Færslur: Valur Gunnarsson

Valur í Úkraínu
Hermenn og vísindamenn vinna saman í Saporisjía
Segja má að Saporisjía sé nokkurskonar fæðingarstaður Úkraínu. Vissulega er Kænugarður, höfuðstaður hins forna Rúsveldis, töluvert eldri en ekki liggur alveg óslitinn þráður frá því til Úkraínu samtímans. Hún á hins vegar nokkuð beinar rætur að rekja til kósakkalýðveldisins á 17. öld og það hafði höfuðstöðvar sínar hér.
Útvarpsfrétt
Hálft ár frá innrásinni og drungalegur þjóðhátíðardagur
Í dag er hálft ár síðan rússneski herinn gerði innrás í Úkraínu. Valur Gunnarsson, sem staddur er í Kænugarði á þjóðhátíðardegi Úkraínumanna, segir almenning halda sig til hlés í dag af ótta við árásir á höfuðborgina.
24.08.2022 - 13:48
Útvarpsfrétt
Óttast ekki að spjót sendiráðsins beinist líka gegn sér
Rússneska sendiráðið á Íslandi krefur Fréttablaðið um afsökunarbeiðni eftir að blaðið birti fréttaljósmynd með viðtali, þar sem maður sést traðka á rússneska fánanum. Blaðamaður, sem veitti Fréttablaðinu viðtalið, segist ekki óttast að Rússar beini spjótum sínum að honum. 
11.08.2022 - 13:47
Heimsglugginn
Fangar berjast fyrir Rússa í Úkraínu
Rússar bjóða föngum sakaruppgjöf ef þeir eru reiðubúnir til að berjast í Úkraínu að því er samtök sem hjálpa föngum segja. Fangarnir ganga til liðs við ,,Wagner-hópinn" sem eru samtök málaliða, að sögn tengd rússneskum stjórnvöldum. Talið er að allt að 3000 fangar hafi þegar gengið í Wagner-hópinn til að berjast í Úkraínu og tugir þúsunda bætist við á næstu mánuðum.
Spegillinn
Ekki Rússum í hag að ráðast lengra inn
Það yrði Rússum ekki í hag að ráðast lengra inn í Úkraínu telur Valur Gunnarsson sagnfræðingur og rithöfundur en vonar að stríðsreksturinn magnist ekki enn. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra telur að stærri hernaðaraðgerðir en þeir hafa þegar ráðist í séu mögulegar en ekki stefni í stríð Rússa og NATO-ríkja.
Ástarsögur
„Erfitt að skilja hvers vegna hún púkkaði upp á mig“
„Aldrei láta rússneska konu bíða,“ er ein af þeim lexíum sem stormasamt ástarsamband Vals Gunnarssonar og hinnar dularfullu Juliu Sesar kenndi honum. Árum saman skiptust þau á ástarbréfum en alltaf þegar þau hittust fölnaði ástin, en blossaði svo aftur í ný þegar þau voru í sundur.
05.07.2021 - 09:00
Gagnrýni
Nasistar hertaka Ísland í sögulegri skáldsögu
„Hér er ekki verið að bylta neinum hefðum, en þetta er vel gert,“ segir Gauti Kristmannsson um skáldsöguna Örninn og fálkann eftir Val Gunnarsson. Hann segir að bókin sé blanda af ástarsögu og spennusögu í anda sagna á borð við Byssurnar frá Navarone eftir Alistair MacLean.