Færslur: Útvarp

Gettu betur
Röddin reyndist vera nær en nokkurn grunaði
Stemningin í þættinum Gettu betur á bláþræði var sannarlega hengd upp á þráð þegar enginn gat giskað hver ætti röddina, en eigandi hennar og manneskjan sem spurt var um fylgdist sjálf með keppendum glíma við hverja vísbendingu á fætur annarri án þess að vera nokkru nær.
Truflun á útsendingu á Suðurlandi
Vegna bilunar var þögn á útsendingu Rásar 1 og 2 frá Klifi í Vestmannaeyjum núna í morgun. Þetta hafði áhrif á svæðinu frá Þorlákshöfn að Vík með uppsveitum sunnanlands meðtöldum. Bilun var yfirstaðin kl 08:18 og heyrðist útvarp ágætlega í framhaldi af því.
07.01.2021 - 08:30
Það sem við þekkjum best en vitum minnst um
Árið 1948 flutti franski heimspekingurinn Maurice Merleau-Ponty, einn af merkustu hugsuðum Frakklands á tuttugustu öldinni, sjö útvarpserindi þar sem hann reyndi að gera grein fyrir meginatriðum í heimspeki sinni á aðgengilegan hátt fyrir almenning. Í lok síðasta árs kom út íslensk þýðing á útvarpserindunum sjö í bók sem nefnist Heimur skynjunarinnar.
Hin upphaflega kvenhetja norrænu glæpasögunnar
„Lucy Catherine lætur sína Guðrúnu vera á flækingi erlendis að bjarga dóttur sinni Sigríði, sem hvergi er getið í Laxdælu,“ segir Bogi Ágústsson um leikritaröðina Guðrún sem flutt er á BBC 4. Leikritin eru eftir breskt leikskáld og samin undir áhrifum frá Laxdælu.
19.06.2018 - 13:35
Margbrotið eðli mannsins í Skítabæ
Margir vinsælir hlaðvarpsdagskrárgerðamenn tóku nýlega höndum saman og gáfu út sjö þátta hlaðvarpsþáttaröð, sem nefnist S-Town. Þáttanna hefur verið beðið með óþreyju en æsingurinn er svo mikill að þriggja mínútna kynningabútur úr þáttaröðinni hefur trónað á toppi vinsældalista hlaðvarpa í itunes síðustu þrjár vikur.
30.03.2017 - 16:38
Ungt fólk hefur ekki efni á að vera til
Mikael Torfason hefur eytt síðustu átta mánuðum í að taka viðtöl við fátækt fólk og fólk sem er við fátæktarmörk. Í útvarpsþáttaröðinni Fátækt fólk veltir hann upp spurningum um hvaða sögur við umberum af fátæku fólki og mögulegri skömm sem fylgir fátækt.
16.03.2017 - 16:16