Færslur: Ursula Von Der Leyen

Sjónvarpsfrétt
Pútín segir leiðtoga Vesturlanda lifa í blekkingu
Forseti Rússlands segir engan vafa á að Rússland muni ná öllum sínum markmiðum í stríðinu í Úkraínu og leiðtogar Vesturlanda lifi í blekkingu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti í dag formlegum stuðningi við aðildarumsókn Úkraínu.
Úkraína færist einu skrefi nær Evrópusambandinu
Úkraína hefur færst einu skrefi nær Evrópusambandinu. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að leggja til að Úkraína fá formlega stöðu umsóknarríkis.
17.06.2022 - 12:56
Ursula von der Leyen
Boðar álitsgerð um aðildarumsókn Úkraínu í næstu viku
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er bjartsýn á að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis í sambandið áður en langt um líður og mun leggja sitt af mörkum til að svo verði. Þetta kom fram á fréttafundi þeirra von der Leyen og Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, en Zelensky hefur þrýst mjög á að umsókn landsins fái flýtimeðferð í ljósi aðstæðna.
Draga úr olíuinnflutningi frá Rússlandi um 90%
Evrópusambandið mun draga úr olíuinnflutningi til Evrópu frá Rússlandi um 90% fyrir árslok. Frá þessu greinir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins tilkynnti á Twitter.
Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
ESB boðar aðgerðir gegn stærsta banka Rússlands
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins boðar fleiri refsiaðgerðir gegn Rússum og rússneskum fyrirtækjum. Nýjustu aðgerðunum verður beint sérstaklega gegn rússneskum bönkum og olíuiðnaðinum, að sögn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar. „Við höldum áfram að beita okkur gegn bankageiranum, sérstaklega Sberbank, sem er með 37 prósenta markaðshlutdeild í rússneska bankageiranum,“ sagði von der Leyen í samtali við þýska blaðið Bild am Sonntag, „og svo er það auðvitað orkugeirinn.“
ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu
Evrópusambandið ætlar að fjármagna kaup og flutning vopna til Úkraínu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu sambandsins sem slíkt er gert.
Henda Rússum út úr SWIFT og ræða frekari aðgerðir
Evrópusambandið, Bandaríkin og bandalagsþjóðir þeirra hafa ákveðið að loka á aðgang fjölda rússneskra bankað að SWIFT millibankakerfinu, helsta greiðslukerfi banka í heiminum. Þetta er hluti af efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í kvöld að hún leggi að auki til að eigur rússneska seðlabankans verði frystar.
Evrópusambandið boðar viðamiklar refsiaðgerðir
Evrópusambandið kynnti í nótt viðamiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins segir að vatnaskil hafi orðið í Evrópu en forseti Frakklands útilokar ekki að enn megi semja við Rússlandsforseta.
Forsætisráðherra Póllands sakar ESB um kúgunartilburði
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sakar Evrópusambandið um kúgunartilburði. Honum lenti saman við Ursulu von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar sambandsins á Evrópuþinginu í morgun.
Viðurkenning ríkis Talibana ekki til umræðu
Fulltrúar Talibana funda nú með sameiginlegri sendinefnd Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Katar. Ný stjórnvöld í Afganistan sækjast eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og neyðaraðstoð vegna fátæktar og mikilla þurrka.Fulltrúi Evrópusambandsins segir ekki á dagskrá fundarins að samþykkja ríki Talibana.
Von der Leyen hefst handa við útdeilingu fjármagns
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefst handa í dag við að samþykkja áætlanir þeirra ríkja sem sótt hafa um endurreisnarstyrki og lán úr voldugum björgunarpakka sambandsins.
Katrín við von der Leyen: Ísland má ekki gleymast
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag.
Segir sófaklúðrið til marks um kynjamisrétti
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sér hafi sárnað það þegar henni var ekki ætlaður sérstakur stóll á fundi með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fyrr í apríl. Hún segir atburðinn augljóst dæmi um kynjamisrétti.
Myndskeið
Bjartsýni þrátt fyrir óvissu með mörg bóluefni
Dönsk stjórnvöld ákváðu í dag að hætta alveg að nota bóluefni AstraZeneca. Þá ríkir óvissa á heimsvísu um bóluefni Janssen. Sóttvarnalæknir telur líklegt að bóluefni Janssen fái grænt ljós og vonar að það takist að gefa að minnsta kosti 200 þúsund manns bóluefni fyrir mitt sumar.
Svefnlausar nætur eftir fund með Tyrklandsforseta
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segist hafa átt margar svefnlausar nætur síðan hann sat fund með Tyrklandsforseta fyrr í vikunni. Hann segist sjá eftir því að hafa ekki eftirlátið Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, eina stólinn sem í boði var á fundinum.
Tyrkir kenna ESB um stólaklúðrið
Utanríkisráðherra Tyrklands lýsti því yfir í dag að uppröðun sæta á fundi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Charles Michel, forseta leiðtogaráðs sambandsins með Erdogan Tyrklandsforseta á þriðjudag hafi verið samkvæmt tilmælum frá sambandinu.
ESB fær 4 milljónir aukaskammta af Pfizer
Evrópusambandið fær fjórar milljónir skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech til viðbótar við þá skammta sem þegar var vitað að myndu skila sér. Bóluefnið er væntanlegt úr verksmiðjum fyrir lok þessa mánaðar.Forseti framkvæmdastjórnar ESB hvatti ríki Evrópusambandsins til að nýta þessa skammta í landamærahéröðum í aðildarríkjum sambandsins þar sem kórónuveirufaraldurinn er hvað skæðastur.
Breska þingið samþykkir lög um framtíðarsamskipti
Breska þingið samþykkti í gær, miðvikudag, löggjöf sem lýtur að framtíðarsamskiptum við Evrópusambandið. Þingið var kallað til starfa úr jólafríi til að ræða og greiða atkvæði um lögin sem voru afgreidd á mettíma.
Viðskiptasamningur undirritaður í dag
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Charles Michel forseti leiðtogaráðs sambandsins undirrita 1246 blaðsíðna viðskipta- og samvinnusamning við Bretland klukkan hálf níu í dag.
Evrópa getur loks horft fram á veginn
Eftir erfiðar og langdregnar samningaviðræður er niðurstaðan sanngjarn samningur. Þetta segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Brexit-samkomulagið.
24.12.2020 - 15:09
Svartsýni um Brexit samning
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um viðskiptasamning við Breta, var svartsýnn á að samningar tækjust er hann ávarpaði Evrópuþingið í Strassborg í morgun. Þingið samþykkti í gær að viðræðum yrði að vera lokið á sunnudag svo hægt sé að afgreiða málið fyrir áramót.
18.12.2020 - 12:30
Spegillinn
Brexit-forvöð og fullveldishugmyndir
Það hefur sífellt teygst á síðustu Brexit-forvöðunum. Í morgun sagði Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að á sunnudaginn verði skorið úr um hvort forsendur fríverslunarsamnings liggi fyrir. Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist tilbúinn að leggja mikið á sig til að ná samningum en varar þó við að það stefni í samningslausa útgöngu.
11.12.2020 - 20:22
ESB býður frestun aðgerða
Evrópusambandið bauð í dag Bretum að halda reglum óbreyttum í hálft ár til að koma í veg fyrir að samskipti og samgöngur fari í hnút um áramótin. Svartsýni ríkir um að samningar takist á milli Breta og Evrópusambandsins.
10.12.2020 - 19:49
Enn langt á milli Breta og ESB
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu pattstöðuna í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Kvöldverðarfundur Boris Johnsons og Ursulu von der Leyen skilaði engri niðurstöðu annarri en að viðræðum yrði haldið áfram til sunnudags. Mikið skilur enn í milli.