Færslur: Vatnajökulsþjóðgarður

Hvetur hið opinbera til að kaupa Hótel Gíg við Mývatn
Vatnajökulsþjóðgarði býðst að kaupa Hótel Gíg í Mývatnssveit undir gestastofu. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að það yrði mikilvæg viðspyrnuaðgerð gegn áhrifum farsóttarinnar og hvetur hið opinbera til að grípa tækifærið.
Vilja kanna aðstæður til millilandaflugs á Hornafirði
Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll verður lögð fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Samkvæmt tillögunni er samgönguráðherra falið að skoða hvort nægjanlegur búnaður og aðstaða sé á Hornafjarðarflugvelli til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum.
Skiluðu ráðherra skýrslu um miðhálendisþjóðgarð
Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í dag skýrslu sinni. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis.
Stefna á jákvætt eigið fé í lok næsta árs
Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að stefnan sé að eigið fé þjóðgarðsins verði orðið jákvætt í lok næsta árs.
Enn brotalamir þrátt fyrir viðsnúning
Verulegur viðsnúningur hefur orðið á rekstri Vatnajökulsþjóðgarðs þótt eigið fé hans sé enn neikvætt um tæplega 200 milljónir. Enn eru brotalamir í rekstri þjóðgarðsins og þörf á verulegum úrbótum.
Myndskeið
„Mjög stór dagur í sögu náttúruverndar“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt skref hafa verið stigið í umhverfisvernd á Íslandi með því að fá Vatnajökulsþjóðgarð skráðan á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.
05.07.2019 - 19:46
Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá
Heimsminjaráðstefna UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, samþykkti rétt í þessu umsókn Íslands um að bæta Vatnajökulsþjóðgarði á heimsminjaskrá stofnunarinnar.
05.07.2019 - 11:42
Viðtal
Skaftafellsjökull hopar um 50-100 metra á ári
Skaftafellsjökull hopar um 50 til 100 metra á ári og hefur hopað um 850 metra síðan árið 1995. Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, hefur árlega tekið ljósmynd af jöklinum frá sama sjónarhorni. Myndirnar sýna vel hve mikið jökullinn hefur hopað og þynnst.
Vilja örva atvinnulíf í Vatnajökulsþjóðgarði
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fram drög að atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn. Í stefnunni kemur fram að megin markmiðið sé að örva atvinnustarfsemi í þjóðgarðinum og nágrenni hans að svo gefnu að starfsemin sé viðeigandi og í samræmi við markmið þjóðgarðsins, lög, reglugerð, stjórnunar- og verndunaráætlun.
30.04.2019 - 15:29
Hafna umsóknum um siglingar á Jökulsárlóni
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur hafnað umsóknum fjögurra fyrirtækja um að hefja siglingar á Jökulsárlóni því hvorki liggur fyrir stjórnunar- og verndaráætlun né skipulag fyrir svæðið.
12.07.2018 - 18:40
Óstjórn og trúnaðarbrestur í allar áttir
Úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs leiðir í ljós mikla óreiðu og óstjórn. Framkvæmdastjóri hefur verið settur af og stjórnarformaður garðsins sagði af sér í kjölfar úttektarinnar. Í skýrslu Capacent er talað um trúnaðarbrest í allar áttir innan stofnunarinnar, mikla framúrkeyrslu og samninga sem gerðir voru með óskýrri heimild.
12.06.2018 - 12:05
Framkvæmdastjóraskipti eftir úttekt á rekstri
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett nýjan framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs í kjölfar úttektar á starfseminni. Þá óskaði stjórnarformaður þjóðgarðsins lausnar. 
11.06.2018 - 17:58
Telja stjórnina sniðganga samráð við heimamenn
Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs telur stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sniðganga samráð við heimamenn og taka vald af svæðisráðum. Þetta kom fram á fundi nefndarinnar í gærkvöld. Nefndin telur Vatnajökulsþjóðgarð vera að fjarlægjast þau markmið sem stofnun þjóðgarðsins hvíldi á í upphafi.
26.04.2018 - 11:13
Varar við lífshættulegum jarðhita íshellum
Fólk getur dáið úr gaseitrun inni í íshellum sem myndast við jarðhita eins og nýi hellirinn í Hofsjökli, segir jarðeðlisfræðiprófessor. Að auki sé þar hrunhætta og því eigi ekki að fara þangað með stóra hópa.
18.02.2018 - 18:55
Þjóðgarður undir smásjá vegna framúrkeyrslu
Rekstur Vatnajökulþjóðgarðs sætir nú óháðri úttekt, að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna mikillar skekkju í bókhaldinu. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir þetta 70 milljóna framúrkeyrslu sem skýrist af launalið starfsmanna þjóðgarðsins. Stjórnarformaður þjóðgarðsins segir brýnt að fá úttektina, en málið komi flatt upp á stjórnina.