Færslur: veður

Sambandslaust við vefmyndavélar RÚV á Fagradalsfjalli
Vefmyndavélar RÚV á Fagradalsfjalli duttu út í nótt. Samband rofnaði en ekki er vitað hvað getur verið að en talið er að veðrið við gosstöðvarnar hafi eitthvað með bilunina að gera.
Opna og loka síðar svo njóta megi gossins í myrkrinu
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að klukkan níu í kvöld hafi verið um 400 á bílastæðinu við Suðurstrandarveg. Enn er nokkur hópur fólks við gosstöðvarnar í Geldingadölum en í dag hafi verið jafnt streymi fólks þangað.
Hætta á hálku um sunnan- og vestanvert landið
Talsverðar líkur eru á hálku á vegum um sunnan- og vestanvert landið vegna þess hve mjög hefur kólnað í veðri. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er hiti nálægt frostmarki og fer lækkandi.
24.03.2021 - 20:28
Mildar og votar sunnanáttir á landinu
Veðurstofa Íslands spáir skúrum Sunnan- og Vestanlands, 8 til 15 metrum á sekúndu, hvassast verður við ströndina. Á Norður- og Austurlandi rofar til. Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu að sinni og beinir mildum og votum sunnanáttum að landinu. 
16.03.2021 - 06:46
Hægur vindur á landinu í dag en víða stöku él
Veðurstofan spáir fremur hægum vindi á landinu í dag en víða má búast við stöku éljum. Norðaustanlands verður heldur meiri ofankoma fram undan hádegi.
14.03.2021 - 07:45
Myndskeið
Skólahald fellt niður á Hólmavík og ófært innanbæjar
Ófært er innanbæjar á Hólmavík og skólahald var slegið af í morgun. Vegum var lokað víða um land í gær á Vesturlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Því hefur nú slotað syðst en er enn töluvert slæmt á norðvestanverðu landinu.
11.03.2021 - 10:19
Holtavörðuheiði lokað vegna veðurs
Storm- og hríðarviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt norðan- og vestanvert landið frá Faxaflóa til Norðurlands vestra. Færð hefur þegar spillst á mörgum fjallvegum norðan- og vestanlands. Búið er að loka veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Holtavörðuheiði og Fljótsheiði.
10.03.2021 - 13:53
Snarpir vindstrengir við fjöll á morgun
Útlit er fyrir hægt vaxandi norðaustanátt og strekkingsvind nokkuð víða seinni partinn, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Með fylgir úrkomusvæði og má búast við rigningu eða snjókomu á austurhelmingi landsins, en þurrt að kalla vestanlands. Hiti verður víða nálægt frostmarki, en að 5 stigum sunnanlands.
09.03.2021 - 07:18
Áfram nokkuð hlýtt miðað við árstíma
Eftir hægviðri helgarinnar heilsar ný vika með suðaustanátt og rigningu, víða 8 til 15 metrar á sekúndu. Talsverð rigning fram eftir degi á Suðausturlandi en lengst af úrkomulítið norðaustanlands, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
08.03.2021 - 07:16
Bjartviðri austanlands í dag
Veðrið verður með rólegra móti út vikuna, að því segir í veðurpistli Veðurstofu Íslands nú í morgunsárið. 1.038 millibara lægð er milli Íslands og Færeyja og stjórnar hún veðrinu. Spáð er sunnan golu eða kalda og dálítilli vætu norðvestan- og vestanlands en bjartviðri um landið austanvert. Hiti verður víða 2 til 7 stig.
04.03.2021 - 06:49
Snjókoma og rigning fyrir norðan og austan
Í dag er spáð norðaustan 5-13 m/s, dálítil snjókoma eða rigning verður á Norður- og Austurlandi, skúrir suðaustantil en bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan. Frystir allvíða í kvöld.
24.02.2021 - 06:51
Ástand vega á höfuðborgarsvæðinu gott miðað við árstíma
Ástand þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu virðist nokkuð gott miðað við árstíma. Miklu minna er nú um holur og skemmdir vegna samspils frosta og þíðu enda hefur veðurfar ekki verið með þeim hætti.
22.02.2021 - 09:14
Rigning og snjókoma með köflum í dag
Veðurstofan spáir breytilegri átt 3-10 m/s í dag með rigningu og slyddu eða snjókomu með köflum. Dregur úr úrkomu síðdegis og styttir upp á norðaustanverðu landinu.
17.02.2021 - 06:52
Skúraleiðingar á Austfjörðum í dag eftir úrhellisregn
Mikið hefur rignt á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 millímetrar síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli.
15.02.2021 - 06:43
Fjarðarheiði lokuð og hreindýrahjarðir víða við vegi
Fjarðarheiði er lokuð og ófært á Vatnsskarði eystra. Þar er beðið með mokstur vegna veðurs. Hreindýrahjarðir eru víða við vegi og hafa meðal annars sést í Jökuldal, Fagradal, Reyðarfirði og í Álftafirði. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar og vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.
14.02.2021 - 16:51
Innlent · veður · færð · Hreindýr
Útlit fyrir rigningu í dag og um helgina
Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert.
12.02.2021 - 06:51
Alhvít jörð á höfuðborgarsvæðinu fyrsta sinni frá jólum
Alhvít jörð er á höfuðborgarsvæðinu eftir talsverða snjókomu í nótt. Það er nýlunda fyrir íbúa því slík sjón hefur ekki sést síðan annan í jólum að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.02.2021 - 06:52
Bjartviðri á vestanverðu landinu
Útlit er fyrir austan 5 til 10 metra á sekúndu en 8 til 15 metra sunnanlands, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Bjart verður á vestanverðu landinu en í öðrum landshlutum gætu él látið á sér kræla og mest verður af þeim á Suðausturlandi og Austfjörðum.
07.02.2021 - 07:48
Stinningskaldi og stöku él við suðurströndina
Veðurstofan spáir austan og suðaustan golu eða kala og björtu með köflum í dag. Gert er ráð fyrir stinningskalda og stöku éljum við suðurströndina. Hiti verður um eða yfir frostmarki syðst en fer niður í 10 til 15 stiga frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi.
02.02.2021 - 06:58
Allt að 15 stiga frost í innsveitum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri breytilegri átt og bjartviðri yfirleitt til miðnættis í dag. Gert er ráð fyrir austan- og suðaustan kalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu syðst. Frost verður á bilinu tvö til fimmtán stig en í kringum frostmark syðst.
Áfram kalt fyrir norðan — frost víða 20 til 25 gráður
Veðurfræðingur segir hægviðri og heiðríkju valda miklum kulda sem nú gengur yfir norðanvert landið. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi kulda en frost mældist víða á bilinu 20-25 gráður í nótt.
29.01.2021 - 15:48
Innlent · Norðurland · Frost · Kuldi · veður · Mývatn · Akureyri
Éljagangur nyrðra en bjartviðri með köflum syðra
Veðurstofan spáir víða allhvassri eða hvassri austan- og norðaustanátt en mun hægari austan til. Búast má við dálitlum éljum á norðanverðu landinu, en bjartviðri með köflum syðra.
26.01.2021 - 06:28
Myndir
Allt á kafi á Akureyri — „Allir eru að gera sitt besta“
Töluvert hefur snjóað á Akureyri síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Rúmlega 30 moksturstæki sem hafa verið á ferð um bæinn í dag hafa vart undan við að ryðja helstu götur og göngustíga.
25.01.2021 - 14:09
Innlent · Norðurland · Akureyri · snjór · veður · Óveður
Éljagangur Norðan og Austan en bjart á Suðausturlandi
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan- og norðaustankalda og allhvössum vindi í dag, víða 8 til15 metrar á sekúndu. Áfram verður éljagangur á Norður- og Austurlandi, og eru því enn líkur á samgöngutruflunum á þeim slóðum.
25.01.2021 - 06:44
Myndskeið
„Menn brenndir eftir síðasta ár“
Vonskuveður hefur verið á norðan- og vestanverðu landinu síðustu sólarhringa og fjallvegir flestir ófærir. Rýming vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Siglufirði og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Björgunarsveitir þurftu í gærkvöld að aðstoða á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð lokuðu Öxnadalsheiði.
23.01.2021 - 20:17