Færslur: Varmahlíð

Ósáttur við að fá ekki byggðakvóta
Umsókn skipstjóra í Skagafirði um byggðakvóta var hafnað á þeirri forsendu að hann er ekki með lögheimili á Sauðárkróki. Byggðaráð Skagafjarðar undrast höfnunina og ætlar að skoða málið frekar.
Lét höggin dynja á vagnstjóra þegar til Akureyrar kom
Lögreglan á Norðurlandi Eystra rannsakar líkamsárás strætófarþega á bílstjóra strætisvagnsins fyrr í þessum mánuði. Farþegi í strætisvagni á leið frá Reykjavík til Akureyrar gekk í skrokk á vagnstjóranum þegar til Akureyrar var komið, kýldi hann ítrekað og réðst svo á hann aftur skömmu síðar við annan mann. Fréttablaðið greinir frá.
Sjónvarpsfrétt
Hefði þurft að hefja framkvæmdir fyrr
Sveitarfélagið Skagafjörður vill láta gera hættumat í Varmahlíð eftir skriðuföllin þar fyrr í sumar. Íbúi húss sem skriðan lenti á telur að aðgerðir á svæðinu hefðu átt að hefjast fyrir mörgum árum.
09.08.2021 - 15:46
Mikil eftirspurn eftir lóðum í Varmahlíð
Gripið var til þess ráðs að hraða gerð deiliskipulags í Varmahlíð til að koma til móts við aukinn áhuga á lóðum í þorpinu. Til stendur að bjóða upp á um 30 nýjar lóðir en sveitarstjóri í Skagafirði segir að með þessum fjölda lóða sé horft til framtíðar.
31.07.2021 - 17:11
Íbúafundur staðfestur í Varmahlíð
Íbúafundur verður haldinn í Varmahlíð 5. ágúst. Fundurinn er haldinn í kjölfar auskriðu sem féll á tvö hús í þorpinu 29. júní.
30.07.2021 - 13:16
Íbúafundur vegna aurskriðunnar í Varmahlíð
Íbúar níu íbúðarhúsa í Varmahlíð hafa óskað eftir að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar haldi með þeim fund og veiti upplýsingar um stöðu mála í kjölfar aurskriðunnar sem þar féll í lok júní.
Mikið vatnsstreymi olli skriðunni
Orsök þess að skriða féll á tvö íbúðarhús í Varmahlíð í Skagafirði síðastliðinn þriðjudag er mikið vatnsstreymi úr uppsprettum undir götunni. Búið er að hleypa vatninu í skurð. Það rennur nú fram hjá þorpinu og rýmingu húsa hefur verið aflétt.
05.07.2021 - 15:57
Rýmingu aflétt í Varmahlíð
Rýmingu hefur verið aflétt á síðustu húsunum í Varmahlíð í Skagafirði. Þetta var ákveðið á fundi almannavarnanefndar Skagafjarðar í kvöld.
Rýmingu aflétt á einu húsi til viðbótar
Almannavarnir hafa tekið ákvörðun um að aflétta rýminu á einu húsi til viðbótar í Varmahlíð í Skagafirði.
01.07.2021 - 20:49
Sjónvarpsfrétt
Þakklát fyrir að enginn var heima
Aurskriða féll á tvö íbúðarhús við Laugaveg í Varmahlíð síðdegis 29. júní og tilviljun réð því að enginn var heima. Íbúar fengu fréttirnar frá vinum og vandamönnum sem höfðu strax samband og aðkoman, þegar heim var komið, var ekki góð.
01.07.2021 - 10:17
Rýmingum aflétt að hluta í Skagafirði
Tekin hefur verið ákvörðun um afléttingu rýmingar á fimm af þeim húsum sem höfðu verið rýmd í Varmahlíð í Skagafirði vegna skriðuhættu.
30.06.2021 - 20:31
Rýming gildir áfram í Varmahlíð
Rýming níu húsa gildir enn í Varmahlíð í Skagafirði eftir að aurskriða féll á tvö hús þar síðdegis í gær. Stöðuskýrsla verður gefin út eftir fund almannavarnanefndar klukkan tíu, að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Níu hús rýmd vegna aurskriðunnar í Varmahlíð
Níu íbúðarhús voru rýmd vegna aurskriðunnar sem féll á tvö hús við Laugaveg í Varmahlíð í gær. Engan sakaði í skriðunni en talsverðar skemmdir urðu á húsunum.
Hafa áhyggjur af frekari skriðum
Svæði nærri þeim stað þar sem skriða féll í Varmahlíð í dag hefur verið girt af vegna hættu á frekari skriðuföllum. Sveitarfélagið Skagafjörður hafði í dag áætlað að framkvæmda jarðvegsskipti á veginum sem hrundi niður í aurskriðu um klukkan 16 í dag.
29.06.2021 - 19:19
Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð
Aurskriða féll úr vegbrún á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði á fjórða tímanum í dag. Talsvert tjón varð á húsunum en enginn slasaðist að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
29.06.2021 - 17:52
Drógu hjólhýsi upp á þjóðveginn með gröfum
Hjólhýsi losnaði frá bifreið í Varmahlíð fyrir hádegi í dag og hafnaði utan vegar. Gripið var til þess ráðs að nota vinnuvélar til þess að koma hjólhýsinu aftur á þjóðveginn. Að sögn Feykis Ómarssonar, verktaka sem aðstoðaði ökumennina, gekk aðgerðin fljótt og vel fyrir sig.
24.07.2020 - 16:23
Um 3.000 lítrar af olíu láku út við Varmahlíð
Betur fór en á horfðist þegar rúmlega 3.000 lítrar af olíu runnu úr nýjum tanki Olís í Varmahlíð um liðna helgi. Óhappið varð þegar verið var að fylla olíutanka á staðnum. Héraðsfréttamiðillinn Feykir.is greindi fyrst frá málinu.
11.09.2019 - 15:31
Innlent · Norðurland · mengunarslys · Olía · Slys · Varmahlíð · Olís