Færslur: útlendingalög
Fundur stjórnskipunarnefndar tekinn af dagskrá í gær
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ráðgerði í gær að koma saman vegna erindis í máli egypsku fjölskyldunnar sem var gert að fara af landi brott í dag. Fundurinn var settur á dagskrá Alþingis en hann tekinn af dagskrá í gærmorgun eftir að fundinum var frestað. Það er meðal hlutverka nefndarinnar að rannsaka ákvarðanir og verklag skipaðra ráðherra.
16.09.2020 - 15:21
„Ég held að við komum ekki á morgun í skólann“
„Ég fylgdi Rewidu og Abdalla út strætó í dag. Þau voru á leið í Covid-test. Ég kvaddi þau með þeim orðum að við myndum sjást aftur á morgun hér í skólanum.“ Svona hefst facebook-færsla Friðþjófs Helga Karlssonar skólastjóra í Háaleitisskóla Ásbrú. Tvö börn úr sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi, sem búsett hefur verið hér á landi í tvö ár, eru á meðal nemenda hans.
14.09.2020 - 17:00
Segir ráðherrum skylt að hlutast til um málið
Sex manna egypsk fjölskylda sem vísa á úr landi á miðvikudag verður skimuð fyrir kórónuveirunni síðdegis í dag. Þetta er liður í undirbúningi vegna brottvísunar fjölskyldunnar til Egyptalands. Upphaflega stóð til að yfirvöld myndu sækja tvö barnanna í skólann á skólatíma og fara með þau í skimun en að sögn skólastjóra varð ekki af því. Börnin fara aftur í skólann á morgun.
14.09.2020 - 13:28
Brot á grundvallarmannréttindum að vísa börnum úr landi
„Það er klárt mál að verið er að brjóta grundvallarmannréttindi á börnum með því að vísa þeim úr landi,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri Háaleitisskóla.
11.09.2020 - 19:58
„Þau eiga sér framtíðardrauma“
Þau eiga sér framtíðardrauma. Þetta segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, um aðstæður fjögurra egypskra barna sem hafa búið hér á landi í rúm tvö ár.
Samtökin gagnrýna ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í sjónvarpsfréttum í gær, um að ekki yrðu gerðar reglugerðarbreytingar til að bjarga einstökum fjölskyldum sem fara í fjölmiðla.
11.09.2020 - 12:43
VG mun ekki samþykkja útlendingafrumvarp án breytinga
Þingflokkur Vinstri grænna mun ekki samþykkja frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á útlendingalögum í óbreyttri mynd. Lögin verði að leyfa að hægt sé að skoða mál barna eftir aðstæðum þeirra hverju sinni. Þingmaður Pírata segir frumvarpið ábyrgðarlaust.
12.05.2020 - 10:50