Færslur: Vatnstjón

Myndskeið
Verk útskriftarnema við Listaháskólann virðast óskemmd
Vatnstjón sem varð á verkum útskriftarnema við Listaháskóla Íslands mun ekki hafa áhrif á útskriftir frá skólanum. Frá þessu greinir Vigdís Másdóttir, kynningarstjóri Listaháskólans. Hún segir þau bjartsýn um að tjónið sé minna en talið var í fyrstu.
27.04.2022 - 15:23
Hæð í Listaháskólanum ónothæf vegna vatnstjóns
Önnur hæð byggingar Listaháskólans í Þverholti verður ónothæf næstu daga á meðan unnið er að því að þurrka upp eftir vatnstjón sem varð á hæðinni í gær.
27.04.2022 - 10:12
Myndskeið
Nánast öll önnur hæð skólans var á floti
Slökkviliðsbíll var kallaður út í kvöld við byggingu Listaháskólans í Þverholti vegna vatnstjóns. Vel hefur gengið við að hreinsa vatnið en enn á eftir að meta tjónið.
Hafa áhyggjur af myglu og frekari skemmdum
Ekki verður gert við byggingar Háskóla Íslands fyrr en mat á áhrifum vatnstjóns sem varð á dögunum liggur fyrir. Á meðan liggur margt undir skemmdum. Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs hefur áhyggjur af myglu.
12.02.2021 - 18:45
VÍS gefur ekki upp fjárhæð vatnstjóns Veitna
Vátryggingafélag Íslands er búið að taka tillit til vatnstjóns Veitna í Háskóla Íslands í afkomuspá sinni fyrir árið sagði samskiptafulltrúi VÍS við Fréttastofu fyrir hádegi.
31.01.2021 - 13:50
Myndskeið
Háskólanemar í kennslu á Hótel Sögu
Stúdentar í Háskóla Íslands mæta í tíma á Hótel Sögu í stað fyrirlestrasalanna sem urðu fyrir tjóni í vatnsflóðinu um miðja síðustu viku.
25.01.2021 - 21:50
Jarðhæðir Gimlis og Háskólatorgs ónothæfar næstu mánuði
Jarðhæð í Gimli verður ónothæf næstu mánuði og eins fyrirlestrasalir á jarðhæð á Háskólatorgi. Öll kennsla sem ella hefði verið þar færist nú á netið. Verulegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans í fyrrinótt að því er fram kemur í tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar rektors.