Færslur: Útgáfa

Rakel fjórða íslenska konan sem kemst á topp-listann
Söngkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir, forsprakki hljómsveitarinnar Dream Wife, er fjórða íslenska konan sem skipar sæti á lista yfir tuttugu vinsælustu plötur í Bretlandi. Ný plata sveitarinnar So When You Gonna vermir átjánda sætið.
14.07.2020 - 08:36
Richard Scobie snýr aftur eftir 17 ára hlé
Tónlistarmaðurinn Richard Scobie sendi frá sér nýtt lag nú á dögunum í fyrsta sinn í sautján ár. Hann sló meðal annars í gegn með hljómsveitinni Rikshaw og var áberandi á níunda áratugnum.
09.07.2020 - 12:21
40 íslenskar bækur þýddar á ensku
Íslensk bókaútgáfa erlendis hefur aukist. Hátt í fjörutíu bækur af allra handa tagi eru nýútkomnar eða rétt óútkomnar á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum.  „Þetta er stökk. Þetta er auðvitað mjög vinsæll og eftirsóttur markaður fyrir höfunda,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta var gestur Morgunvaktarinnar á Rás1.
05.11.2019 - 10:12
Mikilvægt að loka sig ekki inni í háskólanum
„Fólk vill bara fá sitt efni, á því formi sem er aðgengilegast og þægilegast að nota,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við Hugvísindasvið, en frá næstu áramótum verður prentun Ritsins hætt og útgáfan einungis rafræn – ókeypis og öllum opin – á netinu.
10.10.2017 - 14:46