Færslur: Vatnavextir

Viðgerðum við Þverá lýkur ekki á næstunni
Viðgerðum á Eyjafjarðarbraut eystri, sem varð fyrir skemmdum í vatnavöxtunum í sumar, er enn ekki lokið og mun líklegast ekki ljúka fyrr en næsta vor. Þangað til þarf að notast við gamla einbreiða brú sem ekki er fær stærri flutninga- og vörubílum.
11.10.2021 - 09:11
Aurskriður falla í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu
Það hefur verið töluverð úrkoma á norðanverðu landinu í dag. Vegurinn um Útkinn í Þingeyjarsýslum er lokaður vegna aurskriðu við bæinn Björg. Stór aurskriða féll við bæinn síðdegis sem skemmdi ljósleiðara og bóndi á svæðinu er búinn að koma búfénaði í skjól. Von er á áframhaldandi úrkomu á svæðinu í kvöld.
02.10.2021 - 17:50
Sjónvarpsfrétt
Íbúar Siglufjarðar orðnir vanir vatnsleka í hús sín
Á Siglufirði flæddi vatn inn í fjölmörg hús í kjölfar illveðursins í gær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vatn flæðir um bæinn og veldur skemmdum og eru íbúar margir orðnir langþreyttir á ástandinu.
30.09.2021 - 10:55
Dældu vatni úr húsum í sex klukkutíma á Siglufirði
Hvergi virðist hafa orðið stórtjón í óveðrinu sem gekk yfir landið síðasta sólarhring. Vatn flæddi inn í hús á Siglufirði og trjágróður lét víða undan blautum og þungum snjó.
29.09.2021 - 13:59
Sjónvarpsfrétt
Miklar framkvæmdir framundan
Eftir miklar vegaskemmdir í vatnavöxtunum á Norðurlandi um mánaðamótin er töluvert viðgerðarstarf enn eftir. Í Fnjóskadal eru viðgerðir langt komnar en við Þverá í Eyjafirði urðu skemmdir það miklar að nokkra mánuði mun taka að gera við veginn.
16.07.2021 - 11:31
Heimavirkjanir skemmdust í vatnavöxtunum
Talsverðar skemmdir urðu á smávirkjunum á Norðurlandi í miklum vatnavöxtum á dögunum. Mest varð tjónið á tveimur bæjum þar sem skemmdust bæði stíflur og inntaksmannvirki.
12.07.2021 - 16:21
Viðgerðir á flóðaskemmdum ganga vel
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri segir að vel gangi að gera við skemmdir sem urðu í vatnavöxtum í síðustu viku. Tekist hafi að tryggja að umferð gangi áfallalaust fyrir sig á þeim stöðum sem skemmdir urðu.
Mikið vatnsstreymi olli skriðunni
Orsök þess að skriða féll á tvö íbúðarhús í Varmahlíð í Skagafirði síðastliðinn þriðjudag er mikið vatnsstreymi úr uppsprettum undir götunni. Búið er að hleypa vatninu í skurð. Það rennur nú fram hjá þorpinu og rýmingu húsa hefur verið aflétt.
05.07.2021 - 15:57
Árlegir vatnavextir í Ólafsfirði
Hlýindi síðustu viku á Norðurlandi hafa haft áhrif á flestar byggðir landshlutans. Í Ólafsfirði er Ólafsfjarðarvatn komið yfir öll mörk og íbúar hafa áhyggjur af varplandi fugla.
05.07.2021 - 12:59
Gæti kostað um 100 milljónir að gera við vegi
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi giskar á að það kosti rúmar 100 milljónir króna að gera við skemmdir á vegum eftir vatnavextina síðustu daga. Báðar virkjanir í Glerá voru stöðvaðar þegar mest gekk á og um tíma var óttast að hitaveitulögnin til Grenivíkur færi í sundur.
Sjónvarpsfrétt
Vatn flæðir inn á tún og tjaldsvæði
Hættuástandi var lýst yfir á Norðurlandi eystra í gær vegna vatnavaxta í ám og vötnum. Vegir hafa farið í sundur, brýr lokast, flætt hefur yfir tún bænda og tjaldsvæðum verið lokað. Ástæðan er hlýindi síðustu daga.
02.07.2021 - 13:30
Tjón hjá bændum - tún og kornakrar umflotin vatni
Enn eru miklir vatnavextir um norðanvert landið þar sem snjór er enn í fjöllum og snjóbráð mikil í hlýindunum. Vegir í Eyjafirði og Fnjóskadal hafa skemmst og þá hafa bændur orðið fyrir tjóni þar sem tún og kornakrar eru umflotin vatni. Þetta eru að líkindum mestu flóð í meira en þrjá áratugi.
01.07.2021 - 13:43
Varað við frekari vatnavöxtum í dag
Viðvaranir lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru enn í gildi. Björgunarsveitarmenn, Vegagerðin og lögreglan fylgjast stöðugt með ám á svæðinu og endurmeta stöðuna í dag. Veðurstofan varar við áframhaldandi leysingum næstu daga. 
01.07.2021 - 09:13
Vara við því að vera á ferð um þjóðvegi að óþörfu
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað íbúa við því að vera á ferðinni á þjóðvegum að óþörfu. Möguleiki sé á frekari vatnavöxtum í ám fram á nótt.
30.06.2021 - 22:07
Eyjafjarðarbraut eystri lokað eftir að gat kom í veginn
Lögreglan á Akureyri hefur lokað Eyjafjarðarbraut eystri eftir að gat kom í veginn við brúnna yfir Þverá.
30.06.2021 - 20:14
Myndband
Miklar leysingar fyrir norðan — Glerá kakóbrún
Þrátt fyrir litla sem enga úrkomu eru miklir vatnavextir í ám og lækjum á Norður- og Austurlandi. Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastóli í gærkvöldi og tók í sundur háspennulínu. Foráttuvöxtur er í öllum ám í Skagafirði. Þá flæddu Fnjóská og Hörgá yfir bakka sína í morgun. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Glerá á Akureyri í morgun.
30.06.2021 - 11:31
Óttast tjón á túnum og girðingum í miklum flóðum í Laxá
Bóndinn á Hólmavaði í Aðaldal óttast að tjón verði á girðingum og landi í miklum flóðum sem nú eru í Laxá. Hann hefur ekki séð viðlíka flóð í ánni frá árinu 1979 og tún á stórum hluta jarðarinnar séu á kafi.
08.04.2021 - 13:25
Veðurstofa varar enn við vatnavöxtum
Veðurstofa Íslands varar áfram við vatnavöxtum í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Áfram er spáð rigningu, einkum vestan til og á sunnanverðu hálendinu. Úrkoman getur aukið líkur á grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum.
11.08.2020 - 06:28