Færslur: utanvegaakstur

Þrír ítalir játuðu utanvegaakstur norðan Vatnajökuls
Þrír ítalskir ferðalangar hafa játað á sig ólöglegan utanvegaakstur á í það minnsta þremur stöðum á eyðisöndum norður af Vatnajökli fyrr í þessari viku. Lögreglan á Húsavík rakti glæpinn til þremenninganna, sem eiga von á háum sektum fyrir vikið.
„Með því verra sem ég hef séð“
Mikil ummerki utanvegaaksturs hafa sést á hálendinu norðan Vatnajökuls í sumar. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu á Austurlandi segir þetta með allra versta móti. Hann kallar eftir aukinni fræðslu til erlendra ferðamanna á bílaleigubílum. 
Djúp hjólför eftir utanvegaakstur á Bláfellshálsi
Hjólför eftir asktur utan vega má sjá á Bláfellshálsi norðan við Gullfoss. Páll Gíslason, verktaki á vegum Kerlingarfjalla, tók eftir hjólförunum þegar hann var við snjómokstur.
22.04.2022 - 14:40
Lagabreyting styttir umsagnartíma friðlýsingaráforma
Alþingi samþykkti í vikunni breytingu á náttúruverndarlögum sem heimilar umhverfisráðherra að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna. Slíkri kortlagningu er ætlað að vera til upplýsingar fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun.
Slæmur utanvegaakstur í Bjarnarflagi
Umhverfisstofnun ætlar að kæra utanvegaakstur í Bjarnarflagi í Mývatnssveit til lögreglunnar. Slæm för eftir akstur mótorkrisshjóla fundust í sendnum mel í eftirlitsferð stofnunarinnar á dögunum.
30.10.2020 - 11:14
Fimm gómaðir við utanvegaakstur
Upp hefur komist um utanvegaakstur fimm ökumanna í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi síðustu daga. Tveir þeirra eru erlendir ferðamenn á mótorhjólum sem voru sektaðir fyrir akstur utan vega við Lakagíga 4. ágúst. Landverðir létu lögreglu vita af þessu athæfi mótorhjólamannanna og voru þeir stöðvaðir á Kirkjubæjarklaustri.
10.08.2020 - 17:03
Slæmur utanvegaakstur á Snæfellsöræfum
Ökumenn ollu miklum skemmdum á Snæfellsöræfum í síðustu viku þegar þeir óku utan vegslóða. Af myndum af vettvangi má ráða að skemmdarverkin hafi verið unnin af ásetningi. Landvörður telur að það taki áratugi fyrir landið að jafna sig.
27.07.2020 - 12:23
Sektaður vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði
Ökumaður var sektaður um 50 þúsund krónur fyrir að aka utan vegar á Dynjandisheiði. Lögreglustjóri á Vestfjörðum segir að ekki sé mikið um utanvegaakstur í umdæminu, einungis fjögur tilvik hafi orðið árið 2019.
07.07.2020 - 15:56
Myndskeið
Erfitt að stoppa utanvegaakstur
Erfiðlega gengur að sporna gegn utanvegaakstri segir eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem fer með ferðamenn eftir veginum norðan Leirvogsár. Fjölda torfæruhjóla og -bíla sé ekið utan vegar þó svo að settar hafi verið upp merkingar og grjóthnullungum raðað fyrir.
02.06.2020 - 22:15
Myndskeið
Skemmdir vegna utanvegaaksturs komu á óvart
Það kom starfsfólki Reykjavíkurborgar á óvart að sjá í fréttum hversu miklar skemmdir hafa orðið á landi borgarinnar norðan Leirvogsár. Deildarstjóri segir að stefnt sé að því að skoða svæðið og ráðast í úrbætur.
01.06.2020 - 19:37
Myndskeið
Miklar skemmdir á landi vegna utanvegaaksturs
Miklar skemmdir hafa orðið á landi norðan Leirvogsár vegna aksturs utan vega. Íbúi á svæðinur segist aldrei hafa séð ástandið jafnslæmt og nú. Afar brýnt sé að spornað verði við frekari skemmdum fyrir sumarið.
01.06.2020 - 09:03
Myndskeið
Vill skoða hærri sektir við utanvegaakstri
Sterkasta vopnið gegn náttúruspjöllum utanvegaakstri er fræðsla, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann segir fleiri vera meðvitaða um náttúruspjöll sem þessi og vill skoða hvort hækka eigi sektir við utanvegaakstri.
07.07.2019 - 10:41