Færslur: Vatnavextir

Minna tjón en búist var við eftir mikla úrkomu
Síðustu daga hefur verið mikið úrhelli norðan til á landinu, mest á Siglufirði. Gert var ráð fyrir áköfum rigningarskúr í nótt og varað var við vatnavöxtum, grjóthruni og skriðum. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að betur hafi farið en við var að búast.
Gul viðvörun fyrir norðan — „Töluvert vosbúðarverður“
Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og - eystra vegna úrhellisrigninga. Ár gætu flætt yfir bakka sína auk þess sem varað er við grjóthruni og skriðum. Veðurfræðingur hvetur fólk til að bíða með tjaldútilegur á svæðinu.
03.08.2022 - 13:22
Vatnavextir og auknar líkur á grjóthruni
Öflugur úrkomubakki gengur inn á norðanvert landið og útlit er fyrir norðan 8 til 15 metra með talsverðri eða mikilli rigningu á Norður- og Austurlandi.
03.08.2022 - 07:02
Innlent · Veður · Innlent · veður · Vatnavextir · Grjóthrun · Úrkoma
Óvíst hvort bráðabirgðabrú á Sólheimasandi haldi
Óvíst er hvort bráðabirgðabrúin við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn í nótt og á morgun.
26.07.2022 - 22:18
Full ástæða til að vara við vatnavöxtum
Búist er við mikilli úrkomu á sunnan- og suðaustanverðu landinu á morgun og gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna mikillar rigningar undir Eyjafjöllum, Mýrdalsjökli og Vatnajökli. Einnig er gul viðvörun á miðhálendinu vegna hvassviðris og hættu á sandfoki. Veðurfræðingur hjá Vegagerðinni segir úrkomuna mikla og uppsafnaða og því sé full ástæða að vara við vatnavöxtum.
26.07.2022 - 18:41
Ár í Skagafirði að komast í eðlilegt horf
Mikið rigndi í Skagafirði undir lok síðustu viku og olli úrkoman miklum árvexti. Nú hefur dregið úr rigningu og ár eru smám saman að komast í eðlilegt horf.
Sjónvarpsfrétt
Varnargarðar eyðilögðust í vatnavöxtum
Starfsmenn Vegagerðarinnar unnu í alla nótt við að tryggja að ekki flæddi yfir þjóðveginn í miklum vatnavöxtum í Skagafirði. Varnargarðar við veginn eru ónýtir á fimm kílómetra kafla.
08.07.2022 - 21:49
Unnið í alla nótt vegna vatnavaxta í Skagafirði
Ár á norðan- og vestanverðu landinu eru víða í miklum vexti eftir rigningar að undanförnu. Verkstjóri hjá Vegagerðinni í Skagafirði man ekki eftir öðru eins. Í alla nótt var unnið við að tryggja varnargarða.
08.07.2022 - 12:30
Viðtal
Aldrei séð aðra eins vatnavexti
Ár á Norðan- og vestanverðu landinu eru víða í mjög miklum vexti eftir rigningar að undanförnu. Mest hefur rignt í Norðurárdal og á Öxnadalsheiði og árnar sem þaðan renna í Norðurá eru mjög vatnsmiklar.
07.07.2022 - 23:00
Mikið álag á fráveitukerfi vegna vatnavaxta
Vegna mikilla vatnavaxta síðustu vikur og mikilla leysinga hefur óhreinsað skólp verið leyst út í sjó. Ólöf Sæhólm Baldursdótti, upplýsingafulltrúi Veitna, segir þetta það eina sem hægt sé að gera við umfram skólp ef fólk vill ekki fá það aftur inn til sín.
29.03.2022 - 13:25
Sjónvarpsfrétt
Mestu vatnavextir í Ásahreppi í a.m.k. 12 ár
Víða um land flæddi vatn út á vegi í gær og í morgun. Bóndi í Ásahreppi segist ekki hafa séð svo mikla vatnavexti áður í tólf ára búmennsku sinni í hreppnum. Þetta er þó ekki með öllu slæmt því þessi blauti vetur dregur úr líkum á gróðureldum í sumar.
28.03.2022 - 19:44
Myndband
Grímsá flæddi yfir stíflugarð af miklum krafti
Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi undanfarið og í gær streymdi Grímsá í Skriðdal af miklum krafti yfir stíflugarð Grímsárvirkjunar. Mikill ís var í ánni sem reif með sér handrið stíflugarðsins og skemmdi stiga.
13.03.2022 - 11:11
Myndskeið
Magnað sjónarspil klakaleysinga í Örnólfsdalsá
Orri Jónsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Eflu, varð vitni að geysilegu sjónarspili í fyrradag þegar Örnólfsdalsá í Borgarfirði braut sig af alefli úr klakaböndum. Hlýindi með úrkomu auka vatnsrennsli í ám og losa um ís sem leitar í árfarfarvegi.
19.01.2022 - 14:59
Myndskeið
Asahláka og flæðir yfir vegi í Húnavatnssýslum
Rennsli í ám og lækjum í Húnavatnssýslum hefur margfaldast í hlýindunum í dag. Þar hefur þurft að hreinsa úr ræsum undir vegi til að þau hefðu undan vatnsflaumnum.
17.01.2022 - 17:29
Viðgerðum við Þverá lýkur ekki á næstunni
Viðgerðum á Eyjafjarðarbraut eystri, sem varð fyrir skemmdum í vatnavöxtunum í sumar, er enn ekki lokið og mun líklegast ekki ljúka fyrr en næsta vor. Þangað til þarf að notast við gamla einbreiða brú sem ekki er fær stærri flutninga- og vörubílum.
11.10.2021 - 09:11
Aurskriður falla í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu
Það hefur verið töluverð úrkoma á norðanverðu landinu í dag. Vegurinn um Útkinn í Þingeyjarsýslum er lokaður vegna aurskriðu við bæinn Björg. Stór aurskriða féll við bæinn síðdegis sem skemmdi ljósleiðara og bóndi á svæðinu er búinn að koma búfénaði í skjól. Von er á áframhaldandi úrkomu á svæðinu í kvöld.
02.10.2021 - 17:50
Sjónvarpsfrétt
Íbúar Siglufjarðar orðnir vanir vatnsleka í hús sín
Á Siglufirði flæddi vatn inn í fjölmörg hús í kjölfar illveðursins í gær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vatn flæðir um bæinn og veldur skemmdum og eru íbúar margir orðnir langþreyttir á ástandinu.
30.09.2021 - 10:55
Dældu vatni úr húsum í sex klukkutíma á Siglufirði
Hvergi virðist hafa orðið stórtjón í óveðrinu sem gekk yfir landið síðasta sólarhring. Vatn flæddi inn í hús á Siglufirði og trjágróður lét víða undan blautum og þungum snjó.
29.09.2021 - 13:59
Sjónvarpsfrétt
Miklar framkvæmdir framundan
Eftir miklar vegaskemmdir í vatnavöxtunum á Norðurlandi um mánaðamótin er töluvert viðgerðarstarf enn eftir. Í Fnjóskadal eru viðgerðir langt komnar en við Þverá í Eyjafirði urðu skemmdir það miklar að nokkra mánuði mun taka að gera við veginn.
16.07.2021 - 11:31
Heimavirkjanir skemmdust í vatnavöxtunum
Talsverðar skemmdir urðu á smávirkjunum á Norðurlandi í miklum vatnavöxtum á dögunum. Mest varð tjónið á tveimur bæjum þar sem skemmdust bæði stíflur og inntaksmannvirki.
12.07.2021 - 16:21
Viðgerðir á flóðaskemmdum ganga vel
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri segir að vel gangi að gera við skemmdir sem urðu í vatnavöxtum í síðustu viku. Tekist hafi að tryggja að umferð gangi áfallalaust fyrir sig á þeim stöðum sem skemmdir urðu.
Mikið vatnsstreymi olli skriðunni
Orsök þess að skriða féll á tvö íbúðarhús í Varmahlíð í Skagafirði síðastliðinn þriðjudag er mikið vatnsstreymi úr uppsprettum undir götunni. Búið er að hleypa vatninu í skurð. Það rennur nú fram hjá þorpinu og rýmingu húsa hefur verið aflétt.
05.07.2021 - 15:57
Árlegir vatnavextir í Ólafsfirði
Hlýindi síðustu viku á Norðurlandi hafa haft áhrif á flestar byggðir landshlutans. Í Ólafsfirði er Ólafsfjarðarvatn komið yfir öll mörk og íbúar hafa áhyggjur af varplandi fugla.
05.07.2021 - 12:59
Gæti kostað um 100 milljónir að gera við vegi
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi giskar á að það kosti rúmar 100 milljónir króna að gera við skemmdir á vegum eftir vatnavextina síðustu daga. Báðar virkjanir í Glerá voru stöðvaðar þegar mest gekk á og um tíma var óttast að hitaveitulögnin til Grenivíkur færi í sundur.
Sjónvarpsfrétt
Vatn flæðir inn á tún og tjaldsvæði
Hættuástandi var lýst yfir á Norðurlandi eystra í gær vegna vatnavaxta í ám og vötnum. Vegir hafa farið í sundur, brýr lokast, flætt hefur yfir tún bænda og tjaldsvæðum verið lokað. Ástæðan er hlýindi síðustu daga.
02.07.2021 - 13:30