Færslur: Varnarmál

Ástralía
Milljarðabætur vegna samningsrofs við kafbátaverksmiðju
Áströlsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau hefðu náð samkomulagi við franska stórfyrirtækið Naval Group um bætur fyrir að hafa rift samningi sínum við fyrirtækið um smíði fjölda dísilknúinna kafbáta fyrir ástralska flotann. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði stjórnendur Naval Group hafa samþykkt „sanngjarna og réttláta sátt“ um 555 milljónir evra, jafnvirði 77 milljarða króna, í bætur fyrir riftun samningsins, sem hljóðaði upp á margfalt hærri upphæð.
Stóraukinn stuðningur við aðild að NATO
Rúmlega sjötíu prósent Íslendinga segjast vera jákvæð gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu - tuttugu prósentustigum fleiri en fyrir ári síðan. Álíka margir segja að áhyggjur þeirra af þróun alþjóðamála hafi aukist. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína hefur gert fyrir utanríkisráðuneytið.
10.06.2022 - 13:45
Einkaviðtal
Kemur ekki til greina að aflétta viðskiptaþvingunum
Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands segir ekki koma til greina að hætta þvingunaraðgerðum gegn rússneskum stjórnvöldum, þó svo samkomulag takist um að losa um hafnbannið sem Rússar hafa sett á gegn sjóflutningum frá Úkraínu. Fæðuöryggi víða um heim er nú ógnað vegna þess að ekki er hægt að flytja korn sjóleiðina frá Úkraínu
08.06.2022 - 15:20
Frederiksen fagnar skýrri niðurstöðu í Danmörku
Mikill meirihluti Dana greiddi atkvæði með því að leggja niður undanþáguákvæðu um þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 66,9 prósent Dana sögðu já en 33,1 prósent nei.
02.06.2022 - 07:01
Danir kjósa í dag um varnarsamstarf Evrópusambandsins
Kjörstaðir voru opnaðir í Danmörku í morgun og verða opnir til sex í kvöld á íslenskum tíma. Dönum er gert að taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ríkið eigi að taka þátt í varnarsambandi Evrópusambandsins, eða halda sig áfram utan þess hluta sambandsins.
01.06.2022 - 06:11
Innrás í Úkraínu
„Frelsun“ Donbas óumsemjanlegt forgangsmál Rússa
Utanríkisráðherra Rússlands segir að það sé óumsemjanlegt forgangsmál að „frelsa“ héruðin Luhansk og Donetsk undan yfirráðum Úkraínu. Þjóðverjar hafa ákveðið að hækka framlög sín til varnarmála vegna stríðsins og ríki heims halda uppteknum hætti við afhendingu vopna til Úkraínumanna.
Kína vonast eftir samningi við eyríki á Suður-Kyrrahafi
Utanríkisráðherra Kína hyggst funda með ráðamönnum tíu eyríkja á Kyrrahafi síðar í dag. Fundurinn er liður í átaki kínverskra stjórnvalda til að efla diplómatísk tengsl í heimshlutanum. Leynilegur samningur um frekari ítök Kínverja liggur á borðinu.
30.05.2022 - 04:10
Vilja fjölga sænskum hermönnum verulega
Gjörbreytt staða í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu þýðir að fjölga þarf verulega í sænska hernum. Þetta sagði Jan Hallenberg, rannsakandi hjá Utanríkismálastofnun Svíþjóðar, við sænska ríkisútvarpið.
24.05.2022 - 16:34
Lýsir fullum stuðningi við umsóknir Finna og Svía
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti fullum stuðningi við umsóknir Finnlands og Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu þegar hann tók á móti leiðtogum ríkjanna í Washington. Hann sagði að aðild þeirra myndi styrkja bandalagið.
Tilkynningum um fljúgandi furðuhluti fjölgar
Tilkynningum hefur fjölgað um óþekkta fljúgandi hluti á undanförnum tuttugu árum. Þetta kemur fram í máli háttsetts embættismanns bandaríska varnarmálaráðuneytisins frammi fyrir þingnefnd. Hann segir fátt benda til að farartækin séu frá fjarlægum hnöttum.
Ríkisstjórnin ætlar að samþykkja umsóknir Finna og Svía
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun þingsályktunarlillögu utanríkisráðherra þar sem ríkisstjórninni er heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaðan viðbótarsamning við Atlantshafsbandalagið um aðild Finnlands og Svíþjóðar þegar hann liggur fyrir.
Líflegar umræður um NATO á þingi í Finnlandi og Svíþjóð
Heitar umræður hafa verið á sænska þinginu í dag um að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Sænskir erindrekar ræða við Tyrklandsstjórn um að styðja umsóknir Svía og Finna.
Þriðjungur Dana enn óákveðinn
Danir ganga að kjörborðinu þann 1. júní næstkomandi og taka afstöðu til þess hvort ríkið eigi að falla frá undanþágu sinni um þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins.
11.05.2022 - 15:31
Þvertaka fyrir aðstoð við að hafa uppi á hershöfðingjum
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa útvegað Úkraínumönnum leynileg gögn um staðsetningar rússneskra hershöfðingja á vígvöllum í landinu. Fullyrt hefur verið að slík gögn hafi auðveldað Úkraínumönnum að hafa uppi á hershöfðingjunum og fella þá.
Fundað um langtíma-öryggismarkmið Úkraínu
Varnarmálaráðherrar og æðstu hershöfðingjar tuttugu ríkja innan og utan Atlantshafsbandalagsins hafa þegið boð varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um að ræða öryggisþarfir Úkraínu til lengri tíma. Fundurinn verður haldinn í Ramstein-herstöðinni í Þýskalandi næstkomandi þriðjudag.
Rússar leggja ótímabundið ferðabann á tugi manna
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í dag ótímabundið ferðabann til Rússlands sem nær til tuga Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Meðal þeirra sem óheimilt verður að heimsækja Rússland eru Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og Mark Zuckerberg forstjóri fyrirtækisins Meta, sem meðal annars heldur úti samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.
Finnar og Svíar ræða NATO aðild
Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar, Sanna Marin og Magdalena Anderson, sitja á fundi í Stokkhólmi þar sem staða ríkjanna eftir innrás Rússa í Úkraínu er rædd. Stjórnvöld beggja ríkja íhuga af alvöru að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO.  Afstaða Finna og Svía til NATO aðildar gjörbreyttist á svipstundu við innrás Rússa í Úkraínu. Áður hafði NATO aðild ekki verið á dagskrá.
Japanir og Filippseyingar sammælast um varnir
Japanir og Filippseyingar hyggjast efla sameiginlegar varnir sínar. Utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkjanna hittust í dag til að ræða öryggis- og varnarmál í fyrsta skipti.
Finnar hækka útgjöld til varnarmála
Finnska ríkisstjórnin hefur brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með því að tilkynna um aukin útgjöld til varnarmála næstu fjögur ár. Fjármununum verður meðal annars varið til að greiða hundruðum atvinnuhermanna laun. Auk þess verður landamæraöryggi eflt og aukið við vopnakaup, þar á meðal eldflaugar og skotvopn.
Heimsglugginn
Viðbúnaður enn efldur á Grænlandi
Danir eru meðal þeirra NATO þjóða sem hafa ákveðið að auka mjög útgjöld til varnarmála og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júní um hvort Danir verði áfram utan sameiginlegrar stefnu Evrópusambandsins í varnarmálum. Sú undanþága felur í sér meðal annars að að Danir taka ekki þátt í sameginlegum hernaðaraðgerðum eða varnaráætlunum sambandsins á nokkurn hátt. En að standa utan þýðir líka að þeir eru ekki með í ákvarðanatöku og hafa engin áhrif.
Heræfingar NATÓ hefjast í Noregi á mánudaginn
Atlantshafsbandalagið hefur tilkynnt að heræfingar hefjist í Noregi mánudaginn 14. mars, þær viðamestu á þessu ári. Nú eru 17 dagar liðnir frá innrás Rússa í Úkraínu.
12.03.2022 - 04:30
Spegillinn
Ekki þörf á her með fasta setu á Íslandi 
Yfir milljón Úkraínumanna eru nú landflótta og óttast er að jafnvel nokkrar milljónir í viðbót flýji land á næstu vikum. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir síðan 24. febrúar. Tólf dagar eru nú liðnir síðan rússnesk stjórnvöld sendu her sinn inn í landið.
08.03.2022 - 08:51
Rússar segjast hafa stökkt bandarískum kafbáti á flótta
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir tundurspilli hafa stökkt bandarískum kafbáti á flótta nærri Kúril-eyjum í norðanverðu Kyrrahafi. Ekkert hefur slegið á spennuna í Úkraínudeilunni þrátt fyrir samtal forseta Rússlands og Bandaríkjanna í dag.
Havana-heilkennið herjar enn á sendifulltrúa
Fjórir bandarískir sendifulltrúar í Genf og París hafa veikst af Havana-heilkenninu svokallaða. Það eru veikindi sem fyrst varð vart 2016 en um 200 tilkynningar um þau hafa borist bandarískum yfirvöldum.
Fleiri almennir borgarar fallið í árásum en talið var
Hernaðarumsvif flughers Bandaríkjanna í miðausturlöndum byggja á afar gallaðri upplýsingagjöf og hefur leitt af sér dauða þúsunda almennra borgara þeirra á meðal fjölda barna.