Færslur: varnarmálaráðherra
Danskir ráðamenn verjast frétta af vopnasendingum
Hvorki Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur né varnarmálaráðherrann Morten Bødskov vilja greina nákvæmlega frá hvers konar vopn danska ríkisstjórnin hefur útvegað Úkraínumönnum.
24.05.2022 - 04:10
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
20.05.2022 - 06:30
Líkir Rússlandi við Þriðja ríkið í Þýskalandi
Varnarmálaráðherra Bretlands segir framferði Rússlandsstjórnar undir handarjaðri Vladimírs Pútín forseta líkjast athæfi nasistastjórnarinnar sem réði ríkjum í Þýskalandi frá 1933 til 1945. Þetta er meðal þess sem ráðherrann hyggst koma á framfæri í ávarpi á morgun mánudag.
09.05.2022 - 01:00
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
08.05.2022 - 04:00
Segir Trump hafa lagt til eldflaugaárásir á Mexíkó
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, velti upp þeim möguleika að gera eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Sömuleiðis vildi hann beita mótmælendur innanlands hörðu.
06.05.2022 - 04:20
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær. Finnska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu en þarlend stjórnvöld velta nú fyrir sér umsókn að Atlantshafsbandalaginu. Það gera Svíar sömuleiðis en skammt er síðan rússnesk herflugvél fór í óleyfi inn í lofthelgi þeirra.
05.05.2022 - 03:50
Rússar æfðu notkun eldflauga sem borið geta kjarnavopn
Rússnesk stjórnvöld segja hersveitir sínar hafa gert rafrænar æfingar með eldflaugar sem borið geta kjarnavopn í Kalíníngrad, rússnesku landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands.
05.05.2022 - 02:20
Bandaríkjamenn heita enn auknum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin heita Úkraínu og fleiri ríkjum enn aukinni aðstoð. Ætlunin er að sendiherra snúi aftur til starfa í Úkraínu. Ítrasta öryggis og leyndar var gætt við heimsókn ráðherranna.
25.04.2022 - 05:30
Fundað um langtíma-öryggismarkmið Úkraínu
Varnarmálaráðherrar og æðstu hershöfðingjar tuttugu ríkja innan og utan Atlantshafsbandalagsins hafa þegið boð varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um að ræða öryggisþarfir Úkraínu til lengri tíma. Fundurinn verður haldinn í Ramstein-herstöðinni í Þýskalandi næstkomandi þriðjudag.
23.04.2022 - 01:20
Varnarmálaráðherra fékk hjartaáfall eftir ávítur Pútíns
Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er sagður hafa fengið hjartaáfall. Þetta kemur fram í máli ráðgjafa innanríkisráðherra Úkraínu í dag. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem banna dreifingu falsfrétta.
26.03.2022 - 02:30
Johnson hyggst ræða við leiðtoga heimsins um Úkraínu
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst ræða við leiðtoga heimsins í vikunni með það í huga að lægja öldurnar í Úkraínudeilunni. Hann segist einkum vilja ræða við forystumenn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
13.02.2022 - 23:29
Samkomulag veikti stjórn Afganistan en styrkti Talibana
Varnarmálaráðherra og yfirmenn herafla Bandaríkjanna segja samkomulag við Talibana um brottflutning Bandaríkjahers frá Afganistan hafa veikt ríkisstjórn landsins og her. Á hinn bóginn hafi máttur Talibana færst í aukana.
30.09.2021 - 01:43
Segjast hafa ráðlagt forsetanum að halda eftir herliði
Háttsettir yfirmenn í Bandaríkjaher segjast hafa ráðlagt Joe Biden forseta að halda herliði áfram í Afganistan. Jafnframt hafi þeir lýst áhyggjum yfir því að Talibanar hefðu ekki slitið tengsl sín við hryðjuverkasamtökin Al Kaída.
29.09.2021 - 01:44
Líf afganskra túlka í hættu eftir tölvupóstsendingu
Rannsókn er hafin því hvernig mjög persónugreinalegar upplýsingar um afganska túlka sem störfuðu fyrir breska herliðið í Afganistan rötuðu inn í fjöltölvupóst sem sendur var á mjög marga. Talið er lífi margra í hópnum kunni að vera ógnað vegna þessa.
21.09.2021 - 07:10
Segir Ástrala hafa verið alveg heiðarlega í garð Frakka
Peter Dutton, varnarmálaráðherra segir Ástrali hafa verið fullkomlega heiðarlega í samskiptum við Frakka í aðdraganda uppsagnar samnings um kaup á tólf kafbátum.
19.09.2021 - 04:29