Færslur: Vatnajökulsþjóðgarður

Miklir möguleikar í kaupum á húsnæði fyrir gestastofu
Miklir möguleikar felast í kaupum ríkisins á húsnæði fyrir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Mývatn, að mati sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Sveitarfélagið vill opna þekkingar- og nýsköpunarsetur í sama húsi.
Myndskeið
Kvóti á ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði
Ferðamannakvóti verður hér eftir settur á fyrirtæki sem vilja fara með ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta er gert til að auka öryggi og minnka álag. Framkvæmdastjóri garðsins segir að langflest fyrirtækin séu sátt við þetta fyrirkomulag.
Segir vegabætur nauðsyn vegna aukinnar umferðar
Nauðsynlegt var að gera endurbætur á veginum í Vesturdal sunnan Hljóðakletta innan Vatnajökulsþjóðgarðs því búist er við að umferð þar margfaldist á næstu árum. Þetta segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum. Hann segir að ákvörðunin hafi verið alfarið á hendi Vegagerðarinnar - stjórn þjóðgarðsins hafi ekki komið að henni.
Nýr vegur í Vesturdal spillir landslaginu
Breiður og mjög upphækkaður vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta gnæfir yfir tjaldstæði og spillir landslaginu. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum segir að lagning vegarins á þennan hátt séu mikil mistök. Ekki sé ljóst hver hafi tekið ákvörðun um að hanna svæðið á þennan hátt.
Höfðum ekki hugmyndaflug í að þetta gæti gerst
Ástæða er að horfa til svipaðra aðgerða og farið var í á Hornströndum varðandi landkomu skipa við Breiðamerkursand. Þetta segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri á Höfn og formaður svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu.
Allt fullt í Skaftafelli og fólki vísað frá
Starfsfólk tjaldsvæðisins í Skaftafelli hefur í morgun þurft að vísa fólki sem vill tjalda á svæðinu frá vegna fjöldatakmarkana. Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi í Vatnajökulsþjóðgarði sem rekur tjaldsvæðið, segir flesta hafa skilning á þessum aðstæðum, verið sé að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis.
Hálendisvegir opnaðir óvenjuseint
Flestir af helstu hálendisvegum landsins eru orðnir færir, mun seinna þó en oftast áður. Umferð um hálendið er minni en síðustu ár, en landvörður við Öskju segir koma á óvart hve margir Íslendingar eru á ferðinni.
Dettifossvegur tilbúinn í lok sumars
Í lok sumars verður í fyrsta sinn hægt að aka á bundnu slitlagi frá Dettifossi um Jökulsárgljúfur niður í Öxarfjörð. Þá opnast svokallaður Demantshringur, langþráð hringleið að mörgum helstu náttúruperlum Norðausturlands.
Hvetur hið opinbera til að kaupa Hótel Gíg við Mývatn
Vatnajökulsþjóðgarði býðst að kaupa Hótel Gíg í Mývatnssveit undir gestastofu. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að það yrði mikilvæg viðspyrnuaðgerð gegn áhrifum farsóttarinnar og hvetur hið opinbera til að grípa tækifærið.
Vilja kanna aðstæður til millilandaflugs á Hornafirði
Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll verður lögð fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Samkvæmt tillögunni er samgönguráðherra falið að skoða hvort nægjanlegur búnaður og aðstaða sé á Hornafjarðarflugvelli til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum.
Skiluðu ráðherra skýrslu um miðhálendisþjóðgarð
Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í dag skýrslu sinni. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis.
Stefna á jákvætt eigið fé í lok næsta árs
Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að stefnan sé að eigið fé þjóðgarðsins verði orðið jákvætt í lok næsta árs.
Enn brotalamir þrátt fyrir viðsnúning
Verulegur viðsnúningur hefur orðið á rekstri Vatnajökulsþjóðgarðs þótt eigið fé hans sé enn neikvætt um tæplega 200 milljónir. Enn eru brotalamir í rekstri þjóðgarðsins og þörf á verulegum úrbótum.
Myndskeið
„Mjög stór dagur í sögu náttúruverndar“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt skref hafa verið stigið í umhverfisvernd á Íslandi með því að fá Vatnajökulsþjóðgarð skráðan á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.
05.07.2019 - 19:46
Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá
Heimsminjaráðstefna UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, samþykkti rétt í þessu umsókn Íslands um að bæta Vatnajökulsþjóðgarði á heimsminjaskrá stofnunarinnar.
05.07.2019 - 11:42
Viðtal
Skaftafellsjökull hopar um 50-100 metra á ári
Skaftafellsjökull hopar um 50 til 100 metra á ári og hefur hopað um 850 metra síðan árið 1995. Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, hefur árlega tekið ljósmynd af jöklinum frá sama sjónarhorni. Myndirnar sýna vel hve mikið jökullinn hefur hopað og þynnst.
Vilja örva atvinnulíf í Vatnajökulsþjóðgarði
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fram drög að atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn. Í stefnunni kemur fram að megin markmiðið sé að örva atvinnustarfsemi í þjóðgarðinum og nágrenni hans að svo gefnu að starfsemin sé viðeigandi og í samræmi við markmið þjóðgarðsins, lög, reglugerð, stjórnunar- og verndunaráætlun.
30.04.2019 - 15:29
Hafna umsóknum um siglingar á Jökulsárlóni
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur hafnað umsóknum fjögurra fyrirtækja um að hefja siglingar á Jökulsárlóni því hvorki liggur fyrir stjórnunar- og verndaráætlun né skipulag fyrir svæðið.
12.07.2018 - 18:40
Óstjórn og trúnaðarbrestur í allar áttir
Úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs leiðir í ljós mikla óreiðu og óstjórn. Framkvæmdastjóri hefur verið settur af og stjórnarformaður garðsins sagði af sér í kjölfar úttektarinnar. Í skýrslu Capacent er talað um trúnaðarbrest í allar áttir innan stofnunarinnar, mikla framúrkeyrslu og samninga sem gerðir voru með óskýrri heimild.
12.06.2018 - 12:05
Framkvæmdastjóraskipti eftir úttekt á rekstri
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett nýjan framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs í kjölfar úttektar á starfseminni. Þá óskaði stjórnarformaður þjóðgarðsins lausnar. 
11.06.2018 - 17:58
Telja stjórnina sniðganga samráð við heimamenn
Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs telur stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sniðganga samráð við heimamenn og taka vald af svæðisráðum. Þetta kom fram á fundi nefndarinnar í gærkvöld. Nefndin telur Vatnajökulsþjóðgarð vera að fjarlægjast þau markmið sem stofnun þjóðgarðsins hvíldi á í upphafi.
26.04.2018 - 11:13
Varar við lífshættulegum jarðhita íshellum
Fólk getur dáið úr gaseitrun inni í íshellum sem myndast við jarðhita eins og nýi hellirinn í Hofsjökli, segir jarðeðlisfræðiprófessor. Að auki sé þar hrunhætta og því eigi ekki að fara þangað með stóra hópa.
18.02.2018 - 18:55
Þjóðgarður undir smásjá vegna framúrkeyrslu
Rekstur Vatnajökulþjóðgarðs sætir nú óháðri úttekt, að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna mikillar skekkju í bókhaldinu. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir þetta 70 milljóna framúrkeyrslu sem skýrist af launalið starfsmanna þjóðgarðsins. Stjórnarformaður þjóðgarðsins segir brýnt að fá úttektina, en málið komi flatt upp á stjórnina.