Færslur: Utanríkismál

Fylgjast með samskiptum Íslands og Kína
Stjórnarandstaðan ætlar að fara fram á að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mæti á fund utanríkismálanefndar vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Prófessor segir heimsóknina benda til að Bandaríkjamenn vilji halda þeim möguleika opnum að bandarískt herlið snúi aftur til Íslands.
05.09.2019 - 12:36
Fylgjast með samskiptum Íslands og Kína
Stjórnarandstaðan ætlar að fara fram á að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mæti á fund utanríkismálanefndar vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Prófessor segir heimsóknina benda til að Bandaríkjamenn vilji halda þeim möguleika opnum að bandarískt herlið snúi aftur til Íslands.
05.09.2019 - 12:27
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsfjölmiðla
Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að sækja ráðstefnu í Svíþjóð meðan varaforseti Bandaríkjanna kemur hingað í opinbera heimsókn, hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim. „Forsætisráðherra Íslands sleppir heimsókn Pence. Hún segist ekki vera að hunsa hana,“ segir í fyrirsögn Washington Post af málinu. Margir aðrir fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá þessu, eftir að fréttaveitan Associcated Press sagði tíðindin í gær.
22.08.2019 - 11:09
Aldrei fleiri konur sendiherrar
Í fyrsta sinn eru konur í meirihluta sendiherra í tvíhliða sendiráðum Íslands. Tvíhliða sendiráð Íslands eru sautján talsins og frá og með deginum í dag eru konur sendiherrar í níu þeirra. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra.
01.08.2019 - 15:17
Viðtal
Yfirvöld á Filippseyjum reyna sitt besta
Yfirvöld á Filippseyjum eru að reyna sitt besta, segir Bæring Ólafsson sem hugði á forsetaframboð á Íslandi 2016. Hann hefur búið á Filippseyjum í fjórtán ár. Ályktunartillaga Íslands um rannsókn á aðgerðum yfirvalda þar í landi var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Tillagan er umdeild og harðlega gagnrýnd af fulltrúum Filippseyja og yfirvöldum í landinu og Bæring segir að málið sé á allra vörum.
15.07.2019 - 19:01
Í beinni
Atkvæðagreiðsla um tillögu Íslands
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna greiðir atkvæði um tillögu Íslands vegna stöðu mannréttinda á Filippseyjum í dag. Yfir þrjátíu ríki, sem þó sum eru aðeins með áheyrnarfulltrúa í ráðinu, styðja tillöguna. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lengi sætt harðri gagnrýni fyrir að virða ekki mannréttindi borgara þar í landi og hefur lögregla til að mynda verið sökuð um að hafa myrt þúsundir í baráttu sinni gegn fíkniefnum.
11.07.2019 - 09:31
Mike Pence vill koma til Íslands
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur lýst áhuga á að heimsækja Ísland í september. Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir áreiðanlegum heimildum innan íslenska stjórnkerfisins. Málið hafi verið rætt innan ríkisstjórnarinnar en staðfesting heimsóknarinnar liggur ekki enn fyrir. 
09.07.2019 - 11:58
Myndband
Katrín og May ræddu um loftslagsvandann
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er enn vongóð um að samningar náist milli stjórnarinnar og Verkamannaflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í viðræðum May við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherrarnir ræddu einnig jafnréttismál og loftslagsmál.
02.05.2019 - 16:23
Vona að viðræður við Japan leiði til samnings
Viðræður um viðskiptasamráð milli Íslands og Japans hefjast í Tókýó í næsta mánuði þegar sendinefnd á vegum utanríkisráðuneytisins heldur þangað. Vonir eru bundnar við að viðræðurnar leiði til fríverslunarsamnings milli ríkjanna.  
02.05.2019 - 11:50
Norrænt samstarf einn af hornsteinunum
Norrænt samstarf er einn mikilvægasti þátturinn í utanríkismálum Íslands og það verður áfram einn af hornsteinum utanríkisstefnu Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, sem hann flytur Alþingi í dag.
30.04.2019 - 12:41
Rússneskar sprengjuflugvélar við landið
Tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F) komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlandshafsbandalagsins við Ísland í morgun. Vélarnar höfðu ekki verið tilkynntar til flugumferðarstjórnar og ratsjárvarar voru ekki í gangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
18.03.2019 - 16:30
Gagnrýndi mannréttindabrot Sádi-Araba
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, gagnrýndi Sádiarabísk stjórnvöld í ræðu sinni við opnun fertugustu fundalotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Hann gagnrýndi þarlend stjórnvöld fyrir bága stöðu mannréttinda og tilgreindi sérstaklega réttindi kvenna og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi.
25.02.2019 - 18:15
Guðlaugur ræddi við Juan Guaidó
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, og greindi honum frá stuðningi ríkisstjórnar Íslands við hann sem forseta til bráðabirgða.
18.02.2019 - 18:23
Mike Pompeo veldur töfum í Reykjavík
Heimsókn Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands á morgun mun valda umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Lögreglan á höfðuborgarsvæðinu segir frá yfirvofandi töfum í færslu á Facebook í kvöld.
Viðtal
Óskuðu liðsinnis Íslendinga við byltingu
Tíu Gulvestungar mættu í sendiráð Íslands í París á dögunum og óskuðu eftir liðsinni íslenskra stjórnvalda við að gera byltingu, í líkingu við búsáhaldabyltinguna. Einnig óskuðu þeir aðstoðar og ráðgjafar við að losna undan oki alþjóðlegra banka.
07.02.2019 - 09:26
Ísland undirbýr formennsku Norðurskautsráðinu
Utanríkisráðherrar Finnlands og Íslands telja að sjálfbærni og verndun náttúru og samfélags verði helstu verkefni Íslands í væntanlegri formennsku þess í Norðurskautsráðinu. Þá kalli síaukin skipaumferð um heimskautasvæðin á aukna gæslu á úthöfunum og björgunarmál verði þar sífellt meira áríðandi.
14.01.2019 - 19:01
Guðlaugur Þór fundaði með Pompeo
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, funduðu um tvíhliða málefni Íslands og Bandaríkjanna í Washington í dag. Að fundinum loknum samþykktu þeir sameiginlega yfirlýsingu um aukið samstarf ríkjanna á sviði varnarmála.
07.01.2019 - 22:03
Ræddi alþjóðamál á Indlandi
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, í Nýju-Delí í dag. Þau ræddu aukna möguleika í viðskiptum og ferðaþjónustu samhliða beinu flugi frá Íslandi til Indlands.
08.12.2018 - 13:45
Geir hættir í júlí og fer til Alþjóðabankans
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hættir 1. júlí á næsta ári sem sendiherra Íslands í Washington og tekur í staðinn sæti í stjórn Alþjóðabankans. Starfsmönnum utanríkisráðuneytisins var tilkynnt um þetta í morgun. Geir hefur verið sendiherra í Washington frá því í ársbyrjun 2015.
05.10.2018 - 14:47
Guðlaugur Þór ávarpaði allsherjarþing SÞ
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kom víða við í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld. Hann sagði stofnunina hafa gegnt stóru hlutverki við að stuðla að friði og framþróun, og lífskjör hafi farið batnandi fyrir tilstuðlan samvinnu ríkjanna.
29.09.2018 - 03:29
Viðtal
Sprengjuleitaræfingin mikilvæg Íslendingum
Alþjóðleg NATO-æfing sprengjusérfræðinga sem fram fer hér á landi er gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir Íslendinga, segir sérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Alls taka 250 manns frá NATO og Landhelgisgæslunni þátt í æfingunum. 
21.09.2018 - 20:20
Viðtal
Margir telja að Ísland sé hlutlaust land
Íslendingar líta á sig sem hlutlausa og friðsama þjóð sem ógnar engum og stafar ekki ógn af neinum. Þá er stór hluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að Ísland sé hlutlaust land þrátt fyrir aðild að Atlantshafsbandalaginu. Almenningur hefur litlar áhyggjur af hryðjuverkum eða vopnuðum átökum en stjórnvöld leggja aftur á móti töluvert upp úr vörnum gegn slíku í stefnumótun sinni.
21.06.2018 - 17:01
Hefur áhyggjur af opnun sendiráðs í Jerúsalem
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lýsti áhyggjum sínum af opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem á fundi með Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag. Hann sagði að fólk hefði rétt á því að mótmæla.
Utanríkisstefna VG verði að koma skýrar fram
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að stefna Vinstri grænna í utanríkis- og alþjóðamálum verði að koma skýrar fram í stefnu ríkisstjórnarinnar. Ísland eigi hvorki að hafa innlendan né erlendan her og eigi alltaf að hafna stríðsátökum. 
Áfram lögð áhersla á Norðurlandasamstarf
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti Alþingi nú rétt eftir hádegi skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál. Guðlaugur Þór fór hratt yfir sögu og benti á að búið væri að efla stöður heimasendiherra þar sem reyndir sendiherrar sinni verkefnum í ráðuneytinu og búið sé að endurvekja varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins.
13.04.2018 - 14:46
  •