Færslur: Vaxtalækkun

Almenn laun og taxtar hækka vegna hagvaxtarauka
Almenn laun og taxtar hækka í næsta mánuði vegna svokallaðs hagvaxtarauka. Hagvöxtur á mann hérlendis jókst um 2,5% milli ára og því hefur forsendunefnd kjarasamninga ákveðið að til greiðslu hans komi 1. maí.
Segir höfrungahlaup launa draga úr kaupmætti
Seðlabankastjóri segir allar spár gera ráð fyrir að kjarasamningar Eflingar og annarra verði í samræmi við lífskjarasamninginn. Fari höfrungahlaup í launakjörum af stað muni kaupmáttur ekki aukast, heldur þvert á móti.
05.02.2020 - 19:30
Seðlabankastjóri: „Við höfum vanist miklum hagvexti“
Seðlabankinn lækkaði vexti í morgun í skjóli lítillar verðbólgu og til að örva hagkerfið. Gert er ráð fyrir 0,8 prósenta hagvexti. Seðlabankastjóri segir aðrar þjóðir ekki óánægðar með slíkan hagvöxt, en Íslendingar séu góðu vanir.
05.02.2020 - 12:46