Færslur: Úrkoma

Tvær skriður féllu í Útkinn í nótt
Tvær skriður féllu í nótt sunnan við bæinn Geirbjarnarstaði í Útkinn sem fóru yfir veginn, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Skriðanna varð vart þegar þurfti að koma bændum að bæjum til að sinna skepnum í morgun.
04.10.2021 - 11:24
Telja að það versta sé yfirstaðið
Veðrið fyrir norðan hefur batnað og staðan er betri en í gær, að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Hann telur að það versta sé yfirstaðið.
Sjötti bærinn rýmdur vegna skriðuhættu
Sjötti bærinn, Nípá í Útkinn, hefur verið rýmdur í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu og aurskriða. Þetta tilkynnti lögreglan á Norðurlandi eystra síðdegis, en staðan verðu endurmetin á hádegi á morgun. Enn er í gildi óvissustig fyrir Tröllaskaga og mikið vatn er í fjallshlíðum.
03.10.2021 - 17:08
Aurskriður falla í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu
Það hefur verið töluverð úrkoma á norðanverðu landinu í dag. Vegurinn um Útkinn í Þingeyjarsýslum er lokaður vegna aurskriðu við bæinn Björg. Stór aurskriða féll við bæinn síðdegis sem skemmdi ljósleiðara og bóndi á svæðinu er búinn að koma búfénaði í skjól. Von er á áframhaldandi úrkomu á svæðinu í kvöld.
02.10.2021 - 17:50
Hæglætisveður með örlítilli úrkomu
Veðurstofan spáir hægri suðvestan- og vestanátt í dag og lítilsháttar skúrum. Yfirleitt verður bjart og þurrt suðaustantil og á Vestfjörðum eftir hádegið. Seinni part dagsins lægir heldur.
10.09.2021 - 06:36
Líkur á eldingum í dag
Von er á úrkomu og hlýju veðri í dag og gætu því fylgt eldingar, að sögn Veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Áfram verður hæg breytileg átt og nokkuð hlýtt, eða 10 til 17 stig.
04.08.2021 - 09:03
Norðan hvassviðri og snjókoma til fjalla
Síðdegis í dag og í kvöld taka gildi gular veðurviðvaranir á Miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum vegna mikils hvassviðris. Í kvöld tekur svo gildi appelsínugul viðvörun á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Í fyrramálið bætist við gul viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra. Svo lægir smám saman á morgun.
03.09.2020 - 06:44