Færslur: Varðskipið Óðinn

Óðni siglt á Akranes
Næstkomandi föstudag, 19. júní verður varðskipinu Óðni siglt frá Reykjavík til Akraness. Skessuhorn greinir frá þessu.
16.06.2020 - 03:12
Myndskeið
Óðni siglt í fyrsta sinn í tæp 15 ár
Varðskipið Óðinn, sem legið hefur við Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn frá 2008, sigldi í dag í fyrsta sinn í næstum fimmtán ár. Tilefnið er að sextíu ár eru frá því að Óðinn kom til landsins en á þeim tíma var það eitt öflugasta björgunarskip Norðurlanda.
11.05.2020 - 22:39
Myndskeið
Fögnuðu sextíu ára afmæli varðskipsins Óðins
Þess var minnst í gær að sextíu ár eru liðin frá því að varðskipið Óðinn kom til landsins, nýsmíðað frá Danmörku.
27.01.2020 - 07:42
Varðskipið Óðinn tekinn í gegn fyrir afmælissiglingu
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjórar milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til framkvæmda á varðskipinu Óðni til að undirbúa siglingu þess sjómannadagshelgina 6. og 7. júní í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að skipið kom nýtt til landsins árið 1960. Alþingi samþykkti einnig tillögu fjárlaganefndar að veita 15 milljónir króna á fjárlögum ársins 2020 til framkvæmdanna.
Merkilegur safngripur tekinn í slipp
Varðskipið Óðinn var tekið í slipp í Reykjavíkurhöfn í byrjun vikunnar. Óðinn, sem er einn stærsti og merkilegasti safngripur Íslands, er varðveittur á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Síðdegisútvarpið fylgdist með.
16.10.2018 - 12:13