Færslur: úrhelli

Óveðurslægðin Gyða veldur usla í Noregi
Foráttuveður hefur gengið yfir vesturströnd og miðhluta Noregs í dag og enn er varað við flóðum og skriðuföllum í nótt. Afar hvasst er á þeim slóðum og úrhellisrigning.
13.01.2022 - 00:11
Erlent · Evrópa · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Noregur · Flóð · Aurskriður · Illviðri · úrhelli
Óttast að fellibylurinn Rai hafi kostað 23 mannslíf
Talið er að minnst 23 hafi farist á Filippseyjum í ofsaveðri af völdum fellibylsins Rai. Tilkynningar hafa borist um verulegt tjón víðsvegar um eyjarnar. Yfir 300 þúsund neyddust til að yfirgefa heimili sín eða aðsetur á ferðamannastöðum, boðskipti rofnuðu og rafmagn fór víða af á stórum svæðum.
18.12.2021 - 05:16
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Filippseyjar · Rai · fellibylur · Andlát · ofsaveður · úrhelli
Þúsundir Filippseyinga flýja heimili sín
Tugir þúsunda Filippseyinga neyddust til að flýja heimili sín í morgun þegar ofurfellibylurinn Rai skall á sunnanverðum ströndum eyjanna. Yfirvöld vöruðu við gríðarlegum vindstyrk og úrhellisrigningu.
16.12.2021 - 06:37
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Filippseyjar · fellibylur · úrhelli · Aurskriður · Flóð
Staðfest að fjórir eru látnir eftir hamfarir í Kanada
Staðfest er að fjórir eru látnir eftir hamfaraflóð og aurskriður í Bresku Kólumbíu í Kanada. Eins er enn leitað en erfiðar aðstæður tefja leitina. Búist er við að rigni aftur á svæðinu í komandi viku.
20.11.2021 - 22:51
Fyrirskipa ferðatakmarkanir og eldsneytisskömmtun
Yfirvöld í vesturhluta Kanada fyrirskipuðu ferðatakmarkanir í gær og tóku upp skömmtun á eldsneyti. Fjögurra er enn leitað eftir hamfarirnar sem skóku samfélag Bresku Kólumbíu fyrr í vikunni.
20.11.2021 - 03:28
Kanadaher aðstoðar íbúa hamfarasvæða
Kanadaher mun aðstoða íbúa þeirra svæða sem verst urðu úti í hamfaraveðrinu í Bresku Kólumbíu. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi vegna gríðarlegra flóða og aurskriðna sem ollu verulegu tjóni, því mesta í manna minnum.
Minnst eitt dauðsfall vegna ofsarigningar í Kanada
Að minnsta kosti einn fórst í ofsarigningaveðrinu sem gekk yfir á Kyrrahafsströnd Kanada í gær og fyrradag. Þúsundir neyddust til að yfirgefa heimili sín, víða varð rafmagnslaust og samgöngumannvirki skemmdust.
17.11.2021 - 00:13
Þúsundir Kanadamanna yfirgefa heimili sín vegna flóða
Úrhellisrigning gekk yfir Kyrrhafsstörnd Kanada í gær sem varð til þess að íbúar neyddust til að yfirgefa heimili sín. Sömuleiðis skemmdust vegir og önnur mannvirki. Ríkisstjórnin heitir aðstoð umsvifalaust.
16.11.2021 - 05:12
Vatnavextir í Túnis hafa kostað þrjú mannslíf
Þrennt fórst í flóðum í Norður-Afríkuríkinu Túnis eftir úrhellisrigningu. Árstíðabundin flóð eru afar algeng í landinu.
24.10.2021 - 20:15
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn
Klukkan átta í kvöld var tekin sú ákvörðun að rýma sex bæi til viðbótar í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld og að íbúar hafi þegar yfirgefið bæina sem eru sunnar en þeir bæir sem áður voru rýmdir.
Úrhellisrigning og flóð valda usla á Spáni
Gríðarlegt úrhelli olli flóðum á Spáni í dag, þúsundir voru án rafmagns auk þess sem loka þurfti vegum og járnbrautarlínum. Símasamband var einnig að skornum skammti.
02.09.2021 - 01:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Katalónía · Flóð · úrhelli · Rigning · Pedro Sanchez · Madrid · samgöngur
Íbúar Mexíkó leita skjóls undan fellibylnum Grace
Flugferðum var aflýst í gær og ferðamenn þurftu að hafast við í neyðarskýlum þegar fyrsta stigs fellibylurinn Grace tók land á austanverðum Yucatan-skaga í Mexíkó. Búist er við úrhellisrigningu og flóðum af völdum fellibylsins.
19.08.2021 - 11:09
Sjö látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa
Sjö eru látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa höfuðborg Eþíópíu. Nokkrir liggja einnig á sjúkrahúsi en ofsafengin rigning hefur gengið yfir svæðið síðan í gær.
18.08.2021 - 12:39
Hætta á flóðum og skriðuföllum í suðvesturhluta Japan
Hundruð þúsunda Japana hafa verið beðnir að yfirgefa heimili sín af ótta við að gríðarlegt steypiregn geti komið af stað flóðum og skriðuföllum.
12.08.2021 - 11:14
Erlent · Hamfarir · Veður · Japan · Asía · Rigning · úrhelli · Flóð · Skriðuföll · Nagasaki