Færslur: Vatnsnesvegur

Eru veggjöld lausnin á vandanum við Vatnsnesveg?
Um sextíu manns sóttu í gærkvöldi fund í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem kynntar voru hugmyndir um að flýta vegaframkvæmdum með vegjgöldum. Á fundinum var sérstaklega vísað til Vatnsnesvegar sem lengi hefur verið barist fyrir endurbótum á.
05.10.2022 - 16:15
Umboðsmaður barna pressar á nýjan Vatnsnesveg
Umboðsmaður barna hefur sent innviðaráðherra bréf og hvetur til þess að fé sé sett í uppbyggingu á Vatnsnesvegi. Á þriðja tug barna fer um holóttan veginn daglega, tugi kílómetra, sem skapar vanlíðan.
Myndband
Íhuga að halda börnum heima þegar skólinn byrjar
Foreldrar barna sem þurfa að fara um Vatnsnesveg íhuga að halda þeim heima þegar skólarnir hefjast og hafa sett sig í samband við umboðsmann barna. Móðir segir að akstur eftir holóttum veginum, tugi kílómetra, skapi vanlíðan og kvíða meðal barna.
11.08.2022 - 11:54
Nokkurra mánaða tafir á vegabótum á Vatnsnesvegi
Nokkurra mánaða tafir verða á vegabótum á Vatnsnesvegi sem liggur frá Hvammstanga og út fyrir Vatnsnes. Ekkert tilboð barst í byggingu brúar og endurbyggingu vegarins.
04.02.2022 - 13:26
Sjónvarpsfrétt
Safna fyrir betri Vatnsnesvegi
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur sett af stað hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg. Sveitarstjóri segir óásættanlegt að vegurinn sé ekki á samgönguáætlun fyrr en á árunum 2030 til 2034 og því hafi verið ákveðið að fara þessa leið.
Sjónvarpsfrétt
„Bara malbika þetta, punktur"
„Maður fær þá tilfinningu að maður skipti ekki jafn miklu máli og aðrir,“ segir kona sem þarf að keyra um Vatnsnesveg á hverjum degi. Vegurinn hefur hríðversnað undanfarin ár.

Mest lesið