Færslur: Vala Kristín Eiríksdóttir

Ofurkraftar að fá fólk til að hlæja
Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona ákvað sjálf að vera algjör draumaunglingur og ná stjórn á umhverfi sínu í öllu því kaosi sem fylgir því að fullorðnast. Stjórnunarþörfin breyttist á tímabili í áráttu og Vala þróaði til dæmis með sér átröskun sem hún hefur sigrast á. Hún er að leika í sínu stærsta hlutverki til þessa í Borgarleikhúsinu um þessar mundir.
Gagnrýni
Óþægileg samkennd með ófullkomnu fólki
Það er ekki alltaf auðvelt að segja til um hvar samúð áhorfenda á að liggja í leikverkinu Oleanna, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Að mörgu leyti höfum við þegar skipt okkur í fylkingar áður en við sjáum þetta verk.“
Hættulegra að segja þessa sögu eftir #metoo-bylgjuna
„Til að fá ekki ofboðslega lélega dóma frá kvenkrítíkerum ættum við að taka fulla afstöðu með konunni. En mér finnst leikritið ekki skrifað þannig,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari og leikstjóri. Til stóð að hann myndi taka í leikstjórnartaumana en bregður sér í staðinn í hlutverk háskólakennarans í leikritinu Oleanna sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í vikunni.
Okkar 12 stig
Svona er að fara á stefnumót með Eurovision-kynni
Góður kynnir þarf að kunna marga pabbabrandara og hann þarf að skipt um múnderingu á ótrúlega stuttum tíma. Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona sýnir fram á hæfni sína á því sviði með því að skipta um hárgreiðslu, kjól á förðun á augabragði á einu stefnumóti.
Viðtal
Vill biðja fólk afsökunar við sjálfsafgreiðslukassana
Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir er rödd sjálfsafgreiðslukassana í Krónunni. Hún segist oft vilja biðja fólk afsökunar þegar hún sér fólk í vandræðum við kassana í versluninni.
27.04.2020 - 16:06
Ódýrir brandarar og úrelt efni
Leikhúsrýnir Víðsjár telur sýninguna Úti að aka hafa verið setta upp af fagmennsku á stóra sviði Borgarleikhússins og leikurinn í henni sé afar góður. Hins vegar setur hún stórt spurningarmerki við verkið sjálft sem hún telur passa illa inn í samtímann og uppfullt af ódýrum bröndurum á kostnað kvenna og minnihlutahópa. Það sé nauðsynlegt „að gera greinarmun á því sem er fyndið og síðan því sem einfaldlega má henda í ruslið með stimplinum úrelt efni.“
Vel útfærður farsi byggður á gamaldags efnivið
Það er ekki hægt að kvarta yfir hægri framvindu í farsanum Úti að aka, sem sýndur er á fjölum Borgarleikhússins í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, segja gagnrýnendurnir Hlín Agnarsdóttir og Snæbjörn Brynjarsson.
Tefla saman listinni og vísindum
„En þó skorti á menningu og vísindi leikhússins í klukkustundalangri sýningunni þá bæta tæknilegir töfrar leikhússins, bráðskemmtilegar og litríkar útfærslur á tilraunum Vísinda-Villa og leikur Völu það upp,“ er meðal þess sem María Kristjánsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, segir um Vísindasýningu Villa sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.