Færslur: Útför Filippusar prins

Myndskeið
Filippus prins borinn til grafar í dag
Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar, var minnst víða um heim í dag en útför hans fór fram frá kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala síðdegis. Vegna heimsfaraldursins var útförin fámennari en ella og fjölskyldumeðlimir sátu með bil sín á milli. Fjöldi fólks kom þó saman í nágrenni kastalans til þess að minnast prinsins og votta virðingu sína.