Færslur: Vatnafjöll

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 við Vatnafjöll
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð þegar klukkan var rúmlega stundarfjórðung gengin í fjögur í nótt við Vatnafjöll á sömu slóðum og skjálfti af stærðinni 5,2 varð 11. nóvember síðastliðinn.
26.11.2021 - 04:07
Um 150 skjálftar á Suðurlandi og einn stór við Keili
Á annað hundrað skjálftar mældust sunnan við Vatnafjöll í nótt, í grennd við Heklu. Sá stærsti var 2,7, en í gær varð þar skjálfti af stærðinni 5,2. Böðvar Sveinsson náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að vel sé fylgst með svæðinu. Skjálfti yfir 3 að stærð mældist við Keili í nótt.