Færslur: veður

Él á Norðausturlandi og leifar af Epsilon nálgast
Í dag er spáð  austan 3-10, hvassast vestanlands, en 10-15 við suðurströndina og á Vestfjörðum seinni partinn. Skýjað með köflum og þurrt að kalla, en lítilsháttar él eða slydduél norðaustantil. Austlæg átt á morgun, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 0 til 6 stig, en frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi í kvöld og á morgun. 
26.10.2020 - 06:22
Rigning eða slydda í veðurkortunum
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir norð-austlægri átt um landið í dag og átta til tíu vindstigum, hvassast verður á Vestfjörðum. Hægari vindur verður austan til á landinu.
25.10.2020 - 07:25
Gul veðurviðvörun á sunnanverðu landinu
Gular viðvarnir eru í gildi vegna hvassviðris um sunnanvert landið í dag, laugardag. Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassri norð-austanátt í dag með vindhraða frá 13 til 18 metrum á sekúndu, en að slegið geti í allt að 18 til 25 staðbundið sunnan- og suðaustanlands.
24.10.2020 - 07:32
Úrkomusamt fram á sunnudag en hlýtt miðað við árstíma
Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag gangi í suðaustan kalda með smávægilegri rigningu eða slyddu á sunnan- og vestanverðu landinu. Búist er við að mun hægara og bjartviðri verði norðaustan til.
21.10.2020 - 06:44
Uppbyggingu ofanflóðavarna ljúki fyrir 2030
Gert er ráð fyrir 2,7 milljörðum króna árlega til varna gegn náttúruvá samkvæmt fjármálaáætlun 2021 til 2025. Það er aukning um 1,6 milljarða árlega frá því sem nú er.
Dregur smám saman úr úrkomu og birtir til
Í nótt hefur verið allhvöss suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands en mun hægari vindur og þurrt að kalla í öðrum landshlutum.
11.10.2020 - 07:41
Hlýnandi veður og rigning í kortunum
Gert er ráð fyrir hægri breytilegri átt á landinu í dag og léttskýjuðu veðri, þó verður norð-vestan strekkingur og skýjað með austurströndinni fram undir hádegi.
10.10.2020 - 08:13
Talsverðri rigningu spáð SA-lands
Á morgun er spáð austlægri eða breytilegri átt 5-13 m/s, en 10-18 seinnipartinn norðvestan til og einnig austan til annað kvöld. Rigning með köflum, en talsverð rigning um suðaustanvert landið síðdegis og úrkomulítið á Norðausturlandi.
28.09.2020 - 22:43
Haustar að: Hvassviðri, kuldi, snjókoma og slydduél
Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri með tilheyrandi vætu og hvassviðri að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
20.09.2020 - 07:16
Slydda og jafnvel snjókoma í veðurkortunum
Í dag segir Veðurstofa Íslands vera útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt verði í veðri á austanverðu landinu.
19.09.2020 - 07:10
Ofviðri veldur usla á Grikklandi
Að minnsta kosti tveimur flugvélum sem átti að lenda á grísku eynni Kefalóníu í Jónahafi var gert að lenda í Aþenu í staðinn.
18.09.2020 - 06:11
Erlent · Evrópa · Grikkland · veður · Óveður
Haishen skellur á Kóreuskaga
Íbúar Suður-Kóreu búa sig nú undir komu fellibylsins Haishen. Ofviðrið ógurlega gekk í dag yfir suðurhluta Japans að því er virðist án þess að valda meiriháttar skemmdum eða manntjóni.
07.09.2020 - 01:12
Gul veðurviðvörun í nótt
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Austfjörðum, Austurlandi og Suðausturlandi í nótt. Á Austurlandi að Glettingi tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir í sólarhring. Þar er spað vestan- og norðvestan 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum við fjöll sem verða allt að 30 metrar á sekúndu.
06.09.2020 - 15:59
Ofsaveður í aðsigi í Japan og Suður-Kóreu
Geysiöflugur fellibylur nálgast nú suðurhluta Japans. Búist er við gríðarlegu ofviðri og óskaplegri rigningu þegar í dag. Orkan verði svo ofboðsleg að rafmagnsstaurar geti hrokkið í sundur og farartæki fokið um koll.
06.09.2020 - 04:10
Hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi í nótt
Það gengur í hvassa suðaustanátt með hviðóttum vindi á norðanverðu Snæfellsnesi í nótt og fyrramálið, sem getur verið varasamt ökutækjum sem verða óstöðug í vindi, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.
05.09.2020 - 21:52
Viðtal
Óttast ekki að væst hafi um kindurnar
Gangnamenn í Austur-Húnavatnssýslu þurftu frá að hverfa í gær sökum þoku. Jón Gíslason, bóndi á Hofi, gisti í Álkuskála á Haukagilsheiði í nótt ásamt fleiri göngumönnum og þar hófst smölun á ný í morgun. Þar er skyggni orið þokkalegt en þó er snjór yfir öllu og lágskýjað. Þegar rætt var við Jón í hádegisfréttum voru gangnamenn að byrja að mynda línu.
04.09.2020 - 13:43
50 sentimetrar af blautum og þungum snjó
Það var rólegt hjá björgunarsveitum og lögreglu í nótt þrátt fyrir appelsínugula veðurviðvörun. Um 50 sentimetra lag af snjó var á Biskupshálsi í morgun og krapi á öðrum fjallvegum norðaustanlands.
04.09.2020 - 12:21
Vetrarástand á vegum og norðan hríð
Víða á norðanverðu hálendinu hefur snjóað talsvert, þar er skafrenningur og vetrarástand. Gular veðurviðvaranir eru í gangi framm á kvöld. Ferðalangar ættu að huga vel að veðurspá og færð.
04.09.2020 - 09:33
„Þetta er ekta stórillviðri“ 
„Þetta er náttúrulega búið að vera alveg svakalegt vatnsveður í gær og nótt. Maður man varla eftir að hafa séð svona vöxt í ám og lækjum á svona stuttum tíma,“ segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, í samtali við fréttastofu.
04.09.2020 - 08:01
Nokkuð snjóaði á norðaustanverðu landinu í nótt
Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu hefur snjóað nokkuð í nótt á norðaustanverðu landinu, til að mynda á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði.
04.09.2020 - 05:38
Skipverja af týndu skipi bjargað á Austur-Kínahafi
Japanska strandgæslan bjargaði einum skipverja af flutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem saknað er á Suður-Kínahafi. Manninum var bjargað úr úfnu hafinu meðan á leit að skipinu stóð.
03.09.2020 - 03:03
Bændur óttast um fé á fjalli ef spáin rætist
Sauðfjárbændur á norðanverðu landinu, sem eiga fé á hálendi, ætla að flýta göngum og þeir sem þegar eru komnir á fjall reyna að ná fé sínu niður sem fyrst. Á morgun spáir vonskuveðri á stærstum hluta landsins.
02.09.2020 - 13:19
Átta látin af völdum hitabeltisstorms á Hispaníólu
Fellibyljir tveir fara nú hraðbyri yfir Mexíkó-flóa. Í dag varð Lára, þá með styrk hitabeltisstorms, samtals átta að bana á Haítí og Dómíníska lýðveldinu. Bandarískir fjölmiðlar segja þetta í fyrsta sinn frá því mælingar hófust, eða um 150 ára skeið sem tveir fellibyljir geisa samtímis á þessum slóðum.
23.08.2020 - 22:42
Norðlægar, svalari áttir sækja að landinu
Eftir nokkra hlýja og góða daga, einkum fyrir norðan og austan, eru blikur á lofti þegar norðlægar og mun svalari áttir sækja að landinu. Þegar kemur fram í miðja viku fer hitinn lítið yfir 10 stig á meðan veðrið á suðvesturhorninu verður allnokkuð betra og þar ætti hitinn að vera nokkuð víða 15 til 18 stig yfir daginn.
18.08.2020 - 06:49
Hitamet í Dauðadalnum í Kalíforníu
Aldrei hefur mælst hærri lofthiti á jörðinni en þær 54,4 gráður sem hitamælar þjóðgarðsins í Dauðadal í Kalíforníu greindu í gær, sunnudag. Mjög hátt hitastig í langan tíma getur valdið hættu fyrir mannfólk og umhverfi.
17.08.2020 - 15:55