Færslur: Utanríkismál

Mike Pompeo fundar með ráðherrum danska konungsríkisins
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með dönskum starfsbróður sínum Jeppe Kofod næstkomandi miðvikudag.
„Enginn rammi utan um þessar skipanir“
Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að hafa aukinn sveigjanleika í utanríkisþjónustunni við skipan sendiherra en þeir séu einfaldlega of margir. Hann segir að þegar sendiherrafrumvarp hans verði tekið til afgreiðslu þingsins í haust þurfi þeir sem hafi brugðið fæti fyrir frumvarpið og spilað tafaleiki að útskýra mál sitt.
12.07.2020 - 12:14
Óleyfilegu þyrluflugi vísað til danska hersins
Herstjórn danska sjóhersins á Grænlandi mun gera skýrslu um óleyfilegt þyrluflug danska varðskipsins Hvítabjarnarins yfir Gullfoss í gær svo slíkt flug verði ekki endurtekið. 
Vilja að fríverslunarsamningur taki gildi í ár
Samningaviðræður um fríverslunarsamning milli Íslands og Bretlands ættu að hefjast sem fyrst og hann ætti að taka gildi strax á þessu ári. Þetta urðu þau Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, um á fjarfundi í dag.
14.05.2020 - 17:44
Svöruðu 400 erindum á dag eftir COVID en voru 550 á ári
Utanríkisráðuneytið gerði ráð fyrir því að sendiráð Íslands í Peking myndi gefa út tvöfalt fleiri vegabréfsáritanir hingað til lands í ár miðað við í fyrra áður en kórónuveirufaraldurinn lamaði flugsamgöngur í heiminum. Borgaraþjónusta ráðuneytisins hefur aðstoðað hátt í tólf þúsund Íslendinga erlendis frá því faraldurinn skall á.
„Ýmislegt gerst sem þarfnast nánari skýringar“
Sendiherra Íslands í Brussel segir það hafa komið sér spánskt fyrir sjónir þegar átti að flytja hann til Indlands með skömmum fyrirvara, þegar flugsamgöngur víða um heim liggja niðri um. Hann furðar sig á að utanríkisráðuneytið hafi farið með mál hans í fjölmiðla án samráðs við sig.
26.04.2020 - 12:23
Sendiherra gagnrýnir vinnubrögð vegna heimkomu sinnar
Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, furðar sig á því að utanríkisráðuneytið hafi rofið trúnað vegna heimkomu sinnar í sumar. Hann var gagnrýndur af ráðuneytisstjóra fyrir að hafa takmarkað viðveru starfsfólks í sendiráðinu í Brussel vegna kórónuveirufaraldursins.
25.04.2020 - 18:31
Sendiherra baðst undan tilflutningi og er á heimleið
Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, er á leið heim og kemur til starfa í utanríkisráðuneytinu á ný í sumar. Hann baðst undan tilflutningi á aðra sendiskrifstofu og er því á heimleið, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.
25.04.2020 - 11:56
60 Íslendingar hafa ekki fundið far heim
Um sextíu Íslendingar víða um heim eiga í erfiðleikum með að komast heim til Íslands, vegna ferðatakmarkana sem gripið hefur verið til vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að búið sé að leysa úr fjölda mála. Þau flóknustu séu eftir.
18.04.2020 - 12:29
Guðlaugur Þór ræddi við Pompeo - samráð undirbúið
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í síma í dag um áhrif tímabundins banns Bandaríkjastjórnar við ferðum ferðamanna af Schengen-svæðinu, sem nær einnig til íslenskra ríkisborgara. Á fundinum lýsti Guðlaugur Þór yfir vonbrigðum með aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Guðlaugur Þór og Pompeo urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi um þessi mál, hugsanlega í tengslum við efnahagssamráð ríkjanna í stærra samhengi.
Guðlaugur Þór ræðir við Pompeo á allra næstu dögum
Reiknað er með því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræði saman á símafundi á allra næstu dögum, jafnvel í dag eða á morgun. Þetta segir Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs. Á fundinum ætlar Guðlaugur Þór að reyna að fá undanþágu frá ferðabanni til Bandaríkjanna fyrir Íslands hönd. Borgar Þór segir að niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar geti haft áhrif í þeim viðræðum.
Guðlaugur Þór hittir Pompeo í Washington
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hittir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í Washington á fimmtudaginn í næstu viku. Guðlaugur Þór óskaði í gær eftir símafundi með Pompeo, í kjölfar ferðabanns sem Bandaríkjaforseti setti á í fyrrakvöld, en nú hefur verið ákveðið að ráðherrarnir hittist á fundi. Á fundinum ætlar Guðlaugur Þór að reyna að fá undanþágu frá ferðabanninu fyrir Ísland.
Viðtal
Krefst fundar með Pompeo og að hætt verði við ferðabann
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur krafist þess formlega  að bandarísk stjórnvöld hætti við ferðabann frá Íslandi. Hann mótmælir aðgerðum bandarískra stjórnvalda harðlega og hefur óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Guðlaugur Þór furðar sig á því að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnvöl í þeim löndum sem bannið tekur til.
12.03.2020 - 12:57
Mörg ár þar til sendiherrastaða verður auglýst
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir að sendiherrar séu of margir og að gera þurfi gagngerar breytingar á því hvernig þeir eru skipaðir.
Sendiherrastöðum fækkað og þær auglýstar til umsóknar
Nái frumvarp utanríkisráðherra fram að ganga verða sendiherrastöður  framvegis auglýstar til umsóknar. Ráðherra boðar fækkun sendiherra í frumvarpinu.
Guðlaugur Þór harðorður í ræðustól mannréttindaráðsins
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hélt ræðu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þar gagnrýndi hann að Venesúela fái að sitja í ráðinu þrátt fyrir mannréttindabrot og sakaði ráðið um hlutdrægni í málefnum Ísraels.
25.02.2020 - 13:35
Guðlaugur Þór hrókerar þremur sendiherrum
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka gildi síðar á komandi sumri. Um er að ræða mannabreytingar í þremur sendiherrastöðum, sem fela ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur flutninga á milli sendiskrifstofa.
05.02.2020 - 15:38
Viðtal
Sjálfstæðismenn líklegastir til að ná góðum samningi
Bretar ganga formlega úr Evrópusambandinu á morgun, eftir strembin rúm þrjú ár sem liðin eru síðan úrgangan var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í lok þessa árs eiga Bretar ekki lengur aðild að samningum sambandsins og þurfa því sjálfir að semja við hvert og eitt ríki, þar á meðal við Ísland. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að góð tengsl séu milli forystufólks Sjálfstæðisflokksins og Íhaldsflokksins sem geti gagnast vel í samningaviðræðunum.
30.01.2020 - 23:14
Erlent · Innlent · Brexit · Bretland · Utanríkismál · ESB · Evrópa · viðskipti
Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.
Mynd með færslu
Guðlaugur Þór fundar með Lavrov í Moskvu
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar með Sergei Lavrov, rússneskum kollega sínum, í Moskvu í dag. Á fundinum ræða þeir samskipti landanna, norðurslóðamál og viðskipti. Íslensk viðskiptasendinefnd með í för að leita viðskiptatækifæra.
26.11.2019 - 09:30
Myndskeið
Stöðnun, einangrun og afturför án EES
EES-samningurinn lifir góðu lífi og hætta væri á einangrun, stöðnun og afturför ef horfið væri frá honum. Þetta er niðurstaða skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kynnt var í dag. Utanríkisráðherra segir samninginn einstakan og útilokað að hægt væri að ná sambærilegum samningi í dag.
Myndskeið
Kínverjar reiðir Pence
Sendiherra Kína á Íslandi segir að ummæli Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, séu ætluð til að spilla tvíhliða samstarfi Íslands og Kína. Hann segir að verkefnið Belti og braut sé ekki hugsað sem önnur Mashall aðstoð.
05.09.2019 - 19:37
Fylgjast með samskiptum Íslands og Kína
Stjórnarandstaðan ætlar að fara fram á að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mæti á fund utanríkismálanefndar vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Prófessor segir heimsóknina benda til að Bandaríkjamenn vilji halda þeim möguleika opnum að bandarískt herlið snúi aftur til Íslands.
05.09.2019 - 12:36
Fylgjast með samskiptum Íslands og Kína
Stjórnarandstaðan ætlar að fara fram á að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mæti á fund utanríkismálanefndar vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Prófessor segir heimsóknina benda til að Bandaríkjamenn vilji halda þeim möguleika opnum að bandarískt herlið snúi aftur til Íslands.
05.09.2019 - 12:27
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsfjölmiðla
Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að sækja ráðstefnu í Svíþjóð meðan varaforseti Bandaríkjanna kemur hingað í opinbera heimsókn, hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim. „Forsætisráðherra Íslands sleppir heimsókn Pence. Hún segist ekki vera að hunsa hana,“ segir í fyrirsögn Washington Post af málinu. Margir aðrir fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá þessu, eftir að fréttaveitan Associcated Press sagði tíðindin í gær.
22.08.2019 - 11:09