Færslur: veður

Hlýjast norðanlands í dag
Allhvöss suðaustanátt og rigning verða sunnan- og vestanlands fyrri part dags í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Í kringum hádegi snýst í hægari sunnanátt og bætir í úrkomuna á þeim slóðum. Norðaustan til á landinu byrjar dagurinn með hægu og björtu veðri, en síðdegis gengur í suðaustan 8 til 15 metra á sekúndu með dálítilli vætu.
24.05.2020 - 07:42
Gul veðurviðvörun á Suðausturlandi
Norðlæg átt verður á landinu í dag, víða 5 til 10 metrar á sekúndu en hvassara suðaustan til framan af degi, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Áfram verður bjart og hlýtt veður sunnan- og vestanlands, en hitinn þar verður á bilinu 11 til 17 stig yfir daginn.
23.05.2020 - 07:54
Blíðviðri víðast hvar í dag
Blíðviðrið sem glatt hefur fólk síðustu daga heldur áfram víðast hvar á landinu í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Spáð er hægri, austlægri eða breytilegri átt og að léttskýjað verði í flestum landshlutum. Skýjað með köflum framan af degi og stöku skúrir austantil.
18.05.2020 - 06:54
Hitanum misskipt milli landshluta
Í dag verður norðan stinningsgola eða kaldi víðast hvar, en þó eitthvað meiri vindur framan af degi norðaustantil. Það verður léttskýjað í flestum landshlutum, en þykknar upp með dálitlum skúrum eða slydduéljum á Norður- og Austurlandi. Hitanum er misskipt milli landshluta í dag, 1 til 5 stig norðaustantil, en allt að 11 stig suðvestanlands. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.
16.05.2020 - 08:24
Mildasta veðrið á Suðvesturlandi
Búist er við norðlægri átt í dag, golu eða kalda. Það verður léttskýjað á vestanverðu landinu, en sums staðar dálítil él austantil, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður um frostmark norðaustanlands í dag. Annars staðar verður hann á bilinu 1 til 8 stig. Mildast á Suðvesturlandi.
09.05.2020 - 07:24
Bjart á Suður- og Vesturlandi en él fyrir norðan
Það verður heldur vetrarlegt um að litast á norðaustanverðu landinu í dag, en þar verður éljagangur fram eftir degi, og hitinn nálægt frostmarki. Það verður hins vegar bjart og fallegt veður á suðvestur- og vesturlandi, og hiti á bilinu 4 til 9 stig yfir hádaginn. Víða verður norðan og norðaustan 5-13 m/s.
08.05.2020 - 06:48
Hvassir vindstrengir og þungbúið vestantil
Veðurstofan segir vestan- og suðvestanátt minnkandi, en það verður víða strekkingur og sumsstaðar hvassir vindstrengir við fjöll fram yfir hádegi, einkum norðan- og suðaustanlands.
05.05.2020 - 07:03
Allt að 12 stiga hiti suðaustanlands
Veðurstofa Íslands spáir hægri breytilegri átt og bjartviðri en sunnan 5 til 13 metrum á sekúndu og smá skúrum vestanlands í dag. Hvassast verður á Snæfellsnesi. Hiti verður 5 til 12 stig, hlýjast suðaustanlands.
22.04.2020 - 07:12
Gott veðurútlit - hægar suðlægar áttir framundan
Nú er milt veður í kortunum og vorið virðist komið fyrir alvöru. Það er útlit fyrir hægar suðlægar áttir næstu vikur og tveggja stafa tölur - sérstaklega þó fyrir norðan og austan.
21.04.2020 - 14:45
Strekkingsvindur á köflum í dag og á morgun
Veðurstofa Íslands spáir suðaustanátt sunnan og vestan til í dag og á morgun og strekkingsvindi á köflum. Annars verður hægari suðlæg átt. Fremur vætusamt en þurrt verður á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu í dag og víða 8 til 13 stiga hiti á morgun.
19.04.2020 - 07:42
Vætusamt sunnan- og vestanlands
Veðurstofa Íslands spáir suðlægri átt og fremur vætusömu veðri um landið sunnan- og vestanvert í dag en að lengst af verði bjart og hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi. Í kvöld og nótt kólnar og eru líkur á að úrkoma norðvestan til á landinu geti farið yfir í slyddu á láglendi og snjókomu til fjalla.
18.04.2020 - 08:01
Hitinn verður jafnvel 15 stig á Austurlandi
Spáð er 8 til 15 metrum á sekúndu og súld á köflum, en hægari vindi og bjartviðri austanlands í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Hiti er þegar kominn yfir 11 stig á Siglufirði og síðar í dag verður hitinn víðar yfir 10 stig, jafnvel 15 stig á Austurlandi.
17.04.2020 - 06:31
Hvasst á norðanverðu landinu fram eftir degi
Spáð er suðvestanátt á landinu til miðnættis annað kvöld, víða 13 til 23 metrar á sekúndu, hvassast norðan heiða. Í athugasemdum veðurfræðings á vedur.is segir að spáð sé suðvestan hvassviðri eða stormi á norðanverðu landinu fram eftir degi. Akstursskilyrði geta orðið varasöm í vindstrengjum við fjöll.
14.04.2020 - 06:20
Rólegheitaveður, úrkomulítið og svalt
Það verður rólegheitaveður, úrkomulítið en svalt fram á föstudaginn langa, en hvessir þá úr austri með rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu og hlýnar heldur. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.
08.04.2020 - 06:35
Tíðarfarið erfitt fyrir margar tegundir farfugla
Hætt er við að óveðrið um helgina hafi reynst erfitt fyrir marga af þeim farfuglum sem komnir eru til landsins. Viðkvæmir spörfuglar geta drepist úr kulda og varp dregist á langinn.
06.04.2020 - 15:20
Myndband
Vetrarríki á Vestfjörðum
Veturinn hefur verið snjóþungur á Vestfjörðum og ekkert lát virðist vera þar á. Róbert Hlífar Ingólfsson tók þessar myndir af föður sínum, Ingólfi Benediktssyni, þar sem hann var við störf að ryðja snjó í Árneshreppi, af veginum á milli Djúpavíkur og Gjögurs, í gær.
26.03.2020 - 23:50
Hellisheiði hefur verið opnuð
Vetrarfærð er í flestum landshlutum. Hellisheiði var lokað fyrr í dag. Umferð var beint um Þrengsli, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Óvissustig er þó á Þrengslavegi frá 13:00 til 17:00 og gæti þurft að loka honum án fyrirvara. Óvissustig er á Mosfellsheiði á milli klukkan 13 og 17 og gæti veginum mögulega verið lokað fyrirvaralaust.
22.03.2020 - 14:19
Kólnandi veður í dag
Veðurstofa Íslands spáir suðvestanátt og kólnandi veðri, víða strekkingsvindi og éljagangi þegar líður fram á daginn en að það létti til austanlands í kvöld. Djúp lægð úr suðvestri nálgast á morgun og það gengur í sunnan og suðaustan hvassviðri eða storm.
21.03.2020 - 10:57
Vetrarfærð í flestum landshlutum
Gular viðvaranir eru í gildi um landið allt í dag. Það er sunnan hvassviðri eða stormur, talsverð úrkoma sunnan- og vestan til og líkur á að færð spillist, sér í lagi á fjallvegum. Allt innanlandsflug til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið fellt niður í dag.
20.03.2020 - 13:53
Él eða snjókoma í flestum landshlutum
Norðaustan 8-15 og snjókoma um landið norðan og austanvert en él í flestum landshlutum um hádegi, og samfelld snjókoma um tíma á Suður og Suðausturlandi. Frost 0 til 6 stig. Veðurfræðingur Veðurstofunnar býst við að hann lægi í kvöld og stytti upp og herði á frosti.
18.03.2020 - 06:15
Þungfært á Holtavörðuheiði og slæmt ferðaveður
Vetrarfærð er um mest allt land og mikið um ófærð á Vestfjörðum. Búið er að opna Svínvetningabraut svo það er fært milli Reykjavíkur og Akureyrar. Holtavörðuheiðin er þungfær og slæmt ferðaveður.
17.03.2020 - 14:05
Óvissustigi aflýst á Hellisheiði og í Þrengslum
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og þungfært eða þæfingsfærð er á nokkrum leiðum í uppsveitum Suðurlands, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Fyrr í dag var útlit fyrir að það þyrfti að loka Hellisheiði og Þrengslum í kvöld en óvissustigi þar var aflétt um klukkan 21:00.
12.03.2020 - 22:07
Snjókoma í kvöld og færð gæti spillst
Talsverð snjókoma verður suðvestantil á landinu í kvöld, en einnig í öðrum landshlutum í nótt og fyrramálið. Færð gæti spillst með skömmum fyrirvara, einkum á fjallvegum. Mokstur á vegum gengur vel og aðalvegir opnir.
12.03.2020 - 11:58
Mokstri hætt þar til veðrið lagast
Vetur konungur minnir á sig enn á ný. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum um land allt frá því í gærkvöldi. Öxnadalsheiði er lokuð og mokstri á Norður- og norðaustanverðu landinu hefur verið hætt þar til veðrið lagast.
11.03.2020 - 12:22
Snjómoksturspeningar ársins í Dalvíkurbyggð að klárast
Þeir fjármunir sem áætlaðir voru til snjómoksturs í Dalvíkurbyggð árið 2020 eru að verða búnir. Kostnaður við mokstur í desember var nærri helmingur af öllum snjómoksturskostnaði sveitarfélagsins árið 2019.
06.03.2020 - 17:16