Færslur: Varnarmál

Segir Ástrala hafa verið alveg heiðarlega í garð Frakka
Peter Dutton, varnarmálaráðherra segir Ástrali hafa verið fullkomlega heiðarlega í samskiptum við Frakka í aðdraganda uppsagnar samnings um kaup á tólf kafbátum.
Þríhliða samningur til að bregðast við ásókn Kínverja
Samkvæmt þríhliða öryggissamningi sem Bretar, Bandaríkjamenn og Ástralir hafa gert deila ríkin með sér háþróuðum hertæknibúnaði á borð við skammtatækni og gervigreind. Ástralir hefja smíði kjarnorkuknúinna kafbáta á næstu misserum.
Segir ótímabært fyrir Úkraínu að ganga í NATÓ
Joe Biden Bandaríkjaforseti fullvissaði Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu um andstöðu Bandaríkjanna við yfirgang Rússlands á fundi þeirra í dag. Hins vegar sýndi hann engan áhuga á stuðningi við inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið.
02.09.2021 - 01:12
Kína verður ekki hunsað
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO, segir að bandalagið þurfi að takast saman á við áhrif af uppgangi Kína en leggur áherslu á að Kína sé ekki andstæðingur bandalagsins. Leiðtogar 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ráða nú ráðum sínum í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er á leiðtogafundinum ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann segir að bandalagið standi nú á ákveðnum tímamótum.
Árlegur samráðsfundur um öryggis- og varnarmál í gær
Árlegur samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál var haldinn í gær gegnum fjarfundabúnað. Til umræðu var samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins auk öryggispólítískra mála.
985 hermenn hér á landi í fyrra
Alls voru 985 liðsmenn erlends herliðs samtals í 422 daga hér á landi í fyrra. Föst viðvera herliðs hér á landi hefur ekki komið til umræðu, enda ekki talin þörf á henni.
03.02.2021 - 14:02
Sjóherinn og FBI gera skýrslu um fljúgandi furðuhluti
Leyniþjónusta Bandaríska sjóhersins og Alríkslögreglan (FBI) hafa nú 180 daga til þess að ljúka skýrslu um vitneskju sína um ferðir fljúgandi furðuhluta í lofthelgi Bandaríkjanna.
11.01.2021 - 00:26
Samþykktu lög um útgjöld til varnarmála í óþökk Trumps
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld lög um útgjöld til varnarmála, þrátt fyrir að Donald Trump forseti hefði neitað að samþykkja þau í síðustu viku. Það er í fyrsta sinn í forsetatíð Trumps sem lög eru samþykkt í þinginu þrátt fyrir að hann hafi neitað að skrifa undir þau.
01.01.2021 - 20:46
Kynjajafnrétti og alþjóðasamskipti rædd á NB8 fundi
Kynjajafnrétti var í brennidepli á fjarfundi utanríkisráðherra NB8 ríkjanna á föstudaginn. NB8 er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja sem efnt var til árið 1992.
Lloyd Austin verður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
Joe Biden tilvonandi Bandaríkjaforseti tilnefnir Lloyd Austin sem varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir heimildamanni nákomnum forsetanum.
Tekist á um fjárlög í Bandaríkjunum
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru nú í kapphlaupi við tímann að búa til björgunarpakka fyrir bágstatt efnahagslíf landsins og fjárlög næsta ár. Einnig þarf að ákveða fjárframlög til varnarmála.
06.12.2020 - 23:30
Aukin framlög til varna Bretlands
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands leggur tillögu um aukin útgjöld til varnarmála fyrir breska þingið í dag. Á næstu fjórum árum stendur til að hækka framlög í málaflokkinn um sem nemur sextán og hálfum milljarði sterlingspunda.
19.11.2020 - 05:56
Á sjötta hundrað hermenn á Íslandi
Búist er við að milli fimm og sex hundruð bandarískir og kanadískir hermenn verði á Íslandi næstu vikurnar.
22.10.2020 - 04:08
Kafbátaeftirlitsæfingar NATO á Íslandi annað hvert ár
Kafbátaeftirlitsæfingar Atlantshafsbandalagsins, Dynamic Mongoose, verða framvegis haldnar á Íslandi annað hvert ár. Æfingarnar verða haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi.
25.06.2020 - 12:15
Fjögurra vikna sóttkví fyrir loftrýmisgæslu á Íslandi
Ítalski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá og með miðjum júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð ytra áður en hingað er komið. Við komuna til landsins fara þeir aftur í 14 daga sóttkví, eins og allir sem hingað koma þurfa að gera. Verða þeir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á meðan.
Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.
Aukið mikilvægi Grænlands
Danir hafa aukið viðveru herafla á Grænlandi vegna þess að mikilvægi Norðurslóða hefur aukist segir dr. Rasmus Dahlberg, sérfræðingur við Háskóla danska hersins.
05.10.2019 - 21:07
Kastljós
Dregin í valdakapphlaup með óskýrum skilaboðum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að hún væri skítlogandi hrædd við að blanda viðskipta- og varnarmálum saman. Ríkisstjórnin hefði sent óskýr og misvísandi skilaboð við heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Með óskýrum skilaboðum ríkisstjórnarinnar værum við að sjá Ísland dragast inn í valdakapphlaup Kína og Bandaríkjanna. Betra væri að vera í samstarfi við þjóðir sem slái skjaldborg um ákveðin gildi sem þessar tvær þjóðir eru ekki með efst á blaði.
05.09.2019 - 20:57
Textað myndskeið
Spurði hvort hann ætti að vera Gorbatsjov
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í Höfða í hádeginu í dag. Þar ræddu þeir saman um sögu hússins og samband Bandaríkjanna og Íslands, sérstaklega með tilliti til varnarmála. Varaforsetinn sagðist hlakka til víðtækra viðræðna um viðskipti og öryggis- og varnarmál. Forsetinn sagðist vona að Pence nyti heimsóknarinnar. Hann fengi vonandi að kynnast gildum Íslendinga, svo sem frelsi, fjölbreytileika, alþjóðasamvinnu og virðingu við náungann.
04.09.2019 - 17:05
Myndskeið
14 milljarða framkvæmdir við varnarmannvirki
Bandaríski herinn og NATO ætla að verja tæpum 14 milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum. Kostnaðarþátttaka Íslands er um 400 milljónir króna.
Herinn býður út framkvæmdir fyrir 6 milljarða
Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdirnar eru í þremur liðum og kostnaðaráætlun er um 6,2 milljarðar króna.
20.07.2019 - 14:09
Fréttaskýring
Stoltenberg skýrslan markaði tímamót
Skýrsla og tillögur Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, um norræna samvinnu markaði tímamót í norrænni samvinnu þegar hún var kynnt fyrir tíu árum. Fram að því hafði samstarf ríkjanna á sviði varnar- og öryggismála verið mjög takmarkað. Utanríkismálastofnanir Norðurlandanna kynntu fyrir helgi úttekt á Stoltenberg-skýrslunni og þýðingu hennar.
Trump vill geimher í bandaríska herinn
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað forsetatilskipun þar sem hugmyndir hans um sérstakan geimher eru raktar. Fjölmiðlar vestanhafs kalla nýja herinn „Space Force“ og segja hann geti orðið að sérstakri deild innan bandaríska hersins eins og sjóherinn eða landherinn.
19.02.2019 - 23:37
Rússar taka netið úr sambandi í tilraunaskyni
Rússnesk stjórnvöld eru að undirbúa að aftengjast veraldarvefnum tímabundið og undirbúa þannig viðbrögð við netstríði í framtíðinni. Tilraunin mun gera það að verkum að netumferð innan landsins flæðir ekki út fyrir landamæri Rússlands.
11.02.2019 - 17:13
Fréttaskýring
Hætta ekki við kjarnorkuvopn
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, lætur líklega aldrei undan kröfum Bandaríkjastjórnar um kjarnorkuafvopnun. Þetta er skoðun Mats Fogelmarks, sem var varnarmálafulltrúi í sænska sendiráðinu í Pyoungyang og í Kína um þriggja ára skeið. Hann ræddi samband Svía við Norður-Kóreu og Kína á fundi í Norræna húsinu, sem sænska sendiráðið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir.
12.11.2018 - 18:11