Færslur: Úrúgvæ

Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Fundu 4,4 tonn af kókaíni í Montevídeó
Tollayfirvöld í Úrúgvæ nutu aðstoðar úrúgvæska flotans þegar þau fundu og lögðu hald á 4,4 tonn af kókaíni í vikunni. Talsmaður flotans segir þessa sameiginlegu aðgerð hafa verið „mesta skell sem eiturlyfjasalar landsins hafa mátt þola" frá upphafi.
Endurtalning í forsetakosningum í Úrúgvæ
Of litlu munar á milli tveggja efstu manna í forsetakosningunum í Úrúgvæ til þess að hægt sé að skera úr um sigurvegara. Kjörstjórn landsins greindi frá þessu í gærkvöld. Endurtalning hefst á morgun og er úrslita að vænta síðar í vikunni.
25.11.2019 - 06:21
EFTA og Mercosur sömdu í skugga skógarelda
EFTA-ríkin og aðildaríki Mercosur hafa náð samningum um fríverslun. Mercosur ríkin fjögur eru Argentína, Brasilía, Úrúgvæ og Paragvæ. ESB hefur undirritað samning við ríkin sem Donald Tusk, forseti ráðherraráðsins, segir ólíklegt að verði fullgiltur innan ESB á meðan ekki sé meira gert til að ráða niðurlögum eldanna í Amazon regnskóginum í Brasilíu.
24.08.2019 - 16:21
Stærsta fríverslunarsvæði heims í burðarliðnum
Eftir hartnær 20 ára viðræður - með hléum þó - náðu fulltrúar Evrópusambandsins og suður-ameríska ríkjabandalagsins Mercosur loks að koma sér saman um öll meginatriði fríverslunarsamnings í liðinni viku og leggja þar með grunninn að stærsta fríverslunarsvæði heims. Fulltrúar beggja samtaka staðfestu þetta við alþjóðlegar fréttastofur á föstudag. Nær 800 milljónir manna búa í Evrópusambandinu og ríkjunum fjórum sem mynda Mercosur; Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ.
29.06.2019 - 03:03
Rafmagn óðum að komast á Argentínu og Úrúgvæ
Tekist hefur að koma rafmagni aftur á víðast hvar í Argentínu og Úrúgvæ, eftir að það fór af á landsvísu í báðum ríkjum fyrr í dag svo að um 48 milljónir manna voru án rafmagns; rúmlega 44 milljónir í Argentínu og hálf fjórða milljón í Úrúgvæ.
17.06.2019 - 00:40
Kona varaforseti í fyrsta sinn
Öldungadeildarþingmaðurinn Lucia Topolansky er fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Úrúgvæ. Hún tók við embættinu í gær eftir að Jose Sendic sagði af sér vegna ásakana um spillingu.
14.09.2017 - 06:39
Fjórir látnir í óveðri í Úrúgvæ
Að minnsta kosti fjórir létust eftir að hvirfilbylur reið yfir borgina Dolores í Úrúgvæ í gær. Sjö eru alvarlega slasaðir. Bylurinn var sérlega öflugur, reif hús af grunnum og þreif bíla á loft. AP fréttastofan hefur eftir talsmanni skrifstofu forseta Úrúgvæ að allt tiltækt björgunarlið verði sent til borgarinnar.
16.04.2016 - 05:49
Úrúgvæ
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, fræðir hlustendur Rásar 2 um þátttökulöndin 32 á HM 2014. Hér má heyra umfjöllun um Úrúgvæ.
14.06.2014 - 14:00