Færslur: Vatnsveður

Myndskeið
Undirbúin fyrir mikið vatnsveður
Búist er við mikilli rigningu undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli fram á kvöld og viðbúið að þar hækki talsvert í ám. Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendið. Vegagerðin hefur eftirlit með brúm og vegum á Suðurlandi.
27.07.2022 - 14:26
Óvíst hvort bráðabirgðabrú á Sólheimasandi haldi
Óvíst er hvort bráðabirgðabrúin við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn í nótt og á morgun.
26.07.2022 - 22:18
Myndskeið
Asahláka og flæðir yfir vegi í Húnavatnssýslum
Rennsli í ám og lækjum í Húnavatnssýslum hefur margfaldast í hlýindunum í dag. Þar hefur þurft að hreinsa úr ræsum undir vegi til að þau hefðu undan vatnsflaumnum.
17.01.2022 - 17:29
Tjón í Ólafsfirði fellur undir Náttúruhamfaratryggingar
Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa metið að vatnstjón, sem varð í allnokkrum húsum í Ólafsfirði um helgina, falli undir reglugerð tryggingasjóðsins. Það er metið út frá því að talið er að meginorsök vatnstjónsins sé vegna flóðsins í læknum sem gengur í gegnum bæinn.
Rýmingu aflétt að hluta
Á fundi Almannavarna var ákveðið að aflétta rýmingu á syðra svæði rýmingarinnar í Kinn, frá og með Ófeigsstöðum og Rangá í norðri að Hrafnsstöðum í suðri. Enn hefur rýmingu ekki verið aflétt í Útkinn.
05.10.2021 - 15:16
Fleiri íbúar fara úr Útkinn
Rýming er enn í gildi í Þingeyjarsveit en gulri veðurviðvörun vegna úrkomu hefur verið aflétt. Íbúar sem ekki var gert að rýma heimili sín upplifa sig óörugga og hafa sumir sjálfir ákveðið að fara af bæjum sínum.
05.10.2021 - 13:08
Óbreytt staða í Kinn og Útkinn
Óbreytt staða er í Kinn og Útkinn í Suður-Þingeyjarsýslu eftir skriðuföll síðustu daga. Rýmingar eru enn í gildi og staðan verður endurmetin á fundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Veðurstofunnar í dag.
05.10.2021 - 08:04
Enn hættustig vegna úrkomu
Norðaustlæg átt verður í dag, yfirleitt gola eða kaldi og þurrt, en dálítil rigning syðst og stöku él norðaustantil, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, mildast á Suðurlandi.
05.10.2021 - 06:57
Ekki útilokað að skriðurnar verði fleiri
Fallið hafa um fimmtán til tuttugu skriður um helgina í Kinn og Útkinn. Tvær skriður féllu í gærkvöld eða í nótt. Ofanflóðasérfræðingur segir ekki hægt að útiloka að fleiri skriður falli.
04.10.2021 - 12:50
Telja að það versta sé yfirstaðið
Veðrið fyrir norðan hefur batnað og staðan er betri en í gær, að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Hann telur að það versta sé yfirstaðið.
Gular veðurviðvaranir vegna úrkomu til hádegis
Gular veðurviðvaranir vegna mikillar rigningar á Ströndum og Norðurlandi vestra og á Norðurlandi eystra verða í gildi til hádegis. Mikið hefur rignt við Siglufjörð og er varað við því á vef Veðurstofu Íslands að ár og vatnsföll geti vaxið mikið og að auknar líkur séu á grjót- og aurskriðum.
04.10.2021 - 06:54
Rýming fyrirskipuð á Seyðisfirði í varúðarskyni
Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að rýma nokkur svæði á Seyðisfirði í öryggisskyni vegna úrkomuspár. Búist er við talsverðri úrkomu sem skellur á skömmu eftir sjö í kvöld.
Sunnan og slydduél. Gul viðvörun á Austfjörðum
Í dag er spáð sunnan 5-13 m/s, skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverðri eða mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum aðfaranótt laugardags og þangað til síðdegis á morgun, dregur síðan úr úrkomu.
15.01.2021 - 06:34
Rigning, slydda, minnkandi frost og skúrir
Í dag er spáð suðaustan 13-20 m/s og víða verður rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 1 til 6 stig þar, en annars hægari. Þurrt að kalla og minnkandi frost norðaustan til. Mun hægari og skúrir seinnipartinn, fyrst suðvestanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
13.01.2021 - 06:20
Viðtal
Húsin sem skemmdust eru ekkert einkamál Seyðfirðinga
Að minnsta kosti ellefu hús á Seyðisfirði hafa skemmst í aurskriðunum þar síðustu daga, flest hafa þau mikið sögulegt gildi og meðal þeirra er fyrsta sjoppa landsins. Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, sem skrifað hefur sögu húsanna á Seyðisfirði, segir að þarna hafi miklar menningarminjar glatast og að það sé ekki einkamál Seyðfirðinga.
19.12.2020 - 17:56
Tækjahús Mílu á Seyðisfirði keyrt á vararafmagni
Ekki hefur orðið tjón á fjarskiptastöðvum Mílu á Seyðisfirði enn sem komið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu núna rétt fyrir miðnætti en aurskriður hafa valdið töluverðu tjóni á mannvirkjum og innviðum í bænum.
18.12.2020 - 23:26
Íbúum líklega ekki leyft að huga að húsum sínum
Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og óvissustig er á Austurlandi af sömu ástæðu. Lítil skriða féll á Seyðisfirði í gærkvöldi, milli tveggja húsa sem höfðu verið rýmd. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að líklega verði íbúum ekki leyft að huga að húsum sínum í dag. Það rignir enn og útlit fyrir að það bæti í úrkomuna með morgninum.  
17.12.2020 - 09:11
Tvær gular viðvaranir taka gildi í kvöld
Gular viðvaranir taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í kvöld og á Austfjörðum klukkan 21. Á báðum landsvæðum er talsverð rigning og búist við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.
Talsverðri rigningu spáð SA-lands
Á morgun er spáð austlægri eða breytilegri átt 5-13 m/s, en 10-18 seinnipartinn norðvestan til og einnig austan til annað kvöld. Rigning með köflum, en talsverð rigning um suðaustanvert landið síðdegis og úrkomulítið á Norðausturlandi.
28.09.2020 - 22:43
Haishen skellur á Kóreuskaga
Íbúar Suður-Kóreu búa sig nú undir komu fellibylsins Haishen. Ofviðrið ógurlega gekk í dag yfir suðurhluta Japans að því er virðist án þess að valda meiriháttar skemmdum eða manntjóni.
07.09.2020 - 01:12
„Þetta er ekta stórillviðri“ 
„Þetta er náttúrulega búið að vera alveg svakalegt vatnsveður í gær og nótt. Maður man varla eftir að hafa séð svona vöxt í ám og lækjum á svona stuttum tíma,“ segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, í samtali við fréttastofu.
04.09.2020 - 08:01