Færslur: Vanja frændi

McDonalds í Rússlandi selt og fær nýtt heiti
Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hefur fundið kaupanda að rekstri fyrirtækisins í Rússlandi. Eftir að innrásin í Úkraínu hófst ákvað keðjan að loka öllum veitingastöðum sínum í landinu. Keðjan skiptir um nafn eftir kaupin.
Gagnrýni
Í viðjum vanans  
„Uppsetning Borgarleikhússins á Vanja frænda er eins nálæg ímynd hins klassíska leikhúss og hugsast getur. Áherslan er öll á að koma leikriti Tsjekhovs til skila í fallegum umbúðum og með góðum leik,“ segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi. Hins vegar vanti að tekin sé skýr leikstjórnarleg afstaða til verksins og stórum spurningum um mikilvægi þess sé ekki svarað.
Gagnrýni
Gamalt, ryðgað skilti
Uppsetning Borgarleikhússins á Vanja frænda ber með sér að ósiðir íslensks leikhúss hafi borið leikstjórann ofurliði segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi.
Segðu mér
Tekur ekki persónurnar með sér á koddann
Leikritið um Vanja frænda eftir Anton Tsjékhov var frumsýnt um helgina í Borgarleikhúsinu en Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri hefur verið vakin og sofin yfir sýningunni undanfarna daga. „Ég vil helga mig leikhúsinu, þar vil ég vera,“ segir Brynhildur sem var gestur Viðars Eggertssonar í Segðu mér.
Menningin
Að geta hlegið að harminum og grátið með sprellinu
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov, einn af brautryðjendum nútímaleikritunar. Verkið er í nýrri þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar en Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir. 
11.01.2020 - 12:05