Færslur: Útigangsmenn

„Hún kláraði krabbameinsmeðferðina með barn á brjósti“
Þegar Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, eiginkona tónlistarmannsins Gunnars Hilmarssonar, greindist með krabbamein var þeim sagt að þau gætu aldrei eignast fleiri börn. Það var því kraftaverki líkast að Kolbrún varð ófrísk skömmu eftir að hún hafði afþakkað að ljúka krabbameinsmeðferðinni. Hjónin berjast fyrir bættum aðbúnaði útigangsfólks með Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Loftur var mágur Gunnars og lést á götunni 2012.
20.08.2020 - 09:34
Konukot opið um helgina vegna kuldans
Stefnt er að því að hafa Konukot opið allan daginn á meðan það er eins kalt í veðri og verið hefur. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er vanalega aðeins opið frá klukkan 17 til 10 daginn eftir. Þar eru tólf gistipláss.
01.02.2019 - 15:53
Gengið framar vonum að fá útigangsmenn heim
Sex pólskir útigangsmenn, sem hafa verið fastagestir í Gistiskýlinu við Lindargötu, sumir árum saman, hafa á þessu ári valið að halda heim til Póllands í áfengismeðferð. Reykjavíkurborg fól pólsku félagasamtökunum Barka það verkefni að hjálpa austurevrópskum útigangsmönnum í borginni að koma lífi sínu á réttan kjöl. Verkefnið hófst um áramótin og átti að vera til hálfs árs en hefur nú verið framlengt til ársloka. Árangurinn kom pólskum leiðtoga verkefnisins verulega á óvart. 
19.06.2017 - 15:15
Erfiðara að hjálpa utangarðsmönnum hér
Þeir hafa flestir verið atvinnulausir frá hruni og á götunni árum saman, þeir eru tíðir gestir í gistiskýlinu við Lindargötu og hafa lítið gagn af meðferð þar sem hún er ekki í boði á þeirra móðurmáli. Þeir fá sínar bætur og fjárhagsaðstoð, kaupa sitt bús og árin líða. Nú á að bjóða þeim úrræði á vegum pólskra samtaka - í Póllandi. Starfsmaður Gistiskýlisins telur að erfitt gæti reynst að hjálpa utangarðsmönnum hér þar sem þeir fá bætur og geta haldið sjó.
16.12.2016 - 15:43