Færslur: veður

Kaldi eða stinningskaldi og él nyrðra, bjartviðri syðra
Veðurstofan gerir ráð fyrir stinningskalda eða allhvössum vindi í dag, 10 til 18 metrum og sekúndu og sumstaðar hvassara i vindstrengjum við fjöll. Norðan- og austanlands má búast við snjókomu eða éljum en bjart verður með köflum sunnan heiða og frost allt að sjö stigum.
20.01.2021 - 06:24
Einn snjóléttasti vetur í manna minnum
Veturinn hingað til hefur verið mjög snjóléttur hér á landi, og snjókoma í desember var langt undir meðaltali bæði í Reykjavík og á Akureyri. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir að fyrri hluti vetrar sé sennilega með þeim allra snjóléttustu í manna minnum.
18.01.2021 - 11:43
Lúmsk glerhálka á höfuðborgarsvæðinu
Fljúgandi hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið og rétt er að vara ökumenn við því. Glæran sést ekki vel á götum og hálkan því lúmsk. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er greiðfært á Reykjanesbraut, en vetrarfærð í flestum landshlutum, hálka, hálkublettir og snjóþekja.
17.01.2021 - 08:10
Rýming fyrirskipuð á Seyðisfirði í varúðarskyni
Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að rýma nokkur svæði á Seyðisfirði í öryggisskyni vegna úrkomuspár. Búist er við talsverðri úrkomu sem skellur á skömmu eftir sjö í kvöld.
Myndskeið
Stormur á Austurlandi: „Hann fór í 53 metra í morgun“
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa sinnt yfir sextíu útköllum í vonskuveðri sem gengið hefur yfir landshlutann í dag. Hluta Neskaupstaðar var lokað vegna hættu sem stafaði af fljúgandi þakplötum.
09.01.2021 - 19:35
Suðvestanvindur og skúrir eða él
Suðvestan 10-18 metrar á sekúndu eru á landinu í dag og skúrir eða él. Hvassast norðvestan-lands, en bjart með köflum eystra. Fer að rigna syðst í nótt. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast austast. Þetta kemur fram í veðurspá Veðurstofu Íslands. Vestlæg átt er á morgun, 3-10 metrar á sekúndu og dálítil él á morgun, en þurrt að mestu eystra. Hiti nærri frostmarki.
04.01.2021 - 06:19
Varað við stormi á Norðausturlandi
Ákveðin sunnanátt er ríkjandi með rigningu eða súld og hlýindum í morgunsárið, en þurrt að mestu fyrir norðan og austan. Síðdegis bætir í vind og vætu.
03.01.2021 - 07:15
Hlýnandi veður en víða flughált á vegum
Í dag blæs ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld víða um land, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að veður helst lengst af þurrt fyrir norðan og austan og að smám saman hlýni í veðri.
Mikið svifryk í lofti eftir nóttina
Árið 2021 hófst með hægviðri en því fylgdi þó nokkur mengun á höfuðborgarsvæðinu.
01.01.2021 - 07:26
Nýtt ár heilsar með bjartviðri og hægri breytilegri átt
Í dag, gamlársdag er spáð hægviðri víðast hvar á landinu og björtu með köflum en þó stöku él framan af degi vestanlands. Í kvöld verður þó orðið bjart og nýja árið mun hefjast á hægri breytilegri átt og bjartviðri að sögn veðurfræðings á Veðurtofu Íslands.
31.12.2020 - 06:42
Veðri slotar með kvöldinu en innanlandsflugi aflýst
Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ voru kallaðar út í morgun þegar mikið hvassviðri gekk yfir suðvesturhluta landsins. Vindhraði náði allt að fjörutíu og þremur metrum á sekúndu í verstu hviðum. Þakklæðningar losnuðu og lausamunir tókust á loft. Þá var öllu innanlandsflugi Air Iceland Connect aflýst í dag en Norlandair flaug milli Bíldudals og Reykjavíkur.
27.12.2020 - 13:02
Áfall að sjá húsið umflotið á eftirlitsmyndavélinni
Hvítá í Borgarfirði flæddi hressilega yfir bakka sína í dag og yfir Hvítárvallaveg á stórum kafla. Ólafur Gunnarsson, eigandi gistiheimilisins Hvítár til sjö ára, hefur aldrei séð annað eins. 
25.12.2020 - 18:33
 · Flóð · Hvítá · Borgarfjörður · Borgarbyggð · Innlent · veður
Sérfræðingar Veðurstofunnar vanmátu hættuna
Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar vanmátu aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði. Skriðan sem féll þar er sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi og var annars eðlis en skriðurnar sem féllu fyrr í síðustu viku. Sérfræðingar Veðurstofunnar vilja fjölga mælum í hlíðinni ofan bæjarins. Þá telja þeir brýnt að meta hættu á því að skriður af sömu stærðargráðu falli á svæðinu.  
22.12.2020 - 16:28
Allmikil úrkoma um tíma á Norðaustur- og Austurlandi
Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag og fram eftir mánudagsmorgni verði leiðindaveður á norðvestanverðu landinu með hvassviðri og sums staðar stormi.
20.12.2020 - 07:26
Vetrarveður norðvestantil en þurrt sunnan heiða
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að loks sé tekið að sjá fyrir endann á úrhellisrigningunni á austanverðu landinu, þótt áfram verði hætta á skriðuföllum eitthvað áfram.
19.12.2020 - 07:26
Tækjahús Mílu á Seyðisfirði keyrt á vararafmagni
Ekki hefur orðið tjón á fjarskiptastöðvum Mílu á Seyðisfirði enn sem komið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu núna rétt fyrir miðnætti en aurskriður hafa valdið töluverðu tjóni á mannvirkjum og innviðum í bænum.
18.12.2020 - 23:26
Íbúum líklega ekki leyft að huga að húsum sínum
Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og óvissustig er á Austurlandi af sömu ástæðu. Lítil skriða féll á Seyðisfirði í gærkvöldi, milli tveggja húsa sem höfðu verið rýmd. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að líklega verði íbúum ekki leyft að huga að húsum sínum í dag. Það rignir enn og útlit fyrir að það bæti í úrkomuna með morgninum.  
17.12.2020 - 09:11
Upp undir 20 gráðu frost norðaustan til í nótt
Hæg suðlæg eða breytileg átt er ríkjandi og þurrviðri nú í morgunsárið, en fimm til 0 metrar á sekúndu og dálítil snjókoma við vesturströndina. Frost allt að 7 stigum, en sums staðar talsvert kaldara norðaustantil á landinu.
06.12.2020 - 07:17
Bjart framan af en snýst síðar í slyddu eða snjókomu
Veðurstofan spáir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt og bjartviðri með köflum á landinu í dag. Seinnipartinn snýst þó í suðaustan kalda með dálítilli snjókomu suðvestantil. Nokkuð kalt verður kalt í veðri, en búist er við að frost verði yfirleitt á bilinu 3 til 16 stig, kaldast verður í innsveitum norðanlands.
05.12.2020 - 07:16
Búast má við fimbulkulda síðar í vikunni
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að í vikunni stefni í mesta kulda á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2013. Veðurstofan spáir sex til sjö stiga frosti og vindi allt að tíu metrum á sekúndu á fimmtudag og föstudag.
02.12.2020 - 01:41
Viðtal
Hvassviðri eða hríðarstormur fyrir norðan á morgun
Hvöss suðvestan átt snýst í norðan átt með snjókomu í nótt, segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Ekki fer að lægja að ráði fyrr en á fimmtudag. Fólk ætti að athuga með færð og veður áður en lagt er í ferðalög. Á morgun er spáð hvassviðri eða stormi á norðurhluta landsins.
01.12.2020 - 08:56
Innlent · Veður · veður
Vetrarfærð og sums staðar ófært
Vetrarfærð er á landinu og víða allhvasst. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að ófært er um Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp. Þæfingsfærð er um Klettsháls. Öxnadalsheiði hefur verið opnuð en þar er mikill skafrenningur og mjög blint. Snjóþekja og stórhríð er á Vatnsskarði en hálka, éljagangur, skafrenningur.
27.11.2020 - 09:49
Komast ekki til hafnar vegna veðurs
Tvö skip sem koma áttu til Þorlákshafnar í morgun hafa orðið að seinka komu sinni vegna illviðris. Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri Þorlákshafnar, segir að skipið Akranes hafi átt að koma klukkan átta í morgun en núna sé gert ráð fyrir að það komi ekki fyrr en um hádegi. Leiðindaveður er í Þorlákshöfn: „Suðvestan hraglandi og éljagangur,“ segir Hjörtur.
27.11.2020 - 09:07
Áfram hríðarveður með dimmum og hvössum éljum
Flestar veðurviðvaranir frá því í gær detta úr gildi nú í morgunsárið en með morgninum taka þær aftur gildi víða á landinu og útlit er fyrir að suðvestanáttin haldi jafnvel fram á sunnudag.
26.11.2020 - 06:40
Hvassviðri, hálka og ekkert ferðaveður
Appelsínugul viðvörun tekur gildi á miðhálendinu og á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan átta í kvöld og verður í gildi til klukkan tíu í fyrramálið. Gul viðvörun verður í gildi víða á vestanverðu landinu frá kvöldinu í kvöld og fram á miðnætti annað kvöld. Veðurfræðingur segir að færð versni fljótt á fjallvegum.
25.11.2020 - 09:24