Færslur: veður

Fjórir fórust í óveðri í Póllandi
Mikið hvassviðri hefur verið í Póllandi í dag og í suðurhluta landsins hafa fjórir farist og sex slasast í veðurhamnum. Slökkvilið í landinu höfðu fengið 3.200 hjálparbeiðnir á hádegi. Öll voru dauðsföllin í Slésíu-héraði í suðri.
21.10.2021 - 18:13
Erlent · Evrópa · Pólland · Óveður · veður
Snarpar hviður á morgun og hvatt til aðgátar
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðausturlandi á morgun. Spáð er snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og truflanir gætu orðið á samgöngum.
16.10.2021 - 17:22
Ágætis veður en nokkuð svalt
Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands spái fínasta veðri í dag, en þó verður nokkuð svalt, eða um 2-6 gráður víðast um land. Líklega verður einhver úrkoma með köflum á Suðausturlandi en almennt milt og útlit fyrir huggulegt sunnudags gluggaveður. Svipuð spá er fyrir morgundaginn, en þykknar upp vestanlands með úrkomu, bjartviðri annarsstaðar.
10.10.2021 - 07:55
Kólnar í veðri í vikunni
Hiti á landinu í dag verður samkvæmt veðurspá á bilinu 2 til 7 stig, en kólnar með deginum. Líkur eru á slyddu fyrir norðan í kvöld. Norðaustan 10-15 metrar á sekúndu verða Norðvestantil á landinu í dag, en annarsstaðar hægari vindur. Von er á rigningu með köflum, en þurt að kalla um landið Norðaustanvert.
09.10.2021 - 08:35
Veður · veður · Haust
Viðtal
Búið að opna milli Markarfljóts og Kvískerja
Miklar hviður og stormur eru undir Eyjafjöllum og með suðurströndinni að Öræfum. Víðast hvar annars staðar eru 10 til 18 metrar á sekúndu. Þrír slösuðust þegar rúta fór út af þjóðvegi 1 í grennd við Dyrhólaey í morgun. Átta erlendir ferðamenn voru í rútunni. Mjög hvasst var á vettvangi fyrir sjúkraflutningamenn.
07.10.2021 - 12:48
Hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms á Vestfjörðum, Suðurlandi og Suðausturlandi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum.
06.10.2021 - 13:40
Útvarpsfrétt
Mælitækin á Seyðisfirði námu fleka á hreyfingu
Hættustig vegna skriðuhættu er enn í gildi á Seyðisfirði eftir rigningar síðustu daga. Mælitæki Veðurstofunnar, sem vakta hlíðina ofan byggðarinnar, sýna að stór fleki í jaðri skriðusársins við Búðará er kominn á hreyfingu og gæti fallið í Búðará sem er í innri hluta farvegar stóru skriðunnar sem féll fyrr í vetur.
05.10.2021 - 13:12
Óbreytt staða í Kinn og Útkinn
Óbreytt staða er í Kinn og Útkinn í Suður-Þingeyjarsýslu eftir skriðuföll síðustu daga. Rýmingar eru enn í gildi og staðan verður endurmetin á fundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Veðurstofunnar í dag.
05.10.2021 - 08:04
Enn hættustig vegna úrkomu
Norðaustlæg átt verður í dag, yfirleitt gola eða kaldi og þurrt, en dálítil rigning syðst og stöku él norðaustantil, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, mildast á Suðurlandi.
05.10.2021 - 06:57
Ekki útilokað að skriðurnar verði fleiri
Fallið hafa um fimmtán til tuttugu skriður um helgina í Kinn og Útkinn. Tvær skriður féllu í gærkvöld eða í nótt. Ofanflóðasérfræðingur segir ekki hægt að útiloka að fleiri skriður falli.
04.10.2021 - 12:50
Tvær skriður féllu í Útkinn í nótt
Tvær skriður féllu í nótt sunnan við bæinn Geirbjarnarstaði í Útkinn sem fóru yfir veginn, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Skriðanna varð vart þegar þurfti að koma bændum að bæjum til að sinna skepnum í morgun.
04.10.2021 - 11:24
Morgunútvarpið
Aldrei heyrt önnur eins læti og í skriðunum
Bragi Kárason, bóndi á Nípá, kveðst aldrei hafa heyrt önnur eins læti og í skriðunum um helgina. Mikil úrkoma hefur verið á Norðurlandi eystra um helgina og hafa aurskriður fallið víða. Ástandið er sérstaklega slæmt í Þingeyjarsveit og hafa tólf bæir í Kinn og Útkinn verið rýmdir vegna skriðuhættu, þar á meðal Nípá.
04.10.2021 - 09:50
Telja að það versta sé yfirstaðið
Veðrið fyrir norðan hefur batnað og staðan er betri en í gær, að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Hann telur að það versta sé yfirstaðið.
Gular veðurviðvaranir vegna úrkomu til hádegis
Gular veðurviðvaranir vegna mikillar rigningar á Ströndum og Norðurlandi vestra og á Norðurlandi eystra verða í gildi til hádegis. Mikið hefur rignt við Siglufjörð og er varað við því á vef Veðurstofu Íslands að ár og vatnsföll geti vaxið mikið og að auknar líkur séu á grjót- og aurskriðum.
04.10.2021 - 06:54
Norðaustlægar áttir og hvassir vindstrengir
„Lægðir halda austur af landinu næsta daga og valda yfirleitt norðaustlægum áttum. Hvassir vindstrengir gætu verið varasamir fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi, einkum á Suðausturlandi og við fjöll á vestanverðu landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag.
02.10.2021 - 08:27
Snarpar vindhviður í Öræfum
Lægð er suður af Hornafirði sem fer hægt til norðurs og nálgast landið, að því er segir í pistli Veðurstofu Íslands. Þessi lægð er þó meinlítil miðað við lægðina sem herjaði á landið á þriðjudag. Útlit er fyrir hægt vaxandi norðaustanátt í dag, allvíða verður strekkingur undir kvöld, en hvassviðri eða jafnvel stormur í vindstrengjum suðaustanlands, til dæmis við Öræfajökul.
30.09.2021 - 06:40
Grófu upp lömb sem fennti í skurðum heima við bæ
Mestallt fé er komið af fjalli á Norðurlandi enda seinni göngum víðast hvar lokið. Bændur þar hafa því meiri áhyggjur af lambfé sem komið er heim á bæi og getur lent þar í hættu. Í Víðidal þurfti að grafa upp nokkur lömb sem fennti í kaf í skurðum heima við bæ.
28.09.2021 - 15:07
Krapastífla í Sauðá - fólk haldi sig fjarri
Lögreglan á Norðurlandi vestra setti rétt í þessu áríðandi tilkynningu á Fésbókarsíðu sína þess efnis að Sauðá væri hætt að renna og ástæðan er talin sú að krapastífla hafi myndast í henni.
28.09.2021 - 15:03
Snjóflóðahætta í september — „Það er mjög óvenjulegt“
Veðrið hefur haft töluverð áhrif á færð á vegum í allan morgun. Ástandið er verst á Vestfjörðum þar sem allir helstu fjallvegir eru lokaðir vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni segir snjóflóðahættu í september vera einsdæmi.
28.09.2021 - 12:01
20 manns fluttir á Laugarbakka eftir að rúta fór út af
Rúta með 20 manns innanborðs lenti út af vegi rétt við afleggjarann að Hvammstanga um hádegið í dag. Engin slys urðu á farþegum sem fluttir voru á Hótel Laugarbakka á meðan unnið er að því að losa rútuna. Leiðinda veður er á svæðinu.
27.09.2021 - 13:42
Tré rifnaði upp með rótum í óveðrinu
Tré rifnuðu upp með rótum á Suðurlandi í dag. Á Reykjabæjunum á Skeiðum rifnaði ösp upp með rótum og má sjá mynd af henni með þessari frétt. Aftakaveður var víða um land í dag og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi.
21.09.2021 - 20:44
Sjónvarpsfrétt
Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag
Illvirði hefur verið víða á landinu í dag. Útköllin hrönnuðust inn hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu en þó má segja að veðrið hafi gengið yfir stórslysalaust sem mögulega má þakka því að fólk hafi tekið viðvörunum alvarlega.
21.09.2021 - 18:45
Appelsínugul viðvörun fram eftir kvöldi
Vonskuveður hefur verið víða um landið í dag og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi fram á kvöld á Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á Miðhálendinu.
21.09.2021 - 17:33
Rok, rigning og almenn leiðindi
Von er á fyrsta storminum þetta haustið á morgun með roki og rigningu, að sögn veðurfræðings. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins.
11.09.2021 - 13:09
Víða væta í dag og á morgun
Veðurstofan spáir suðlægum áttum og víða dálítilli vætu í dag og á morgun, en að lengst af verði þurrt norðaustanlands og þægilegar hitatölur. Samkvæmt veðurspánni verður hæg norðlæg átt á þriðjudag og áfram væta í flestum landhlutum, en það kólnar fyrir norðan.
05.09.2021 - 08:01