Færslur: útsending

Útsending RÚV liggur niðri
Útsending liggur niðri á báðum sjónvarpsrásum RÚV vegna bilunar. Unnið er að viðgerð og beðist afsökunar á þeim vandræðum sem þetta kann að valda. Vonast er til að útsending verði komin á að nýju um klukkan fimm.
28.07.2022 - 03:36
Tilfærsla á loftnetssendi gæti valdið truflunum í dag
Í dag stendur til að færa aðalloftnetssendi sjónvarpsútsendinga Vodafone og RÚV frá Vatnsenda yfir á Úlfarsfell. Aðgerðin getur haft áhrif á dreifikerfi Vodafone og RÚV en gert er ráð fyrir að tilfærslan taki nokkrar klukkustundir.
23.08.2021 - 10:08
Truflun á útsendingu á Suðurlandi
Vegna bilunar var þögn á útsendingu Rásar 1 og 2 frá Klifi í Vestmannaeyjum núna í morgun. Þetta hafði áhrif á svæðinu frá Þorlákshöfn að Vík með uppsveitum sunnanlands meðtöldum. Bilun var yfirstaðin kl 08:18 og heyrðist útvarp ágætlega í framhaldi af því.
07.01.2021 - 08:30
Útsending frá Vatnsenda komin í lag
Útsending Rásar 1 og Rásar 2 frá Vatnsenda er komin í lag. Útsending lá niðri um tíma í morgun á hluta höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesjum, Grindavík og hluta Borgarfjarðar.
06.12.2020 - 07:38
Bilun í langbylgjusendingu á Gufuskálum
Bilun kom upp í langbylgjumastrinu á Gufuskálum í. Varaleiðir til útsendingar urðu til þess að útsending datt aldrei út.
26.11.2020 - 20:34
Viðgerð lokið vegna bilunar í vefútsendingu RÚV
Viðgerð er lokið vegna bilunar sem kom fram í netkerfum stórra aðila erlendis fyrr í dag. Útsendingar útvarps og sjónvarps á vef og í öppum RÚV eru því komnar í samt lag.
30.08.2020 - 12:06
Gagnrýni
Miðlungsuppfærsla í nostalgíuleikhúsinu
Útsending, leikgerð unnin upp úr kvikmyndinni Network, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu síðasta föstudag á stóra sviði þjóðleikhússins. Pálmi Gestson stóð sig vel í aðalhlutverkinu en sýningin var ekki án vankanta að mati gagnrýnanda Víðsjár.
27.02.2020 - 14:56
Gagnrýni
Afstöðulaus endursýning
Karli Ágúst Þorbergssyni gagnrýnanda er spurn hver sé ástæða þess að Þjóðleikhúsið ákveði að segja sögu tæplega 50 ára gamallar bíómyndar á sviði, í nánast óbreyttri mynd í leikverkinu Útsending. „Er það til þess að endurtaka sögu sem sló í gegn annars staðar í þeirri von um að hún slái í gegn hér? Er það þá gróðasjónarmið sem ráða ríkjum, sömu gróðarsjónarmið og er verið að gagnrýna í sýningunni sjálfri?“
25.02.2020 - 19:50
Menningin
„Við erum öll orðin sjónvarpsstjórar yfir eigin lífi“
Örvæntingarfullur sjónvarpsmaður tilkynnir að hann ætli að stytta sér aldur í beinni útsendingu í Útsendingu, sem verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á föstudag.
20.02.2020 - 11:15
Truflun í útsendingu frá Þjóðólfsholti
Sjónvarpssendir á Þjóðólfsholti er sambandslaus vegna bilunar. Útsendingu sjónvarps sló út í innanverðum Borgarfirði. Unnið er að því að koma sendinum aftur í samt lag og búist við að viðgerðum verði lokið fyrir klukkan átta í kvöld.
29.07.2018 - 19:04
Ólag á útvarpsútsengingu á SA-landi
Báðar rásir RÚV eru með útsendingu í ólagi á Suðausturlandi, eins og hlustendur hafa tekið eftir. Unnið er að viðgerð. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
01.12.2017 - 18:34
Tæknileg mistök við útsendingu
Við útsendingu á byrjun kvikmyndarinnar Vonarstræti fyrr í kvöld áttu sér stað tæknileg mistök sem við hörmum og biðjumst velvirðingar á.
06.04.2015 - 12:39