Færslur: Varnarmál

Kafbátaeftirlitsæfingar NATO á Íslandi annað hvert ár
Kafbátaeftirlitsæfingar Atlantshafsbandalagsins, Dynamic Mongoose, verða framvegis haldnar á Íslandi annað hvert ár. Æfingarnar verða haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi.
25.06.2020 - 12:15
Fjögurra vikna sóttkví fyrir loftrýmisgæslu á Íslandi
Ítalski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá og með miðjum júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð ytra áður en hingað er komið. Við komuna til landsins fara þeir aftur í 14 daga sóttkví, eins og allir sem hingað koma þurfa að gera. Verða þeir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á meðan.
Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.
Aukið mikilvægi Grænlands
Danir hafa aukið viðveru herafla á Grænlandi vegna þess að mikilvægi Norðurslóða hefur aukist segir dr. Rasmus Dahlberg, sérfræðingur við Háskóla danska hersins.
05.10.2019 - 21:07
Kastljós
Dregin í valdakapphlaup með óskýrum skilaboðum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að hún væri skítlogandi hrædd við að blanda viðskipta- og varnarmálum saman. Ríkisstjórnin hefði sent óskýr og misvísandi skilaboð við heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Með óskýrum skilaboðum ríkisstjórnarinnar værum við að sjá Ísland dragast inn í valdakapphlaup Kína og Bandaríkjanna. Betra væri að vera í samstarfi við þjóðir sem slái skjaldborg um ákveðin gildi sem þessar tvær þjóðir eru ekki með efst á blaði.
05.09.2019 - 20:57
Textað myndskeið
Spurði hvort hann ætti að vera Gorbatsjov
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í Höfða í hádeginu í dag. Þar ræddu þeir saman um sögu hússins og samband Bandaríkjanna og Íslands, sérstaklega með tilliti til varnarmála. Varaforsetinn sagðist hlakka til víðtækra viðræðna um viðskipti og öryggis- og varnarmál. Forsetinn sagðist vona að Pence nyti heimsóknarinnar. Hann fengi vonandi að kynnast gildum Íslendinga, svo sem frelsi, fjölbreytileika, alþjóðasamvinnu og virðingu við náungann.
04.09.2019 - 17:05
Myndskeið
14 milljarða framkvæmdir við varnarmannvirki
Bandaríski herinn og NATO ætla að verja tæpum 14 milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum. Kostnaðarþátttaka Íslands er um 400 milljónir króna.
Herinn býður út framkvæmdir fyrir 6 milljarða
Bandarísk yfirvöld hafa birt auglýsingu um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdirnar eru í þremur liðum og kostnaðaráætlun er um 6,2 milljarðar króna.
20.07.2019 - 14:09
Fréttaskýring
Stoltenberg skýrslan markaði tímamót
Skýrsla og tillögur Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, um norræna samvinnu markaði tímamót í norrænni samvinnu þegar hún var kynnt fyrir tíu árum. Fram að því hafði samstarf ríkjanna á sviði varnar- og öryggismála verið mjög takmarkað. Utanríkismálastofnanir Norðurlandanna kynntu fyrir helgi úttekt á Stoltenberg-skýrslunni og þýðingu hennar.
Trump vill geimher í bandaríska herinn
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað forsetatilskipun þar sem hugmyndir hans um sérstakan geimher eru raktar. Fjölmiðlar vestanhafs kalla nýja herinn „Space Force“ og segja hann geti orðið að sérstakri deild innan bandaríska hersins eins og sjóherinn eða landherinn.
19.02.2019 - 23:37
Rússar taka netið úr sambandi í tilraunaskyni
Rússnesk stjórnvöld eru að undirbúa að aftengjast veraldarvefnum tímabundið og undirbúa þannig viðbrögð við netstríði í framtíðinni. Tilraunin mun gera það að verkum að netumferð innan landsins flæðir ekki út fyrir landamæri Rússlands.
11.02.2019 - 17:13
Fréttaskýring
Hætta ekki við kjarnorkuvopn
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, lætur líklega aldrei undan kröfum Bandaríkjastjórnar um kjarnorkuafvopnun. Þetta er skoðun Mats Fogelmarks, sem var varnarmálafulltrúi í sænska sendiráðinu í Pyoungyang og í Kína um þriggja ára skeið. Hann ræddi samband Svía við Norður-Kóreu og Kína á fundi í Norræna húsinu, sem sænska sendiráðið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir.
12.11.2018 - 18:11
Viðtal
Sprengjuleitaræfingin mikilvæg Íslendingum
Alþjóðleg NATO-æfing sprengjusérfræðinga sem fram fer hér á landi er gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir Íslendinga, segir sérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Alls taka 250 manns frá NATO og Landhelgisgæslunni þátt í æfingunum. 
21.09.2018 - 20:20
„Evrópuríkin hafa Sám frænda að fífli“
Framtíð Atlantshafsbandalagsins kann að vera í hættu, standi Evrópuríkin ekki við skuldbindingar sínar. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum og fyrrverandi sendiherra segir að Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki þrætt fyrir þá hótun á blaðamannafundi í dag.
12.07.2018 - 21:27
Íslendingar ekki fengið skammarbréf frá Trump
Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið bréf frá Trump Bandaríkjaforseta með skömmum fyrir að verja ekki nægu fé til varnarmála. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði í júní sent harðorð bréf til ýmissa Nató-ríkja, meðal annars Þýskalands, Belgíu, Noregs og Kanada.
03.07.2018 - 12:10
Leggur Landhelgisgæsluna og fær átta milljónir
Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samningi um leigu á jörð undir ratsjárstöð í Hornafirði. Eigandi jarðarinnar vann dómsmál um þetta ágreiningsefni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Landhelgisgæslan þarf að greiða landeigandanum rúmar fimm milljónir króna í vangoldna leigu og þrjár milljónir í málskostnað.
25.04.2018 - 17:10
Vill tollstjóra í þjóðaröryggisráð
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram lagafrumvarp á þingi um að tollstjóri fái sæti í þjóðaröryggisráði og ráðsmönnum fjölgi þar með úr ellefu í tólf. Þorsteinn telur að sterk rök hnígi að því að tollstjóri eigi fast sæti í þjóðaröryggisráði vegna hlutverks hans við landamæravörslu.
29.03.2018 - 17:11
Þverrandi hernaðarmáttur Rússa
„Rússland verður ekki arftaki Sovétríkjanna á hernaðarsviðinu. Rússneski herinn hefur enga burði til þess,“ sagði Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Rússlandi og Bandaríkjunum, á Morgunvaktinni á Rás 1. Rætt var um stöðu Rússa á heimssviðinu og umsvif þeirra í Austur-Evrópu, á norðurslóðum og í Sýrlandi. Albert tók sem dæmi um minnkandi vægi hernaðarumsvifa Rússlands að útgjöld Bandaríkjanna til hermála væru 12 til 14 sinnum hærri. En NATÓ-ríkin hafa gát á umsvifum Rússa við Eystrasalt.
12.03.2018 - 11:16
Fréttaskýring
Stóraukin viðvera hermanna við Ísland
Umsvif kafbátaleitarsveita aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, einkum Bandaríkjahers, við Ísland hafa stóraukist síðastliðin fjögur ár. Það sem af er þessu ári hafa bandarískir hermenn, sem sinna kafbátaleit, dvalið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í samtals 122 daga, allt að 300 saman í senn. Stjórnvöld segja þó engin áform um að koma hér upp herstöð á nýjan leik. 
Sænski herinn ánægður með herskyldu
Yfirstjórn sænska hersins fagnar fyrirætlunum um að taka herskyldu upp að nýju. Nokkrir erfiðleikar hafa verið með að fá nægilega marga unga Svía til að ganga í herinn. Micael Bydén, yfirmaður heraflans, segir að atvinnuhermenn og herskyldir, þjóni saman í framtíðinni.
10.03.2017 - 16:54
Finnar ætla að efla varnir
Finnska stjórnin hefur samþykkt nýja varnarmálaáætlun fyrir landið. Gert er ráð fyrir að varnir verði efldar og meira fé varið til landvarna. Stjórnin kynnti nýju áætlunina og og Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra, sagði að aukningin væri hófleg. Komi til styrjaldarástands er gert ráð fyrir að 280 þúsund manns verði í finnska heraflanum í stað 230 þúsunda eins og núverandi áætlun segir til um.
20.02.2017 - 21:30