Færslur: Valdarán í Tyrklandi

Heimskviður
Erfiðir tímar í Tyrklandi
Þó að hagvöxtur í Tyrklandi hafi verið sjö og hálft prósent á þriðja ársfjórðungi í ár hafa kjör almennings orðið lakari. Ástæðan er mikið gengisfall tyrkneska gjaldmiðilsins og mikil verðbólga. Almenningur á í sífellt meiri vandræðum með að ná endum saman.
Ólöglegar handtökur í Tyrklandi
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að lög um mannréttindi hefðu verið brotin þegar á fimmta hundrað saksóknarar og dómarar voru handteknir eftir misheppnað valdarán í Tyrklandi fyrir fimm árum. Dómstóllinn hefur áður úrskurðað að brotið hafi verið á tyrkneskum þingmanni og mannréttindaleiðtoga.
Fimm ár frá misheppnuðu valdaráni Tyrklandshers
Í dag eru fimm ár liðin frá misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi. Þá reyndu hermenn sem fullyrt var að væru hliðhollir múslímska útlagaklerknum Fethullah Gülen að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum.
15.07.2021 - 13:50
Hlutu lífstíðardóma fyrir valdaránstilraun í Tyrklandi
Tuttugu og tveir hlutu lífstíðarfangelsisdóma í Tyrklandi í dag og er gefið að sök að hafa tekið þátt í tilraun til valdaráns árið 2016. Þúsundir hafa hlotið dóma vegna málsins. 
Yfir 300 Tyrkir til viðbótar dæmdir í lífstíðarfangelsi
Tyrkneskur dómstóll dæmdi nýverið á fjórða hundrað fyrrverandi tyrkneskra hermanna í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, flesta án möguleika á reynslulausn. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem AFP-fréttastofan fékk í hendur í gær.
Róbert hvattur til að hafna heiðursnafnbót í Tyrklandi
Robert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, sætir talsverðri gagnrýni af hálfu þeirra sem voru fangelsaðir af tyrkneskum stjórnvöldum í tengslum við misheppnað valdarán í landinu fyrir fjórum árum. Róbert er væntanlegur til Tyrklands síðar í vikunni og verður hugsanlega gerður að heiðursdoktor við háskólann í Istanbul en yfirvöld ráku 192 fræðimenn frá skólanum eftir valdaránið.
01.09.2020 - 07:38
104 herforingjar dæmdir í lífstíðarfangelsi
Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í gær 104 yfirmenn úr tyrkneska hernum til lífstíðarfangelsisvistar fyrir aðild þeirra að valdaránstilraun í júlí 2016. Dómurinn var það sem kallað er strangur lífstíðardómur, sem felur í sér töluvert óblíðari aðbúnað en ella. 52 til viðbótar voru dæmdir til fangelsisvistar, allt frá sjö árum upp í 20, fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum, segir í frétt ríkisfréttastofunnar Anadolu.
Blaðamenn í lífstíðarfangelsi í Tyrklandi
Sex tyrkneskir blaðamenn voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir meint tengsl þeirra við klerkinn Fethullah Gulen, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Hann er af stjórnvöldum talinn höfuðpaurinn í misheppnaðri valdaránstilraun árið 2016. 
17.02.2018 - 01:22
Endurráða á annað þúsund opinbera starfsmenn
Tyrknesk stjórnvöld hafa ákveðið að endurráða yfir átján hundruð opinbera starfsmenn, sem misstu vinnuna eftir uppreisnartilraun hluta hersins sumarið 2016. Allir voru þeir sakaðir um að hafa hlaðið niður smáforriti sem nefnist Bylock. Ráðamenn fullyrða að hreyfing múslimaklerksins Fetullah Gülens hafi notað það til að hvetja til uppreisnar. Að þeirra sögn stóð Gülen fyrir uppreisnartilrauninni.
12.01.2018 - 07:52
Grikkir reyna að róa reiða Tyrki
Grísk stjórnvöld reyna nú hvað þau geta til að ógilda úrskurð hælisnefndar um að veita tyrkneskum hermanni hæli í landinu. Hermaðurinn er einn átta tyrkneskra hermanna sem flýðu til Grikklands og sóttu um pólitískt hæli í kjölfar misheppnaðrar valdaránstilraunar í Tyrklandi sumarið 2016. Honum hafði áður verið synjað um hæli, líkt og félögum hans sjö, en áfrýjunarnefnd sneri þeirri ákvörðun við á laugardag, stjórnvöldum í Tyrklandi til mikillar skapraunar.
31.12.2017 - 03:45
Pólitískar hreinsanir halda áfram í Tyrklandi
Tyrkneska lögreglan hefur handtekið fimmtíu og fjóra úr starfsliði Fatih-háskólans í Istanbúl, en honum var lokað í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi í júlí í fyrra. Í allt voru gefnar út handtökuskipanir á hendur ríflega 170 manns úr starfsliði skólans; prófessorum, kennurum og öðru starfsfólki, að því er fram kemur í frétt tyrknesku ríkisfréttastofunnar Anadolu.
Fjöldaréttarhöld hefjast í Tyrklandi í dag
Réttarhöld yfir ríflega 140 tyrkneskum hermönnum sem tóku þátt í valdaránstilraun í Tyrklandi síðasta sumar hefjast í dag. Allir tóku þeir þátt í blóðugum átökum á Bospórus-brúnni í Istanbúl hinn 15. júlí 2016, en þá sló í brýnu milli valdaræningja og stuðningsfólks Erdogans Tyrklandsforseta sem streymdi þúsundum saman í miðborgina til að sýna stjórnvöldum samstöðu og mótmæla framgöngu uppreisnarmanna.
Tíst um tíðablóð fellir ungfrú Tyrkland
Nýkrýnd fegurðardrottning Tyrklands var svipt titlinum ungfrú Tyrkland vegna tísts á Twitter frá því á síðasta ári. Er því haldið fram að hin átján ára Itir Esen hafi í tístinu lýst í það minnsta óbeinum stuðningi við valdaræningja með óvenjulegum hætti, þegar hún tileinkaði þeim tíðablóð sitt. Aðeins voru liðnar nokkrar klukkustundir frá því að Itir Esen var krýnd fegurst allra tyrkneskra fljóða þar til skipuleggjendur keppninnar sviptu hana titlinum og kórónunni sem honum fylgir.
23.09.2017 - 07:25
Tyrkland
Nær 1.100 handtekin á einni viku
Nær ellefu hundruð hafa verið handtekin í fjölda lögregluaðgerða í Tyrklandi síðustu vikuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tyrkneska innanríkisráðuneytinu sem birt var á mánudag. Ráðuneytið upplýsir að 831 úr þessum hópi hafi verið handtekinn vegna gruns um tengsl við klerkinn Fethullah Gülen, sem stjórnvöld í Ankara saka um að vera hvatamanninn að misheppnaðri valdaránstilraun í landinu á síðasta ári. 213 eru grunuð um tengsl eða hreinlega aðild að Kúrdíska verkamannaflokknum, PKK.
Erdogan boðar dauðarefsingu og fangabúninga
Í ræðu sem Tyrklandsforseti hélt í kvöld undirstrikaði hann vilja sinn til að innleiða dauðarefsingu í landinu á ný og lagði til að fangar yrðu framvegis íklæddir sérstökum fangabúningum eins og þeim, sem tíðkast í Guantanamo. Recep Tayip Erdogan ávarpaði hundruð þúsunda Tyrkja sem söfnuðust saman á og við Bospórus-brúna í Istanbúl í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun. Forsetinn hét því að enginn, sem sviki tyrknesku þjóðina, myndi sleppa frá því órefsað.
15.07.2017 - 23:21
Fleiri embættismenn reknir í Tyrklandi
Yfir 7000 embættismenn og opinberir starfsmenn hafa verið reknir í Tyrklandi samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Uppsagnirnar eru hluti af stórfelldum hreinsunum sem átt hafa sér stað í opinberum stofnunum í Tyrklandi eftir valdaránstilraun í landinu á síðasta ári.
14.07.2017 - 21:19
Fleiri handtökur í Tyrklandi
Yfirvöld í Tyrklandi gáfu í gær út handtökuskipun á hendur 105 manns sem starfa í upplýsingatækni og taldir eru tengjast valdaránstilrauninni í landinu í fyrra. Um helmingurinn hefur þegar verið handtekinn. Ríkisfréttastofan Anadolu greindi frá þessu í morgun.
11.07.2017 - 08:08
136 Tyrkir hafa sótt um hæli í Þýskalandi
136 Tyrkir, stjórnarerindrekar og fjölskyldur þeirra, hafa sótt um hæli í Þýskalandi frá því að misheppnuð tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi í júlí á síðasta ári. Þýska innanríkisráðuneytið upplýsir þetta. Ekki eru gefin upp nöfn þeirra sem sótt hafa um hæli, en flestir eða allir munu vera handhafar diplómatapassa. Makar og börn diplómata fá einnig slíka passa. Þá er talið að í þessum hópi séu nokkrir tyrkneskir hermenn, sem störfuðu við bækistöðvar Atlantshafsbandalagsins í Þýskalandi.
25.02.2017 - 04:07
Tyrkneskir hermenn leita hælis í Grikklandi
Tveir tyrkneskir hermenn, sem eftirlýstir eru fyrir meinta aðild að valdaránstilrauninni í Tyrklandi í júlí í fyrra, sóttu um hæli í Grikklandi í vikunni, á þeim forsendum að líf þeirra væri í hættu, sneru þeir aftur til Tyrklands. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni úr röðum grísku lögreglunnar. Hann fullyrðir, að þeir hafi gefið sig fram við yfirvöld í smábænum Orestiada, sem er skammt frá tyrknesku landamærunum.
24.02.2017 - 03:35
Bannar að framselja tyrkneska hermenn
Hæstiréttur Grikklands bannaði í dag framsal átta yfirmanna í tyrkneska hernum sem leituðu hælis í Grikklandi eftir misheppnað valdarán hersins í Tyrklandi í fyrrasumar. Ríkisstjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur krafist þess að mennirnir verði framseldir.
Tyrkir beita hryðjuverkalögum ótæpilega
Lögregla í Tyrklandi hefur síðustu vikuna handtekið 610 manns samkvæmt heimild í hryðjuverkalögum landsins. Bróðurpartur hinna handteknu er grunaður um stuðning við múslimaklerkinn Fetullah Gülen og samtök hans. Tyrknesk stjórnvöld saka hann um að hafa staðið að baki tilraun til valdaráns í júlí síðastliðnum.
Blóðugt ár að baki í Tyrklandi
2017 var rétt nýgengið í garð þegar hryðjuverkamaður lét til skarar skríða á næturklúbbi í Istanbúl og myrti þar 39 manneskjur sem þar voru að fagna tímamótunum og gleðjast saman. Nýliðið ár, 2016, var ár mikilla átaka og blóðsúthellinga í Tyrklandi. Mörg mannskæð hryðjuverk voru framin í landinu, til harðra átaka kom milli tyrkneska hersins og vígasveita Kúrda og gerð var tilraun til valdaráns, sem kostaði fjölmörg mannslíf. Hér að neðan verður farið hratt yfir þetta blóðuga ár í sögu Tyrklands
02.01.2017 - 05:56
Áfram herferð gegn pólitískum andstæðingum
Ekkert lát er á ofsóknum í Tyrklandi þar sem Erdogan forseti hefur látið handtaka helstu talsmenn Kúrda og pólitíska andstæðinga sína. Lögreglan var send í dag til að handtaka borgarstjóra héraðshöfuðborgarinnar Van í austurhluta Tyrklands. Borgarstjórinn og fjórir aðrir borgarstarfsmenn voru teknir höndum og gefið að sök að styðja hryðjuverkastarfsemi.
Tyrkneskir hermenn leita hælis í Þýskalandi
Nokkrir tyrkneskir hermenn sem gegnt hafa herþjónustu hjá höfuðstöðvum flugherja Atlantshafsbandalagsins á Ramstein-flugvelli í Þýskalandi hafa sótt um pólitískt hæli þar í landi. Þýska útvarpsstöðin Südwestrundfunk (SWR) greinir frá þessu. Yfirvöld hafa staðfest að slíkar umsóknir liggi fyrir en vilja ekki greina frá því hve margir hermenn þetta eru. Þá er ekkert gefið upp um hvar þeir dvelja nú, á meðan umsóknir þeirra eru til umfjöllunar hjá þýsku innflytjenda- og flóttamannastofnuninni.
17.11.2016 - 04:24
Ráðist gegn dagblaði stjórnarandstæðinga
Tyrkneska lögreglan handtók í dag Murat Sabuncu, ritstjóra dagblaðsins Cumhuriyet, sem tekur málstað stjórnarandstöðunnar. Hikmet Cetinkaya, kunnur dálkahöfundur blaðsins er einnig í haldi. Handtökuskipun hefur verið gefin út á þrettán aðra blaðamenn Cumhuriyet. Handtökurnar eru liður í herferð Erdogans Tyrkjaforseta gegn stjórnarandstæðingum og fulltrúum Kúrda í kjölfar misheppnaðrar valdaránstilraunar í sumar sem leið.
31.10.2016 - 09:31