Færslur: varnarmálaráðherra

Rússar prófuðu kjarnorkuvopnabúnað sinn í dag
Rússneski herinn var með umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu fyrr í dag. Forseti Rússlands hafði yfirumsjón með æfingunni sem Bandaríkjamenn höfðu vitneskju um.
Fráleit hugmynd að beita „óhreinni sprengju“
Úkraínustjórn segir ekkert hæft í þeim ásökunum Rússa að þeir hyggist nota sprengju sem inniheldur geislavirk efni til að stigmagna átökin, svokallaða óhreina eða skítasprengju. Átta mánuðir eru í dag síðan Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu.
Ætla að gera Kherson að óvinnandi virki
Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman í síma í dag. Samskipti þeirra eru afar fátíð en aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum hyggjast gera borgina Kherson að virki gegn framrás úkraínskra hersveita.
Eldflaug skotið frá rússneskri þotu nærri breskri
Eldflaug var skotið frá rússneskri orrustuþotu sem var á flugi nærri óvopnaðri flugvél breska flughersins á eftirlitsflugi yfir Svartahafi. Atvikið varð fyrir nokkrum vikum en varnarmálaráðherra Bretlands greindi frá því í gær.
Gæti tekið Rússlandsher nokkur ár að ná fyrri styrk
Það gæti tekið tvö til fjögur ár fyrir rússneska herinn að ná sama styrk og fyrir innrásina í Úkraínu. Þetta er mat varnarmálaráðherra Eistlands sem vill að áfram verði af alefli haldið aftur af rússneskum stjórnvöldum.
Sautján létust í árásum Rússa á Zaporizhzhia
Rússar héldu í gærkvöld og nótt áfram árásum sínum á iðnaðarborgina Zaporizhzhia, sunnanvert í Úkraínu. Tala látinna í eldflaugaárásum á borgina fer hækkandi að sögn yfirvalda í héraðinu.
Fleiri grafir finnast nærri bænum Lyman í Donetsk
Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið fjöldagrafir í bænum Lyman í Donetsk-héraði. Úkraínumenn endurheimtu öll völd í bænum fyrir tæpri viku en rússnesk hernaðaryfirvöld segjast hafa náð svæðum í Donetsk að nýju.
Pútín sagður hafa ýtt Shoigu til hliðar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa ýtt Sergei Shoigu varnarmálaráðherra til hliðar vegna þess hve hægt gengur að ná markmiðum með innrásinni í Úkraínu. Breska leyniþjónustan staðhæfir þetta og vitnar í rússneskar heimildir máli sínu til stuðnings.
Talibanar segja bandaríska dróna senda frá Pakistan
Afganski varnarmálaráðherrann sakar stjórnvöld í nágrannaríkinu Pakistan um að veita Bandaríkjamönnum aðgang að lofthelgi landsins. Hann staðhæfir að Bandaríkjamenn geri þannig atlögur með drónum yfir landamærin.
Pólverjar kaupa skriðdreka og sprengjuvörpur
Pólska ríkið hefur náð samkomulagi um kaup á hundruðum skriðdreka og sprengjuvarpa af Suður-Kóreumönnum. Auk þess fylgja skotfæri, skipulagning og þjálfun herliðs með í kaupunum.
Ræddu um mikilvægi öryggis umhverfis Zaporizhzhia
Varnarmálaráðherra Rússlands og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddu í dag um stöðu öryggismála umhverfis úkraínska Zaporizhzhia kjarnorkuverið. Harðir bardagar hafa staðið vikum saman allt umhverfis verið og sprengjugnýrinn er nánast stanslaus.
„Óásættanlegt“ að Rússar sigli inn í danska landhelgi
Rússneskt herskip fór tvisvar sinnum inn í danska landhelgi í gær. Varnarmálaráðherra Dana segir þessar heræfingar Rússa óásættanlegar, en ítrekar þó að þær ógni ekki landsmönnum.
Danskir ráðamenn verjast frétta af vopnasendingum
Hvorki Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, né varnarmálaráðherrann Morten Bødskov vilja greina nákvæmlega frá því hvers konar vopn danska ríkisstjórnin hefur útvegað Úkraínumönnum.
Innrás í Úkraínu
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
Líkir Rússlandi við Þriðja ríkið í Þýskalandi
Varnarmálaráðherra Bretlands segir framferði Rússlandsstjórnar undir handarjaðri Vladimírs Pútín forseta líkjast athæfi nasistastjórnarinnar sem réði ríkjum í Þýskalandi frá 1933 til 1945. Þetta er meðal þess sem ráðherrann hyggst koma á framfæri í ávarpi á morgun mánudag.
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
Segir Trump hafa lagt til eldflaugaárásir á Mexíkó
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, velti upp þeim möguleika að gera eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Sömuleiðis vildi hann beita mótmælendur innanlands hörðu.
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær. Finnska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu en þarlend stjórnvöld velta nú fyrir sér umsókn að Atlantshafsbandalaginu. Það gera Svíar sömuleiðis en skammt er síðan rússnesk herflugvél fór í óleyfi inn í lofthelgi þeirra.
Rússar æfðu notkun eldflauga sem borið geta kjarnavopn
Rússnesk stjórnvöld segja hersveitir sínar hafa gert rafrænar æfingar með eldflaugar sem borið geta kjarnavopn í Kalíníngrad, rússnesku landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands.
Bandaríkjamenn heita enn auknum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin heita Úkraínu og fleiri ríkjum enn aukinni aðstoð. Ætlunin er að sendiherra snúi aftur til starfa í Úkraínu. Ítrasta öryggis og leyndar var gætt við heimsókn ráðherranna.
Fundað um langtíma-öryggismarkmið Úkraínu
Varnarmálaráðherrar og æðstu hershöfðingjar tuttugu ríkja innan og utan Atlantshafsbandalagsins hafa þegið boð varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um að ræða öryggisþarfir Úkraínu til lengri tíma. Fundurinn verður haldinn í Ramstein-herstöðinni í Þýskalandi næstkomandi þriðjudag.
Varnarmálaráðherra fékk hjartaáfall eftir ávítur Pútíns
Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er sagður hafa fengið hjartaáfall. Þetta kemur fram í máli ráðgjafa innanríkisráðherra Úkraínu í dag. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem banna dreifingu falsfrétta.
Úkraínudeilan
Johnson hyggst ræða við leiðtoga heimsins um Úkraínu
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst ræða við leiðtoga heimsins í vikunni með það í huga að lægja öldurnar í Úkraínudeilunni. Hann segist einkum vilja ræða við forystumenn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
Samkomulag veikti stjórn Afganistan en styrkti Talibana
Varnarmálaráðherra og yfirmenn herafla Bandaríkjanna segja samkomulag við Talibana um brottflutning Bandaríkjahers frá Afganistan hafa veikt ríkisstjórn landsins og her. Á hinn bóginn hafi máttur Talibana færst í aukana.
Segjast hafa ráðlagt forsetanum að halda eftir herliði
Háttsettir yfirmenn í Bandaríkjaher segjast hafa ráðlagt Joe Biden forseta að halda herliði áfram í Afganistan. Jafnframt hafi þeir lýst áhyggjum yfir því að Talibanar hefðu ekki slitið tengsl sín við hryðjuverkasamtökin Al Kaída.