Færslur: Útkinn

Samþykkt að verja hundruðum milljóna vegna skriðufalla
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að verja samtals 375 milljónum vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember fyrir tveimur árum og skriðufallanna í Út-Kinn í október. 190 milljónum verður varið til að mæta kostnaði við flutningi húsa af hættusvæðum á Seyðisfirði.
Óvissustigi aflétt í Útkinn
Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur aflétt óvissustigi í Útkinn í Þingeyjarsveit. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands telji ekki lengur ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu. Góð veðurspá er næstu daga.
11.10.2021 - 14:26
Snjóflóð í Köldukinn
Snjóflóð féll ofan Hrafnsstaða í Köldukinn. Þetta voru litlir flekar ofan Hrafnsstaða sem féllu úr brattri brún í um 240 metra hæð, samkvæmt snjóflóðatilkynningaskrá Veðurstofu Íslands.
10.10.2021 - 12:37
Sjónvarpsfrétt
Mikið uppbyggingarstarf framundan í Köldukinn
Mikil uppgræðsla bíður ábúenda á Björgum í Köldukinn eftir skriðuföllin þar fyrr í vikunni. Bændur segja þó gott að komast aftur heim. Verktakar voru í allan dag að hreinsa aur af vegum í Útkinn og gera við ljósleiðara sem fór í sundur.
Myndskeið
Greinileg sár í hlíðum eftir aurskriður næturinnar
Aðgerðastjórn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra situr á fundi og fer yfir gögn frá Landhelgisgæslunni, sem flaug yfir skriðusvæðið í Suður-Þingeyjarsýslu í dag.
03.10.2021 - 15:58
Óvissustig nyrðra endurmetið með morgninum
Óvissustigi var lýst yfir á Tröllaskaga í nótt vegna mikillar úrkomu á Norðurlandi eystra. Einnig var lýst yfir hættustigi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum vegna úrkomu og skriðuhættu og ákveðið að rýma nokkra bæi í Útkinn. Staðan verður endurmetin með morgninum þegar birta tekur að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands..
Aurskriður falla í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu
Það hefur verið töluverð úrkoma á norðanverðu landinu í dag. Vegurinn um Útkinn í Þingeyjarsýslum er lokaður vegna aurskriðu við bæinn Björg. Stór aurskriða féll við bæinn síðdegis sem skemmdi ljósleiðara og bóndi á svæðinu er búinn að koma búfénaði í skjól. Von er á áframhaldandi úrkomu á svæðinu í kvöld.
02.10.2021 - 17:50