Færslur: Útlendingar

Sýslumenn benda fólki á að útvega túlk á eigin kostnað
Það þarf að skýra hver réttindi þeirra sem ekki skilja íslensku eiga að vera í samskiptum við stjórnvöld. Þetta er álit umboðsmanns Alþingis. Álitið var gefið út í gær í kjölfar frumkvæðisathugunar. Þar kemur meðal annars fram að sýslumannsembættin bendi fólki á að útvega túlk á eigin kostnað.
14% landsmanna eru með erlent ríkisfang
50.701 erlendur ríkisborgari var búsettur hér á landi um síðustu mánaðamót. Það jafngildir því að einn af hverjum sjö, sem búa hér á landi sé erlendur ríkisborgari, eða um 14% landsmanna. Flestir í þessum hópi koma frá Póllandi og næstflestir frá Litháen.
Framlenging dvalarleyfis vegna Covid-19
Dómsmálaráðherra hefur með reglugerð framlengt dvalarleyfi eða vegabréfsáritun þeirra útlendinga sem komast ekki af landi brott af ástæðum tengdum Covid-19. Heimildin hefur verið framlengd til 1. júlí næstkomandi. Hún tekur til þeirra sem ekki komast héðan vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar.
20.05.2020 - 16:31
Fleiri útlendingar og Norðurlandabúum fækkar
Erlendum ríkisborgurum hér á landi fjölgaði um 1.530 frá 1. desember í fyrra til 1. maí. Pólverjum fjölgaði mest, en Norðurlandabúum fækkaði. Nú búa 50.877 erlendir ríkisborgarar hér á landi.
18.05.2020 - 17:10
VG mun ekki samþykkja útlendingafrumvarp án breytinga
Þingflokkur Vinstri grænna mun ekki samþykkja frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á útlendingalögum í óbreyttri mynd. Lögin verði að leyfa að hægt sé að skoða mál barna eftir aðstæðum þeirra hverju sinni. Þingmaður Pírata segir frumvarpið ábyrgðarlaust.
12.05.2020 - 10:50
Útlendingalöggjöfin þarfnast lagfæringar
Útlendingalöggjöfin þarfnast lagfæringar, segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Hann undirstrikar að skoða þurfi hvernig barnasáttmálinn sé hafður að leiðarljósi við vinnslu mála. Fyrsta skrefið sé að stytta málsmeðferðartíma.
04.02.2020 - 22:11
Muhammed litli fær að vera áfram á Íslandi
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa ekki pakistanska drengnum Muhammed og fjölskyldu hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Í samtali fréttastofu RÚV við fjölskylduna í gær kom fram að 26 mánuðir eru síðan hún kom til landsins. Þau sóttu um hæli hér í lok árs 2017.
„Vantar skýrara umboð fyrir nefndina“
Þverpólitíska nefnd um útlendingamál vantar skýrara umboð og verkfæri til þess að geta lagt fram frumvörp. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna, sem er í nefndinni. Gagnrýnt hefur verið að þverpólitíska nefndin hafi ekki verið nógu virk.
04.07.2019 - 19:40
Myndskeið
Safari-fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd
Kærunefnd útlendingamála hefur úrskurðað að Safari-fjölskyldan afganska, sem börn í Hagaskóla söfnuðu undirskriftum fyrir í síðasta mánuði, fái ekki alþjóðlega vernd hér á landi. Lögmaður fjölskyldunnar segir málinu ekki lokið.
12.04.2019 - 21:00
Myndskeið
6.000 manns styðja Zainab og fjölskyldu
Fleiri en 6.000 manns hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar fjölskyldu til Grikklands sem nemendur í Hagaskóla í Reykjavík standa fyrir. Krakkarnir gengu úr Hagaskóla í morgun og færðu Hirti Braga Sverrissyni, formanni kærunefndar útlendingamála, undirskriftalistann í Skúlagötu.
22.03.2019 - 10:31
Varar við sömu þróun hér og á Kanaríeyjum
Maður frá Kanaríeyjum, sem búsettur er hér á landi, hvetur Íslendinga til að sporna við sífellt auknum kaupum útlendinga á jörðum og fyrirtækjum hér á landi. Stór hluti Kanaríeyja sé kominn í eigu útlendinga og öll helstu viðskipi þar hafi gengið heimamönnum úr greipum.
19.07.2018 - 19:27
Telja skilyrði nýrrar reglugerðar of þröng
Rauði krossinn lýsir yfir áhyggjum af nýrri reglugerð sem samtökin telja að þrengi túlkun á því hvenær sérstakar ástæður eigi við í málum umsækjenda um alþjóðlega vernd og hvenær beri að taka mál sérstaklega viðkvæmra einstaklinga til efnislegrar meðferðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum.
21.03.2018 - 14:29