Færslur: Vantrauststillaga

Kosið um vantraust á dómsmálaráðherra Svía í dag
Í hádeginu í dag verður kosið um vantrauststillögu á sænska þinginu, á hendur dómsmálaráðherranum Morgan Johansson. Verði tillagan samþykkt verður ráðherranum vikið úr embætti, sem gæti orðið til falls ríkisstjórnarinnar. Magdalena Anderson, forsætisráðherra Svía, ætlar að segja af sér verði tillagan samþykkt.
Segir niðurstöðuna afgerandi þrátt fyrir 148 mótatkvæði
Meirihluti þingmanna breska Íhaldsflokksins kaus gegn vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í kvöld. 211 þingmenn felldu vantrauststillöguna en 148 af flokksmönnum Johnsons vantreysta honum sem leiðtoga flokksins. Johnson sagði við breska fréttamenn að honum þætti niðurstaðan afgerandi og sannfærandi.
Vantrauststillaga á Johnson felld
Meirihluti þingmanna breska Íhaldsflokksins kaus gegn vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.148 þingmenn kusu með tillögunni og 211 kusu gegn henni.
06.06.2022 - 20:02
Kosið um vantrauststillögu á Johnson í dag
Þingmenn Íhaldsflokksins greiða í dag atkvæði um vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra landsins, Boris Johnson. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir Graham Brady, formanni 1922-nefndar breska íhaldsflokksins.