Færslur: Utanvegahlaup

Þúsund manns ætla að hlaupa hringinn um Heimaey
Um þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í The Puffin Run, 20 kílómetra hlaupi í náttúru Heimaeyjar, í byrjun maí. Þetta eru þrefalt fleiri þátttakendur en fyrir ári síðan og tífalt fleiri en árið 2019 þegar hundrað manns tóku þátt. Mikil aukning hefur verið í þátttöku fólks í utanvegahlaupum síðustu ár, og algjör sprenging eftir að COVID-faraldurinn hófst. Rokselst hefur í fjölda skipulagðra hlaupa og nokkur ný hafa litið dagsins ljós.
09.02.2021 - 11:32
Uppselt í hlaup með margra mánaða fyrirvara
Aðsókn í utanvegahlaup hefur aldrei verið meiri en núna. Uppselt er orðið í sum stærstu hlaup sumarsins mörgum mánuðum áður en þau fara fram og þátttakendafjöldi í nokkrum öðrum hefur margfaldast frá því áður en faraldurinn braust út.
11.01.2021 - 13:33