Færslur: Vatikanið

Fyrrverandi páfi sagður veikburða
Joseph Ratzinger eða Benedikt XVI fyrrverandi páfi, er sagður alvarlega veikur.
03.08.2020 - 03:45
Ítalir fagni ekki of snemma sigri gegn kórónaveirunni
Frans páfi varaði Ítali í gær við því að hætta of snemma að passa sig á kórónuveirunni. Hvatti hann þá til að fylgja leiðbeiningum stjórnvalda um að nota andlitsgrímur og viðhalda tveggja metra reglunni.
07.06.2020 - 13:49
Handtekinn vegna fasteignakaupa Vatíkansins
Lögregla Vatíkansins hefur handtekið ítalskan kaupsýslumann, sem aðstoðaði starfsmenn aðalskrifstofu Vatíkansins við kaup á lúxusfjölbýlishúsi í London.
06.06.2020 - 14:20
Einn æðsti maður Páfagarðs sekur um barnaníð
Einn af æðstu mönnum kaþólsku kirkjunnar, ástralski kardínálinn George Pell, hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur altarisdrengjum á tíunda áratugnum. Pell er fjármálastjóri Páfagarðs og sem slíkur þriðji maður í virðingarröð kaþólsku kirkjunnar. Hann var ákærður og leiddur fyrir rétt í Ástralíu í maí fyrra og sakfelldur í desember, en dómarinn í máli hans fyrirskipaði fréttabann sem ekki var aflétt fyrr en í dag.
Kynferðisbrotaskýrslum Vatikansins var eytt
Reinhard Marx, háttsettur kardínáli hjá kaþólsku kirkjunni og einn af nánustu ráðgjöfum Frans páfa, viðurkenndi í dag að skýrslum um kynferðisbrot presta hefði verð eytt eða jafnvel aldrei verið skráð. Þetta hefði leitt til þess að prestarnir gátu haldið áfram brotum sínum en þaggað hefði verið niður í þeim sem brotið var á.
23.02.2019 - 18:19