Færslur: Útivera

Sjónvarpsfrétt
Dreymir um heimsmeistaramót í sjó- og íssundi
Sundhópurinn Kuldavinir hittist við Skorradalsvatn á uppstigningardag til að ljúka vetrartímabilinu með sundspretti. Í hópnum eru rúmlega sjötíu manns, en fyrsti Íslendingurinn gekk ekki til liðs við hann fyrr en fyrir mánuði. Stofnandann dreymir um að skipuleggja heimsmeistaramót í sjósundi á Íslandi. 
28.05.2022 - 11:47
Áríðandi að undirbúa sig vel fyrir ferð að eldgosinu
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir mikilvægt að hafa í huga að fólk sem heldur að gosstöðvunum í Geldingadölum er á ferð um íslenska náttúru þótt hún sé nærri mannabyggð.
Ráðið frá að taka lítil börn og hunda með sér að gosinu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum brýnir fyrir þeim sem ætla að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum að taka ekki lítil börn með sér á svæðið. Það sé erfitt yfirferðar og eins þurfi að hafa mögulega gasmengun í huga.