
Suðlægar áttir með rigningu eða súld og mildu veðri í dag. Það verður bjartara á Norður- og Austurlandi þó búast megi við skúraleiðingum þar eftir hádegi.
10.07.2022 - 08:00
Innlent · Veður · veður · Milt veður · Lægð · Sumar
Milt og vætusamt veður en bjart norðaustantil
Það eru suðaustlægar áttir ríkjandi á landinu með mildu og vætusömu veðri, en þó bjartara yfir Norðaustur- og Austurlandi.
09.07.2022 - 08:10
Innlent · veður · Sumar
Allt að 17 stiga hiti í dag
Ekki er að sjá viðlíka kulda í spánum og var um nýliðna helgi, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Norðlæg eða breytileg átt verður í dag og á morgun.
28.06.2022 - 07:03
Innlent · Veður · veður · Sumar
Norðaustan kaldi og vætusamt í dag
Í dag verður norðaustan kaldi og fremur svalt. Það verður rigning með köflum um norðan- og austanvert landið en skúraveður suðvestanlands, einkum síðdegis.
27.06.2022 - 07:08
Innlent · Veður · veður
Bjart víða en svalt
Í dag verður norðlæg átt á landinu, yfirleitt 5 til 13 metrar.
24.06.2022 - 07:04
Innlent · Veður · veður · Norðanátt · Sumar
Norðlæg átt ríkjandi á landinu næstu daga
Í dag verður norðlæg átt ríkjandi á landinu í dag, yfirleitt á bilinu 5 til 10 metrar á sekúndu víða.
23.06.2022 - 07:10
Áfram kalt og blautt á landinu
Það verður áfram kalt og blautt á landinu í dag og næstu daga. Í dag verður vestlæg átt og skúrir verða á sunnanverðu landinu, 8 til 15 metrar á sekúndu. 
22.06.2022 - 06:52
Veður · veður · Kalt · Blautt
Hlýjast sunnanlands í dag
Það verður hæg breytileg vindátt í dag, yfirleitt 3-8 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-10 metrar norðvestantil á landinu. Áfram verður dálítil rigning eða súld á Norðaustur- og Austurlandi en þar birtir þó þegar líður á daginn.
23.05.2022 - 07:05
Tjaldgestir á Akureyri fengu heldur kuldalegar móttökur
Gestir á tjaldstæðinu að Hömrum á Akureyri fengu heldur óblíðar móttökur frá móðir náttúru í morgun þar sem snjóað hafði nokkuð hressilega í nótt. Framkvæmdarstjóri á tjaldstæðinu segir að stöku sinnum þurfi að aðstoða illa búið fólk en gestir næturinnar hafi staðið af sér veðrið.
03.05.2022 - 14:56