Færslur: Utanríkisþjónusta
Uppreisnarmenn sagðir nálgast Addis Ababa óðfluga
Uppreisnarmenn úr frelsisher Tigray-héraðs (TPLF) nálgast Addis Ababa höfuðborg Eþíópíu stöðugt. Aukinn þrýstingur er á ríkisstjórn landsins og forsætisráðherrann Abiy Ahmed en í yfirlýsingu frelsishersins í gær sagði að hersveitir þeirra væru innan við 350 kílómetra frá höfuðborginni.
07.11.2021 - 04:35
Friðrik Jónsson kjörinn formaður BHM
Friðrik Jónsson var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag. Hann er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og tekur við formennsku í BHM á fimmtudaginn. Þann dag verður aðalfundur bandalagsins haldinn.
25.05.2021 - 13:24
Pakistönsk tengdafjölskylda fær ekki vegabréfsáritun
Umsókn pakistanskrar tengdafjölskyldu íslenskrar konu um vegabréfsáritun til Schengen og þar með til Íslands var hafnað í dag. Ástæðan sem gefin er, er að álitið sé að mikil hætta er talin á að fólkið gerðist ólöglegir innflytjendur og ákvæði að snúa ekki til heimalandsins.
01.04.2021 - 19:07
Undirbúningur hafinn fyrir fríverslunarviðræður
Undirbúningur fyrir fríverslunarviðræður íslenskra stjórnvalda við Bretland er hafinn. EFTA-ríkin innan Evrópska efnahagssvæðisins, Ísland, Noregur og Liechtenstein, áttu sinn fyrsta fund með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í gær.
12.06.2020 - 22:08
Illa rökstutt og ruglingslegt
Þó að markmið frumvarps um skipan sendiherra sé að fækka þeim, gæti þeim fjölgað samkvæmt ákvæðum í frumvarpinu. Sendiherra segir það illa rökstutt og ruglingslegt. Hann vill að frumvarpið verði dregið til baka. Gagnsæi, samtök gegn spillingu, vara við því að frumvarpið verði afgreitt með hraði.
28.05.2020 - 17:00