Færslur: Útivist

Sumaropnun í Hlíðarfjalli
Göngu- og hjólreiðafólk hefur getað tekið stólalyftuna í Hlíðarfjalli við Akureyri í sumar. Aukin notkun milli sumra gefur vísbendingu um að grundvöllur sé fyrir rekstri í fjallinu stóran hluta ársins.
06.09.2021 - 10:23
Leiða saman hesta, hjólhesta og önnur farartæki
Hestafólk, hjólreiðafólk, skíðagöngumenn, hundaeigendur, ökumenn og fulltrúar annarra vegfarenda undirrituðu í morgun sáttmála og hrintu úr vör fræðsluverkefni. Hagsmunir hópanna hafa ekki alltaf farið saman og komið hefur til orðaskaks á stígum og í netheimum en nú horfir til betri vegar í samskiptum þeirra. 
08.05.2021 - 12:29
Dýrin í Kjarnaskógi ekki lengur vinir
Hlið, sem setja á upp við fjölfarið útivistarsvæði á Akureyri, hafa valdið deilum milli hestamanna og annarra sem nýta svæðið. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga óttast að hliðin geti valdið slysum.
04.05.2021 - 22:51
Slösuð kona sótt á Grímansfell
Björgunarsveitir í Mosfellsbæ og Reykjavík ásamt sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sóttu slasaða konu á Grímansfell í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag.
Ekkert hefur heyrst frá John Snorra á K2
Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans sem ætluðu að freista þess að ná á tind K2 í dag. Síðast heyrðist frá þeim um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fimbulkuldi er á fjallinu og aðstæður erfiðar, til að mynda endast rafhlöður í samskiptabúnaði stutt við slíkar aðstæður. 
05.02.2021 - 22:21
Skíðasvæði: Veitingasala og skíðaleigur lokaðar
Miklar takmarkanir verða á skíðasvæðum landsins þegar þau verða opnuð að nýju á morgun. Þau verða aðeins keyrð á 50% afköstum og engin veitingasala verður leyfð.
12.01.2021 - 15:47
Myndskeið
Gönguskíðaæði runnið á landsmenn
Hálfgert gönguskíðaæði virðist hafa runnið á landsmenn nú þegar skíðalyftur eru lokaðar í faraldrinum. Skíðakaupmaður á Akureyri á von á að sala gönguskíðum þrefaldist miðað við síðasta vetur.
28.12.2020 - 21:19
Myndskeið
Ósátt við framkvæmdir borgarinnar í Öskjuhlíð
Reykjavíkurborg hyggst leggja malbikaðan göngustíg í Öskjuhlíð til að bæta aðgengi að útivistarsvæðinu. Framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Hlauparar, hjólagarpar og aðrir sem sækja mikið í svæðið eru ósáttir við ákvörðun borgarinnar. 
08.10.2020 - 09:00
Myndskeið
Hjólaði yfir hálendið og gaf fólki von um allan heim
Bandarískur ljósmyndari sem hjólaði þvert yfir Ísland og sýndi milljónum frá á samfélagsmiðlum, segir ferðina hafa gefið öðrum von um að lífið geti haldið áfram eftir kórónuveirufaraldurinn. Jökulárnar voru hans mestu áskoranir á leiðinni.
02.09.2020 - 20:26
„Það er uppskeruhátíð framundan í skotveiðibransanum“
Á meðan skotveiðimenn eru hvattir til hóflegra veiða á grágæs er talið óhætt að auka til muna veiði á heiðagæs. Gæsaveiðitíminn hófst í vikunni, en á fjórða þúsund manns stunda gæsaveiðar að jafnaði.
22.08.2020 - 11:48
Heyrt sögur af fólki sem hleypur aukahring á planinu
Birna Varðardóttir, hlaupari og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði, segir að þjónustustöðvun Garmin í síðustu viku afhjúpi að vissu leyti hve margir eru háðir heilsuúrum og endurgjöf frá tengdum forritum. Hún segir að margt sé jákvætt við notkun Garmin og annarra tækja sem gerir fólki kleift að halda utan um æfingar sínar. Hins vegar sé varasamt að láta stjórnast um of af tækninni.
29.07.2020 - 20:41
Innlent · Heilsa · Hreyfing · Hlaup · Útivist
Gríðarlega gaman á Vatnajökli, segir Vilborg Arna
„Þetta er gríðarlega gaman,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og annar leiðangursstjóra Snjódrífanna, sem er hópur 11 kvenna sem nú þverar Vatnajökul á skíðum. Þær eru á sjöunda degi leiðangursins og hefur gangan gengið vonum framar.
13.06.2020 - 16:31
Göngufólk getur nú gengið örna sinna við Esjuna
Þremur salernum hefur verið komið fyrir hjá Mógilsá við upphaf gönguleiðarinnar á Esjuna. Næstu daga á að tengja salernishúsið við lagnir og ganga frá umhverfi þess. Gert er ráð fyrir að salernin verði opnuð í næsta mánuði. Áætlaður kostnaður við verkið, sem er a vegum Reykjavíkurborgar, er 35-40 milljónir króna að sögn fulltrúa borgarinnar.
18.05.2020 - 14:37
Fimm skemmtilegar gönguleiðir fyrir byrjendur
Sumarið er komið og veðurspáin fyrir helgina er ekki af verri endanum. Fjallgöngur eru að verða sívinsælli, ekki bara fyrir eldri kynslóðina heldur líka fyrir þá sem halda að Laugavegurinn sé bara í miðbæ Reykjavíkur. Hér fyrir neðan eru fimm góðar gönguleiðir fyrir byrjendur.
15.05.2020 - 11:47
Myndskeið
Esjustígur lagður með þyrlu
Viðgerðir á einni vinsælustu gönguleið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hófust í morgun þegar leiðin á Esju upp að Steini var lagfærð. Nota þurfti þyrlu til að koma jarðvegi upp í fjallið.
12.05.2020 - 23:05
Nýtt skíðasvæði Húsvíkinga á Reykjaheiði
Skíðaáhugafólk á Húsavík hefur ástæðu til að fagna, en nýtt skíðasvæði hefur verið tekið í notkun. Lyftan sem áður var í göngufæri frá miðbænum á Húsavík hefur nú verið komið fyrir á nýjum stað á Reykjaheiði.
03.01.2020 - 14:17
Bláfjöll opnuð á morgun
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað í fyrramálið í fyrsta sinn þennan veturinn. Þá er búið að leggja spor í Bláfjöllum, um Leirurnar og kringum hólinn.
13.12.2019 - 16:14
Safna gönguleiðum á Norðurlandi í einn banka
Markaðsstofa Norðurlands safnar GPS-merktum gönguleiðum sveitarfélaga á Norðurlandi og ætlar að veita aðgang að þeim á vefnum. Verkefnið er helst ætlað til leiðsagnar fyrir erlenda ferðamenn þó það verði einnig aðgengilegt Íslendingum.
02.07.2019 - 11:31
Sjö fjallgöngumenn farist á Everest í ár
Þrír fjallgöngumenn til viðbótar hafa látið lífið á Everest, hæsta fjalli heims. Fararstjórnarfyrirtæki og yfirvöld í Nepal staðfestu þetta. Sjö hafa farist á Everest í ár. AFP-fréttastofan greinir frá. Fjöldi fólks reynir við tindinn í ár og biðröð hefur myndast á hryggnum upp á tind fjallsins.
24.05.2019 - 07:45
Bjarni Ármannsson náði tindi Everest í morgun
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International, náði tindi Everest í morgun. Hann var í hópi fjallgöngumanna sem klifu tindinn í dag. Hópurinn er nú á leið niður af þessu hæsta fjalli á Jörðinni, sem rís í 8.848 metra yfir sjávarmáli.
23.05.2019 - 07:45
Vonsvikin með að fá ekki að fara í land
Kayakræðarar eru ósáttir við friðlýsingu Akureyjar og segjast vonsviknir að fá ekki að fara í land í eynni. Umhverfisráðherra friðlýsti eyjuna á föstudag og skilgreindi sem sérstakt búsvæði mikilvægra sjófugla í útrýmingarhættu.
05.05.2019 - 14:24
Skíðasvæðin að opnast - Dalvíkingar fyrstir
Skíðasvæði Dalvíkinga var opnað fyrr í vikunni, það fyrsta í vetur. Áætlað er að opna svæðin í Hlíðarfjalli og á Siglufirði á laugardaginn. Mikil snjókoma á skömmum tíma varð til þess að hægt verður að opna nokkur skíðasvæði fyrr en áætlað var.
06.12.2018 - 14:41
„Maður er ekki vanur að hreyfa sig svona“
„Það er í rauninni bara þetta að taka skrefið, að stíga niður og fara yfir brúnina en eftir það fannst mér þetta ekkert mál, þá fannst mér bara gaman,“ segir Ísgerður Gunnarsdóttir leikkona um sína fyrstu reynslu af klettaklifri. Klifurferð Ísgerðar í Öræfasveit var meðal efnis í þriðja þætti þáttaraðarinnar Úti sem sýnd er á RÚV á sunnudagskvöldum.
13.04.2018 - 17:07
„Gerbreytir aðstöðunni í Hlíðarfjalli“
Ný stólalyfta, sem taka á í notkun í Hlíðarfjalli næsta vetur, er komin til landsins. Undirbúningur fyrir uppsetningu hefst síðar í mánuðinum. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er 363 milljónir króna.
05.04.2018 - 16:01
Sól og blíða í árlegri skírdagsreið
Knapar úr hestamannafélaginu Sörla og gestir þeirra nutu blíðunnar í dag í árlegri skírdagsreið. Það er áralöng hefð fyrir því að hestamenn úr Sörla í Hafnarfirði bjóði í páskakaffi á skírdag. Á því varð engin breyting í ár og það er óhætt að segja að veðrið hafi að þessu sinni leikið við menn og dýr. Gestirnir eru hestamenn úr Spretti í Kópavogi og fleiri félögum en Sörlamenn riðu til móts við þá í Heiðmörk.
29.03.2018 - 20:16