Færslur: vaxtahækkun

Ólíkar leiðir seðlabanka
Evrópski seðlabankinn hyggst ekki bregðast við verðbólguskoti í álfunni með því að hækka stýrivexti. Það er öfugt við nálgun Seðlabanka Íslands.
Sjónvarpsfrétt
Passar að partýið fari ekki úr böndunum
Seðlabankinn kynnti í morgun fjórðu stýrivaxtahækkunina á sjö mánuðum. Henni er ætlað að kæla hagkerfið sem bankinn spáir að vaxi hratt á næsta ári.
Telja sig hafa reist nægilega háar girðingar
Stjórnendur Seðlabankans telja að snörp hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum sé tímabundin og að þær girðingar sem bankinn hefur reist muni kæla markaðinn.
Seðlabankinn hækkar enn og aftur vexti
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur. Þetta er þriðja hækkunin í röð og eru stýrivextir nú orðnir 1,5 prósent.
Hættumerki á húsnæðismarkaði
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir hættuna á húsnæðisbólu hafa aukist. Ekki sé lengur hægt að skýra hækkun húsnæðisverðs með auknum tekjum almennings. Staðan á vinnumarkaði fer hins vegar hratt batnandi.
Gæti orðið högg fyrir mörg heimili
Hætt er við því að þeir sem tóku óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum fái högg þegar vextir taka að hækka á ný segir hagfræðingur. Afborganir gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði.
Hefur ekki verulegar áhyggjur af hækkun stýrivaxta
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þótt stýrivextir hafi hækkað lítillega sé það ekki verulegt áhyggjuefni enda séu þeir enn í sögulegu lágmarki. Hann vonar að vextir verði ekki lengi undir einu prósenti því það sé merki um hægagang í hagkerfinu. 
ASÍ segir vaxtahækkun ekki vænlega á þessum tímapunkti
Miðstjórn ASÍ mótmælir hækkun stýrivaxta Seðlabankans í ljósi þess að enn séu miklar takmarkanir á möguleikum atvinnulausra og fjölmörg fyrirtæki glími við rekstrarerfiðleika vegna sóttvarnaráðstafana.