Færslur: Valitor

Láti ekki undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta
Netárásir hafa verið gerðar á fjögur íslensk fjármálafyrirtæki og fleiri og stærri árásir kunna að vera í bígerð. Öryggissérfræðingur segir að fyrirtæki eigi alls ekki að láta undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta heldur efla varnirnar.
12.09.2021 - 19:21
Netárásir mögulega bara æfingar fyrir annað og verra
Netárásir þær sem gerðar voru á greiðslufyrirtækið Valitor í gærkvöld og SaltPay í byrjun þessa mánaðar gætu einungis verið æfingar fyrir umsvifameiri netárásir.
Öll þjónusta komin í lag eftir netárásina
Umfangsmikil netárás var gerð á greiðslufyrirtækið Valitor í gærkvöld og olli hún um tíma talsverðum erfiðleikum með kortagreiðslur og úttektir.
12.09.2021 - 08:58
Seðlabankinn með innlenda greiðslumiðlun í smíðum
Seðlabanki Íslands vinnur nú að uppbyggingu smágreiðslukerfis innanlands, sem hægt yrði að nýta ef viðskipti við erlend greiðslumiðlunarfyrirtæki stöðvuðust.
Korthafar tapa háum upphæðum á kortasvindli
„Undanfarnar vikur hafa óprúttnir aðilar reynt að nálgast korthafa með tölvupósti eða sms skilaboðum í nafni þekktra innlendra fyrirtækja og beðið korthafa um að senda persónu- og kortaupplýsingar vegna væntanlegrar endurgreiðslu inn á greiðslukort,“ segir í tilkynningu sem Valitor sendi frá sér í dag. Dæmi séu um að fólk hafi tapað háum upphæðum á slíku svindli og því biður Valitor fólk að vera á varðbergi.
01.09.2020 - 13:21
Jákvæður viðsnúningur í afkomu Arion banka
Jákvæður viðsnúningur er í afkomu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2020. Afkoma af áframhaldandi starfsemi var 4.958 milljónir króna. Þetta er 76 prósenta aukning frá öðrum ársfjórðungi ársins 2019.
29.07.2020 - 17:23
Sviku út færslur af 100 debetkortum
Óprúttnir aðilar náðu að svíkja út færslur af um 100 debetkortum hér á landi um síðustu helgi. Málið er nú til rannsóknar hjá Valitor og Visa.
18.06.2020 - 16:41
Uppsagnir áfall en bankakerfið of dýrt
Forsætisráðherra segir í tilefni af uppsögnum í bönkunum að það sé mikið áfall fyrir fólk að missa vinnuna en hins vegar hafi verið bent á að íslenska fjármálakerfið sé tiltölulega dýrt. Lækkun sérstaks fjársýsluskatts ætti þó að gera létt rekstur fjármálafyrirtækja. 
28.09.2019 - 12:32
Valitor varar við svikamyllum
Greiðsluþjónustufyrirtækið Valitor varar fólk við að láta blekkjast af auglýsingum á samfélagsmiðlum þar sem þekktir Íslendingar eru sagðir hafa hagnast á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin.
10.06.2019 - 07:30
Sveinn Andri fær að skipta búi WOW air
Landsréttur hafnaði í dag kröfu Arion banka um að Sveini Andra Sveinssyni vikið úr starfi skiptastjóra WOW air. Forsvarsmenn bankans eru ósáttir við að Sveinn Andri gegni því hlutverki þar sem hann er lögmaður Datacell og Sunshine Press sem eru í málaferlum við Valitor, dótturfélag Arion banka.
03.06.2019 - 17:41
Sterklega varað við svikapósti í nafni Valitor
Valitor varar við tölvupóstum sem í dag hafa verið sendir í nafni fyrirtækisins um að kortum fólks hafi verið lokað eftir „tæknileg“ atvik í gagnagrunnum fyrirtækisins. „Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstana ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar,“ segir í tilkynningu frá Valitor.
24.03.2018 - 21:07
Ný og öðruvísi útrás fjármálafyrirtækja
Í sókn á Evrópumarkaði hafa Borgun og Valitor notað sömu Evróputilskipanir og Landsbankinn nýtti á sínum tíma til að reka Icesave, það er svokölluðu „passport“-ákvæði Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirtækin eru flokkuð sem lánafyrirtæki, lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins en taka hins vegar ekki á móti innlánum.
15.02.2016 - 18:42