Færslur: vatn

Áætlun gerð sem heimilar vatnsskömmtun í Santiago
Miklir þurrkar hafa verið meira og minna viðvarandi í Síle um um tólf ára skeið og nú er svo komið að stjórnvöld hyggjast undirbúa aðgerðaáætlun sem heimilar skömmtun á vatni í höfuðborginni Santiago.
Ekki hægt að kenna bæjarstjórn um stöðu Hvaleyrarvatns
Það er ekki hægt að kenna bæjarstjórninni um vatnsstöðu í Hvaleyrarvatni, segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Staðan sé náttúruleg, rakin til þurrka og snjóleysis, og bærinn hafi gert það sama og áður til að sporna gegn henni. Fara þurfi varlega í að dæla í vatnið til að raska ekki afkastagetu vatnsveitunnar og afhendingaröryggi íbúa.
06.08.2021 - 09:31
Hætta á mengun úr minkagröfum í grunnvatni
Vísbendingar eru um að grunnvatn hafi mengast vegna grafinna minka í Kølvrå við Viborg og Bovtrup við Holstebro í Danmörku. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands og Tæknistofnun Danmerkur gerðu fyrir dönsku umhverfisstofnunina.
10.12.2020 - 19:10
Erlent · COVID-19 · Minkar · Danmörk · Evrópa · mengun · vatn
Fréttaskýring
Sprenging í óbeinum vatnsinnflutningi
Innflutningur á gosi og bragðbættu vatni hefur rúmlega fjórfaldast á innan við tveimur árum. Þetta má lesa úr innflutningsskrá Hagstofunnar. Mest munar um stóraukinn gosinnflutning frá Svíþjóð. Verkfræðingur hjá Eflu segir kolefnisspor innfluttra drykkja hærra en þeirra sem framleiddir eru úr þykkni á Íslandi.
24.09.2019 - 16:24
Tómir pottar á Ylströndinni
„Margir heitir dagar í röð er versti ótti Ylstrandarinnar“ segir Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík. Sundgestir komu að tómum potti á Ylströndinni í morgun.
15.06.2019 - 17:02
Innlent · Veður · vatn · Veitur · Nauthólsvík
Viðtal
Vatnsnotkun áætluð út frá spám um íbúafjölgun
Veitur byggja sínar áætlanir á spám um fjölgun íbúa og skipulagsáætlunum sveitarfélaga og notkun á heitu vatni hefur vaxið meira en þeim vexti nemur. Þetta kom fram í viðtali við Eirík Hjálmarsson, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, í Speglinum í gær.
01.02.2019 - 10:30
Innlent · vatn · Orkumál
Viðtal
Skortur á upplýsingum um plast í drykkjarvatni
Það skortir tölfræði hér á landi um plastmengun í drykkjarvatni, að sögn Bergs Sigfússonar, fagstjóra umhverfis- og auðlindastrauma hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Í rannsókn Veitna kom í ljós margfalt minna af plastögnum í drykkjarvatni en í rannsókn sem Kveikur gerði.
05.12.2018 - 13:59
Danir á sjúkrahús vegna of mikils kranavatns
Óvenjumargir voru lagðir inn á Holbæk-sjúkrahúsið í Sjálandi í Danmörku í sumar vegna neyslu of mikils kranavats. Í hitasvækju sumarsins reynir fólk að viðhalda vökvajafnvægi líkamans með kranavatni, eins og segir í frétt danska ríkisútvarpsins, DR. Þá gleymist gjarnan að í kranavatninu sé lítið af steinefnum og söltum, sem líkaminn missi við að svitna. Það geti endað illa.
06.08.2018 - 15:03
Þurfa að sjóða neysluvatn á Borðeyri
Íbúar og ferðamenn á Borðeyri við Hrútafjörð hafa þurft að sjóða allt neysluvatn síðan í byrjun júní. Yfirborðsvatn blandaðist neysluvatni í leysingum í vor og mælast saurgerlar, eða e.coli- og kólígerlar, í vatninu. Borðeyri er hluti af sveitarfélaginu Húnaþingi vestra og segir sveitarstjórinn að allt kapp sé lagt á að koma vatnsmálunum í samt horf.
10.07.2018 - 16:20

Mest lesið