Færslur: Vatnsveita

Forstjóri Norðurorku biður fólk að sóa ekki orku
Norðurorka hefur kynnt hækkanir á allri verðskrá sinni og tóku þær gildi nú um áramótin. Sífellt er kallað eftir aukinni orku og forstjóri fyrirtækisins segir mikilvægt að almenningur líti ekki á vatn og rafmagn sem óþrjótandi auðlind.
05.01.2022 - 15:59
Heitt vatn rennur eðlilega til Rangæinga
Betur gekk við að skipta út bilaðri dælu í heitavatnsholu Rangárveitna í Kaldárholti en áætlað var. Unnið var fram á nótt við að koma nýju dælunni af stað og strax að því loknu var byrjað að auka rennsli vatns inn á kerfið. Á vef Veitna segir að nú ættu allir íbúar að vera komnir með fullan þrýsting á heita vatninu.
03.01.2022 - 15:04
Ekki hægt að kenna bæjarstjórn um stöðu Hvaleyrarvatns
Það er ekki hægt að kenna bæjarstjórninni um vatnsstöðu í Hvaleyrarvatni, segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Staðan sé náttúruleg, rakin til þurrka og snjóleysis, og bærinn hafi gert það sama og áður til að sporna gegn henni. Fara þurfi varlega í að dæla í vatnið til að raska ekki afkastagetu vatnsveitunnar og afhendingaröryggi íbúa.
06.08.2021 - 09:31