Færslur: Útfarir

Sögur af landi
Opnuðu útfararþjónustu á Skagaströnd í frítíma sínum
Hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson eru ein af þeim sem virðast hafa fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir. Auk þess að sinna fullri vinnu, hún sem skólastjóri tónlistarskólans og hann sem slökkviliðsstjóri, og reka stórt heimili settu þau á fót útfararþjónustu sem þau sinna í frítíma sínum.
14.08.2022 - 09:00
Umhverfisvæn útför: Lík soðin í lút
Norska stórþingið samþykkti á dögunum breytingar á löggjöf um útfarir, sem heimila tilraunir með nýja og umhverfisvæna meðferð á líkamsleifum, auk hinna hefðbundnu aðferða, greftrunar og líkbrennslu. Hin nýja aðferð felst í svonefndu alkalísku vatnsrofi þar sem líkin eru bókstaflega soðin í 160 gráðu heitri lútblöndu.
11.06.2022 - 04:00
Erlent · Afríka · Evrópa · Mannlíf · Noregur · Útfarir
Bálfarir verða sífellt algengari á Íslandi
Um það bil 44 prósent allra útfara á höfuðborgarsvæðinu eru bálfarir og hlutfall þeirra hefur hækkað hratt. Af um 2.300 útförum á landinu eru tæplega eittþúsund bálfarir. Frumvarp liggur fyrir Alþingi þar sem reglur um dreifingu ösku látinna eru rýmkaðar.
Enginn ábyrgur fyrir því að líkhús séu til staðar
Sveitarstjóri Langanesbyggðar hvetur ríkisvaldið til að ákveða hver ber ábyrgð á að líkhús séu til staðar. Ekki sé forsenda fyrir fyrirtækjarekstri í fámennari sveitarfélögum, þar séu málin því ekki í föstum skorðum.
17.11.2020 - 15:18
Síðdegisútvarpið
Ástvinum er frjálst að segja minningarorð við útfarir
Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðaprestakalli, segir að ekkert girði fyrir það að ástvinir flytji ræður við útfarir. Jón Steinar Gunnlaugsson vakti máls á því á dögunum að ástvinir gætu flutt minningarræður við útfarir í stað presta, eins og hefð er fyrir hér á landi.
23.07.2020 - 19:43
Innlent · Útfarir · Andlát · kirkja