Færslur: Úrkoma

Minna tjón en búist var við eftir mikla úrkomu
Síðustu daga hefur verið mikið úrhelli norðan til á landinu, mest á Siglufirði. Gert var ráð fyrir áköfum rigningarskúr í nótt og varað var við vatnavöxtum, grjóthruni og skriðum. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að betur hafi farið en við var að búast.
Vatnavextir og auknar líkur á grjóthruni
Öflugur úrkomubakki gengur inn á norðanvert landið og útlit er fyrir norðan 8 til 15 metra með talsverðri eða mikilli rigningu á Norður- og Austurlandi.
03.08.2022 - 07:02
Innlent · Veður · Innlent · veður · Vatnavextir · Grjóthrun · Úrkoma
Varað við hvassviðri vestra, nyrðra og á miðhálendinu
Gul veðurviðvörun tók gildi klukkan tvö í nótt fyrir Breiðafjörð og Vestfirði. Einnig verður hvasst á miðhálendinu. Búast má við hvassviðri með allt að átján metrum á sekúndu.
Hlýr og sólríkur maí sunnanlands
Maí var nokkuð hlýr mánuður sunnanlands og hægviðrasamur. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofu Íslands um tíðarfar í mánuðinum. Maí var fyrsti mánuður ársins með úrkomu undir meðallagi og sólskin umfram meðallagi í Reykjavík.
03.06.2022 - 01:05
Úrkoma á mestöllu landinu í dag
Grunn lægð færist yfir landið í dag og verður víða vætusamt á landinu, lítil úrkoma verður þó á norðvestanverðu landinu. Vindur verður hægur og Veðurstofan spáir breytilegri átt. Hiti verður á bilinu 5-10 stig.
25.05.2022 - 07:06
Úrkoma ekki verið meiri í mars frá upphafi mælinga
Víða var veturinn sá úrkomusamasti sem vitað er um, og marsmánuður var sá úrkomumesti frá upphafi mælinga í Reykjavík. Sólskinsstundir voru fáar í höfuðborginni í mars en óvenjumargar á Akureyri. 
05.04.2022 - 20:54
Landsnet: Orkuafhending gæti skerst í meðalári
Aukist raforkunotkun álíka mikið og opinberar spár ætla eru líkur á að strax á næsta ári þurfi að draga úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári. Vatnsskortur hefur leitt af sér skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda undanfarið og byggist það á samningum þess efnis.
Myndskeið
Magnað sjónarspil klakaleysinga í Örnólfsdalsá
Orri Jónsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Eflu, varð vitni að geysilegu sjónarspili í fyrradag þegar Örnólfsdalsá í Borgarfirði braut sig af alefli úr klakaböndum. Hlýindi með úrkomu auka vatnsrennsli í ám og losa um ís sem leitar í árfarfarvegi.
19.01.2022 - 14:59
Tvær skriður féllu í Útkinn í nótt
Tvær skriður féllu í nótt sunnan við bæinn Geirbjarnarstaði í Útkinn sem fóru yfir veginn, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Skriðanna varð vart þegar þurfti að koma bændum að bæjum til að sinna skepnum í morgun.
04.10.2021 - 11:24
Telja að það versta sé yfirstaðið
Veðrið fyrir norðan hefur batnað og staðan er betri en í gær, að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Hann telur að það versta sé yfirstaðið.
Sjötti bærinn rýmdur vegna skriðuhættu
Sjötti bærinn, Nípá í Útkinn, hefur verið rýmdur í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu og aurskriða. Þetta tilkynnti lögreglan á Norðurlandi eystra síðdegis, en staðan verðu endurmetin á hádegi á morgun. Enn er í gildi óvissustig fyrir Tröllaskaga og mikið vatn er í fjallshlíðum.
03.10.2021 - 17:08
Aurskriður falla í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu
Það hefur verið töluverð úrkoma á norðanverðu landinu í dag. Vegurinn um Útkinn í Þingeyjarsýslum er lokaður vegna aurskriðu við bæinn Björg. Stór aurskriða féll við bæinn síðdegis sem skemmdi ljósleiðara og bóndi á svæðinu er búinn að koma búfénaði í skjól. Von er á áframhaldandi úrkomu á svæðinu í kvöld.
02.10.2021 - 17:50
Hæglætisveður með örlítilli úrkomu
Veðurstofan spáir hægri suðvestan- og vestanátt í dag og lítilsháttar skúrum. Yfirleitt verður bjart og þurrt suðaustantil og á Vestfjörðum eftir hádegið. Seinni part dagsins lægir heldur.
10.09.2021 - 06:36
Líkur á eldingum í dag
Von er á úrkomu og hlýju veðri í dag og gætu því fylgt eldingar, að sögn Veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Áfram verður hæg breytileg átt og nokkuð hlýtt, eða 10 til 17 stig.
04.08.2021 - 09:03
Norðan hvassviðri og snjókoma til fjalla
Síðdegis í dag og í kvöld taka gildi gular veðurviðvaranir á Miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum vegna mikils hvassviðris. Í kvöld tekur svo gildi appelsínugul viðvörun á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Í fyrramálið bætist við gul viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra. Svo lægir smám saman á morgun.
03.09.2020 - 06:44