Færslur: Utanríkismál

Alþingi hlynnt inngöngu Finna og Svía í NATO
Alþingi samþykkti nú á fimmta tímanum tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um að staðfesta viðbótarsamninga við NATO um aðild Finnlands og Svíþjóðar með atkvæðagreiðslu. Fimm sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, tveir þingmenn Pírata og þrír þingmenn Vinstri grænna.
07.06.2022 - 17:01
Ríkisstjórnin ætlar að samþykkja umsóknir Finna og Svía
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun þingsályktunarlillögu utanríkisráðherra þar sem ríkisstjórninni er heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaðan viðbótarsamning við Atlantshafsbandalagið um aðild Finnlands og Svíþjóðar þegar hann liggur fyrir.
Fagnar umsókn Finna og býst við skjótri afgreiðslu
Íslensk stjórnvöld munu styðja umsókn Finna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Finnar staðfestu í morgun að þeir sæki um og segja ástæðuna vera innrás Rússlands í Úkraínu.
Umræður um NATÓ aðild að hefjast í finnska þinginu
Finnska þingið hefur í dag umræður um hvort sækja beri um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að stuðningur við aðild hefur aukist mjög meðal finnsks almennings og stjórnmálamanna.
Ísland mun styðja umsókn Finna um aðild að NATO
Ísland mun styðja aðildarumsókn Finna, sæki þeir um aðild að Atlantshafsbandalaginu eins og rætt hefur verið um að undanförnu. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að af orðfæri Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta megi ráða „að honum væri það ekki að skapi ef Finnar tækju ákvörðun um að óska eftir aðild að bandalaginu.“
Þórdís mögulega til fundar við Zelensky
Annekin Huitfeldt, utanríkisráðherra Noregs, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að hún muni ferðast til Kænugarðs með öðrum utanríkisráðherrum Norðurlandanna til þess að funda með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta um innrás rússneska hersins í Úkraínu.
05.04.2022 - 16:36
Óttast að innrásin tefji kjarnorkusamning við Írani
Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum um að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.
Völlur á Bandaríkjamönnum á vellinum
Bandaríkjaher hefur aukið umsvif sín undanfarið á Keflavíkurflugvelli. Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra telur það koma til vegna aukins eftirlits með ferðum Rússa. Það tengist aukinni spennu milli þeirra og Úkraínumanna.
Fréttaskýring
Segir grænþvott þróunaraðstoðar ekki vandamál hér
Utanríkisráðherra segir Ísland standa vel þegar kemur að framlögum til loftslagsaðgerða og aðlögunar í þróunarríkjum.  Þróunarsamvinnunefnd OECD, telji Ísland standa sig betur en flest önnur ríki á þessu sviði. Hlutfall loftslagstengdra verkefna af heildarþróunarsamvinnu hefur hækkað en ráðherra segir grænþvott þróunaraðstoðar ekki vandamál hér. Þá sé gagnrýni sjálfstæðra rannsóknastofnana á framlag Íslands hvatning til að gera betur.
Tyrklandsstjórn undirbýr brottrekstur tíu sendiherra
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fyrirskipaði brottrekstur sendiherra tíu ríkja þeirra á meðal Frakklands og Bandaríkjanna. Sendiherrarnir séu óvelkomnir í Tyrklandi, „persona non grata“ eftir að þeir kröfðust þess að stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala yrði umsvifalaust leystur úr haldi.
Segir Breta standa í mikilli þakkarskuld við Afgani
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Bretland standa í mikilli þakkarskuld við þá Afgani sem störfuðu fyrir Atlantshafsbandalagið í heimalandinu. Utanríkisráðherra Bretlands svarar spurningum utanríkismálanefndar breska þingsins varðandi Afganistan á morgun.
Afgönum sem störfuðu fyrir alþjóðaherinn boðið hæli
Ríki sem hafa haft herliði á að skipa í Afganistan bjóða nú þarlendum starfsmönnum hæli í ljósi mikillar framsóknar hersveita Talibana í landinu.
Sakar vesturlönd um að vilja hefja þriðju heimsstyrjöld
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta Rússlands, fordæmir frekari refsiaðgerðir sem bandarísk og bresk stjórnvöld boðuðu gegn ríkinu í dag. Hann sakar vestræn ríki um að vilja kveikja ófriðarbál sem leitt geti til heimsstyrjaldar.
Samkomulag auðveldar ungu fólki búsetu í Bretlandi
Fólk frá átján ára til þrítugs getur nú búið og starfað í Bretlandi í allt að tvö ár. Það byggir á samkomulagi ríkjanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í gær.
Viðtal
„Erum að tryggja viðskiptahætti okkar með samningnum“
Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands verður undirritaður í Lundúnum í dag. Samningurinn tekur við af bráðabirgðasamningi sem tók gildi eftir að Bretar gengu úr Evrópusambandinu.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er staddur í Lundúnum og skýrði samninginn frekar og merkingu hans fyrir Ísland í hádegisfréttum í dag.
08.07.2021 - 14:19
Sjónvarpsfrétt
Segir vald Lukasjenko byggjast á ofbeldi
Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur tapað þeirri ímynd að vera sterkur leiðtogi og með hjálp alþjóðasamfélagsins er hægt að koma á lýðræði, að segir Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hún fundaði með ráðamönnum á Íslandi í dag.
Heitir áframhaldandi stuðningi íslenskra stjórnvalda
Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, segir stuðning Íslands við lýðræðisþróun þar í landi dýrmætan. Hún ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í  morgun. Hann er vonbetri um lýðræðisþróun í Hvíta-Rússlandi eftir fundinn en hann var fyrir hann. 
Myndskeið
„Við þurfum á aðstoð lýðræðisríkja að halda“
Svetlana Tikhanovskaya, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hitti Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á fundi í morgun. Hún er hér á landi í boði ráðherra. Hægt er að sjá brot af fundinum í myndskeiðinu hér að ofan.
02.07.2021 - 11:33
Segir þingforseta ekki hafa umboð til að banna heimsókn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að henni hafi ekki verið formlega meinað að heimsækja Rússland. For­seti rúss­neska þjóð­þingsins vill að það verði gert vegna skýrslu hennar um stöðu Krím­tatara og al­var­leg mann­réttinda­brot á Krím­skaga.
Tikhanovskaya fundar með utanríkisráðherra
Svetlana Tikhanovskaya, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hitti Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á fundi í morgun. Hún er hér á landi í boði ráðherra.
Hertar aðgerðir gegn Hvítrússum ræddar á morgun
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallar eftir breiðri samstöðu ríkja um að beita Hvíta Rússland frekari viðskiptaþvingunum. Þetta sagði ráðherrann í aðdraganda fundar Evrópusambandsins í Lúxemborg á morgun.
Sjónvarpsfrétt
Fundar með varnarmálaráðherra Danmerkur í vikunni
Dönsk og bandarísk yfirvöld hafa enn ekki gefið neinar skýringar á njósnum á evrópskum embættismönnum um strengi sem flytja netumferð. Utanríkisráðherra fundar með varnarmálaráðherra Danmerkur í vikunni vegna málsins. 
01.06.2021 - 19:50
Myndskeið
Sendiherra kallaður heim vegna hegðunar eiginkonu hans
Belgar hafa kallað heim sendiherra landsins í Suður-Kóreu eftir að eiginkona hans sló verslunarkonu í fatabúð í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Starfsfólk verslunarinnar hafði sendiherrafrúna, Xiang Xueqiu, grunaða um stuld og vildi athuga hvort fötin sem hún klæddist væru hennar eigin. Við það snöggreiddist hún og sló eina afgreiðslukonuna. Atvikið náðist á CCTV-myndavél í búðinni og Xiang var yfirheyrð af lögreglu.
31.05.2021 - 15:22
Svarar Tyrkjum og segist ekki ritskoða mál þingmanna
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur ítrekað við forseta tyrkneska þjóðþingsins að hann ritskoði ekki þau mál sem íslenskir þingmenn setja fram. Hans hlutverk sé fyrst og fremst að meta hvort málin sem lögð eru fyrir þingið séu í samræmi við stjórnarskrá.
21.05.2021 - 15:39
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fréttafundur Guðlaugs Þórs og Blinken í Hörpu
Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkis- og þróunarráðherra, og Antony Blinken, bandarískur kollegi hans, halda sameiginlega blaðamannafund í Hörpu klukkan 11:20 í dag. Guðlaugur Þór og Blinken funda saman í Björtuloftum Hörpu áður en blaðamannafundurinn hefst.