Færslur: utanríkisviðskipti

Nýr fríverslunarsamningur við Bretland
Ísland og EFTA-ríkin Noregur og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við bresk stjórnvöld um nýjan fríverslunarsamning. Utanríkisráðherrar landanna koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta samkomulagið.
04.06.2021 - 11:00
Góðar hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptaríkjum Íslands
Hagvaxtarhorfur eru góðar í helstu viðskiptaríkjum Íslands, samkvæmt efnahagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var í síðustu viku. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag samantekt á hagvaxtarspá AGS í þeim ríkjum sem vega þyngst í utanríkisviðskiptum Íslands.
Bjartsýni um viðskiptaafgang tíunda árið í röð
Árið 2020 er það níunda í röðinni með samfelldan viðskiptaafgang og mældist hann, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans vera 30,9 milljarðar króna. Því virðist ekki vera útlit fyrir að Kórónuveirukreppan steypi hagkerfinu í gamalt far viðskiptahalla þrátt fyrir talsverðan samdrátt í útflutningi.
Rofar til á erlendum mörkuðum fyrir íslenska ull
Eftir hrun á erlendum ullarmörkuðum hefur aðeins rofað til undanfarið og síðustu vikur hefur tekist að selja um 150 tonn af ull úr landi. Heimsmarkaðsverð er í algeru lágmarki og verksmiðjustjóri Ístex á Blönduósi segir að mikil innanlandssala á handprjónabandi bjargi rekstrinum.
Mikið tollfrelsi en óhikað má endurskoða tollasamninga
Nær væri að endursemja um tollamál við Evrópusambandið en að segja tollasamningum við það upp. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi í morgun.
Krónan heldur áfram að veikjast
Krónan hefur tapað allt að 20 prósent af verðgildi sínu gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er þessu ári. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að Seðlabankinn þurfi að beita sér af meiri krafti á gjaldeyrismarkaði ef krónan heldur áfram að veikjast.
Undirbúningur hafinn fyrir fríverslunarviðræður
Undirbúningur fyrir fríverslunarviðræður íslenskra stjórnvalda við Bretland er hafinn. EFTA-ríkin innan Evrópska efnahagssvæðisins, Ísland, Noregur og Liechtenstein, áttu sinn fyrsta fund með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í gær.  
Svipaður samdráttur og eftir hrun en viðsnúningur 2021
„Útlit er fyrir að samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í ár verði að svipaðri stærðargráðu og samdrátturinn árið eftir fjármálahrunið 2008. Öfugt við þróunina þá eru hins vegar allgóðar líkur á því að vöxtur verði myndarlegur strax á næsta ári,“ segir í pistli sem greiningardeild Íslandsbanka birti á heimasíðu bankans í morgun. Þar bregst deildin við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var í gær, um þróun efnahagsmála bæði hér á landi og um allan heim.
Guðlaugur Þór fundaði með Pompeo
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, funduðu um tvíhliða málefni Íslands og Bandaríkjanna í Washington í dag. Að fundinum loknum samþykktu þeir sameiginlega yfirlýsingu um aukið samstarf ríkjanna á sviði varnarmála.
07.01.2019 - 22:03
Ræddi alþjóðamál á Indlandi
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, í Nýju-Delí í dag. Þau ræddu aukna möguleika í viðskiptum og ferðaþjónustu samhliða beinu flugi frá Íslandi til Indlands.
08.12.2018 - 13:45
Meiri útflutningur en minni tekjur
Útflutningstekjur sjávarútvegsins drógust saman um 12,9 prósent á föstu verðlagi í fyrra miðað við árið áður þrátt fyrir að meiri fiskur hafi verið fluttur út. Hagfræðingur segir að sterkt gengi krónunnar skýri þessa þróun.
21.08.2018 - 12:21
„Viðskiptastríð aldrei góðar fréttir"
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra lýsa áhyggjum af alþjóðlegum viðskiptum eftir misheppnaðan fund G7-ríkjanna. Utanríkisráðherra segir viðskiptadeilur og -stríð aldrei góðar fréttir fyrir Íslendinga.
Hlutabréfavísitölur féllu eftir tolla Kínverja
Kínverjar ætla að leggja allt að 25 prósenta innflutningstolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum.Tollarnir eru svar kínverskra yfirvalda við ákvörðun Bandaríkjaforseta að leggja innflutningstolla á ál og stál.
02.04.2018 - 21:35
Viðtal
Leggja áherslu á að koma Hauki heim
Utanríkisráðherra, segir að mál Hauks Hilmarssonar, sem féll í Sýrlandi þar sem hann barðist með Varnarsveitum Kúrda, sé sérstakt. Utanríkisráðuneytið hafi ekki fengist við svona mál áður.
16.03.2018 - 09:54
Sannfærður um að Brexit var rétt ákvörðun
Michael Gove, umhverfis-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Bretlands, er sannfærður um að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt og leiði til velsældar. Gove var einn helsti hugmyndafræðingur úrsagnarhreyfingarinnar og ötull talsmaður Brexit.
03.08.2017 - 16:51