Færslur: Usain Bolt

Usain Bolt með COVID-19
Spretthlauparinn fyrrverandi Usain Bolt er með COVID-19. Nú dvelur hann í einangrun á heimili sínu í Jamaíku.
25.08.2020 - 01:58
Ófullkominn endir á fullkomnum ferli
Í gær hljóp fljótasti maður sögunnar, Usain Bolt, sitt síðasta einstaklings hlaup á ferlinum þegar hann hljóp í úrslitum 100 metra spretthlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í London. Bolt mun hlaupa aftur með boðhlaupssveit Jamaíka áður en HM í London lýkur. Eftir það mun hann leggja skóna á hilluna og keyra á fjórhjóli sínu út í sólsetrið.
06.08.2017 - 19:04
Bolt endaði í 3. sæti - Gatlin heimsmeistari
Fljótasti maður sögunnar, Usain Bolt, endaði í þriðja sæti í því sem er líklega hans næst síðasta hlaup á ferlinum. Skelfileg byrjun kostaði Bolt en lengi vel leit út fyrir að Christan Coleman myndi vinna gullið. Það var hins vegar Justin Gatlin sem stakk sér fram fyrir þá báða og nældi sér í tilinn.
05.08.2017 - 21:07
Mynd með færslu
Í beinni: HM í frjálsum | Síðasta hlaup Bolt
HM í frjálsum íþróttum heldur áfram í kvöld en mótið fer fram í London að þessu sinni. Keppt var frá 09:00-11:45 í morgun og dagskrá hefst aftur nú klukkan 18:00.
05.08.2017 - 17:31
Usain Bolt mjög ósáttur með fyrsta hlaupið
Fljótasti maður sögunnar, Usain Bolt, var mjög ósáttur með hlaup sitt í undanrásum 100 metra spretthlaups karla á HM í frjálsum í London í gær. Sérstaklega var hann ósáttur með rásblokkirnar. Þrátt fyrir það þá vann Bolt undanriðilinn en fljótasti maður í heimi gerir eflaust frekari kröfur en hinn almenni spretthlaupari.
05.08.2017 - 13:50
Usain Bolt hættur við að hætta?
Hinn áttfaldi Ólympíumeistari, Usain Bolt, hefur sagt að heimsmeistaramótið í London verði ef til vill ekki hans síðasta. Bolt hafði áður gefið út að mótið, sem fram fer í ágúst á þessu ári, yrði hans síðasta. Nú hefur hann dregið það til baka. Hann segir þó að núverandi keppnistímabil sé hans síðasta.
27.06.2017 - 18:41